Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 26

Fréttablaðið - 18.02.2012, Page 26
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR26 U m fá rit hefur staðið jafn mikill styr og Biblíuna. Hún er safn trúarrita og eru sum þeirra meira en 2000 ára gömul. Frá upphafi hefur verið deilt um hvað eigi að vera í Biblíunni og stendur sú deila enn. Sem dæmi má nefna að svokallaðar Apokrýfar-bækur Gamla testamentisins voru ekki í íslensku Biblíunni frá 1866 til 1981, en eru þar nú. Það er því ekki eins og Biblían hafi sprottið alsköpuð fram, hún er ritstýrt greinasafn. Ummæli Snorra Óskars sonar, grunnskólakennara á Akureyri, þess efnis að samkynhneigð væri synd og synd ylli dauða hafa vakið athygli. Snorri var settur í hálfs árs leyfi, en sú ákvörðun er frá- leitt óumdeild. Árni Johnsen, þing maður Sjálfstæðisflokksins, tók málið upp á þingi á þriðju- dag. Þar sagði hann ráðstöfunina varða mannréttindi, virðingu fyrir skoðana frelsi og trúfrelsi á Íslandi. Þarna heggur Árni í sama kné- runn og Snorri sjálfur. Skoðanir hans er að finna í Biblíunni og hvernig er hægt að banna trúuðum manni að vitna í trúarrit sitt? Ekki siðferðileg viðmið Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent við guðfræði- og trúarbragða- fræðideild Háskóla Íslands, segir ekki hægt að taka orð úr Biblíunni og flytja inn i okkar samfélag að óathuguðu máli. Biblían sé mörg þúsund ára gömul og það sem í henni standi sé í ákveðnu félags- legu og menningarlegu samhengi og það verði að hafa í huga. Því sé ekki hægt að nota þau sem sið- ferði leg viðmið í dag, án gagn- rýnnar skoðunar. „Kristin siðfræði og kristnir sið- fræðingar hafa tekið afstöðu gegn mörgu sem talað er um í Biblíunni, s.s. þrælahaldi og dauðarefsingu. Siðfræðingar gera greinarmun á staðhæfingum um boð og bönn, sem finna má, og þeim rökum sem færa má fyrir staðhæfingunum. Það er ekki ásættanlegt fyrir kristna siðfræði að flytja stað- hæfingar úr þúsund ára gömlum ritum inn í samtímann og krefj- ast þess að samfélagið geri það að viðmiðum gagnrýnislaust. Sið- fræðingar sleppa aldrei undan kröfu um að sýna fram á með rökum að boð og bönn Biblíunnar séu góð og gild í samtímanum. Kristin siðfræði er gagnrýnin: hún tekur hvorki bókstafstrú né hefða- trú gilda án nánari skoðunar.“ Hvað er samkynhneigð? Sólveig spyr líka hvað Snorri eigi við þegar hann talar um sam kyn- hneigð. Orðið homosexuality kom Í Biblíunni er bæði ást og hatur Biblían geymir ýmiss konar boðskap. Þar er að finna kærleik og ást, en einnig refsigleði og hatur. Því hefur verið velt upp hvort sumt þar eigi að skilgreina sem hatursáróður. Kolbeinn Óttarsson Proppé rýnir í trúartextann og samfélagslega skírskotun hans. VERÐUM AÐ TÚLKA Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur segir að ekki sé hægt að afsala sér samvisku og túlkunarfrelsi og vísa blint í Biblíuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eigi maður þrjóskan son og ódælan sem hvorki vill hlýða föður sínum né móður og hlýðnast þeim ekki heldur þótt þau hirti hann, skulu faðir hans og móðir taka hann og færa hann fyrir öldunga borgarinnar á þing- staðinn í borgarhliðinu. Þá skulu þau segja við öldunga borgarinnar: „Þessi sonur okkar er þrjóskur og ódæll og hlýðir ekki áminningum okkar. Hann er bæði ónytj- ungur og svallari.“ Þá skulu allir karlmenn í borginni grýta hann til bana. Þú skalt upp- ræta hið illa úr þjóð þinni. Fimmta Mósebók Hver sá, sem bölvar föður sínum eða móður sinni, skal líflátinn verða. Föður sínum eða móður sinni hefir hann bölvað, blóðsök hvílir á honum. Þriðja Mósebók Leggist maður með konu, sem hefir tíðir, og berar blygðan hennar hefir beran gjört brunn hennar og hún hefir sjálf berað brunn blóðs síns, þá skulu þau bæði upprætt verða úr þjóð sinni. Þriðja Mósebók Sex daga skal vinna en sjö- undi dagurinn skal vera ykkur heilagur hvíldardagur, algjör hvíld vegna Drottins. Hver sem vinnur verk þann dag skal tekinn af lífi. Þið megið ekki kveikja eld í híbýlum ykkar á hvíldardegi. Önnur Mósebók Eins og siður er í öllum söfn- uðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsam- komum því að þeim er ekki leyft að tala heldur skulu þær hlýða eins og líka lögmálið býður. Fyrra Kórintubréf Ef óspjölluð mey er föstnuð manni og einhver annar hittir hana í borginni og leggst með henni skuluð þið færa þau bæði að borgarhlið- inu og grýta þau í hel, stúlkuna af því að hún hrópaði ekki á hjálp í borginni og manninn af því að hann spjallaði konu náunga síns. Fimmta Mósebók ÞAÐ SEM BIBLÍAN BANNAR OG LEYFIR ER HATURSRÆÐA Í BIBLÍUNNI? Kanadaþing samþykkti árið 2004 frum-varp sem auðkennt er sem C-250. Sam- kvæmt lögunum er bannað að vera með undirróður gegn hópum sem byggist á húðlit, kynþætti, trú og uppruna. Miklar umræður urðu um frumvarpið þegar það kom fram árið 2001 og þrjú ár tók að sam- þykkja það sem lög. Þeir sem gagn- rýndu frumvarpið hvað mest voru trúar- leiðtogar, ekki síst kristnir. Þeir töldu að með frumvarpinu væri verið að meina þeim að nota vissa hluta Biblíunnar, þar sem þar er að finna einmitt það sem frum- varpið lagði blátt bann við; undirróður gegn hópum byggðum á einhverju af ofan- töldu. Ekki síst var gagnrýnt að frum- varpið setti hömlur á tilvísun í Biblíuna í gagnrýni á samkynhneigð. Trúar leið- togarnir vildu óskorað frelsi til að kalla það synd sem þeir töldu vera synd sam- kvæmt Biblíunni, sem leiðir hugann að orðræðunni varðandi Snorra Óskarsson. Kanadaþing brást þannig við að setja sérstaka undanþágu inn í frumvarpið sem leyfir hatursáróður ef hann er settur fram í góðri trú og byggður á trúarritum. Það var kristnum trúarleiðtogum þó ekki nóg því þeir óttast að dómstólar muni af- nema trúarundanþáguna þar sem ekki er nægjanlega skilgreint hvað er gert „í góðri trú“. En er hatursræða í Biblíunni? „Í dag mundu sjálfsagt margir segja að þar mætti finna tilhneigingu í þá átt. Við verðum þó alltaf að reyna að skilja hlutina í sínu menningarlega og félagslega samhengi. Ekki bara að for- dæma það sem var áður, heldur reyna að skilja það. Áður var þetta viðtekið, þótti venjulegt og ekkert athugavert,“ segir Sólveig Anna. Hún ítrekar að stærstur hluti kristinna siðfræðinga taki boðskap Jesú Krists sem kærleiks- og miskunnarboðskapi. Það úti- loki fordæmandi afstöðu gagnvart fólki sem elskar fólk af sama kyni.“ Þrælahald “Berji maður þræl sinn eða ambátt með staf svo að af hlýst bani skal þess hefnt. En lifi hann einn dag eða tvo skal þess ekki hefnt því að hann er eign mannsins.” Önnur Mósebók. Kristnir siðfræðingar hafa alltaf túlkað Biblíuna. Þeir hafa lagt til hliðar fjölda boða og banna sem standa í Gamla testamentinu, við hlið þessa banns varðandi mök karlmanna til dæmis. fyrst fram árið 1868 og því segir Sól veig þá spurningu sem Biblían fjallar um ekki vera þá sömu og við hug leiðum í dag, þar sem gengið er út frá því að tvær mann- eskjur af sama kyni sem elskast séu frjálsar og gefi sam þykki sitt. Því sé enginn skaði skeður og engar slæmar af leiðingar fyrir við komandi. „Ef kynlífsathöfn tveggja eða fleiri er samþykkt og sjálfræði er til staðar og hún veldur þeim ekki skaða, þá á enginn utan aðkomandi að skipta sér af því. Biblían þekkir ekkert slíkt og þar er hvergi minnst á það.“ Hreinleikalögin Orðin sem oftast er vitnað til varð- andi kyn líf einstaklinga af sama kyni er að finna í Þriðju Móse bók. „Og leggist maður með karlmanni sem kona væri, þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líf- látnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þetta er að finna í hreinleika- bálki Gamla testa mentisins, í svokölluðum hreinleikalögum. Þar eru fleiri brot sem varða líflát; að drýgja hór með konu annars manns, leggjast með konu föður síns, tengdadóttur sinni, að sænga hjá mæðrum og eiga samræði við skepnur. Þá er þar einnig að finna eftirfarandi klausu sem gæti reynst mörgum unglingnum skeinuhætt í dag: „Hver sá, sem bölvar föður sínum eða móður sinni, skal líf- látinn verða. Föður sínum eða móður sinni hefir hann bölvað, blóðsök hvílir á honum.“ Siðfræði eða siðfræði Sólveig Anna segir að þessi orð verði að skoðast í ljósi þess sam- félags sem þau töluðu til. „Það er margvíslegt efni í Biblíunni og hún er ekki ein efnisleg heild. Þetta endurspeglar menningu, samfélög og viðhorf sem eru löngu gengin sér til húðar. Það er ekki allt til eftirbreytni sem stendur á síðum Biblíunnar. Þar er til að mynda að finna dauða- refsingu sem víðast hefur verið aflögð. Sólveig segir mjög varhugavert að lifa eingöngu með Biblíuna að leiðarljósi og láta eins og maður þekki ekkert til samfélagsins sem maður býr í. Þekkingu og næmi þurfi til að túlka og flytja það inn í samtímann sem í henni stendur. Þá sé ekki samasemmerki á milli þess sem stendur í Biblíunni í heild og þess sem við köllum kristna sið- fræði. „Kristnir siðfræðingar hafa alltaf túlkað Biblíuna. Þeir hafa lagt til hliðar fjölda boða og banna sem standa í Gamla testamentinu, við hlið þessa banns varðandi mök karlmanna til dæmis. Þeir hafa komist að því að kristnir menn megi borða svínakjöt, á meðan hvorki Gyðingar né múslímar gera svo, og þeir hafa lagt margt annað til hliðar.“ Bókstafstrú slæm Mannkynið hefur alla tíð vísað til einhvers valds, hvort sem er verald legt eða geistlegt. Trúarrit eru gjarnan notuð í þeim tilgangi og á það við um gyðinga, múslima sem og kristna. Þó styðjast ekki öll trúarbrögð við trúarrit, en þau sem það gera eru nefnd bókatrúarbrögð. Sólveig bendir á að í gegnum söguna hafi verið vísað í Biblíuna til að réttlæta ýmislegt sem hefur verið aflagt. „Allt fram að því að þrælahald var aflagt í Bandaríkjunum á ofanverðri 19. öldinni var túlkun stærstu kirkjudeildanna að stuðningur væri við þrælahald í Biblíunni. Það voru litlu kirkjudeildirnar, mennónítar, kvekarar og baptistar, sem lögðu annan skilning í Biblíuna og sögðu þrælahald ósiðlegt.“ Ýmsir hafa einmitt vitnað til Biblíunnar, meðal annars varðandi samkynhneigða, og sagt sem svo; það er mikilvægt að sýna öllum kærleik en því miður stendur þetta í Biblíunni. Sólveig hefur svar við því. „Getur nokkur manneskja nokkurn tímann afsalað sér samvisku og túlkunarfrelsi og sagt bara: ég verð að beygja mig undir þetta. Mér finnst nauðsynlegt að líta þannig á að maður sé frjáls á þann hátt að maður sé túlkandi vera sem leggur mat á hlutina.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.