Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012
2 7
3 9 8 7
3
5 8 2
8 9 5 3
5 1 8
1
3 5
8 6
1 8 7 2 6 9
5 7
1
3 5
5 9
7 6 8 4
2 9
3
2 5 9 6
3 7
7 6 1
1 4 5
4 3 6 7
7 6
9 5
6 5 2 4
3 5
8
9 1 6
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar.
Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar
í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki
innan hvers reits sem afmarkaður er
af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem
er lengst til vinstri er léttust og sú til
hægri þyngst en sú í miðjunni þar á
milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.
sudoku2.com og þar er einnig að finna
fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir
ekki.
Hekla Ragnarsdóttir er nemandi í
fyrsta bekk í Húsaskóla í Grafarvogi
í Reykjavík. Henni finnst skemmti-
legast í saumum, myndmennt og
heimilisfræði í skólanum en fyrir
utan skólatíma æfir hún ballett og
blæs í blokkflautu í tónlistarskól-
anum í sínu hverfi.
Nafn: Hekla Ragnarsdóttir.
Aldur: 7 ára.
Stjörnumerki: Hrútur.
Búseta: Grafarvogur, Reykjavík.
Skóli: Húsaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Heimilisfræði, saumar,
myndmennt.
Hvert er uppáhalds dýrið þitt?
Hundar og hestar.
Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur,
pasta, hakk og spaghettí.
Uppáhaldshljómsveit: Haffi Haff.
Uppáhaldskvikmynd: Merlín.
Fyrsta minningin þín? Þegar ég
sagði fyrst muuu (1 árs).
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég æfi ballett og spila á
blokkflautu.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
gerir í tölvu? Barbie-leiki.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Snyrtikona, hárgreiðslu-
kona, kokkur eða slökkviliðsmaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég var allsber úti í
rigningunni í bústaðnum okkar.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Að taka til.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt
í sumar? Ég ætla að fara í útilegu og
fara með fjölskyldunni minni út í skóg
að borða nesti (lautarferð). /ehg
Krúttlegar heklaðar
páskakörfur
PRJÓNAHORNIÐ
Nú nálgast páskarnir óðum, enn
er samt tími til að hekla þessar
litlu páskakörfur sem passa fyrir
minnstu gerðina af páskaeggjum.
Fallegt er að hengja þær á grein-
arnar sem fást í blómabúðunum
og blómstra gulum blómum. Svo
er víðirinn farinn að lifna örlítið
við og farinn að mynda sig til að
koma með reklana sína, birkigrein
getur líka farið að opna blöðin ef
hún er tekin inn og sett í vasa.
Páskakarfa:
Efni: Muskat bómullargarn frá Drops.
Gult, fjólublátt, grænt eða bara eitthvað í þessum
litum sem liggur í garnkörfunni og er hvort sem
er ekki nóg í neina flík.
Heklunál númer 3 eða sú stærð sem passar við
grófleika garnsins sem við erum að nota.
Skammstafanir:
ll = loftlykkja
fl = fastalykkja
st = stuðull.
Heklað blóm:
ll = loftlykkja
fl = fastalykkja
st = stuðull
Slá upp 2 ll.
1. umf. Hekla 8 fl í fyrstu ll, loka hringnum.
2. umf. 1 ll, 2 fl í hverja fl, loka hringnum.
3. umf. 1 ll, *1 fl í fyrstu fl og 2 fl í næstu fl*
endurtaka *-* loka hringnum = 24 fl.
4.-9. umf. 1 ll, 1 fl í hverja fl, loka hringnum.
10. umf. 1 ll *2 ll , hlaupa yfir 1 fl, 1 fl í næstu
fl* endurtaka *-*, loka hringnum.
11. umf. 1 ll, heklað í hvern ll boga , 1 fl, 1
stuðull, 1 fl, loka hringnum.
Draga þráð gegnum síðustu l, klippa og ganga
frá.
Hanki:
Slá upp 3 ll, þar með talið 1 ll til að snúa við.
Snúa og hekla 1 fl í hverja fl.
Halda áfram þar til hankinn mælist 11 cm.
Sauma hankann á körfuna.
Gleðilega páska.
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Ætlar í útilegu og
lautarferð í sumar
4
1
Bókabás
Sigurður dýralæknir Sigurðarson
er þekktur maður og vel kynntur
í byggðum þessa lands. Hann er
sérstakur karakter, eins og sagt er.
Hér fyrir vestan fékk hann auðvit-
að heiðurstitil tengdan nafni sínu
fyrir nokkrum árum og er slíkt
vani Vestfirðinga. Það var þegar
Bjössi á Ósi í Mosdal í Arnarfirði
byrjaði að kalla hann Sigurð bít
eftir að grunur um riðusmit kom
upp á Ósi og Laugabóli í Mosdal
í Arnarfirði. Fella varð sauðfjár-
hjarðirnar á þeim bæjum og var
ekki sárindalaust. Guðmundur
Hagalín Guðmundsson, þá vél-
stjóri við Mjólkárvirkjun, kom þar
nokkuð við sögu sem sjónarvottur
og verður ekki rakið nánar hér.
Nú, nú. Það varð úr að þeir
vinirnir Guðmundur Hagalín og sá
sem hér bankar á tölvu, þá oddviti
Auðkúluhrepps, fóru í kynnisför að
Ósi og voru nokkuð kátir. Varð þar
auðvitað fagnaðarfundur, sem þó var
all blendinn af hálfu Þorbjörns bónda
Péturssonar, vegna þeirrar fjand-
vináttu sem svo má kalla og skapast
hafði milli þessara aðila vegna hinna
erfiðu riðumála. Þorbjörn er einn
af þessum óborganlegu vestfirsku
persónuleikum sem óðum týna nú
tölunni.
Eftir kaffidrykkjuna skeður það
að þeir fara í mannjöfnuð, Þorbjörn
og Hagalín, líkt og menn gerðu til
forna, hvor þeirra sé nú sterkari og
meiri afreksmaður í ýmsum greinum.
Endar það með því að Þorbjörn
bóndi tekur Hagalín í bóndabeygju
og ber hann úr stofunni og fram í
eldhús og var það mikið afrek, því
Hagalín er maður þéttur á velli, að
ekki sé nú talað um lundina eins og
þeir vita sem til þekkja.
Þegar þessari aflraun Ósbóndans
lauk, spurði Halli Bjössa eftirfarandi
spurningar:
„Þér er nú í raun og veru vel við
mig, Bjössi, er það ekki?“
„Mér er fimmtíu prósent vel við
þig og fimmtíu prósent illa við þig,“
svaraði Ósbóndinn af miklum skör-
ungsskap og er vandséð hvort orðið
„fjandvinur“ hafi verið skilgreint öllu
betur áður í Íslandssögunni.
Þessi saga er sögð hér með
Sigurð dýralækni í huga, enda
málið honum skylt. Ber það til þess
að fyrir jólin kom út bók hans á
vegum Bókaútgáfunnar Hóla, nefnist
einmitt Sigurður dýralæknir og er
það fyrra bindi. Gunnar Finnsson,
fyrrum skólastjóri, frændi Sigurðar
og sagna- og gleðimaður líkt og
hann, tók saman. Í bók þeirri segir
Sigurður aragrúa af sögum hvarvetna
af landinu í stíl við þá vestfirsku sögn
sem hér birtist.
Sannleikurinn er nú sá, að sjaldan
hefur maður lesið bók þar sem mann-
leg hlýja og væntumþykja skína eins
glöggt í gegn svo að segja á hverri
blaðsíðu eins og í Sigurðar bók. Sagt
hefur verið að þeir sem eru dýravinir
séu yfirleitt mannvinir. Sigurður er
þetta hvort tveggja og mikið meira
til. Hann er afburða glöggur mann-
þekkjari og hefur tungutak sem er
ættað beint úr Íslendingasögunum,
sbr. mannlýsingarnar í bókinni.
Um afabróður sinn, Jón
Guðmundsson á Ægisíðu, segir
Sigurður:
Einkunnarorð Jóns á Ægisíðu
voru: Staðfesta, skilvísi, skyldurækni
og framgangur en aldrei stöðnun.
Í því fólst einlæg ræktarsemi við
landið, virðing fyrir fornum fræðum,
gömlum og góðum siðum, óeigin-
gjörn viðskipti og greiðasemi við alla
er eftir leituðu. Hann var dagfars-
prúður, gestrisinn, hjálpfús og helst
við þá er bágast áttu, orðheppinn
og óádeilinn.“ Þyrftum við ekki að
koma slíkum dæmum um góða menn
á framfæri við unga fólkið í landinu
í dag?
Húsdýrin okkar skipa háan sess
í bók dýralæknisins. Um sauðféð í
Hemlu segir svo:
„Þegar voraði og græn nál fór að
sjást úti um mýrarnar, urðu ærnar
tregari til að koma heim í hús og
þurfti stundum að sækja þær. Svo
lögðust þær alveg frá, þegar gróður
var nægur orðinn og þær báru úti
um haga. Lömbin voru yfirleitt fædd
hraust og kraftmikil. Það kom varla
fyrir að fullorðnar kindur veiktust
eða vanþrifust. Útiveran og beitin
virtust hafa góð áhrif. Sjaldgæft var
að kindur fengju júgurbólgu eða
að lömb kæmust ekki á spena og
vegna þess að lömbin voru fædd úti
í hreinni náttúrunni var mjög sjald-
gæft að þau yrðu fyrir sýkingum af
nokkru tagi.“
Þessi orð Sigurðar gefa fullt til-
efni til að spyrja hvort við Íslendingar
séum á réttri leið í sauðfjárræktinni.
En það er önnur saga sem ekki
verður farið út í hér.
Þá eru það hrossin. Þar er ekki
komið að tómum hesthúskofunum
frekar en öðru í Sigurðar bók.
Það er óhætt að mæla með þess-
ari bók þeirra félaganna Sigurðar
dýralæknis og Gunnars Finnssonar.
Hallgrímur Sveinsson.
Sigurðar bók dýralæknis:
Dýra- og mannvinur segir frá
„Ég hef verið einstaklega kven-
eignast tvær yndislegar konur”,
segir Sigurður í bók sinni. Fyrri
kona hans var Halldóra Einars-
dóttir frá Kaldrananesi í Mýrdal.
Þau eignuðust 4 börn. Sigurður
missti Halldóru í ágúst árið 2000.
henni í Suðurengi 31 á Selfossi.
Hún heitir Ólöf Erla Halldórsdóttir
og er frá Búrfelli í Grímsnesi."
Hekla fór á námskeið hjá reiðskóla-
keik að loknu námskeiðinu með
verðlaunapening í hendi.