Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 46

Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 46
Steinunn er í starfsþjálfun í tengslum við nám sitt í Austurbæjaskóla og segir það æðislegt. „Krakkarnir taka mér vel því ég er alltaf svo glöð, kát og til í eitthvað skemmtilegt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Steinunn Ása leggur stund á við- burðastjórnun og tómstundafræði við Kennaraháskólann. „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað virkilega krefjandi því ég vil eiga bjarta framtíð og líða vel. Einn daginn langar mig að geta búið í eigin íbúð með mitt eigið dót í Vesturbænum og veit að ég get það vel; bara ef ég fæ tækifæri til þess,“ segir hún brosmild. Steinunn Ása smitaði landsmenn með glaðværð og fögru fasi í þátt- unum Með okkar augum í Ríkis- sjónvarpinu í fyrra, en um þá sáu hæfileikaríkir þáttarstjórnendur með þroskahömlun. „Ég hef alltaf verið lífsglöð og áhugasöm um lífið og tilveruna. Ég er mikil félagsvera en finnst líka gott að vera ein, slaka á og hlusta á tónlist, því tónlist hjálpar mér að glíma við söknuðinn eftir mömmu,“ útskýrir Steinunn Ása sem missti móður sína í október. „Það var mikið áfall og mér leið alls ekki vel fyrst á eftir, en hafði kjark til að mæta strax í skólann þar sem kennararnir hjálpuðu mér mikið. Þegar ég er ein sé ég stund- um mömmu eins og ljóslifandi og við tölum saman, sem mér finnst gott. Ætli hún sé ekki með því að láta mig vita að ég lifi í henni og að hún lifi innra með mér,“ hugs- ar Steinunn Ása upphátt og lætur hugann reika til móður sinnar og bestu vinkonu. „Líf mitt hefur breyst svo mikið eftir að mamma dó, en í síðustu viku fór ég að geta brosað aftur við tilverunni.“ Í dag verður gleðin við völd því Steinunn Ása verður með kynningu á háskóladeginum og afhendir íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin í beinni sjónvarpsútsendingu á Eddunni í kvöld. „Ég hlakka mikið til og fæ að klæðast fallegum kjól og skart- gripum, verð naglalökkuð og fer í hárgreiðslu og andlitsförðun, svo þetta verður sannkallað prinsessu- kvöld,“ segir hún hláturmild, en helgartilvera Steinunnar Ásu er annars undirlögð af notalegheit- um. „Ég drekk voða mikið kaffi og fer oft á kaffihús með vinum eða sjálfri mér. Kaffi er uppáhalds- drykkurinn minn en móðuramma mín bauð mér upp á fyrsta kaffi- bollann þegar ég var þriggja ára og þá fannst mér gott að blanda saman kaffi, mjólk og sykri og dýfa kexi ofan í. Ég heimsæki ömmu og afa gjarnan um helgar en fer líka mikið á tónleika. Ég hef þörf fyrir að hlusta á klassíska tónlist og sálmasöng og fer því mikið í Hall- grímskirkju þar sem ég nota tæki- færið og læri söngtextana um leið og ég hlusta á kórinn,“ segir Stein- unn Ása sem hefur sjálf stund- að söng- og píanónám og á einkar gott með að læra tungumál, en hún talar ítölsku reiprennandi eftir að hafa búið með foreldrum sínum í Feneyjum um tveggja ára skeið. En á hún von á blómum á konu- daginn? „Nei, ég á engan kærasta og vil bara eiga góða vini. Ég geri því eitthvað fyrir mömmu í staðinn og fer með blóm á leiðið hennar, því þangað er gott að koma.“ thordis@frettabladid.is Með kaupum á tilteknum réttum, eru viðskiptavinir að tryggja að hluti af verði þeirra renni til vernd- ar barna í gegnum mannréttinda- samtök barna, Barnaheil-Save the Children á Íslandi. Alls hafa þrett- án veitingastaðir ákveðið að taka þátt í verkefninu sem hófst 15. febrúar og stendur til 15. mars. Veitingastaðirnir sem taka þátt í þessum mánuði barnanna eru Caruso, Dominos, Grill66, Ham- borgarafabrikkan, Íslenska kaffi- stofan, KFC, Nauthóll, Pizza Hut, Saffran, Serrano, Skrúður, Subway og Taco Bell. Nánari upplýsingar eru að finna á www.barnaheill.is. Ágóði rennur til barna HLUTI AF ÁGÓÐA FJÖLDA VEIT- INGASTAÐA RENNUR TIL VERKEFNA BARNAHEILLA - SAVE THE CHILD- REN Á ÍSLANDI, Á TÍMABILINU 15. FEBRÚAR TIL 15. MARS. „Ég er mikil félagsvera en finnst líka gott að vera ein, slaka á og hlusta á tónlist, því tónlist hjálpar mér að glíma við söknuðinn eftir mömmu.“ Framhald af forsíðu Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is 25% afsláttur af barnavörum Skoppa og Skrítla skemmta börnunum í dag kl 13.30 börnin fá rúmföt fyrir bangsann meðan birgðir endast * föstuda g & laugard ag Barnadagar Fjölskyldumiðja í gerð öskupoka og bolluvanda verður haldin á morgun í Gerðubergi og Borgar- bókasafni Grófarhúsi. Að flengja foreldrana og aðra fullorðna að morgni bolludags og segja „bolla, bolla“ og fá jafn- margar bollur að launum síðar um daginn ásamt því að hengja öskupoka á bak ein- hvers, án þess að við- komandi verði þess var, eru gamlir og skemmtileg- ir siðir. Bolluvendi er auðvelt að útbúa en þeir eru gjarnan gerðir úr löngum prik- um og litríkum pappírsræmum. Öskupokar eru litlir skrautlegir pokar sem dregnir eru saman með þræði sem í er hengdur boginn títu- prjónn. Markmiðið er að næla öskupokanum á bakið á ein- hverjum án þess að fórnarlamb- ið taki eftir því. Í smiðjunni eru gerðir ösku- pokar og bolluvendir eftir kúnst- arinnar reglum. Verkefnið er við allra hæfi, auðvelt og skemmtilegt undir leiðsögn sérfróðra. Smiðjan er haldin í sam- starfi við Heimilisiðnaðarfé- lag Íslands og er opin á morg- un, sunnudag, í Gerðubergi frá klukkan 14 til 16 og í Borgar- bókasafni Grófarhúsi klukkan 15 til 16.30. Krakkar á öllum aldri mega taka þátt. Allt efni verður á staðnum, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Málþing um fjölmiðla á landsbyggðinni , hlutverk þeirra og stöðu verður haldið í Hátíðasal Héraðsskól- ans í Reykholti í dag frá klukkan 14 til 17. Málþingið er samstarfsverkefni Snorrastofu og Skessuhorns. Búðu til bolluvendi og öskupoka Öskupokar eru hengdir á bak einhvers, án þess að viðkomandi verði þess var. Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.