Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 8
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR8
ALÞJÓÐAMÁL Áhrif Vesturlanda í araba-
löndum eru sífellt að dvína að mati Jordi
Vaquer i Fanes, forstöðumanns alþjóða-
málastofnunar háskólans í Barcelona, sem
hélt nýlega fyrirlestur í Háskóla Íslands um
stefnu og stöðu Evrópusambandsins í heims-
hlutanum í kjölfar arabíska vorsins. Stefnu-
breytingar sé því þörf.
Vaquer sagði í samtali við Frétta blaðið
að hingað til hafi Bandaríkin og Evrópa
haft talsvert að segja um framgang mála,
Bandaríkin í Mið-Austurlöndum og Evrópa
í Norður- Afríku. Nýlegir atburðir eins
og brotthvarf Bandaríkjanna frá Írak,
byltingarnar í arabaheiminum og kreppan í
Evrópu hafi þó orðið til þess að draga mjög
hratt úr áhrifum þeirra á svæðinu.
„Evrópulöndin komu hvergi að upphafi
arabíska vorsins þannig að þau eiga enga
kröfu um að móta ferlið í framhaldinu.“
Vaquer segir því ólíklegt að þau geti haft
bein áhrif á framvinduna innan ríkja, til
dæmis hvað varðar kosningaúrslit. Hann
bætir því þó við að Evrópulönd hafi engu að
síður þrjá valkosti í málinu.
„Í fyrsta lagi geta þau beitt efnahagshvötum
sem þau lofa ríkjum sem fara í ákveðna
átt. Í annað stað geta þau beitt þvingunum
með því að segjast ekki munu sitja hjá
aðgerðarlaus ef einhvers konar kúgun og
ofbeldi á sér stað. Loks geta þau haft áhrif
með því að leggja frekari áherslu á að vera
mikilvægur markaður og viðskiptafélagi
fyrir svæðið.“ - þj
Spænskur fræðimaður með fyrirlestur á Íslandi um ESB og eftirleik arabíska vorsins:
Þörf á breyttri stefnu gagnvart arabalöndunum
SAFNAMÁL Fimm félagasamtök
á sviði náttúru- og umhverfis-
verndar og fagfélög kennara hafa
sent stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
og mennta- og menningarmálaráð-
herra áskorun vegna hugmynda
um nýtingu Perlunnar undir starf-
semi Náttúruminjasafns Íslands.
Í áskoruninni felst annars
vegar að ráðherra láti gera úttekt
á því hversu vel húsnæðið henti
starfsemi náttúruminjasafns og
hvaða leiðir séu færar til að eign-
arhald Perlunnar færist til ríkis-
ins. Hins vegar er skorað á stjórn
OR að gaumgæfa hugmyndirnar í
söluferlinu sem nú stendur yfir.
Félagasamtökin minna á að
Náttúru minjasafn Íslands er lögum
samkvæmt eitt þriggja höfuðsafna
þjóðarinnar en hefur verið á hrak-
hólum um áratuga skeið.
„Veglegt höfuðsafn í náttúru-
fræðum er stolt hverrar vel-
stæðrar þjóðar og dýrmætur fróð-
leiksbrunnur fyrir þegna og gesti
viðkomandi lands. Í ljósi þess að
Íslendingar byggja atvinnu sína og
líf á náttúru landsins í mjög ríkum
mæli, auk þess sem langflestir
erlendir ferðamenn sækja landið
heim vegna náttúrunnar, skiptir
öllu máli að bjóða upp á vandað höf-
uðsafn um náttúru landsins sem vel
er í sveit sett og sómi er að,“ segir
í niðurlagi áskorunarinnar. - shá
Hugmyndir um Perluna sem náttúruminjasafn fá stuðning félagasamtaka:
Vilja láta meta hvort Perlan hentar
PERLAN Í ÖSKJUHLÍÐ Óneitanlega
fallegt safnahús en hentar það sem
safnrými fyrir náttúrugripi? FRÉTTABLAÐ/GVA
„Mér finnst ekki rétt að tala
enn um „arabíska vorið“
í sambandi við atburðina
í arabaheiminum í dag,“
sagði Jordi Vaquer i Fanes.
„Það voru tíu vikur í
kjölfar byltingarinnar í Túnis
þar sem almenningur í mis-
munandi löndum barðist
að nokkurn veginn sama
marki þrátt fyrir margs konar
aðstæður í löndunum. Yfir-
standandi byltingar og átök
halda hins vegar í ólíkar áttir
þannig að það er best að
tala um afleiðingar arabíska
vorsins í því samhengi.“
Arabíska vorið er liðið
ÞÖRF Á NÝRRI NÁLGUN
Spænski fræðimaðurinn
Jordi Vaquer i Fanes
hélt fyrirlestur í Háskóla
Íslands þar sem hann
sagði ESB þurfa að
endurskoða stefnu sína
gagnvart arabaríkjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fylgir öllum konudagsblómvöndum meðan birgðir endast.
Opnum
kl. 10 .00 á laugardag
kl. 8.00 á sunnudaginn - KONUDAG
Pantaðu á netinu og
láttu senda henni blómvönd
FRAKKLAND, AP „Jú, ég er fram-
bjóðandi til forsetakosninga,“
sagði Nicolas Sarkozy Frakk-
landsforseti í sjónvarpsávarpi á
miðvikudags-
kvöld.
Mótfram-
bjóðandinn
Francois Hol-
lande, frá
Sósíal ista-
flokknum,
segir þetta
ekki beint
stórtíðindi:
„Við höfum
lengi vitað að þessi frétt væri á
leiðinni. Við höfum alltaf vitað
það.“
Hollande hefur í skoðanakönn-
unum mælst með miklu meira
fylgi en Sarkozy, sem er orðinn
afar óvinsæll í Frakklandi eftir
efnahagsþrengingar síðustu
missera. - gb
Sarkozy tilkynnir framboð:
Hollande segir
fátt nýtt í því
NICOLAS SARKOZY
FÆREYJAR Kaj Leo Johannesen,
lögmaður Færeyja, hefur skipað
Jacob Westergaard í embætti
fiskimálaráðherra. Johannesen
leysti Jákup Mikkelsen úr
embættinu því að hann þótti of
tengdur aðilum í sjávarútvegi. Til
dæmis er mágur hans umsvifa-
mikill útgerðarmaður.
Johannesen hafði sjálfur þurft
að afgreiða einstök sjávarútvegs-
mál undanfarið vegna vanhæfi
Mikkelsens. Mikkelsen var kjör-
inn þingflokksformaður Fólka-
flokksins í gær. - þj
Jacob Westergaard:
Skipaður fiski-
málaráðherra
1. Hvað hafa margir gefið kost á
sér sem biskup Íslands?
2. Í hverju fann Matvælastofnun
virk efni gegn ristruflunum?
3. Hvað verða bakaðar margar
bollur í Mosfellsbakaríi fyrir
bolludag?
SVÖR:
1. Átta manns. 2. Fæðubótarefnum. 3. Um
20 þúsund
VEISTU SVARIÐ?