Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012
Nú styttist í sauðburð og eitt
þeirra verka sem honum fylgja
er að merkja lömb með númeri.
Samkvæmt reglugerð um merk-
ingar búfjár nr. 289/2005 skal
merkja öll lömb með forprentuðu
merki þar sem fram kemur bæj-
arnúmer og lambanúmer innan
hjarðar.
Lambanúmer í skýrsluhaldinu
geta að hámarki verið fjórir tölu-
stafir og æskilegt að menn miði við
slíkt kerfi þegar númer eru pöntuð.
Lambanúmer skulu að grunni til vera
úr tölustöfum en þó er heimilt að
nota bókstafi, þó er mælt með að nota
eingöngu tölustafi. Hér á eftir verður
lýst tveimur megin númerakerfum
sem notuð eru fyrir lömb.
Hlaupandi númer
Númerakerfi sem nær frá 1-9999 og
er óháð númeri móður er algengasta
númerakerfið sem er í notkun á sauð-
fjárbúum í dag. Regla þessa kerfis er
að fyrsta lambið sem fæðist á hverju
vori fær lægsta númerið og svo koll
af kolli, þannig að það lamb sem
fæðist síðast fær hæsta númerið.
Margir nota undirraðanir innan
þessa kerfis, t.d. að sæðingalömb
séu með sér röð, einlembingar sér
og gemlingslömb sér. Ef við tökum
dæmi af búi þar sem fæðast 700 lömb
fá tvílembingar og fleirlembingar
röðina 1-499, sæðingalömb 500-599,
einlembingar 600-649 og gemlings-
lömb 650-700.
Kostir þessa kerfis eru að það er
mjög einfalt í notkun og það er hægt
að nota með ýmsum tilbrigðum. Það
gefur aldur lambanna til kynna í gróf-
um dráttum jafnframt því að hægt er
að koma upp undirröðum án mikilla
vandkvæða. Einnig hentar það vel
þar sem er margt fé og ekki hægt að
koma á tengingu við ærnúmer.
Gallar kerfisins eru þeir að núm-
erin hafa enga tengingu við númer
móður, sem kallar á aukna vinnu við
að fletta upp númeri hennar.
Númer sem byggja á númeri
móður
Þetta kerfi byggir á því að númer
lambsins tengist því númeri sem ærin
ber. Nokkrar útfærslur eru til af því,
t.d. að lömb undan ær númer 09-956,
sem er tvílembd, væru númer 1956
og 2956, eða A956 og B956. Gallinn
við það er sá að þannig raðast lömbin
ekki í númeraröð í lambabók, sem
mörgum bændum finnst hvimleitt.
Til að leysa það vandamál er sú
útfærsla að bæta 1, 2 eða 3 fyrir
aftan númer ærinnar og þannig raðast
lömbin í númeraröð í lambabók. Ef
við tökum aftur dæmi af lömbunum
undan 09-956 yrðu þau númer 9561
og 9562. Fósturlömb í þessu kerfi
fá yfirleitt sama númer og fóstur-
móðirin ber. Ef ær númer 08-800 er
einlembd og fóstrar annað lamb fær
hennar lamb númerið 8001 og fóstur-
lambið 8002.
Kostir þessa kerfis eru að það er
þægilegt í notkun og lýsandi jafnt
fyrir fjárglögga sem aðra. Með því
að líta á lambsnúmerið er hægt að sjá
undan hvaða á lambið er og jafnframt
losna við að þurfa alltaf að fletta
númeri móður upp í bók.
Gallar þessa kerfis eru þeir helstir
að það hentar ekki á búum þar sem
er margt fé, sökum þess hversu
umfangsmikið það verður í inn-
kaupum. Lambamerkin verða líka
dýrari í innkaupum þegar kaupa þarf
tvö merki af ákveðinni röð, aðgreind
með 1 og 2 aftast, þar sem mun fleiri
merki eru keypt en þarf svo að nota.
Til umhugsunar !
Líklega eru mörg önnur lambanúm-
erakerfi í notkun en þessi tvö sem
lýst er hér þjóna tilgangi sínum jafn
vel. Grundvallaratriði er hins vegar
að kerfin séu einföld, skýr og skili
sem mestum upplýsingum til bónd-
ans. Einnig er gott að hafa í huga
fyrir þá sem halda skýrslur yfir féð,
líkt og flestir gera í dag, að hafa sam-
ræmi milli þess númers sem sett er í
eyra lambsins og þess sem skráð er í
bókhaldið. Það einfaldar allan gagna-
innlestur, t.d. þegar sláturgögn frá
sláturhúsum eru lesin inní skýrslu-
haldskerfið. Greinarhöfundur hefur
við vinnu sína orðið þess var að svo
er ekki alls staðar, þ.e. við skráningu
í bók er ekki sama kerfi viðhaft og er
á merkjunum sem sett eru í lömbin.
Slíkt býður heim hættunni á villum
í skýrsluhaldinu.
Við ísetningu merkja er einnig
rétt að huga að staðsetningu þeirra.
Rétt staðsetning merkis er innarlega í
eyranu. Ef við brjótum eyrað í tvennt
og skiptum því svo í þrjá jafna hluta
er rétt staðsetning á miðjunni milli
fyrsta og annars þriðjungs. Rétt stað-
setning er sýnd á mynd sem fylgir
með greininni. Jafnframt skal haft
í huga að til að merki sem eru opin
detti síður úr eyranu eða brotni er
mælt með að þau snúi aftur. Við
ísetningu lokaðra merkja með
merkjatöng getur verið gott að dýfa
oddi merkisins í burðarslím áður en
merkið er sett í, það bæði smyr og
sótthreinsar.
/Eyjólfur Ingvi Bjarnason
eyjolfur@bondi.is
Aðalheimild:
Jóhannes Ríkharðsson. 1999.
„Númerakerfi fyrir sauðfé“.
Freyr 5.-6. tbl. 1999, bls. 69-71.
Mynd af staðsetningu merkis er
frá OS ID Husdyrmerkefabrik
as, Noregi.
Lambanúmer á sauðburði:
Hvað ber að hafa í huga?
Efnagreiningar með leisertækni
í framtíðinni?
Með leysigeisla má á nokkrum sek-
úndum greina eiginleika plöntunn-
ar og þau grunnefni sem í henni
eru. Aðferðin er það nákvæm að
hún getur meira að segja sagt til
um ef plöntuna vantar ákveðin
næringarefni. Alla jafna tekur það
fimm til tíu daga að fá niðurstöður
úr efnagreiningum. Nú er hins
vegar komin fram á sjónarsviðið
ný tækni sem talið er að muni
valda miklum straumhvörfum á
þessu sviði. Byggir hún á notkun
leysigeisla við greiningar og er talið
að hægt verði að fá sömu svörun
og nú fæst á mörgum dögum á
einungis nokkrum sekúndum, og
það úti á túni!
Virkar á Mars, því ekki úti á túni?
Það eru tveir nemendur í doktorsnámi
við Háskólann í Kaupmannahöfn
sem hafa kynnt þessa byltingar-
kenndu aðferð. Um er að ræða
sk. LIBS-aðferð (Laser-Induced
Breakdown Spectroscopy), sem
byggist á heildarmælingu grunnefna.
Þessi aðferð er notuð í dag við allt
aðrar aðstæður en plöntugreiningu,
en geimvísindastofnunin NASA í
Bandaríkjunum notar búnaðinn m.a.
í þjarkinum „Curiosity“. Þjarkur
þessi fær einmitt það verkefni í
sumar að greina jarðveg á plánet-
unni Mars, en annar nemendanna
er einmitt í hópi vísindamannanna
sem munu túlka greiningu þjarks-
ins á jarðvegi Mars. Mæling þessi
byggir á því að leysigeisli hitar
svæði sem svarar til fjórðungs úr
millímetra upp í 10-20.000 gráður.
Sérstakur hugbúnaður greinir svo
hvaða efni eru þar á ferð út frá því
ljósrófi sem hið upphitaða svæði
gefur frá sér. Þessi aðferð er enn sem
komið er auðveldari þegar jarðvegur
er greindur en mun líklega einnig
nýtast við efnagreiningar á plöntum.
Enn frekar þungur og stór
búnaður
LIBS-búnaðurinn er í dag of stór
til þess að hægt sé að rölta með hann
út á tún, en þó ekki stærri en svo að
mögulegt væri að koma slíkum bún-
aði fyrir á t.d. fjórhjóli. Með þessari
framandi aðferð og notkun á GPS-
tækni má svo sjá fyrir sér að hægt
væri á stuttum tíma að kortleggja
túnin og það efnainnihald sem upp-
skeran hefur að geyma. Einnig sjá
vísindamennirnir fyrir sér hagrænt
gildi þess í tengslum við hárnákvæma
áburðargjöf þar sem áburðardreifari
fengi einfaldlega upplýsingar um það
hvar þyrfti hugsanlega að gefa meira
eða minna á hverri spildu.
Gagnagrunnur enn ófullkominn
Hluti af rannsóknarverkefnum
nemendanna á að dýpka þekkingu
á því ljósrofi sem ólík næringar-
efni gefa frá sér við skilgreindar
aðstæður. Þannig er jafnt og þétt
verið að byggja upp meiri þekkingu
á þessu og safna gögnum í miðlægan
gagnagrunn sem þekkir samhengið
á milli ákveðins ljósrófs og nær-
ingarefnastöðu. Þá eru enn óleyst
fleiri vandamál, s.s. hvar greina eigi
næringarefnastöðuna á viðkomandi
plöntum sem áhugi er að fá niður-
stöður um. Flestir hallast að því að
best sé að framkvæma greininguna
á blöðum grasanna en rannsóknir
komandi ára munu vafalítið svara
því nákvæmlega. Því er líklegt að
bændur þurfi að bíða í nokkur ár í
viðbót eftir þessari byltingarkenndu
aðferð, en líkurnar á því að hún komi
eru hinsvegar miklar.
Snorri Sigurðsson
Þekkingarsetri landbúnaðarins í
Danmörku
Veffræðsla – framtíðin
í miðlun þekkingar
Á aðalfundi Landssambands
kúabænda, sem haldinn var um
liðna helgi, var samþykkt að fara
í djarft tilraunaverkefni sem kall-
ast veffræðslukerfi. Verkefnið
gengur út á það að koma upp
síðu á vef LK með fyrirlestrum
um nautgriparækt og skylt efni,
sem nautgripabændur og annað
áhugafólk um nautgriparækt
geta fengið aðgengi að án endur-
gjalds.
Stuttir fyrirlestrar
Heimasíðan verður læst, en allir
geta þó fengið aðgengi án endur-
gjalds. Á þessari læstu heimasíðu
verður svo komið upp stuttum og
hnitmiðuðum fyrirlestrum sem ein-
göngu verða aðgengilegir á vefn-
um. Notendur spila fyrirlestrana í
tölvum sínum líkt og „myndbönd“
(hljóð og skjámyndir) og fá þannig
fræðsluna beint heim í stofu/fjós.
Þetta form við miðlun upplýsinga
er auðvitað ekki nýtt af nálinni
og hefur verið notað í háskólum
landsins og víða um heim í mörg
ár, en það sem er nýtt við þetta er
að nota kerfið við almenna upp-
lýsingagjöf einnig. Bændur erlendis
hafa á undanförnum árum haft aukið
aðgengi að fagefni sem er miðlað
með þessum hætti en hefur eðlilega
ekki verið á íslensku, sem dregur úr
notagildi þess fyrir suma. Hér verður
því til sambærilegt íslenskt fagefni.
Leitað til fagfólks
Ákveðið var að verkefnið yrði byggt
upp með þeim hætti að sem flest
fagfólk gæti komið að því. Leitað
verður til ráðunauta, kennara, dýra-
lækna og fleira fagfólks varðandi
fyrirlestrana og mun allt fagfólk sem
að verkefninu kemur fá greitt fyrir
sitt framlag. Alls er stefnt að því að
vera með 19-20 fyrirlestra næsta
vetur, u.þ.b. 1 klst. í senn, en miðað
verður við að fyrirlestrarnir verði
settir á vefinn frá september og fram
í maí og því gefið „sumarfrí“, enda
væntanlega minni tími yfir sumarið
til áhorfs og hlustunar. Fyrstu vikuna
eftir að fyrirlestrar birtast geta þátt-
takendur sent fyrirspurnir á fyrirles-
ara með sérstöku athugasemdakerfi,
sem svo fyrirlesari svarar að viku
liðinni frá fyrstu birtingu fyrirlestrar.
Á aðalfundinum var ákveðið að
setja þetta verkefni upp sem til-
raunaverkefni. Að loknu tilrauna-
tímabilinu verður metið hvort
ástæða sé til þess að halda áfram á
sömu braut og þá með hvaða hætti
eigi að kosta slíkt verkefni. Í fyrstu
verður því allur kostnaður greiddur
af Landssambandi kúabænda en
ef verkefnið heldur áfram verður
það kostað af notendum eða kost-
endum.
Snorri Sigurðsson
Þekkingarsetri landbúnaðarins,
Danmörku.
Bændablaðið
kemur næst út 18. apríl
Smáauglýsingar 56-30-300
Utan úr heimi