Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 4
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 20124
Fréttir
Tveir sækjast eftir formennsku
„Aðalfundur verði ávallt skemmtileg, málefnaleg og skilvirk samkoma“
Aðalfundur Landssamtaka sauð-
fjárbænda (LS) hefst í dag, 29.
mars, klukkan 10.00 og er hann
haldinn í Bændahöllinni, Hótel
Sögu. Nýr formaður verður
kjörinn á fundinum en Sindri
Sigurgeirsson, sitjandi formaður,
gefur ekki kost á sér til endurkjörs.
Tveir hafa þegar gefið kost á sér í
formannskjörinu.
Einar Ófeigur Björnsson í Lóni
í Kelduhverfi reið á vaðið og til-
kynnti framboð sitt um miðjan
mánuðinn. Einar situr í varastjórn
LS og er formaður deildar sauð-
fjárbænda í Búnaðarsambandi
Norður-Þingeyjarsýslu. Þórarinn
Ingi Pétursson á Grýtubakka í
Grýtubakkahreppi tilkynnti svo fyrir
skemmstu að hann gæfi sömuleiðis
kost á sér. Þórarinn er núverandi
varaformaður samtakanna og hefur
setið í stjórn frá árinu 2007. Hann
er einnig formaður Fagráðs í sauð-
fjárrækt. Hvernig sem kosningar fara
munu þeir Þórarinn og Einar báðir
sitja í stjórn samtakanna. Einar er
varamaður Þórarins og mun því taka
sæti hans í stjórn, hljóti Þórarinn
kosningu. Þórarinn mun hins vegar
sitja áfram í stjórn hljóti Einar kosn-
ingu. Þetta er að sjálfsögðu að því
gefnu að ekki komi fram þriðji fram-
bjóðandinn sem hafi sigur í formanns-
kosningunni.
Þá mun verða kosið um nýjan
stjórnarmann fyrir Suðurland. Í sam-
þykktum samtakanna er tilgreint að
stjórnarmenn geti ekki setið nema
tvö þriggja ára kjörtímabil sam-
fleytt og er Fanney Ólöf Lárusdóttir
á Kirkjubæjarklaustri, fulltrúi
Suðurlands, að klára sitt annað kjör-
tímabil nú.
Viðbrögð við NOR 98 verði
endurskoðuð
Fjöldi mála liggur vitaskuld fyrir
fundinum. Meðal þeirra sem mikill
þungi virðist í eru málefni sem varða
sjúkdóminn NOR 98. Fimm aðildar-
félög LS sendu inn drög að ályktunum
þar sem MAST er hvött til að endur-
skoða verklagsreglur og viðbrögð við
NOR 98 sjúkdómnum. Veikin greind-
ist nýverið í einni kind á bænum Merki
á Jökuldal og olli mikilli umræðu en
yfirdýralæknir Matvælastofnunar
(MAST) hefur nú lagt til að ekki
verði farið í allsherjarniðurskurð á
bænum, eins og tíðkast þegar hefð-
bundinn riðusjúkdómur greinist. Er
sú tilhögun í ætt við tillögur þær sem
liggja fyrir aðalfundinum.
Þá er augljóst að sauðfjárbændum
er ofarlega í huga nýting á tölvufor-
ritinu Fjárvís. Fjöldi tillagna liggur
fyrir fundinum þar sem gerðar eru
athugasemdir við virkni forritsins,
þróun þess og bent á breytingar á því
sem gætu nýst bændum. Þá beinir
Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu
því til stjórnar LS að fá yfirlit yfir
notkun fjármuna sem innheimtir voru
vegna notendagjalda fyrir Fjárvís. Að
þeirra mati hefur lítið áunnist í þróun
kerfisins síðustu ár og því þörf á að
sjá gögn um ráðstöfun nefndra fjár-
muna. Í drögum að annarri ályktun
frá Dalamönnum er jafnframt lögð
áhersla á að allri þróun forritsins verði
hraðað.
Yfirkjötmatsmenn verði reknir
Niðurstöður starfshóps um innleið-
ingu rafræns kjötmats verða kynntar á
fundinum. Nokkur mál varðandi kjöt-
mat hafa verið send fundinum þar sem
farið er fram á að vinna við kjötmat
verði endurskoðuð. Síðastliðið haust
var gerð úttekt á kjötmati í slátur-
húsum landsins og kom þar í ljós að
yfirkjötmatsmenn MAST voru nokk-
uð langt frá viðmiðunarmati erlendra
sérfræðinga. Þrátt fyrir að í ályktunar-
drögum gleðjist sauðfjárbændur yfir
því að úttektin hafi farið fram gætir
nokkurrar kergju út í yfirkjötmatið.
Harðorðasta ályktunin er frá Félagi
sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu en
þar er þess krafist að starfandi yfir-
kjötmatsmenn verði reknir og hæfir
menn ráðnir í þeirra stað.
Fyrir fundinum liggja drög að
reglugerðum um gæðastýringu í
sauðfjárrækt auk erinda aðildar-
félaga um gæðastýringuna og því
ljóst að fundurinn mun taka afstöðu
til þeirra mála. Félag sauðfjárbænda
í Árnessýslu leggur svo fram drög
að ályktun um aðalfund LS. Þar er
áréttað mikilvægi þess að aðalfundur
Landssamtaka sauðfjárbænda verði
ávallt skemmtileg, málefnaleg og
skilvirk samkoma. Óvarlegt er að
spá fyrir um afdrif þeirrar ályktunar.
Fundurinn mun standa til hádegis
föstudaginn 30. mars en að honum
loknum standa LS og Fagráð í sauð-
fjárrækt fyrir opnum fundi um
ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt.
Árshátíð Landssamtaka sauðfjár-
bænda fer síðan fram um kvöldið í
Súlnasal Hótels Sögu. /fr
Mýraeldahátíð Búnaðarfélags
Mýramanna verður haldin í
þriðja sinn dagana 12. og 14.
apríl nk. Hátíðin hefst með opnum
fundi um orkumál, sjálfbærni
og nýjungar í orkuframleiðslu
fimmtudagskvöldið 12. apríl kl.
20:30 í Lyngbrekku.
Haraldur Magnússon bóndi í
Belgsholti, Ólafur R. Dýrmundsson
ráðunautur hjá BÍ og Halla
Steinólfsdóttir bóndi í Ytri-Fagradal
halda erindi en á eftir þeim verða
opnar umræður. Fundarstjóri verður
Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ og
allir eru velkomnir segir í tilkynn-
ingu frá búnaðarfélaginu.
Hátíðardagskrá verður laugardag-
inn 14. apríl kl. 13.00 í Lyngbrekku.
Þar verður vélasýning og bændur
setja upp sölutjöld og handverks-
markað.
Kjötsúpa verður í boði sauðfjár-
bænda auk þess sem Sláturhúsið
á Hellu býður upp á grillað naut.
Forntraktorakeppni, reiptog og fleira
sprell verður á dagskrá fram eftir
degi.
Um kvöldið verður kvöldvaka og
dansleikur þar sem m.a. karlakórinn
Söngbræður og Sigurður dýralæknir
troða upp.
Ungt tónlistarfólk lætur ljós sitt
skína og verðlaunaafhendingar verða
að hætti Mýramanna. Hljómsveitin
Sixties leikur fyrir dansi fram á rauða
nótt.
Mýraeldahátíð í þriðja sinn
Einar Ófeigur Björnsson. Þórarinn Ingi Pétursson.
„Ég hef fengið góðar viðtökur,“
segir Kristinn Árnason í Hrísey,
sem kynnt hefur þá hugmynd
sína að setja upp ræktun á
íslenskum landnámshænum og
hefja eggjaframleiðslu í húsnæði
sem Svínaræktarfélag Íslands á í
Hrísey. Kristinn kynnti hugmynd-
ina á Atvinnu- og nýsköpunar-
helgi sem haldin var á Akureyri
á dögunum og eins hefur hann
rætt málið við ráðunaut hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar.
Húsnæði Svínaræktarfélagsins í
Hrísey er um 380 fermetrar að stærð.
Þar var áður rekin einangrunarstöð,
en nú hefur það staðið autt í þrettán
mánuði, frá því starfsemi var hætt
þar um áramótin 2010 til 2011. Ef
þar yrði hafin hænsnarækt þyrfti að
breyta húsnæðinu og laga það að
nýrri starfsemi, en Kristinn segir að
ekki yrði um kostnaðarsamar fram-
kvæmdir að ræða.
Egg markaðssett innan
heilsugeirans
Kristinn segir málið á byrjunarreit,
en viðbrögð lofi góðu. Búskapurinn
gæti skapað eitt ársverk í Hrísey.
Hugmyndir hans ganga út á að
vera með allt að 1000 íslenskar
hænur og stunda eggjaframleiðslu,
afraksturinn gæti orðið um 500 egg
á dag. Eggin yrðu markaðssett innan
heilsugeirans, enda Hrísey með líf-
ræna vottun og búskapurinn yrði
eins sjálfbær og hægt er að hugsa
sér. Matarafgangar eyjaskeggja yrðu
nýttir sem fóður fyrir hænsnin til við-
bótar við tilbúið fóður.
„Ég sé þetta fyrir mér þannig að
eggin yrðu markaðssett sem egg frá
hamingjusömum, íslenskum lands-
námshænum,“ segir Kristinn og telur
markað fyrir slíka afurð vaxandi hér
á landi. /MÞÞ
Kristinn Árnason kynnti hugmynd um hænsnarækt í Hrísey:
Sér fyrir sér 1000 hamingjusamar
landnámshænur í eynni
Aðalfundur félags framleiðenda í lífrænum búskap
Þórður endurkjörinn formaður
– Í árslok 2011 voru 39 vottuð lífræn býli
Aðalfundur VOR, félags fram-
leiðenda í lífrænum búskap, var
haldinn í Bændahöllinni 14. mars
sl. Þórður G. Halldórsson Akri
var endurkjörinn formaður og
áfram í stjórn með honum þau
Guðfinnur Jakobsson Skaftholti,
Kristján Oddsson Neðra-Hálsi
og Jóhanna B. Magnúsdóttir
Dalsá. Ný í stjórn er Eygló Björk
Ólafsdóttir Vallanesi.
Á dagskrá fundarins voru til-
lögur um að efla starfsemi fagráðs í
lífrænum búskap, umsókn um aðild
að Bændasamtökum Íslands og
Búnaðarþingi, auk þess sem erindi
voru flutt. Ólafur Dýrmundsson
sagði frá nýlegum aðlögunar-
stuðningi, Gunnar Á. Gunnarsson,
frá Vottunarstofunni Túni, gaf yfirlit
yfir nokkra þætti varðandi stöðu
vottaðrar lífrænnar starfsemi og
Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti
verkfræði- og náttúruvísindasviðs
Háskóla Íslands, greindi frá rann-
sókn á samanburði hefðbundins
landbúnaðar og lífræns landbúnaðar
á frjósemi og sjálfbærni jarðvegs.
Í máli Ólafs kom fram að styrkir
hefðu verið auglýstir í mars 2011
og sjö umsóknir borist, þar af fimm
sauðfjárbændur og einn með berjarækt
ásamt öðru. Ein umsókn var dregin til
baka. Tillaga er nú uppi um að um 10
milljónir króna fari í styrki á næsta ári.
Ólafur ræddi einnig um mikilvægi
þess að endurreisa fagráð um lífrænan
landbúnað og um að halda þurfi nám-
skeið fyrir þá aðila sem áhuga hafa á
lífrænum búskap.
1,38% af ræktanlegu landi
Gunnar gaf yfirlit yfir vottun líf-
rænnar starfsemi áranna 1996 –
2011. Kom þar fram að í árslok
2011 voru 39 vottuð býli á Íslandi.
Vottað nytjaland var 5.000 ha árið
2006 en á síðasta ári var það komið
upp í tæplega 21.000 ha. Hlutfall
vottaðs nytjalands er komið í 1,38%
af ræktanlegu landi.
Gunnar talaði einnig um að skoða
þurfi leiðir til að halda námskeið til
þess að auka þekkingu á lífrænum
aðferðum.
Rannsóknarverkefnið sem
Kristín Vala sagði frá er stutt af
Evrópusambandinu, en í því er
skoðaður jarðvegur á tveimur býlum
með lífræna vottun og einnig býlum
í hefðbundnum búskap á sama svæði
til samanburðar. Einnig gerður
samanburður á orkuflæði til og frá
býlunum. Er þar leitt í ljós að við líf-
ræna búskaparhætti verður til meiri
orka en notuð er. Er þar einnig sýnt
fram á að gífurleg orka fer í svokall-
aðan hefðbundinn landbúnað, olían,
kol og skordýraeitur. Hækkun á olíu
mun gera það að verkum að land-
búnaður hefur ekki efni á að borga
fyrir tilbúinn áburð. Spurning til
framtíðar sé því sú; hvernig ætlum
við að framleiða matvæli fyrir mann-
kynið, en niðurstaða hennar er sú
að „lífrænn landbúnaður sé lykill-
inn að fæðuöryggi í heiminum á 21.
öldinni,“ svo vitnað sé til lokaorða
Kristínar.
/smh
Kristín Vala Ragnarsdóttir kynnti
rannsóknarverkefni um samanburð á
jarðvegi hjá lífrænum framleiðendum
og í hefðbundnum búskap. Mynd | TB
Húsnæði Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey hefur staðið autt í 13 mánuði,
en nú hafa komið upp hugmyndir um að hefja þar ræktun á íslenskum land-
námshænum.
Hrísey.