Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 8

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 8
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR8 ALÞJÓÐAMÁL Áhrif Vesturlanda í araba- löndum eru sífellt að dvína að mati Jordi Vaquer i Fanes, forstöðumanns alþjóða- málastofnunar háskólans í Barcelona, sem hélt nýlega fyrirlestur í Háskóla Íslands um stefnu og stöðu Evrópusambandsins í heims- hlutanum í kjölfar arabíska vorsins. Stefnu- breytingar sé því þörf. Vaquer sagði í samtali við Frétta blaðið að hingað til hafi Bandaríkin og Evrópa haft talsvert að segja um framgang mála, Bandaríkin í Mið-Austurlöndum og Evrópa í Norður- Afríku. Nýlegir atburðir eins og brotthvarf Bandaríkjanna frá Írak, byltingarnar í arabaheiminum og kreppan í Evrópu hafi þó orðið til þess að draga mjög hratt úr áhrifum þeirra á svæðinu. „Evrópulöndin komu hvergi að upphafi arabíska vorsins þannig að þau eiga enga kröfu um að móta ferlið í framhaldinu.“ Vaquer segir því ólíklegt að þau geti haft bein áhrif á framvinduna innan ríkja, til dæmis hvað varðar kosningaúrslit. Hann bætir því þó við að Evrópulönd hafi engu að síður þrjá valkosti í málinu. „Í fyrsta lagi geta þau beitt efnahagshvötum sem þau lofa ríkjum sem fara í ákveðna átt. Í annað stað geta þau beitt þvingunum með því að segjast ekki munu sitja hjá aðgerðarlaus ef einhvers konar kúgun og ofbeldi á sér stað. Loks geta þau haft áhrif með því að leggja frekari áherslu á að vera mikilvægur markaður og viðskiptafélagi fyrir svæðið.“ - þj Spænskur fræðimaður með fyrirlestur á Íslandi um ESB og eftirleik arabíska vorsins: Þörf á breyttri stefnu gagnvart arabalöndunum SAFNAMÁL Fimm félagasamtök á sviði náttúru- og umhverfis- verndar og fagfélög kennara hafa sent stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og mennta- og menningarmálaráð- herra áskorun vegna hugmynda um nýtingu Perlunnar undir starf- semi Náttúruminjasafns Íslands. Í áskoruninni felst annars vegar að ráðherra láti gera úttekt á því hversu vel húsnæðið henti starfsemi náttúruminjasafns og hvaða leiðir séu færar til að eign- arhald Perlunnar færist til ríkis- ins. Hins vegar er skorað á stjórn OR að gaumgæfa hugmyndirnar í söluferlinu sem nú stendur yfir. Félagasamtökin minna á að Náttúru minjasafn Íslands er lögum samkvæmt eitt þriggja höfuðsafna þjóðarinnar en hefur verið á hrak- hólum um áratuga skeið. „Veglegt höfuðsafn í náttúru- fræðum er stolt hverrar vel- stæðrar þjóðar og dýrmætur fróð- leiksbrunnur fyrir þegna og gesti viðkomandi lands. Í ljósi þess að Íslendingar byggja atvinnu sína og líf á náttúru landsins í mjög ríkum mæli, auk þess sem langflestir erlendir ferðamenn sækja landið heim vegna náttúrunnar, skiptir öllu máli að bjóða upp á vandað höf- uðsafn um náttúru landsins sem vel er í sveit sett og sómi er að,“ segir í niðurlagi áskorunarinnar. - shá Hugmyndir um Perluna sem náttúruminjasafn fá stuðning félagasamtaka: Vilja láta meta hvort Perlan hentar PERLAN Í ÖSKJUHLÍÐ Óneitanlega fallegt safnahús en hentar það sem safnrými fyrir náttúrugripi? FRÉTTABLAÐ/GVA „Mér finnst ekki rétt að tala enn um „arabíska vorið“ í sambandi við atburðina í arabaheiminum í dag,“ sagði Jordi Vaquer i Fanes. „Það voru tíu vikur í kjölfar byltingarinnar í Túnis þar sem almenningur í mis- munandi löndum barðist að nokkurn veginn sama marki þrátt fyrir margs konar aðstæður í löndunum. Yfir- standandi byltingar og átök halda hins vegar í ólíkar áttir þannig að það er best að tala um afleiðingar arabíska vorsins í því samhengi.“ Arabíska vorið er liðið ÞÖRF Á NÝRRI NÁLGUN Spænski fræðimaðurinn Jordi Vaquer i Fanes hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands þar sem hann sagði ESB þurfa að endurskoða stefnu sína gagnvart arabaríkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fylgir öllum konudagsblómvöndum meðan birgðir endast. Opnum kl. 10 .00 á laugardag kl. 8.00 á sunnudaginn - KONUDAG Pantaðu á netinu og láttu senda henni blómvönd FRAKKLAND, AP „Jú, ég er fram- bjóðandi til forsetakosninga,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseti í sjónvarpsávarpi á miðvikudags- kvöld. Mótfram- bjóðandinn Francois Hol- lande, frá Sósíal ista- flokknum, segir þetta ekki beint stórtíðindi: „Við höfum lengi vitað að þessi frétt væri á leiðinni. Við höfum alltaf vitað það.“ Hollande hefur í skoðanakönn- unum mælst með miklu meira fylgi en Sarkozy, sem er orðinn afar óvinsæll í Frakklandi eftir efnahagsþrengingar síðustu missera. - gb Sarkozy tilkynnir framboð: Hollande segir fátt nýtt í því NICOLAS SARKOZY FÆREYJAR Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, hefur skipað Jacob Westergaard í embætti fiskimálaráðherra. Johannesen leysti Jákup Mikkelsen úr embættinu því að hann þótti of tengdur aðilum í sjávarútvegi. Til dæmis er mágur hans umsvifa- mikill útgerðarmaður. Johannesen hafði sjálfur þurft að afgreiða einstök sjávarútvegs- mál undanfarið vegna vanhæfi Mikkelsens. Mikkelsen var kjör- inn þingflokksformaður Fólka- flokksins í gær. - þj Jacob Westergaard: Skipaður fiski- málaráðherra 1. Hvað hafa margir gefið kost á sér sem biskup Íslands? 2. Í hverju fann Matvælastofnun virk efni gegn ristruflunum? 3. Hvað verða bakaðar margar bollur í Mosfellsbakaríi fyrir bolludag? SVÖR: 1. Átta manns. 2. Fæðubótarefnum. 3. Um 20 þúsund VEISTU SVARIÐ?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.