Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 17
17Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012
Hestaleigan vinsæl
Herbergin eru nú 27 talsins og segir
Óli að villtustu draumar geri ráð fyrir
35 herbergjum en enn sé til staðar
ónotað rými. Annað sé þó á undan
í forgangsröðinni. Þau horfi m.a. til
þess að auka afþreyingu á svæðinu,
en undanfarin sumur hefur hestaleiga
verið starfrækt á staðnum og verið
vel tekið. Hún er öllum opin, bæði
gestum á Skjaldarvík og öðrum.
Klara, elsta dóttir þeirra, starfar
við hestaleiguna, en hún er 17 ára
menntaskólanemi. Í boði eru þrjár
ferðir á dag um nágrennið. „Við
stefnum að því að auka þennan þátt,“
segir Óli, en fyrir sumarið 2013 eru
uppi áform um að reisa reiðvöll á
túni neðan gistiheimilisins og bjóða
þar upp á hestasýningar. Eins munu
þau fara af stað með norðurljósa-
ferðir í samvinnu við Ferðaþjónustu
bænda haustið 2012.
Kryddaður með ást og umhyggju
húsmóðurinnar
Matsala er rekin í Skjaldarvík, boðið
er upp á rétt dagsins og annað hvort
forrétti eða eftirrétti og sér Dísa
alfarið um eldamennskuna, enda
mikill ástríðukokkur.
„Við bjóðum upp á heimilislegan
mat sem kryddaður er með ást og
umhyggju húsmóðurinnar,“ segir
Óli. Þau taka um þessar mundir þátt
í verkefni á vegum Ferðaþjónustu
bænda, Eldað í sveitinni, þar sem
áhersla er lögð á að horfa á sérkenni
svæðisins og hvaða hráefni henti til
matseldar á hverjum stað fyrir sig.
„Það kom okkur skemmtilega á óvart
hversu margir af okkar gestum kusu
að borða hér á staðnum,“ segir Dísa.
Stolt af viðurkenningum
Þrátt fyrir að saga ferðaþjónustu
þeirra Dísu og Óla í Skjaldarvík sé
ekki löng hafa þau hlotið viðurkenn-
ingar fyrir starfsemi sína. Fyrsta
sumarið fengu þau viðurkenningu
frá Markaðsskrifstofu ferðamála á
Norðurlandi fyrir faglega uppbygg-
ingu og líka í tengslum við þátttöku
í verkefni Ferðaþjónustu bænda,
Better Business. Á uppskeruhátíð
Ferðaþjónustu bænda í desember síð-
astliðnum fengu þau svo viðurkenn-
ingu í flokknum Framúrskarandi
ferðaþjónustubæir 2011. „Við erum
mjög stolt af þessari viðurkenningu,
sérstaklega í ljósi þess að innan
Ferðaþjónustu bænda eru um 170
bæir þar sem víða hefur verið unnið
gott og merkilegt starf, en við erum
rétt að hefja okkar rekstur,“ segir
Dísa.
Í umsögn dómnefndar segir að
þau Dísa og Óli hafi ákveðið að
hætta að vinna fyrir aðra og gerst
ferðaþjónustubændur.
„Með mikilli framkvæmdagleði,
hugvitssemi, brennandi áhuga, ríkri
þjónustulund og góðri eldamennsku
hafa þau náð að bræða hjörtu gest-
anna. Staðurinn er eftirsóknarverður,
fallegur og mikill fengur fyrir ferða-
manninn að dvelja hjá fjölskyldunni
í Skjaldarvík,“ segir í umsögn dóm-
nefndar.
„Við ætlum okkur að halda
ótrauð áfram og gera Skjaldarvík að
áfangastað ferðamanna á ferð sinni
um Ísland,“ segja þau Dísa og Óli.
/MÞÞ.
Hestar á beit á túni neðan við Skjaldarvík, en gestir slaka á í heita pottinum.
Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir.
Alls eru 27 herbergi í notkun í Skjaldarvík og hægt er að taka á móti allt að
60 manns í einu. Mynd / Rakel Ósk Sigurðardóttir.
1.990kr.
Vnr. 55900060
Kantskeri.
1.890kr.
Vnr. 55900040
Arfaskafa.
1.690kr.
Vnr. 55900016
Malarskófla.
2.290.
Vnr. 55900037
Stunguskófla.
2.490kr.
Vnr. 55900019
Malarskófla með
trefjaplastskafti.
Ve
rð
ve
rn
d
BY
KO
tr
yg
gi
r þ
ér
læ
gs
ta
v
er
ði
ð.
E
f þ
ú
ka
up
ir
vö
ru
h
já
o
kk
ur
o
g
sé
rð
s
öm
u
eð
a
sa
m
bæ
ril
eg
a
vö
ru
a
ug
lý
st
a
ód
ýr
ar
i a
nn
ar
s
st
að
ar
, i
nn
an
2
0
da
ga
, e
nd
ur
gr
ei
ðu
m
v
ið
þ
ér
m
is
m
un
in
n
og
1
0%
a
f h
on
um
a
ð
au
ki
! N
jó
ttu
v
el
.
Sj
á
ná
na
ri
up
pl
ýs
in
ga
r o
g
sk
ilm
ál
a
á
w
w
w
.b
yk
o.
is
4.990kr.
1.890kr.
390kr.
Vnr. 79290094
Hjólbörur, 80 l.
Vnr. 77818012
Múrfata, 12 l.
Verð frá:
Vnr. 77818038
Múrbali, 40 l.
Verð frá:
VOR Í LOFTI
2.490kr.
Vnr. 55900039
Stungugaffall.
139.900kr.
Vnr. 79290121
Bílkerra 1520x1200 mm.
Heitgalvaniseruð með dekkkrossvið
í botni. Nefhjól og LED ljós.
SKOÐAÐU
KERRUÚRVALIÐ
Á BYKO.IS
Úrval af vörum
sem létta þér
garðverkin.
2.490kr.
Vnr. 55900030
Hekkklippur með
trefjaplastskafti.
4.590kr.
Vnr. 55900033
Stórklippur með
trefjaplastskafti.
890kr.
Vnr. 68583100
LUX strákústur með
skafti, 40 cm.
Öl
l v
er
ð
er
u
bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r o
g/
e
ða
m
yn
da
br
en
gl
. A
lla
r v
ör
ur
fá
st
í
BY
KO
B
re
id
d
en
m
in
na
fr
am
bo
ð
ge
tu
r v
er
ið
í
öð
ru
m
v
er
sl
un
um
. Nýr reyktur
úrvals
rauðmagi