Bændablaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 29. mars 2012
Lesendabás
Nú seinni ár hefur færst í vöxt
að fyrirtækjum og þjónustu sé
þjappað saman á einn stað, helst
í mesta þéttbýlinu. Þetta er gert í
nafni hagræðingar og til að auka
hagnað fyrirtækja og oft án til-
lits til áhrifa á aðra hluta sam-
félagsins.
Þessi þróun náði hámarki fyrir
þremur til fjórum árum en hefur
aðeins gengið til baka.
Þær fréttir að leggja eigi
mjólkursamlagið á Ísafirði niður
vekja með landsbyggðarfólki ugg,
því þetta fyrirtæki er í eigu bænda
(93% í eigu Auðhumlu, sem er
félag rúmlega 700 bænda á landinu
öllu, og Kaupfélag Skagfirðinga
á 7%). Það er stór biti að kyngja
þegar bændur sjálfir færa störfin
og þjónustuna einhliða frá lands-
byggðinni og í þéttbýlið á suðvest-
urhorninu. Ætla mætti að bændum
væri í mun að halda landinu í
byggð. Mjólkursamlagið á Ísafirði
er síðasta vígi úrvinnslufyrirtækja
í landbúnaði á Vestfjörðum.
Þá er einnig hægt að spyrja í
hverju hagræðingin sé fólgin þegar
yfir 500 þúsund lítrar af neyslu-
mjólk eru fluttir landshorna á milli
til vinnslu og pökkunar og síðan til
baka aftur. Hver er kostnaðurinn
við að senda hvern lítra mjólkur frá
Ísafirði til Búðardals til að vinna
hann þar og senda síðan mjólk frá
Reykjavík til baka, á móti því að
vinna vöruna í heimabyggð?
Svona flutningar fram og til
baka með fylgjandi orkusóun og
mengun hljóta að vera í hróp-
andi andstöðu við stefnumörkun
fyrirtækisins, sem vill státa af
því að starfa í sátt við umhverfið.
Sjálfbærni á ekki að vera tískuorð
sem hægt er að nota við hátíðleg
tækifæri heldur sjálfsagður hlutur.
„Beint frá býli“ er einnig mikið í
umræðunni nú um stundir og þessi
gjörningur kemst eins langt frá því
hugtaki og hugsast getur.
Það er slæmt fyrir landsbyggð-
ina að missa störf og alveg afleit
þróun þegar landsbyggðin sjálf
(fyrirtæki bænda) leggur grunninn
að þessum gjörningum.
Ísland er land elds og ísa sem
hefur gegnum tíðina minnt okkur
á sig með jarðhræringum og fann-
fergi með tilheyrandi ófærð. Því er
meira öryggi í því að dreifa fram-
leiðslufyrirtækjum á landshlutana
til að tryggja matvælaöryggi.
LBL skorar á eigendur mjólk-
ursamsölunnar að halda rekstri
mjólkursamlagsins á Ísafirði áfram
til hagsbóta fyrir jaðarsvæði sem á
í vök að verjast. Jafnframt er á það
minnt að fyrirtækið er undanþegið
samkeppnislögum og ber því enn
ríkari samfélagslega ábyrgð en
ella.
Stjórn LBL
Ályktun frá LBL
Í Egils sögu segir: „Skallagrímur
hafði ok menn sína uppi við lax-
árnar til veiða“. Þarna voru til-
teknar Gljúfurá og Norðurá og
lítur út fyrir að Snorri hafi ekki
talið Hvítá með laxveiðiám. Þar
hafa þótt léleg vinnubrögð að afla
matfanga til vetrarins. Enda mun
haustveiðin á hrygningarslóðunum
hafa verið langmesta veiðin fram
yfir miðja 20. öld, þegar þessi
veiðiskapur var orðinn ólöglegur.
Þetta kom til af því að þá var kom-
inn á markað verksmiðjuframleiddur
netariðill, svo netaveiðarnar urðu
miklu fyrirhafnarminni en meðan
menn urðu að hnýta netin sjálfir,
helst úr einhverju sem þeir höfðu
líka spunnið sjálfir úr endingarlitlu
efni, eftir að hætt var að rækta hör.
Hinsvegar var farið í haustrigningum
í alla læki þar sem laxgengt var, veitt
víða nokkuð mikið og það í miklu
minni lækjum en menn trúa núna að
lax geti gengið í. Við miklar hrygn-
ingarár var veiðin svo mikil að þetta
var aðalvetrarforðinn.
Á 20. öld, þegar netaveiðar voru
farnar að ganga betur og verð á laxi
hátt, voru þessar veiðar bannaðar
með lögum án þess að þeir sem þær
höfðu stundað fengju neinar bætur
fyrir svo menn sem lágu vel við
göngulaxinum höfðu af þessu drjúgar
tekjur. Síðan komu girnisnetin til
sögunnar, tiltölulega ósýnileg í
vatninu, svo laxinn, sem hefur til-
hneigingu til að ganga með löndum,
fer tæplega framhjá netunum meðan
þau eru ekki seiluð af fiski eða þakin
framburði. Nú þurfa menn ekki fyrir-
hleðslu til að leggja netið frá og netin
ódýr og auðfengin. Þetta er alger
breyting á aðstæðum miðað við það
sem áður var.
Helgarstoppin eru ekki nógu
löng til að laxinn gangi alla leið
upp vatnasvæðið, svo þau nægja
aðeins til að skammta hlutdeild af
laxi í netin sem ofar eru heldur en
þau neðstu. Enda kemur nauðalítið
af laxi upp fyrir netalagnirnar fyrr
en eftir ágúststoppið. Með þessu er
markvisst verið að rækta síðgenginn
lax. Ef allir, sem aðstöðu og rétt hafa
til, myndu sækja veiðina af fullum
þunga mundi enginn lax komast upp
ána á netaveiðitímanum. Stórlaxinn
hefur tilhneigingu til að ganga fyrr
en smálaxinn, svo líklegt er að þetta
fyrirkomulag fækki stórlaxi og hæpið
að þýði að sleppa nýgengnum laxi,
sem búinn er að hnjaskast í neti,
vegna þess hvað viðkvæmur laxinn
er meðan hann er silfraður.
Rík ástæða er til að ætla að neta-
veiðimenn gefi gjarnan ekki upp
réttar aflatölur. Að minnsta kosti eru
þeir tregir til að segja kunningjum
nákvæmlega hvað þeir hafi veitt
mikið. Það má ætla að þeir sjái með
sjálfum sér ranglætið í því að veiða
göngufiskinn í miklu magni, á sama
tíma og laxgengd er síminnkandi á
efsta hluta vatnasvæðisins. Í ám
þar sem laxganga er mikil gengur
laxinn hraðar upp en þar sem minni
fiskur er. Líkur benda til að laxinn
gangi skemmra þegar ganga er lítil,
en aðeins svo langt að hann hafi
gott pláss til að hrygna. Þetta er
vítahringur sem leiðir af sér minni
heildarveiði.
Þegar fyrirdráttur var bannaður
náði það yfir alla veiðiréttarhafa, en
bitnaði aðeins á þeim sem þennan
veiðiskap höfðu stundað og olli í
sumum tilfellum talsverðum sár-
indum. Á sama hátt verður það svo,
þegar netaveiði verður takmörkuð
frekar eða bönnuð, að þeir finna mest
fyrir því sem þennan veiðiskap hafa
stundað í seinni tíð. En áfram munu
þeir hafa sömu möguleika til stang-
veiði og aðrir og þó gjarnan betri.
Að vísu gæti þurft að gera lagfær-
ingar með því að setja stórgrýti á
hentuga staði og síðan myndu sömu
aðilar hafa meiri tekjur, með minni
fyrirhöfn og miklu minna afráni
af göngulaxinum. Þetta snýst yfir-
leitt ekki lengur um beina matbjörg
heimilanna.
Það er, sem betur fer, að mestu
búið að stöðva laxveiðar í sjó, með
ærnum tilkostnaði. Í þeim kostnaði
hafa netaveiðar sama og engan þátt
tekið, sem og öðrum þeim aðgerð-
um sem fram hafa farið til eflingar
greininni, hvort sem það hafa verið
fiskvegir eða aðrar ræktunarað-
gerðir. Það er því ranglátt að sömu
aðilar hirði megnið af aflanum og
geri jafnvel ómögulegt að halda
við eða byggja upp laxveiði á efstu
hlutum svæðisins. Hvers vegna ættu
þessir aðilar, sem undanfarna áratugi
slysuðust til að vera í forgangsað-
stöðu, að eiga skýlausan rétt á að
veiða allan snemmgengna laxinn,
þótt þeirra aðstæður leggi í flestum
tilfellum lítið og í mörgum tilfellum
ekkert til hrygningar og uppeldis
seiða, en skapa öðrum augljóst tjón
þar sem laxinn á þó miklu fremur
uppruna sinn? Laxinn étur ekki, eða
gerir neitt af sér svo vitað sé, þótt
hann gangi framhjá. Og að halda því
fram að þarna sé ekki verið að veiða
hrygningarfisk er að sjálfsögðu fyrir-
sláttur, þar sem allur laxinn er að
ganga upp til hrygningar og bætir
engu við sig á þeirri leið nema tíma
og súrefni, hvort tveggja sameigin-
legar auðlindir.
Netaveiðar á göngulaxinum
neðantil á vatnasvæðinu minna á
framgöngu víkinganna í Sómalíu,
sem ræna á flóanum öllu því sem
þeir koma höndum yfir, án þess
að hafa lagt neitt af mörkum nema
veiðitækin og eljuna við sjálf ránin.
Þá má nefna veiðisókn
Thomsensfeðga í Elliðaánum. Sá
eldri hafði keypt Árbæinn og þar
með veiðiréttinn í neðsta hluta
Elliðaáa af kónginum og taldi sig í
fullum rétti að veiða allan þann fisk
sem þar gengi um og varðaði ekk-
ert um hvort aðrir ættu kannski líka
einhvern rétt. Yfirvöld gerðu ekkert
til að stöðva þetta, nema síður væri,
þar til bændur og búalið fengu for-
göngumann í lið með sér árið 1879
til að stöðva veiðarnar með það
afgerandi, áberandi og fjölmennum
hætti að Alþingi vaknaði við, gerði
sér grein fyrir óréttinum og gekk
í það að skakka leikinn. Það eru
sígild sannindi að hver er sjálfum
sér næstur, gefur ekki eftir með góðu
það sem hann heldur að sé sinn réttur,
óháð hagsmunum heildarinnar og
sýnist jafnvel annarra hagur þýða
eigin skaða, að öðru jöfnu.
Veiðimálastofnun mun vera
óheimilt að gefa upp aflaskýrslu
svæðisins í heild, aðilagreinda, án
samþykkis veiðiaðila. Þetta verður
að breytast, fyrr eða seinna. Svona
pukur tíðkast ekki í neinum öðrum
félagskap, til sjávar eða sveita,
búfjárræktarfélögum eða sjávar-
útvegi enda hlýtur þessi leynd að
byggjast á ótta við að ljóstra upp
um einhvers konar blekkingar, sem
geri að verkum að menn hætti að
senda veiðiskýrslur. Það er reyndar
lagaskylda svo ekki á að þurfa að
fara bónarveg að mönnum með það.
Skattskráin er birt almannasjónum,
sjálfsagt að hluta til að sýna hvað
hver og einn leggur til síns sam-
félags, en áreiðanlega ekki síður
til þess að þeir sem til þekkja geti
áttað sig á því hvort rangt hafi verið
haft við og þá var gamla hugsunin
sú að sá sem varð uppvís að því að
svindla á samborgurum sínum átti að
skammast sín og gerði það, í mörgum
tilfellum. Nú eru reyndar orðin breytt
viðhorf. Frændur og vinir fyllast
stolti ef þeirra maður kemst upp
með klæki gagnvart samfélaginu
og Persónuvernd hefur tilhneigingu
til að vernda viðkvæmar sálir þeirra
sem eitthvað misjafnt hafa á sam-
viskunni. Þess vegna er brýnna en
áður að einhvers konar regluverk og
viðurlög komi í veg fyrir misferli.
Netaveiðimenn munu aldrei allir
samþykkja, með óbreyttum forsend-
um, að þessi skýrsla sé gefin upp. Þó
fara flestir þeirra áreiðanlega lög-
lega að sínum veiðiskap. Smávegis
er vitað um ólögleg net, án þess að
upp kæmist, vegna þess að þau sjást
helst ekki í jökulvatni úr flugvél. Hitt
er áreiðanlega meira vandamál að
netin eru miklu veiðnari en áður var,
svo menn eru jafnvel farnir að fara
upp á nóttinni að greiða úr, þegar
mest veiðist og netin orðin seiluð.
Þetta er alveg löglegt og ekki einu
sinni siðlaust, en bara ekki réttlátt.
Þess vegna verður að breyta reglum
þannig að unnt sé að gefa umrædda
skýrslu upp, svo hægara sé að átta sig
á hvernig í hlutunum liggur.
Annar hlutur er sá, að meðan netin
eru ekki tekin alveg upp, þá verður
að seinka upphafi veiðitímans. Það
er alveg óréttlátt að hluti af svæðinu
geti verið að veiða á fullu mestallan
tímann sem laxinn er að ganga þar
framhjá, meðan efri hlutinn verður
að bíða fram yfir ágústbann að sjá
nokkuð að ráði af laxi. Ekki má setja
það fyrir sig að stöku menn hafi helst
ekki uppburði til annarra starfa en
bíða eftir laxveiðinni allt árið.
Það er vitað mál að hver stanga-
veiddur lax gefur 10 til 20 sinnum
meira af sér en netaveiddur og miðað
við núverandi markaðsaðstæður og
hagsmuni heildarinnar eru neta-
veiðar á laxi ekki réttlætanlegar á
vatnasvæði þar sem stangveiðar eru
mögulegar.
F.h. áhugamanna um aukna arð-
semi laxveiðihlunninda,
Helgi Sigurður Haraldsson
Hreggviður Hermannsson
Steinar Árnason
Netaveiðar á laxi eru tímaskekkja
Stangveiði í Stóru-Laxá. Mynd / Einar Falur Ingólfsson.
Vegna fréttar í 5. tölublaði
Bændablaðsins sem birtist
15. mars sl. vill Orkustofnun
koma eftirfarandi leiðréttingu
á framfæri. Gömul og þrálát
villa læddist inn í myndina um
niðurgreiðslu hitunarkostnaðar
sem sýnd var á ráðunautafundi í
Bændahöllinni nú nýverið. Hið
rétta er að olíuhitun er niður-
greidd þannig að kostnaður
notanda með olíukyndingu er
til jafns við notanda raforku í
dreifbýli. Olíukynding er vissu-
lega niðurgreidd meira í krón-
um talið, en það kemur til vegna
þess að olíukyndingin er mun
dýrari en rafhitunin. Um leið og
réttum upplýsingum er komið
á framfæri er jafnframt beðist
velvirðingar á mistökunum.
Orkustofnun tekur tvisvar á
ári saman orkuverð til húshit-
unar á Íslandi. Um
90% íbúa lands-
ins búa við jarð-
varmaveitur þar
sem orkuverð er
á bilinu 2 kr./kWh
upp í 12,3 kr./kWh
eftir hitunaraðferð,
þéttbýli eða dreif-
býli. Aðeins íbúar í
Grímsey, Flatey og
á örfáum afskekkt-
um bæjum sem
ekki eru tengdir
dreifiveitum fá
niðurgreiðslu á olíuhitun sem
kostar nú, óniðurgreidd, rúmar
18 kr./kWh og hækkar jafnört og
annað olíuverð.
Ríkissjóður niðurgreiðir raf-
orku til húshitunar hjá notendum
sem hafa ekki aðgang að hitaveitu
og eru niðurgreiðslurnar mismun-
andi eftir dreifiveitusvæðum og
hvort er um að ræða þéttbýli eða
dreifbýli. Niðurgreiðslan er hæst
í krónum talið hjá þeim sem eru
með olíuhitun, enda er langdýrast
að kynda með olíu. Í reglum um
niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði
er ákvæði um að niðurgreiða skuli
olíuhitun til jafns við kostnað not-
enda í dreifbýli með niðurgreidda
rafhitun. Þetta þýðir að ríkissjóður
þarf að niðurgreiða olíuhitun úr
18,2 kr./kWh niður í meðalverð
rafhitunar í dreifbýli, um 7,7
kr./kWh eða um 10,5 kr./kWh á
meðan niðurgreiðslan á rafhitun í
dreifbýli er um 4,6 kr./kWh.
Það er því jafnkostnaðarsamt
fyrir notanda í dreifbýli að hita
með olíukyndingu eða rafhitun,
en umtalsvert dýrara fyrir ríkis-
sjóð að niðurgreiða olíukynd-
inguna. Olíukyndingin er því
dýrari fyrir alla. Aðeins þeir sem
enga möguleika hafa á því að
tengjast dreifikerfi dreifiveitna
fá niðurgreiðslu. Það fær eng-
inn notandi með olíuhitun, sem
hefur möguleika á því að tengjast
raforkukerfinu, niðurgreiðslu af
olíukyndingu vegna þess að það
er margfalt hagkvæmara að hita
með rafmagni en olíu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
orkuverð til húshitunar eins og það
var 1. janúar 2012. Heildarverð
olíukyndingar, sem var rétt á
myndinni frá 2011, hækkar um
réttar 3 kr./kWh síðan á haust-
mánuðum 2011 enda hefur
olíuverð hækkað ört undanfarið.
Niðurgreiðslan, sem var röng á
myndinni frá 2011, er þannig að
verð til notanda er sambærilegt
við verð til notanda sem fær niður-
greidda rafhitun í dreifbýli, eða um
7,7 kr./kWh."
Bestu kveðjur,
Ágústa Loftsdóttir
Orkustofnun
Leiðrétting:
Mun dýrara að kynda með innfluttri olíu
en innlendri raforku í sveitum landsins