Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 12

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 12
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR12 SAMGÖNGUR Íslenska nýsköpunar- fyrirtækið Northern Lights Energy (NLE) stefnir á að hefja rekstur skyndibílakerfis á höfuð- borgarsvæðinu strax í sumar. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um hugmyndir nokkurra fyrirtækja sem hafa áhuga á að koma slíku kerfi á, en Gísli Gísla- son, stjórnarformaður NLE, segir í samtali við Fréttablaðið að fyrir- tækið hafi unnið lengi að svipuðu verkefni og muni hefja skyndibíla- rekstur í sumar, bæði fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. „NLE hefur unnið að þessari hugmynd frá árinu 2009 og við komum þá fram með nafnið „Skyndibílar“ sem við eigum sem skrásett vörumerki. Við hefðum getað farið fyrr af stað en lögðum áherslu á að nota aðeins bíla sem ganga fyrir íslenskri orku. Nú eigum við von á rafbílum frá ind- verska fyrirtækinu Reva á næst- unni og er því ekkert að van- búnaði.“ Gísli bætir því við að NLE sé í samvinnu við danskan aðila sem sé að þróa sambærilega lausn í Kaup- mannahöfn. „Okkar notendum mun líka standa til boða þeirra þjónusta án þess að skrá sig sérstaklega til þess,“ segir Gísli. - þj Nýsköpunarfyrirtækið Northern Lights Energy á von á tugum rafbíla: Grænir skyndibílar klárir fyrir sumarið GÍSLI GÍSLASON Hann stefnir að því að taka græna skyndibíla í notkun fyrir sumarið. Skyndibílafyrirkomulag felur í sér að notendur skrá sig á vef fyrir- tækisins. Þaðan geta þeir pantað sér bíl með litlum fyrirvara og til skamms tíma. Þeir sækja síðan bílinn á ákveðinn stað, opna með korti eða farsíma, og skila þangað aftur eftir notkun. Skyndibílakerfið: ÞÝSKALAND, AP Undanfarna tvo mánuði hefur Christian Wulff Þýskalandsforseti setið undir sívaxandi þrýstingi vegna frétta af því að hann hafi þegið ýmsa greiða af vinum sínum meðan hann var forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi, einu hinna sextán landa sambandsríkisins Þýska- lands. Hann sagði loks af sér í gær þegar saksóknari í Hannover, höfuðstað Neðra-Saxlands, óskaði eftir því að þjóðþingið í Berlín svipti forsetann friðhelgi svo hægt verði að hefja rannsókn á málinu. Wulff sagðist í ávarpi sínu í gærmorgun segja af sér vegna þess að Þýskaland þurfi á forseta að halda sem nýtur trausts yfir- gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. „Þróunin síðustu daga og mánuði hefur sýnt að þetta trúnaðar traust, og þar með möguleikar mínir til að sinna starfi mínu, hefur beðið varanlegan hnekki.“ Hann sagðist samt sannfærð- ur um að rannsókn á málum hans leiði ekkert saknæmt í ljós: „Ég hef alltaf farið að lögum í embættis störfum mínum. Ég hef gert mistök, en ég hef alltaf verið heiðarlegur.“ Nokkru fyrir jól bárust fyrst fréttir af því að Wulff hefði þegið óvenju hagstætt lán af vini sínum, sem hann notaði til að kaupa sér hús. Stuttu síðar fréttist að Wulff hefði reynt að hindra eða tefja birtingu frétta af þessari lán- veitingu, og hefði meðal annars haft í hótunum við ritstjóra dag- blaðsins Bild. Síðar kom upp grunur um að þýskur kvikmyndaframleiðandi, David Grönewold, hafi greitt fyrir dvöl Wulffs á lúxushóteli árið 2007. Þá hafi Wulff þegið fleiri greiða af Grönewold og hugsanlega veitt honum einhverja greiða í staðinn. Forseti Þýskalands er kosinn af þjóðþingi landsins, þannig að nú hefst leit að forsetaefni sem meiri- hluti þingmanna getur stutt. Wulff var forsetaefni hægri- manna þegar hann var kosinn fyrir tveimur árum. Margvíslegt ósætti innan stjórnarflokkanna gerir það að verkum að Angela Merkel kanslari segist nú vilja forsetaefni sem nýtur stuðnings allra flokka á þingi – að undan- skildum Vinstriflokknum sem er arftaki gamla Kommúnistaflokks- ins í Austur-Þýskalandi. gudsteinn@frettabladid.is Segist ekki njóta trausts Christian Wulff, forseti Þýskalands, sagði af sér eftir að saksóknari fór fram á að hann yrði sviptur friðhelgi svo hægt verði að rannsaka grun um spillingar mál. Angela Merkel leitar nú að arftaka. CHRISTIAN WULFF SEGIR AF SÉR Christian Wulf ásamt eiginkonu sinni Bettinu í forsetahöllinni í Berlín, þar sem hann les upp yfirlýsingu um afsögn sína. NORDICPHOTOS/AFP Í Kringlunni færðu blóm, dekurvörur, konfekt og miklu miklu meira sem gleður góðar konur. Mán - mið 10-18:30, fim 10-21, fös 10-19, lau 10-18, sun 13-18 | Sími 517 9000 Konudagurinn er á morgun! Námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á þróunarsamvinnu, neyðaraðstoð, mannúðarstörfum og friðaruppbyggingu. Veitt er innsýn í störf á vettvangi, stefnur og starfsemi ólíkra stofnana og þátttöku Íslands á þessu sviði. Kennsla fer fram 9. og. 10. mars og 23., 24. og 25. mars. Skráningarfrestur til 29. febrúar. Sjá nánari upplýsingar á endurmenntun.is eða í síma 525 4444 ÁLITAMÁL Í ÞRÓUNARSAMVINNU OG HJÁLPARSTARFI Á VETTVANGI Í samstarfi við Utanríkisráðuneytið, Rauða krossinn og Þróunarsamvinnustofnun Íslands TRÉ Í KLAKAPILSI Þessa sérstæðu klakamyndun gat að líta á tré í bænum Schwedt í norðaustanverðu Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.