Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 Markaðsbásinn Aðgangur bænda að dýralyfjum Á síðasta Búnaðarþingi var dýra- læknaþjónusta til umfjöllunar. Þingið samþykkti ályktun þar sem m.a. er hvatt til þess að dýra- læknar fái heimild til að að gera þjónustusamninga við bændur að norrænni fyrirmynd, sem felur í sér að bændur megi eiga lyf og hefja lyfjameðferð í samráði við sinn dýralækni að undangengnu námskeiði í meðferð og geymslu lyfja. Því hefur ítrekað verið haldið fram að tillögur þessa efnis gangi þvert á regluverk um dýralyf sem Ísland hefur tekið upp vegna aðildar að EES-samningnum, sjá t.d. grein eftir Guðbjörgu Þorvarðardóttur formanns Dýralæknafélags Íslands í Bændablaðinu þann 1. mars sl. Hið rétta er þó að það eru íslensk lög og reglur sem ákvarða hve langt er gengið í þessum efnum. Einföld skoðun á sænskum og dönskum lögum og reglum leiðir þetta strax í ljós. Notkun dýralyfja í Svíþjóð Sænsk lög heimila að bændur með- höndli sjálfir dýr sín með lyfjum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, svokölluð skilyrt lyfjameðhöndlun, sem má hefjast eftir sjúkdómsgrein- ingu dýralæknis á staðnum og þegar dýralæknir telur það henta. Aðeins fólk sem tekið hefur námskeið í notkun dýralyfja fyrir viðkomandi dýrategund má veita meðferðina. Ennfremur eru það aðeins eftirtaldar búfjártegundir sem búfjáreigandinn má sjálfur meðhöndla við sjúkdóms- einkennum eða beita fyrirbyggjandi meðferð. 1. Nautgripir sem aðeins eru haldnir til kjötframleiðslu 2. Grísir 3. Sauðfé, geitur, alifuglar, hreindýr og loðdýr sem alin eru til framleiðslu á kjöti, eggjum, ull, skinnum eða feldi. Dýralæknirinn getur aðeins ávísað lyfjum til vörslumanns búfjár ef dýralæknir þekkir vel til búfjárrækt- andans á búinu.Heilbrigðisástand dýranna og velferð þeirra eru mikil- vægir þættir sem dýralæknir á að taka tillit til við mat á því hvort búið er hentugt fyrir skilyrta notkun lyfja. Lyfjum má aðeins ávísa til fyrirfram áætlaðrar notkunar í allt að átta vikur og aðeins má ávísa þeim lyfjum sem þörf er á miðað við þáverandi sjúk- dómsástand á búinu. Dýralæknirinn á að gefa þeim, sem fá heimild til skilyrtrar notkunar dýralyfja, nákvæmar skriflegar leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun lyfjanna og tilgreina einkenni, aðgerðir og lyf sem skilyrt lyfjanotkun vísar til. Ef lyfið er ætlað til notkunar á svínabúum skal dýralæknirinn ennfremur gefa út einskonar yfirlýsingu um velferð dýranna við hverja heimsókn. Tilraunaverkefni með skilyrta lyfjanotkun í Svíþjóð Sænsk yfirvöld hófu reynsluverkefni með skilyrta lyfjanotkun í mjólkurframleiðslu í janúar 2011 á grundvelli reynslunnar í öðrum búgreinum. Verkefnið miðar að því að einfalda og þróa búrekstur og bæta heilsufar búfjár. Verkefnið á að standa fram í maí 2012 og þá verður árangur þess metinn. Búfjáreigendur fá með þessu möguleika á að hefja meðhöndlun við tilteknum einkennum. Skýrar reglur eru um hvaða einkenni má meðhöndla og með hvaða lyfjum. Dýralæknirinn á jafnframt að koma í reglubundnar heimsóknir og vinna að forvarnastarfi. Tíðni og fjöldi heim- sókna ræðst af bústærð og heilsufars- ástandi á búinu. Við mat á tilraunaverkefninu kemur lyfjanotkun til með að vega þungt, aukin lyfjanotkun verður ekki liðin af þeim yfirvöldum sem um þetta fjalla. Með auknu eftirliti dýralæknis, betri umhirðu og frískara búfé er þvert á móti stefnt að minni notkun lyfja. Dýralæknaþjónusta í Danmörku Þann 1. júlí 2010 tóku gildi í Danmörku nýjar reglugerðir sem varða heilbrigðisráðgjöf og innra eftirlit á kúa- og svínabúum. Frá þeim tíma er öllum stærri búum skylt að vera með samninga við dýralækna um heilbrigðiseftirlit og auk þess skylt að vera með sk. innra eftirlit með dýravelferð. Á móti kemur að hafi þeir sem vinna við skepnur á viðkomandi búum tekið þar til gerð námskeið hjá sínum dýralæknum, er þeim heimilt að meðhöndla skepnur með lyfjum við margskonar kvillum og m.a. hefja lyfjameðferð í ákveðn- um tilfellum, svo sem að gefa lyf í æð o.fl. Í kerfisbreytingunni fólst sú skýra sýn yfirvalda að það er á ábyrgð bændanna sjálfra að uppfylla allar opinberar kröfur um aðbúnað dýra, dýravelferð og dýraheilbrigði, auk lyfjanotkunar. Í kjölfarið létti hið opinbera eftirliti af búum þar sem ástandið er gott, en skerpti hinsvegar á eftirlitinu með búum sem eiga við vandamál að stríða og auk þess eru möguleikar hins opinbera nú betri til íhlutunar á búum þar sem hafa komið upp vandamál tengd dýravelferð. Íslenskar aðstæður Reglur um notkun dýralyfja þurfa að mæta margvíslegum sjónarmiðum. Neytendavernd og varðstaða um holl- ustu og hreinleika íslenskra búfjáraf- urða hlýtur þar að vera efst á blaði. Þessi sjónarmið hafa yfirvöld enda haft að leiðarljósi við gerð núgild- andi regluverks. Hins vegar verður að tryggja þjónustu við veik dýr. Landið okkar er strjálbýlt og sums- staðar eiga dýralæknar langan veg að sækja til að sinna veikum dýrum. Ofan á þjáningar búfjárins bætist síðan kostnaður vegna afurðatjóns. Eins og sjá má af framangreindu hafa nágrannalönd okkar fetað inn á nýjar slóðir. Markmið þeirra er að bæta heilsufar búfjár með auknu samstarfi bænda og dýralækna. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Dýralæknaþjónusta 2009 2010 2011 Kjarnfóður 2.999.784 2.925.023 3.595.555 85% Köfnunarefni 1.500.157 1.516.661 1.700.177 174% Fosfór 524.732 530.503 594.694 174% Kalí 259.325 262.177 293.900 174% Rafmagn 319.374 370.538 366.462 59% Díselolía 677.014 739.262 998.438 103% þar af kolefnisgjald 0 19.816 29.724 þar af olíugjald 349.303 360.577 374.995 34% Vísitala neysluverðs 200,5 205,47 216,26 37% Skatta- og gjaldahækkanir Verðlagsgrundvöllur kúabús er mælikvarði á hækkanir á aðföngum til landbúnaðar. Segja má að hann myndi nokkurskonar vísitölu þar sem keypt er fast magn aðfanga til framleiðslu á 188.000 lítrum mjólkur, auk kjöts. Taflan sýnir verðbreytingar á nokkrum mikilvægum aðföngum frá 1. desember 2007 til 1. september 2011. Kostnaðartölur fyrir árin 2008, 2009 og 2010 miðast einnig við 1. september. S a m k v æ m t verðlagsgrundvellinum hefur kjarnfóður hækkað um 85% og áburður um 174%. Rafmagn hefur hækkað um 59% en díselolía um 103%. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 36%. Verð á nokkrum aðföngum bænda samkvæmt verðlagsgrundvelli kúabús 1. september ár hvert. Kolefnisgjald á gas og díselolíu hækkaði um 1,40 kr. frá og með ársbyrjun 2012. Það samsvarar 9.566 kr. í auknum útgjöldum á verðlagsgrundvallarbúið. Notkun plöntuvarnarefna í landbúnaði og garðyrkju Ýmsir sérfræðingar Hefst 17. apríl hjá LbhÍ í Reykjavík Framhald af dkBúbót Í samstarfi við Búnaðarsamband Austurlands Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi Haldið 18. apríl á Egilsstöðum Ísgerð Í samstarfi við Farskólann Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræðingur og ísáhugamaður Haldið 23. apríl á Sauðárkróki og Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 1 - fyrir fagfólk Í samstarfi við FIT Félag iðn- og tæknigr. Henrik Jensen Jordbrugstekniker og Jón Þórir Guðmundsson garðyrkju- fræðingur Haldið 23. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa 2 - fyrir fagfólk Í samstarfi við FIT Félag iðn- og tæknigr. Henrik Jensen, Jordbrugstekniker Hefst 26. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði Ræktun og umhirða ávaxtatrjáa - fyrir almenning Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands Henrik Jensen, Jordbrugstekniker og Guðrún Helga Guðbjörnsdóttir garð- yrkjufræðingur hjá LbhÍ Haldið 24. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði Baráttan við illgresið - í tún-, garð- og kornrækt Jón Guðmundsson plöntulíffræðingur Haldið 25. apríl á Stóra Ármóti og Pottaplöntuskreytingar Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 27. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði Grjóthleðslur Unnsteinn Elíasson torf og grjót- hleðslumaður og Kári Aðalsteinsson umhverfisstjóri LbhÍ Hefst 25. maí hjá LbhÍ á Hvanneyri Endurmenntun LbhÍ Húsgagnagerð úr skógarefni Ólafur Oddsson Skógræktar ríkisins Hefst 30. mars á Hallormsstað Virðing og traust hests og knapa Gunnar Reynisson hestafr. hjá LbhÍ Hefst 30. mars hjá LbhÍ, Mið Fossum Páskaskreytingar Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 31. mars í Hveragerði Ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garði Í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur Haldið 31. mars í Tjarnalundi í Dölum Sauðburður og burðarhjálp Eyjólfur Kristinn Örnólfsson sérfræðingur hjá LbhÍ Haldið 3. apríl á Skeiðum og Fræðslufyrirlestur um kynbótamat íslenskra hrossa Í samstarfi við Hestamannafélagið Dreyra Dr. Elsa Albertsdóttir LbhÍ Haldið 12. apríl á Akranesi Tálgunarnámskeið - ferskar viðarnytjar Ólafur Oddsson Skógrækt ríkisins Hefst 13. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði Að breyta sandi í skóg - endurheimt skóglendis Í samstarfi við Hekluskóga og Héraðs- og Austurlandsskóga Ása L. Aradóttir prófessor við LbhÍ, Hreinn Óskarsson Hekluskógum, Úlfur Óskarsson lektor við LbhÍ og Þröstur Eysteinsson Skógrækt ríkisins Hefst 13. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði og 20. apríl á Egilsstöðum Ræktum okkar eigin ber Í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Félag skógarbænda á Austurlandi Jón Kr. Arnarson garðyrkjufr. LbhÍ Haldið 14. apríl á Egilsstöðum Tögl - frá sterti til handverks Lene Zachariassen hagleikskona Hefst 11. maí hjá LbhÍ á Hvanneyri Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid Helst ekki yngri en 18 ára. Vinsamlega fyllið út atvinnuumsókn á heimasíðu Kjarnafæðis, www.kjarnafaedi.is, og merkið „nemi í kjötiðn“. Skilafrestur er til 15. febrúar. Kjarnafæði óskar eftir nemum á námssamning í kjötiðn Síur í dráttarvélar WWW.VELAVAL.IS Vélaval-Varmahlíð hf. sími: 453-8888

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.