Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 4

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 4
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR4 DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja ára óskilorðs bundinn fangelsisdóm yfir Baldri Guð- laugssyni, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur gerðist sekur um inn- herja svik í opinberu starfi þegar hann seldi hlutabréf sín í Lands- bankanum um miðjan september 2008 fyrir 192 milljónir króna. Baldur sat sem fulltrúi fjár- málaráðuneytisins í samráðs- hópi um fjármálastöðugleika sem fundaði reglulega um ástand fjár- málakerfisins árið 2008, fram að hruninu í októberbyrjun. Meiri- hluti Hæstaréttar fellst á það með héraðsdómara að upplýsingar sem Baldur öðlaðist á þessum fundum, og eru tilgreindar í fimm liðum í ákæru, hefðu verið viðkvæm trúnaðar mál og teldust innherja- upplýsingar í skilningi laga. Í dómnum segir að fallast megi á það með Baldri að máls- meðferðin hjá Fjármálaeftirlitinu hafi dregist úr hömlu og jafnframt að hann hafi að nokkru leyti sýnt fram á að fjölmiðlaumfjöllun um mál hans hafi verið afar óvægin. Hvorugt geti þó verið metið honum til refsilækkunar. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilar sér- atkvæði og telur að vísa hefði átt málinu frá ellegar sýkna Baldur. Frávísunina rökstyður Ólafur Börkur með því að Fjármálaeftir- litinu hafi verið óheimilt að taka rannsókn málsins upp að nýju eftir að hafa tilkynnt Baldri um að henni hefði verið hætt. Engar nýjar upplýsingar hefðu komið fram sem réttlættu það. Sýknunina rök styður hann þannig að Baldur hafi ein- faldlega ekki búið yfir neinum inn- herjaupplýsingum. Ágóðinn af brotinu er gerður upptækur í ríkissjóð en Hæsti- réttur lækkar upphæðina þó um átján milljónir sem Baldur hefur þegar greitt af fénu í söluþóknun og fjármagnstekjuskatt. Dómurinn yfir Baldri er fyrsti dómur Hæstaréttar í máli sérstaks saksóknara og auk þess fyrsti sektardómur sem fellur á Íslandi vegna innherjasvika. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir embættið nú hafa til rann- sóknar allnokkurn fjölda inn herja- svikamála. „Þessi dómur gefur ákveðnar vísbendingar og skapar fordæmi sem mun létta okkur róðurinn í þeim málum,“ segir Ólafur. „Engin þeirra hafa verið beint í biðstöðu en menn geta þá handleikið ákæru- valdið af meira öryggi þegar þarf að taka ákvörðun um saksókn.“ stigur@frettabladid.is GENGIÐ 17.02.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,2186 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,1 123,68 195,08 196,02 161,86 162,76 21,771 21,899 21,574 21,702 18,325 18,433 1,5566 1,5658 190,12 191,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Dómur yfir Baldri staðfestur Hæstiréttur staðfesti tveggja ára fangelsisdóm yfir Baldri Guðlaugssyni. Einn dómari skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá eða sýkna. Baldur er mjög vonsvikinn. Skapar fordæmi fyrir önnur innherjasvikamál. SEKUR „Baldur var mjög valdamikill maður í þessari ríkisstjórn, kannski valdamesti maðurinn af okkur öllum,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson við rannsóknarnefnd Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍTARLEGT Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari kynnir sér 34 blaðsíðna hæstaréttardóminn í gær. Í tilkynningu segir hún að niðurstaðan sé í takti við það sem ákæruvaldið lagði upp með og gefi einnig mikilvægt fordæmi á sviði innherjasvikamála. „Ég er búinn að tala við Baldur. Viðbrögð hans eru sömu og mín, mikil vonbrigði,“ sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs, við fjölmiðla að lokinni dómsuppkvaðningunni í Hæstarétti í gær. „Það er sératkvæði og það gerir vonbrigðin ekki minni að í dómi þar sem verið er að refsa fólki skuli dómurinn klofna,“ sagði Karl. Karl hefur haldið því sjónarmiði Baldurs á lofti frá upphafi að á honum hafi verið brotin mannréttindi þegar Fjármálaeftirlitið hóf rannsókn á máli hans á nýjan leik vorið 2009. Hann sagði í gær að ekki hefði verið ákveðið hvort farið yrði með málið lengra. Lögmaður Baldurs segir ekki ákveðið hvort málið fari lengra Málþing um tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi Föstudaginn 24. 02. 2012 kl. 10.30 – 15.30 í Sal Eflu Höfðabakka 9 Innlendir fyrirlesarar flytja eftirfarandi erindi: SAMGÖNGUR Umferð um Reykja- nesbraut við Straumsvík verður frá og með deginum í dag beint um bráðabirgðarveg. Framkvæmdir standa yfir gegnt álverinu þar sem verið er að byggja göng undir Reykjanes- brautina. Verður bráðabirgða- vegurinn notaður á meðan fram- kvæmdirnar standa yfir. en verklok eru fyrirhuguð í júlí. Í tilkynningu frá Vegagerðinni eru ökumenn beðnir um að aka var- lega um framkvæmdasvæðið. - þj Vegaframkvæmdir: Bílum beint um bráðabirgðaveg VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 8° 6° 5° 8° 6° 3° 3° 19° 10° 15° 9° 26° 3° 10° 13° 0° 1 Á MORGUN Strekkingur með SA- strönd annars hægari. -2 0 MÁNUDAGUR Strekkingur með SA- strönd annars hægari. 2 2 -1 -1 -2 3 -2 -6 -6 -6 -6 -6 -7 -5 -7 -4 -14 -5 3 6 8 6 5 9 6 8 7 7 2 18 HLÝNAR Það dregur úr frosti þegar líður á dag- inn og á morgun fer hitinn yfi r frostmark með ströndum sunnan- og vestanlands. Það þykknar upp vestan til síðdegis í dag og á morgun má búast við snjó- komu eða slyddu víða en þó ekki allra austast. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður EFNAHAGSMÁL Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs úr BBB- í BB+. Langtímaskuldabréf ríkis- sjóðs eru því á ný komin í fjárfestingaflokk og teljast þar með ekki lengur til svokallaðra ruslskuldabréfa, að mati Fitch. Fitch var hið eina af hinum þremur stóru matsfyrirtækjum sem lækkaði lánshæfis- einkunn Íslands niður í ruslflokk í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti vísaði fyrri Icesave-lögunum í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Í tilkynningu sem Fitch sendi frá sér af þessu tilefni segir að hækkunin endurspegli þann árangur sem náðst hefur frá bankahruni við að endurheimta stöðugleika í hagkerfinu, framfylgja kerfisumbótum og endurbyggja lánstraust ríkissjóðs. Þá telur Fitch að vergar skuldir hins opin- bera hafi líklega náð hámarki á síðasta ári í kringum 100 prósent af landsframleiðslu. Hrein skuldastaða sé hins vegar umtalsvert lægri eða um 65 prósent af landsframleiðslu. Þá metur Fitch það sem svo að verði komist hjá frekari áföllum ætti skuldahlutfall hins opinbera að lækka stöðugt á næstu árum. Loks kemur fram í tilkynningu Fitch að úrskurði EFTA-dómstóllinn Íslendingum í óhag í Icesave-málinu gætu skuldir hins opinbera hækkað um 6 til 13 prósent af landsframleiðslu. Þá telur Fitch að afnám gjaldeyris hafta gæti tekið langan tíma. - mþl Lánshæfismat skuldbindinga ríkissjóðs Íslands hækkað hjá matsfyrirtækinu Fitch: Fitch lyftir lánshæfi Íslandi úr ruslflokki FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Fitch telur skuldbindingar ríkis- sjóðs nú traustari en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÍÞRÓTTIR Borgarráð hefur sam- þykkt að verja 2,5 milljónum króna til að unnt sé að opna skíða- svæðið í Skálafelli út veturinn. Tilskilið er þó að hin sveitar- félögin, sem hlut eiga að máli, setji einnig fé í verkefnið. Miðað við afstöðu fulltrúa Kópavogsbæjar í stjórn Skíða- svæða höfuðborgarsvæðisins er óljóst hvort samstaða náist meðal sveitarfélaganna. „Vinnubrögð sem byggja á skyndiaðgerðum og fela í sér ófyrirséð fjárútlát fyrir sveitarfélögin eru í takt við þau vinnubrögð sem ollu hruninu á Íslandi 2008 og ég get ekki tekið þátt í slíku,“ bókaði Kristín Sævars dóttir úr Kópavogi. Skíða- deild KR hyggst opna í Skálafelli 25. febrúar. - gar Grænt ljós frá borgarrráði: Reiðubúin að opna Skálafell Skólameistarastöður í boði Mennta- og menningarmálaráðu- neytið hefur auglýst tvær stöður skólameistara lausar til umsóknar. Það er hjá Fjölbrautaskóla Suður- nesja og Fjölbrautaskóla Suðurlands. Umsóknarfrestur er til 20. mars. MENNTAMÁL
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.