Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012
reyndar að sorp, bæði lífrænt og
ólífrænt, geti verið mjög spennandi
til eldsneytisvinnslu. Plast, gúmmí
og ýmis önnur iðnaðarefni séu í raun
olía í föstu formi.
Úr plasti fæst t.d. um 70% olía,
16% gas, 6% kolefnisbundin efni
og 8% gufa. Með kolun á plasti er
aðeins verið að snúa ferlinu til baka,
brjóta efnin upp í fjölliður úr vetni,
súrefni og kolefnissamböndum. Því
er síðan breytt að nýju í olíu, bensín,
etanól eða önnur efni til iðnaðar með
því að skjóta vetnissameindum inn í
efnasúpuna. Það sem gerist við kolun
efnisins er í raun það sama og gerist
þegar fólk ristar brauð í brauðrist.
Brauðið kolast og upp stígur gas og
gufa. Í stað þess að láta gasið streyma
út í andrúmsloftið er það fangað inn
í lokað kerfi þar sem það umbreyt-
ist í tjörukennda olíu, metangas og
önnur efni. Þessi aðferð var t.d. mikið
notuð í síðari heimsstyrjöldinni við
að framleiða dísilolíu úr timbri og
kolum.
Segir Þorbjörn að eldsneytis-
vinnsla úr sorpi með þessum hætti
geti nýtt mestallt sorp á meðan gas-
vinnsla úr sorphaugum sé aðeins
að nýta brotabrot af umfangi og
þá aðeins úr lífrænum úrgangi
sem bakteríur og gerlar geta brotið
niður. Með kolun mætti síðan nýta
sveitarafstöðvar af ýmsu tagi við að
framleiða vetni sem nauðsynlegt er
til áframhaldandi vinnslu og elds-
neytisframleiðslu. Ávinningurinn
gæti því orðið mjög mikill og skapað
ótal atvinnutækifæri um allt land.
Auk þess sparaðist við þetta mikill
förgunarkostnaður, dýrmætt land-
rými vegna sorpurðunar og ómældur
gjaldeyrir vegna minni eldsneytisinn-
flutnings.
Aðferðirnar vel þekktar
Aðferðirnar við eldsneytisframleiðslu
úr sorpi eru nefndar ýmsum nöfnum.
Ein er „Thermal Depolymerization
Process“ – TDP, sem er framleiðslu-
ferli í fimm þrepum. Þetta er keimlík
aðferð og er notuð í olíuhreinsunar-
stöðvum í dag. Í skýringum með
þessari aðferð segir m.a.: „Allt sem
þarf að segja er sorpið inn og svarta
gullið út (e. „garbage in, [black]
gold out“).“ Önnur aðferð er kölluð
Thermochemical Conversion (TCC).
Enn önnur er kölluð Hydro Thermal
Upgrading (HTU) process og var ein
slík tilraunastöð sett upp í Hollandi
og ætlað að umbreyta 64 tonnum af
þurrum lífmassa í olíu á dag.
Í Bandaríkjunum hóf fyrirtækið
Changing World Technologies
(CWT) vinnu árið 2003 við að
setja upp TDP-verksmiðju til að
umbreyta lífrænum úrgangi í olíu.
Þar var einkum horft til þess að nýta
úrgang úr kjúklinga-, nautakjöts- og
svínakjötsframleiðslu, ostagerð og
laukframleiðslu. Var þetta fyrsta
verksmiðja CWT en hún var byggð
við hlið Butterball Turkey kjúk-
lingabúsins í Carthage í Missouri í
Bandaríkjunum.
Samkvæmt tölum umhverfis-
verndarstofnunar Bandaríkjanna
(Environmental Protection Agency)
falla til þar í landi um 249,9 millj-
ónir tonna af úrgangi sem urð-
aður er árlega. Um 77% af plasti
í Bandaríkjunum, sem eru um
fjórðungur af sorpinu, enda á rusla-
haugum. Þá má geta þess að um 73
milljónir tonna af plasti lenda líka á
ört stækkandi ruslahaugum Evrópu
á hverju ári.
Fjallað um gullöld sorpsins í
tímaritinu Forbes
Í hinu virta tímariti Forbes birtist
grein þann 15. mars sl. um nýja þátt-
takendur í olíugeiranum, nefnilega
ruslahaugana „A New Player In Oil:
The Garbage Dump“.
Þar er sagt að með tækni fyrir-
tækisins Agylix hafi þegar verið
framleidd um 250.000 gallon af elds-
neyti í tilraunaverksmiðju sem reist
var í bænum Beaverton í Oregon-
fylki í Bandaríkjunum. Segir í Forbes
að aðferðin sé arðsöm, jafnvel þó
heimsmarkaðsverðið á olíu falli
niður í 65 dollara á tunnu. Er það í
raun sama markaðsverð og Þorbjörn
var áður búinn að nefna sem arð-
semismörk olíuvinnslu úr lífmassa
eða öðru kolefni.
Agilyx með verðlaunatækni
Með tækni Agilyx er ekki þörf á
að hreinsa eða þvo sorpið áður en
það er unnið. Agilyx Corporation,
sem er með höfuðstöðvar í Tigard,
úthverfi Portland í Oregon, er sagt
fyrsta fyrirtækið í heiminum til að
koma fram með tækni til að umbreyta
hvaða tegundum af plasti sem er á
hagkvæman hátt í olíu.
Grunnsamstæða fyrirtækisins
getur breytt um 10 tonnum af plasti
á dag í um 60 tunnur af olíu eða
rúmlega 9 þúsund lítra, samkvæmt
heimasíðu fyrirtækisins. Hefur fyrir-
tækið fengið fjölda viðurkenninga
fyrir tækni sína og var m.a. útnefnt
sem nýsköpunarfyrirtæki ársins hjá
Wall Street Journal 2011.
Einn af samstarfsaðilum Agilyx
er fyrirtækið Waste Management
Inc. í Huston sem er stærsta fyrir-
tæki Bandaríkjanna í sorpiðnaði með
veltu yfir 12,5 milljarða dollara á
ári. Annar samstarfsaðili sem vert er
að nefna er Total AS í París sem er
eitt stærsta olíuleitarfyrirtæki í heimi
með veltu upp á um 225 milljarða
dollara á árinu 2010. Þessi fyrir-
tæki hafa staðfest að olía Agilyx
sem framleidd er úr plasti jafnist á
við hágæðaolíu sem framleidd er úr
jarðolíu.
„Gullöld sorpsins“
Í greininni í Forbes segir að menn
horfi með vaxandi virðingu á sorp
sem verðmæti.
„Kallið þetta gullöld sorpsins (e.
„Call it the Golden Age of Garbage“),
frekar en að reyna að búa til eldsneyti
eða önnur efni úr uppskeru, gasi eða
kolum.“ Segir í blaðinu að æ fleiri
fyrirtæki séu að horfa í þessa átt,
eins og Waste Management, Total
Ventures og Valero Energy sem
vilji umbreyta „verðlausum“ efnum
í verðmætar afurðir, einkum úrgangi
sem inniheldur mikið af kolefnum.
Benda menn á að framleiðsla
eldsneytis úr korni sé dýr, auk þess
sem slík framleiðsla keppi um land
við framleiðslu á matvælum sem
leiði til verðhækkana á þeim.
Alan Barton, forstjóri Lehigh
Technologies, segir mikil verðmæti
felast í sorpinu og að tækifærin liggi
víða.
„Nærri allt sem við höfum kastað
frá okkur í gegnum tíðina er enn á
sama stað.“ Verksmiðja Lehigh
var upphaflega hönnuð til að eyða
útrunnum lyfjum en framleiðir nú
m.a. salla úr ónýtum dekkjum sem
notaður er til að framleiða um 100
milljónir nýrra bíldekkja á ári. Barton
telur að olíuverð megi falla niður í 40
dollara á tunnu áður en fyrirtæki hans
hætti að skila arðsemi af nýtingu
úrgangsefna.
Grimmt fjárfest í fyrirtækjum
sem vinna úr sorpi
Petronas Ventures, fjárfestingararmur
ríkisolíufélags Malasíu, hefur fjárfest
grimmt í fyrirtækinu LanzaTech að
undanförnu. Fyrirtækið er að þróa
aðferðir til að nota sérstakar bakteríur
til að brjóta niður kolefnismónoxíð
og umbreyta efnakeðjunni þannig að
úr verði etanól. Fleiri fyrirtæki eru
nefnd til sögunnar í grein Forbes,
eins og Axion International, sem
breytir rusli í etanól, Enerkem sem
framleiðir háoktana bensín úr úrgangi
og Terrabon, sem skoðar framleiðslu
á fljótandi eldsneyti úr mannasaur.
Samt ekki eintóm hamingja
Ekki hefur þó öllum fyrirtækjum
vegnað vel í þessum tilraunum eins
og gjarnt er með frumkvöðlafyrirtæki.
Nefnir Forbes t.d. fyrirtækið Range
Fuels, sem tekist hafði að fá 240
milljónir dollara frá fjárfestum og
úr opinberum sjóðum til að framleiða
eldsneyti úr viðarkurli en fór á hausinn
nýverið. Var þessi angi starfseminnar
seldur til LanzaTech en fyrirtækið
Khosla, sem er skráð á markaði,
hefur verið aðalbakhjarl beggja
þessara fyrirtækja. Hefur mörgum
þótt olíuframleiðsla úr úrgangsefnum
of áhættusöm á undanförnum árum
vegna verðsveiflna á olíumarkaði.
Nú virðist staðan þó sú að ólíklegt
er að olíuverð fari verulega langt
niður fyrir 100 dollara á tunnu í
framtíðinni. Fyrirtæki eins og Agilyx
er auk þess farið að bjóða tækni, við
að umbreyta rusli í olíu, sem getur
keppt við olíuverð þó það fari allt
niður undir 65 dollara á tunnu.
Engin tæknivandamál
„Tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu
að framleiða olíu úr sorpi," sagði
fréttaskýrandinn Harry Boyle hjá
fréttaveitu Bloomberg New Energy
Finance: „Þetta er bara aldagömul
spurning um hvort hægt sé að gera
það með nægilega litlum tilkostnaði.“
Í Þýskalandi Hitlers var þessi
sama aðferð notuð í stórum stíl til
að framleiða dísilolíu úr kolum og
timbri. Voru um milljón bílar sem
notuðu timbur sem orkugjafa akandi
um götur í heiminum á tímum seinni
heimsstyrjaldarinnar. Greinilegt er að
stjórnendur fjölmargra fyrirtækja og
ríkja víða um heim telja nú að rétti
tíminn sé kominn til að hefjast handa
á ný. Vandséð er að einhver önnur
lögmál gildi á Íslandi. Þá verður líka
að hafa í huga að sveitarfélög hafa nú
þegar gríðarlegan kostnað af eyðingu
sorps sem skilar engu til baka. Það
gæti breyst með nýtingu á sorpi til
eldsneytisframleiðslu. /HKr.
í Bandaríkjunum. Verksmiðjan umbreytir plasti í olíu með meiri hagkvæmni
en áður hefur þekkst og hefur Agiyx fengið fjölda viðurkenninga fyrir sínar
lausnir.
-
-
stöðvarinnar.
Tæknin til að framleiða olíu úr sorpi
er orðin mjög þróuð.
Um 250 milljónir tonna af sorpi falla til í Bandaríkjunum á hverju ári og
um fjórðungur þess er plast sem er að stærstum hluta olía í föstu formi.
Í Evrópu fara um 73 milljónir tonna af plasti á sorphauga á hverju ári. Hér
sjást sorphaugar Sorpu í Álfsnesi. Mynd / HKr.
Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í
þeim stærðum og gerðum sem henta þér.
Sérfræðingar í bílum
Reykjanesb
æ
Rey
kjavík
Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - benni@benni.is - www.benni.is
Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333
Við bjóð
um vaxta
laus lán
frá Visa
og Mast
ercard í
allt að 12
mánuði
Selen, E-,A– og D-vítamín
á fljótandi formi, til inngjafar
fyrir lömb, kálfa og kiðlinga
-Mjög hátt hlut-fall af vítamínum og
seleni
-Tilvalið í lömb sem hafa verið lengi
inni
-Gefið um munn - engar nálastungur