Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 201214 Smáauglýsandi Bændablaðsins: Þjóðsagnapersónan á Brúnavöllum Það er óhætt að segja að Sveinbjörn Benediktsson á Brúnavöllum í Austur-Landeyjum sé einn af stórauglýsendum Bændablaðsins þegar kemur að smáauglýs- ingum. Varla líður það tölublað að ekki birtist smáauglýsing frá Sveinbirni, sem hefur allt milli himins og jarðar til sölu. Hann segist þó taka í umboðssölu fyrir vini og vandamenn og fullyrðir að Bændablaðið sé besti auglýsinga- miðill landsins. Sveinbjörn hefur undanfarin fjögur ár búið á Brúnavöllum og er kunnugur í þeirri sveit, enda var hann bóndi um margra ára skeið á Krossi, þar sem sonur hans býr nú. Húsnæðið er hann nú með á sölu, hyggst flytja á allt annan stað og selja nánast alla hluti sem hann á. „Menn eiga aldrei að fara aftur í sama sveitarfélagið, maður er eins og hálfgerður undanvillingur fyrir vikið. Hér áður var mikil samhjálp og samstaða um alla hluti en núna er þetta mjög breytt þjóðfélag. Ég kom hingað um mitt sumar árið 1967, fór í 16 steypur það haust og það þótti engum mikið,“ segir Sveinbjörn. Faðirinn ráðsmaður hjá Thorsurunum Áður en Sveinbjörn snéri aftur í Landeyjarnar vann hann um tíma sem umsjónarmaður á Heilsuhælinu í Hveragerði en mestan part starfs- ævinnar var hann bóndi. „Ég er fæddur á Hvammstanga en foreldrar mínir bjuggu á Bjargarstöðum í Miðfirði. Þegar ég fæddist árið 1944 var mikill snjóavetur og leiðinlegasta tímabil í lífi móður minnar að hanga úti á Hvammstanga í rúman mánuð frá heimilinu að bíða eftir fæðingu minni. Ég fæddist 2. nóvember, eftir viku tíma kom faðir minn og ég var settur í bláan Frónkassa með gæru undir, hengdur á klakk og farið með mig í Austurárdal á mitt nýja heimili. Þegar ég var tveggja ára gamall flutt- um við suður í Silfurtún. Ég er uppal- inn í Mosfellssveit en faðir minn var ráðsmaður hjá Thorsurunum á Lágafelli,“ útskýrir Sveinbjörn og segir jafnframt: „Árið 1967 hóf ég búskap á Krossi í Austur-Landeyjum og var meðfram því meðhjálpari í kirkj- unni. Yngsti sonur minn, Sigurður Óli Sveinbjörnsson, tók síðan við á Krossi og rekur þar myndarlegt bú í dag. Mér fannst alltaf notalegt á Krossi að hafa kirkjuna en þegar við bjuggum á Lágafelli var kirkju- garðurinn leikvangurinn minn. Ég hef sungið í kirkjukór frá 15 ára aldri, en það veitir mér lífsfyllingu.“ Söfnunarárátta og sölumennska Fljótlega kom söfnunareðli Sveinbjörns í ljós en gamlir hlutir hafa alla tíð heillað hann. Sölumannsblóðið sagði einnig til sín á svipuðum tíma. „Þessi leiðindabaktería hófst hjá mér strax í barnaskóla því ég var fljótur að selja ýmsa muni og að lokum seldi ég fermingarúrið mitt frá Magnúsi Baldvinssyni úrsmíða- meistara. Síðan fór ég að safna alls kyns mögulegu og skipta á pennum og þess háttar. Það hafa nú ekki allir í kringum mig haft ánægju af þessum lífshætti mínum en það er víst erfitt að gera öllum til hæfis,“ segir Sveinbjörn og bætir við: „Ég hef alltaf haft svo gaman af gömlum munum og held til að mynda mikið upp á saumaborð sem ég keypti hjá fornsala á Grettisgötunni í Reykjavík, þá 15 ára gamall. Mér er svo minnisstætt að búðarmaðurinn spurði mig hvort ég væri eitthvað hinsegin, að kaupa mér saumaborð. Mér hefur alltaf fundist gaman að selja hlutina mína og á þá ekki til eilífðarnóns, nema þetta saumaborð sem ég hef alltaf haldið í og eins hluta úr matarstelli Thors Jensen. Þegar ég var 19 ára gamall keypti ég mér nýja traktorsgröfu hjá Heklu sem var jafnframt mín fyrsta, og fór að kokkelera á móti ræktunarsam- bandinu, svo maður hefur komið að ýmsu.“ Auglýsir fyrir vini og vandamenn Sveinbjörn lenti í erfiðum veikindum fyrir tveimur árum sem hann er enn að jafna sig af og segir að auglýs- ingamennskan gefi honum mikla lífsfyllingu eftir veikindin. „Mér finnst svolítið eins og ég sé með farsótt því eftir veikindin hefur gestagangur hjá mér minnkað til muna. Ég hef ekki fullt starfsþrek í dag og er að finna mér eitthvað að gera, ekki hvað síst andlega og aug- lýsingarnar eru hluti af því. Það er langur vegur frá því að ég eigi alla hlutina, þetta eru Pétur og Páll sem biðja mig um að auglýsa fyrir sig. Sumir vilja auglýsa sína hluti undir nafnleynd og þá er góður vettvangur að koma til mín, biðja mig að sjá um þetta fyrir sig og hafa mitt símanúmer fyrir því. Vinir mínir spyrja mig stundum hvort ég vilji auglýsa fyrir þá, eða meira í þá veru hvort þeirra megi fljóta með hjá mér. Þar sem ég hef verið blessunarlega laus við feimni um dagana þá er þetta fyrirkomulag upplagt,“ útskýrir Sveinbjörn og brosir breitt. Skipti á hesti og rjómakönnum Sem fyrr sagði hefur Sveinbjörn verið afar duglegur við að setja inn smáauglýsingar í Bændablaðið og eru þær jafn fjölbreyttar og þær eru margar, stundum svo hnyttnar að eftir er tekið. „Það ber langbestan árangur að auglýsa í Bændablaðinu, það er ekki spurning, og þess vegna auglýsi ég svona mikið í þessu ágæta blaði. Það var til dæmis ákaflega skemmtilegt í síðasta blaði, þar sem auglýstur var Wolksvagen Golf til sölu og í lok auglýsingarinnar stóð: „P.S. Sveinbjörn, ætlar þú ekki að ná í hestakerruhjólin?“ Fljótlega hringdu til mín aðilar alls staðar af að landinu og fóru að spyrja mig út í þessa setn- ingu og hvort hún ætti ekki við mig. Það var mikið rétt, þetta eru kerru- hjól sem ég keypti fyrir töluverðu síðan en mér hefur láðst að sækja þau. Svo þetta er skemmtilegt, en einnig hef ég fengið viðbrögð frá fólki ef símanúmerið mitt vantar í eitt tölublað og það eru ótrúlegustu menn sem hringja og segjast fylgjast með auglýsingunum mínum og vita að ég er þar á ferð,“ útskýrir Sveinbjörn og segir jafnframt: „Eitt sinn skipti ég á hesti og rjómakönnum og pottablómum, svo ég á fullan skáp af rjóma- og sykur- körum í stelli. Ég hef eignast allan þremilinn í gegnum tíðina og burðast með þetta landshorna á milli. Ég verð alltaf jafn ánægður þegar kaupandi er ánægður, en einnig mjög hryggur þegar kaupandi er óánægður.“ Teinóttu jakkafötin fóru strax Það vakti mikla athygli á síðasta ári þegar Sveinbjörn auglýsti meðal annars teinótt jakkaföt af sér til sölu í Bændablaðinu, sem voru í líkingu við jakkaföt sem Ólafur Thors átti eitt sinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og Morgunblaðið fylgdi Sveinbirni eftir þegar hann afhenti kaupandanum jakkafötin. „Mig hafði lengi langað að eign- ast jakkaföt eins og Ólafur Thors átti svo ég keypti þessi, en þau pössuðu ekki á mig. Þetta var virkilega gaman þegar þeir komu frá Morgunblaðinu og fylgdu mér til Hafnarfjarðar þar sem ég afhenti fötin. Kaupandinn vildi ekki láta nafns síns getið svo þeir fylgdu mér þegar ég afhenti þau og mynduðu í leiðinni. Ég var mjög hrifinn af Ólafi Thors sem ungur maður og einnig föður hans Thor Jensen, en ég stalst oft til hans þegar ég var fjögurra ára gamall og fékk hjá honum sælgæti. Síðan seldi Lorenz Thors, bróðir Ólafs, föður mínum ýmsa hluti svo við vorum mikið í kringum Thorsarana,“ segir Sveinbjörn. Á árum áður var Sveinbjörn ein- göngu í hrossasölu en síðan minnk- aði það með tímanum og fór hann alfarið út úr því fyrir nokkrum árum. „Það hafa oft gerst spaugilegir hlutir eftir auglýsingu og viðskiptin geta verið á ýmsa vegu. Eitt sinn var ég í hrossasölu og aðilann vantaði rauðblesóttan hest. Ég átti bara hryssu með þennan lit en hann vildi alls ekki hryssu. Á þessum tíma átti ég um 200 hross og ákvað að sýna honum stóðið mitt og sagði við hann í gríni að það kostaði nú ekkert að skoða hryssuna. Síðan gekk hann á eftir mér, féll fyrir hryssunni og keypti hana. Hann tamdi svo þá rauðblesóttu og sýndi á sýningum, en það er skemmtilegt hvað fólk getur skipt um skoðun á aðeins sex klukkustundum.“ Baldwin-orgelið verstu kaupin Lífið í auglýsingabransanum er ekki alltaf dans á rósum og hefur Sveinbjörn lent í óheiðarleika fólks, en það er þó í undantekningartil- fellum. „Ég hef aldrei verið plataður eins mikið og þegar ég keypti Baldwin- orgelið hérna um árið. Þá lét ég seljandann fá tvær snemmbærur að andvirði um 300 þúsund krónur á núvirði og tvær hryssur sem fóru á 150 þúsund. Stuttu síðar kom ég við í umboðinu í Reykjavík og sá að ný týpa af Baldwin var á 275 þúsund, „Ég hef aldrei verið plataður eins mikið og þegar ég keypti Baldwin-orgelið hérna um árið,“ segir Sveinbjörn, sem borgaði tvær snemmbærur og tvær hryssur fyrir orgelið. Myndir /ehg Dæmi um smáauglýsingar sem Sveinbjörn hefur sett inn í Bændablaðið: Í skemmunni er þessi fíni Massey Ferguson sem Sveinbjörn hefur dundað sér við að gera upp en er nú falur fyrir rétt verð.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.