Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012
Langar þig til
Skotlands í sumar?
Samtök ungra bænda í samstarfi við GJ travel ehf. hafa skipulagt
vikuferð til Skotlands dagana 22. júní til 28. júní í sumar.
Farið verður í heimsóknir á fjölda búa auk þess sem farið verður
á sýninguna „Royal Higland Show“. Farastjóri í ferðinni verður
Snorri Sigurðsson og verð í ferðina er 149.400 kr. á mann í
tvíbýli m.v. gengi í byrjun febrúar 2012.
Skráningarfrestur í ferðina er til 20. apríl nk. og opin öllum,
jafnt ungum sem öldnum.
Skráning er hjá GJ travel ehf., sími 511-1515, email: outgoing@
gjtravel.is
Dagskrá með nánari upplýsingum má finna á heimasíðu SUB,
www.ungurbondi.is
SAMTÖK UNGRA BÆNDA
Smellifætur fyrir
EUR vörubretti
sjá nánar á
www.stor.is
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Pólitíkusarnir hreyta skít í hvern
annan og þjóðina líka og espa til
andsvara. Mér datt því í hug að
biðja Bændablaðið fyrir fáeina
kviðlinga sem safnast hafa upp
hjá mér undanfarið.
Á gamlársdag „styrkti“ ríkis-
stjórnin sig með því að setja Jón
Bjarnason af sem landbúnaðarráð-
herra.
Enn um þessi áramót
afglaparnir valda tjóni.
Brusselklíkan leið og ljót
loksins tókst að farga Jóni.
Og þá var vitanlega fagnað í
Brussel.
Var í Brussel létt af fólki fargi
þungu.
Hent á dyr í hefndarskyni
honum Jóni Bjarnasyni.
Nú mun enginn þverhaus lengur
þvælast fyrir
útlendinga yfirráðum.
Eignast land og miðin bráðum.
Til þess að gæta jafnræðis og sann-
girni fá stjórnmálaöflin allflest hvert
sinn skammt. Alþýðuflokkurinn eða
kratar og síðar Samfylking hefur
ekki bændur í hávegum og bændur
ekki hana.
Einskis virða okkar hag.
Íslensk glötuð sjónin.
Sigla inn í sólarlag
Samfylkingarflónin.
Fyrir rösku ári skrifaði ég grein sem
birtist í Mbl., Smugunni og víðar
þar sen ég hvatti S.J.S. til að standa
við kosningaloforð um andstöðu við
ESB og hætta Brusselflandrinu með
Jóhönnu og Össuri því það væri
feigðarför fyrir hann og VG. Einnig
að vera góður við Lilju Mósesdóttur.
S.J.S. taldi sig þá þekkja fylgisspekt
grasrótar VG betur en ég og mín
skoðanasystkyni. En hvað er nú að
koma á daginn? Stórfellt kal í gras-
rótinni og Lilja komin með svipað
fylgi og VG.
Steingríms míns er komið kvöld
kempan senn til grafar borin.
En þó að hríði í heila öld
hrakfaranna sjá mun sporin.
Enn ein staðfesting á því sem að
ofan segir um helför Steingríms,
er sú skoðanakönnun um traust á
ráðherrum og ánægju með þá sem
birtist í síðustu viku.
Grænir ráfa villuveg
Veslast upp á eyðisöndum.
Sundrungin er svakaleg
Og Steingrímur í tröllahöndum.
Tökum nú upp aðeins léttara hjal.
Stefnir í átt til sumars sólin.
Sendum á hraunið kreppufólin.
Nýjan er Lilja komin í kjólinn
og kannar bráðum ráðherrastólinn.
Veðurfræðingssál er svekkt,
í samstöðunni gat ei hangið.
En heldur er þó háskalegt
að hafa storminn beint í fangið.
Gallup er nýbúin að komast að
því að kjósendur Framsóknar eru
öðrum hrifnari af fáklæddu eða
nöktu fólki.
Í Framsókn er furðulegt slekt
og fjarri því ábyggilegt.
Í endana opinn
Finnst allgóður sopinn.
Og þess utan nærast á nekt.
Ekki þarf að fara mörgum
orðum um ástandið á formanni
Sjálfstæðisflokksins sem 45%
landsfundarfulltrúa vildu ekki
endurkjósa.
Nú er það svart hjá Bjarna Ben.
Bágt er að asnast í svona fen.
Vafningar fleiri um hálsinn hans
heldur en nokkurs annars manns.
Svo er það „Björt framtíð“ .
Hjá Gvendi dimmir meir og meir,
mikið einn á labbi.
Því hann er ekki eins og þeir
afi hans og pabbi.
Þá er að snúa sér að forsetanum. Á
velmektardögum útrásarvíkinganna
kom þetta í hugann.
Sjáist skálkar bruna í hlað á
Bessastöðum,
Óli mun þeim hiklaust hossa
og hengja á þá Fálkakrossa.
En nú eru breyttir tímar.
Sjáist skálkar bruna í hlað á
Bessastöðum,
ekki vill þeim Óli hossa
og enga fá þeir fálkakrossa.
Nú er lokið sýningum á hinum
dramatíska farsa „í hálfa gátt á
Bessastöðum“ í leikstjórn Guðna
Ágústssonar. Aðsókn var minni
en vonir stóðu til eða rétt um 30
þúsund gestir.
Uppfærslan var ansi góð,
þó oft væri göslast tæpt á vöðum.
Og nú er spurning: Hvað þykir
þjóð,
um þrásetu á Bessastöðum?
Að lokum ein öfugmælavísa:
Alþingi á okkar traust
þar aldrei heyrist blaður
og greinist víst sem gengdarlaust
góður vinnustaður.
Indriði Aðalsteinsson,
Skjaldfönn.
Pólitískur skítmokstur
Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum.
Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum.
Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur fyrir vatn og mykju.
Uppl í S: 8924163 / netfang: hak@hak.is / vefsíða: www.hak.is
Glerverksmiðjan Samverk ehf
Eyjasandi 2, 850 Hella
Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi
Gasfyllt gler, aukin einangrun.
TOP N+ ... betra gler