Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012 Nú eru rúmlega 250 ár síðan fyrstu kartöflurnar rötuðu í íslenska jörð við Bessastaði. Hefur þessi holl- ustuafurð ekki alltaf notið sann- mælis og hefur neysla hennar dreg- ist hægt og bítandi saman á undan- förnum árum. Þessari þróun þarf að snúa við með aukinni vinnslu, bættri framsetningu og kynningu, k. Koma þarf kartöflunni aftur á matardiskinn hjá fólki. Sérstök ástæða er til að höfða til yngri kyn- slóða, en þar hefur kartaflan átt sérstaklega undir högg að sækja. Samkvæmt rannsókn sem gerð var uppúr síðastliðnum aldamótum kom í ljós að kartöfluneysla 9 og 15 ára ungmenna á Íslandi samsvarar rúmlega hálfri kartöflu á dag að jafnaði. Í þessum greinarstúf er ætlunin að ræða um það hvernig megi höfða betur til neytenda með kartöflur og kartöfluafurðir. Hollustuafurð Á undanförnum árum hefur kartaflan lotið í lægri haldi fyrir innfluttum kolvetnagjöfum eins og pasta, hrís- grjónum og kúskús. Uppi hefur verið sú mýta að kartöflur séu fitandi og hafa sjálfskipaðir næringarpostular ráðlagt fólki að forðast kartöflurþær. En þeir gleyma að kartaflan hefur lægra orkugildi en samkeppnisað- ilar á matardiskinum eins og pasta og hrísgrjón. Kartöflur er mettandi með góða próteinsamsetningu, þær hafa hátt hlutfall flókinna kolvetna og trefja en einnig hefur kartaflan verið mikilvæg uppspretta C-vítamíns í fæðu okkar og og veitir ýmis önnur vítamín og steinefni. Dæmi um áróður gegn kartöflum var að finna á vefnum „Smartland Mörtu Maríu“ á mbl.is um daginn þar sem kartöflur voru teknar inn í hóp 6 matvælategunda sem ætti ekki að innbyrða. Við smá netleit mátti sjá að um var að ræða þýðingu á grein úr ritinu Prevention, en þar var talað um 7 tegundir, þýðandi hefur greinilega verið í tímaþröng. Rökin fyrir því að hafa hefðbundnar kartöflur eru á listanum eru komnarin frá Jefferey Moyer nokkrum þar sem hann heldur því fram að „kartöflur sem víða um heim eru ræktaðar á hefðbundinn hátt á stórum kartöfluökrum [dragi] í sig skordýraeitur og önnur efni efni sem notuð eru á plöntur, ávexti og grænmeti til að halda skordýrum í góðri fjarlægð. Eiturefnin [skili] sér út í mannslíkamann við neyslu“. Í framhaldinu bendir hann á að lífrænt ræktaðar kartöflur séu betri kostur, en hann er einmitt stjórnarmaður í „National Organic Standards Board“. Ekki er vísað í rannsóknir sem styðja þessar fullyrðingar JefferyMoyers, heldur virðist þetta vera hans pers- ónulega skoðun á málum. Dæmi um „upplýsingar“ sem finna má á netinu Auðvitað væri það að æra óstöðugan að elta alla vitleysuna sem rennur um netið, en þó má alveg benda þokka- lega skynsömu fólki á að vanda sig við leit að efni og skoða bakgrunn heimilda áður en reitt er til höggs. Auka neyslu með frekari vinnslu Með frekari vinnslu er auðvelt að auka framboð á kartöfluréttum, sem taka skemmri tíma í eldun en ferskar kartöflur. Velja þarf yrki til ræktunar sem henta vel til vinnslu, ásamt því að gefa viðunandi uppskeru við íslenskar aðstæður. Þar eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga útfrá vinnsluþáttum, eins og þurrefnishlut- fall, lögun, sykrumr, ensímvirkni, og bragðgæðumi mismunandi yrkja, sem og geymsluþoli. Hefðbundin íslensk afbrigði eins og Rauðar íslenskar og Gullauga ættu að henta betur til vinnslu út frá þurr- efnisinnihaldi þar sem niðurstöður hafa sýnt að þær eru tiltölulega þurr- efnisríkar, en vandamálið er hversu óreglulegar þær eru í laginu, sem gerir það að verkum að það verður mikil rýrnun verður við vinnslu þeirra. Augað í þessum afbrigðum liggur yfirleitt mjög djúpt og þarf að skræla mikið, eða skera það burtu í höndunum með tilheyrandi rýrnun og kostnaði. Lögun Premier er yfirleitt betri til vinnslu, þ.e. augun liggja ekki eins djúpt og lögunin er reglulegri. Töluverð vinna hefur verið lögð í að skoða afbrigði sem henta vel til vinnslu ásamt því að skila viðunandi uppskeru og þola geymslu ágætlega. Prófuð hafa verið fjölmörg afbrigði hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís ohf. á undanförnum árum og hafa þessi mismunandi afbrigði farið í gegnum ýmsar prófanir. Til að byrja með voru vinnslu- þættir einungis skoðaðir, þ.e. hvernig er nýting afbrigða við vinnslu, en með fækkun afbrigða hafa aðrir þættir eins og bragðgæði verið teknir inn þar sem neytendur hafa verið fengnir til að meta mismunandi afbrigði í neytendakönnunum. Á síðasta ári fóru afbrigðin Annabelle, Belana, Gullauga og Premier í gegnum umtalsverðar prófanir og fékk Annabelle hæstu einkunn fyrir heildargeðjun hjá neytendum, auk þess sem þær fengu bestu einkunn fyrir útlit. Hins vegar er galli á gjöf Njarðar,; þær henta síður til vinnslu vegna þess að þær eru nýrnalaga. Því þarf að handsnyrta þær ef vel á að vera og rýrnun á ekki að fara úr bönd- unum við vinnslu. Hins vegar gætu þessar kartöflur hentað sem hefð- bundnar matarkartöflur, en nokkuð er síðan nýtt afbrigði var markaðssett hér á landi. Þessi neytendakönnun var endurtekin nú fyrir stuttu með afbrigðunum Annabelle, Gullauga, Milva og Salome. Niðurstöðurnar núna voru ekki eins afgerandi og kom Gullauga best út hjá neytendum hvað bragð og áferð varðar, þó að tölfræði- legur munur hafi ekki fengist nema fyrir útlit, en þar kom Annabelle best út. Annabelle -afbrigðið kom ekki nægilega vel út íúr geymslu í tæplega 200 daga og verður að hafa það í huga ef menn fara út í ræktun á afbrigðinu. Gullauga þoldi geymsluna einna best af þessum fjórum afbrigðum. Hvað þarf að gera? Bregðast þarf við minnkandi neyslu með kerfisbundnum hætti og þurfa hagsmunaaðilar að taka höndum saman til að bæta framsetningu, stuðla að fræðslu og auka úrval kartöfluafbrigða og vinnslurétta til að koma til móts við kröfuharða neyt- endur, sér í lagi yngra fólk sem er ekki nægilega duglegt við kartöflu- neyslu. Sérstök ástæða er til að stuðla að aukinni neyslu í leik- og grunn- skólum landsins með viðeigandi for- vinnslu á kartöflum og fræðslu til mötuneyta og upprennandi neytenda. Einhverra hluta vegna lenda kart- öflurnar yfirleitt úti í horni í versl- unum hér á landi. Vissulega vill kartaflan ekki vera í mikilli lýsingu, en engu að síður er áhugavert að sjá hvernig neytendur þurfa að leita uppi hollustuvörurnar á meðan óhollustan er höfð á söluvænlegustu stöðunum. Gera þarf átak í að fylgja vörunum alla leið út í verslunina til að tryggja viðeigandi staðsetningu og hillupláss. Með fjölbreyttari afbrigðum sem henta neytendum afá öllum aldri, umbúðum af mismunandi stærð og gerð, betri merkingum, útfærslum með aukinni vinnslu, frekari upp- lýsingum um hollustu og meðferð til neytenda og þeirra sem meðhöndla kartöflur í verslunum, má eflaust auka kartöfluneyslu landsmanna umtalsvert. Með samstilltu átaki allra hagsmunaðila má auðveldlega gera kartöfluna að aufúsugesti á diskum landsmanna. Mikilvægi kartöflunnar í fæðu okkar verður seint ofmetið – hvað þá mikilvægi hennar í að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar ef harðnar á dalnum. Valur Norðri Gunnlaugsson, Matís ohf. : Kartaflan í forgangi á matardisknum - - - SK ES SU H O R N 2 01 2

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.