Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 18.02.2012, Blaðsíða 74
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR42 ● Vörur H&M voru seldar á Íslandi í póstvöruversluninni H&M Rowells um nokkurra ára skeið. Þegar ákveðið var að leggja niður Rowells-nafnið hætti starfsemi verslunarinnar hér árið 2005. H&M-fyrirtækið var ekki reiðubúið að opna hér eigin verslun. ● Fréttir bárust af því fyrir rúmu ári að fulltrúar sænska tískurisans hefðu komið til Íslands til að kanna aðstæður vegna mögulegrar opnunar verslana hér. Enn virðist engin ákvörðun hafa verið tekin. ● Samkvæmt könnun Capacent fyrir Samtök verslunar og þjónustu kaupa Íslendingar þriðjung fatnaðar síns í útlöndum. Þegar spurt var í nóvember og desember síðast- liðnum sögðust tæp 42 prósent hafa keytp barnaföt síðast í útlöndum, þar af 62 prósent í H&M. ● Hjarta margra Íslendinga tók kipp í janúar síðastliðnum þegar borði um opnun H&M var hengdur utan á versl- unarhúsnæði á Laugaveginum. Um var að ræða verkefni nemenda Listaháskóla Íslands sem áttu að vekja athygli á því hvað gæti gert fólk hamingjusamt. H&M Á ÍSLANDI Þ egar Erling Persson stofnaði kvenfata- verslunina Hennes, sem þýðir hennar, í fyrrum húsakynn- um fiskverslunar í Väster ås í Svíþjóð árið 1947 hefur hann varla grunað að 65 árum síðar myndi heimsfræg leikkona ganga eftir rauða dreglinum í kjól frá fyrirtæki hans, eins og Michelle Williams gerði á Bafta-hátíðinni á dögunum. Sennilega hefur hann held- ur ekki grunað að H&M- verslanirnar yrðu orðnar um 2.500 í 43 löndum árið 2012 og að hjarta Íslendinga tæki kipp þegar hengdur var upp borði með tilkynningu um opnun slíkrar verslunar á Laugaveginum á dögunum. Erling Persson, sem var sonur kjötkaupmanns, hafði fengið hugmyndina að stofnun verslanakeðju með kvenfatnað á lágu verði þegar hann var á ferð í New York og sá vöru- hús með ódýrum fatnaði. Með aðstoð föður síns, sem seldi kjötbúðina sína, stofnaði Persson fyrstu Hennes-verslunina sama ár. Það var ekki fyrr en fimm árum seinna, eða 1952, sem Hennes-verslun var opnuð í Stokkhólmi. Árið 1968 keypti Erling Persson verslunina Mau- ritz Widforss sem seldi veiði- græjur og herrafatnað. Nafni Hennes-verslunarinnar var breytt í Hennes & Mauritz, H&M, og nú bættist herra- og barnafatnaður við vöruúrvalið. Um þetta leyti voru verslanirnar í Svíþjóð orðn- ar um fimmtíu talsins. Sama ár og fyrsta verslunin var stofnuð í Västerås fæddist Erling Persson sonurinn Stefan. Hann er sagður hafa kynnt sér ýmsar námsgreinar við Stokkhólmshá- skóla og Háskólann í Lundi án þess að taka próf. Í staðinn sneri hann sér að námi innan fjöl- skyldufyrirtækisins og var sífellt látinn axla meiri ábyrgð. Með ríkustu mönnum heims Stefan Persson flutti til Lund- úna um svipað leyti og H&M var skráð í kauphöllina í Stokkhólmi árið 1974. Í Lundúnum stofnaði hann fyrstu H&M-verslunina utan Skandinavíu. Örfáum árum síðar fékk hann sæti í stjórn fyrirtæk- isins og árið 1982 var hann gerð- ur að nýjum framkvæmdastjóra þess. Þeirri stöðu gegndi hann til ársins 1998. Þótt fyrirtækið væri vel rekið var það fyrstu árin eftir skrán- inguna í kauphöllinni of lítið til þess að vekja athygli stóru fjár- festanna. Það var fyrst við lok síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar sem hjólin fóru að snúast. Þeir sem þá áttu mörg hlutabréf, fyrst og fremst fjölskyldan sjálf, stóðu þá vel að vígi. Nú á fjölskyldan nærri 40 prósent í fyrirtækinu og ræður yfir um 70 prósentum atkvæða í stjórninni. Stefan Pers- son var í fyrra í 13. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims og voru eignir hans sagðar nema 24,5 milljörðum dollara eða rétt rúmum þremur þúsundum millj- arða í íslenskum krónum. Keypti heilt þorp í Englandi Sænski blaðamaðurinn Bengt Ericson segir í bók sinni um nýju hástéttina í Svíþjóð, Den nya överklassen, að Stefan Persson hafi tileinkað sér hefð sem lengi hafi ríkt í Bretlandi, nefnilega að sýna ríkidæmi sitt með fjár- festingum í glæsilegum bústöð- um. Í lok tíunda áratugar síð- ustu aldar keypti hann gamalt klaustur í Wiltshire, vestur af London. Landareignin er yfir fimm þúsund hektarar þar sem ræktaðir eru nautgripir af Aber- deen Angus kyni. Þar er jafn- framt ræktað korn, meðal annars korn til bruggunar í eigin brugg- húsi Stefans Persson, Ramsbury Estate Brewery. Bjórinn er sagð- ur renna út á kránum á svæðinu. Vorið 2009 bauð Persson í heilt þorp og hafði betur. Um er að ræða þorpið Linkenholt í Hamp- shire suðaustur af London. Þar með var Persson orðinn eigandi herragarðs, tuttugu annarra húsa, krikketvallar, veiðilendna og akurlendis. Kaupverðið var um sex milljarðar íslenskra króna. Ericsson segir The Sunday Times hafa giskað á að líklega hafi veiði- réttindi á svæðinu lokkað mest. Konungshjónin í heimsókn Þótt Persson hafi ekki sóst eftir sviðsljósinu hefur hann ekki verið feiminn við að bjóða til sín tign- um gestum sem auðvitað hafa vakið athygli. Breskir fjölmiðlar greindu til dæmis frá heimsókn Karls Gústafs Svíakonungs og Silvíu drottningar og að þau hefðu farið á nálæga krá. Stefan Pers- son er reglulega á listanum yfir þá sem boðið er í veiðiferðir kon- ungs í Svíþjóð því að þátttakend- ur í þeim eru ekki bara greifar og barónar heldur einnig auðjöfrar sem ekki eru af aðalsættum. Stefan Persson tók ekki bara við H&M-veldinu af föður sínum heldur erfði hann sumarparadís á eyjunni Värmdö í skerjagarðin- um við Stokkhólm. Þar hefur hann fært út kvíarnar, alveg eins og í fyrirtækjarekstrinum. Sænskir fjölmiðlar hafa greint frá því að á Värmdö eigi fjölskyld- an og ýmis félög í hennar eigu um 550 hektara af strandlengju, ökrum, skógi og vötnum auk lítils herragarðs, nokkurra glæsilegra einbýlishúsa og minni húsa. Fjöldi stórra fasteigna í mið- borg Stokkhólms er í eigu fast- eignafélags Stefans Persson, Ramsbury Property, auk fast- eigna á Oxford Street í Lundún- um og Champs-Élysées í París. H&M-fyrirtækið hefur sjaldan fjárfest í húsnæðinu sem versl- anirnar sjálfar eru í. Húsnæðið hefur verið tekið á leigu og þar með hefur verið möguleiki til þess að hverfa fljótt af svæði sem af ýmsum ástæðum hefur ekki virkað. Alltaf á vaktinni Leyndarmálið á bak við velgengni H&M er sagt vera einfalt. Fyrir- tækið fylgist með tískustraumun- um öllum stundum, verði, gæðum og framleiðendum. H&M kaupir vörur af um 700 sjálfstæðum fram- leiðendum í Evrópu og Asíu. Eins og önnur alþjóðleg fyrirtæki sem láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu hefur H&M sætt gagnrýni vegna aðstæðna hjá þeim sem þar starfa. Fyrir nokkrum dögum sögðu sam- tökin Asian Floor Wage Alliance vinnuaðstæður í Kambódíu brjóta gegn mannréttindum og að launin væru alltof of lág. Talsmenn H&M segjast fagna öllum ábendingum um réttindi starfsmanna en ítreka að þeir krefjist þess að starfsmönn- um séu greidd að minnsta kosti lög- bundin lágmarkslaun. H&M, sem taki þátt í verkefninu Fair Wage Network, geti hins vegar ekki ráðið því hvaða laun séu greidd. Starfsmenn H&M eru um 94 þúsund og velta verslanakeðjunn- ar í fyrra var rúmir tvö þúsund milljarðar íslenskra króna. Mark- miðið hefur verið að fjölga H&M- verslununum um 10 til 15 prósent á ári víða um heiminn og auka samtímis söluna í öllum verslun- um. Verkefnin eru ærin og á dög- unum útilokaði nýi framkvæmda- stjórinn, Karl-Johan Persson sem er sonur Stefans, ekki að opnaðar yrðu nýjar verslanakeðjur í stíl við verslanakeðjuna Cos sem er lúxus- útgáfa af H&M en hún var opnuð í fyrra. Karl-Johan Persson, sem sagður er kunna vel við sig á herragarðin- um í þorpinu sem faðir hans keypti í Englandi, lýsti því yfir í viðtali við Expressen fyrr í þessum mánuði að hugmyndirnar flæddu innan H&M. H&M-veldið er í stöðugri sókn H&M-verslanirnar eru um 2.500 talsins í 43 löndum. Markmiðið er að fjölga þeim enn frekar eða um 10 til 15 prósent á ári. Ingibjörg B. Sveinsdóttir komst að því að sonur stofnandans er ofarlega á lista Forbes yfir ríkustu menn í heiminum. AUÐUGUR EIGANDI Stefan Persson, sonur stofnanda H&M, er í 13. sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn heims. Hér er hann við opnun H&M í París. NORDICPHOTOS/GETTY Hugmyndin um að fá tískukónga í hönnunar- samvinnu við H&M vakti mikla athygli á sínum tíma. Slík samvinna hófst við Karl Lagerfeld árið 2004 og á eftir fylgdu Stella McCartney, Viktor & Rolf, Madonna, Roberto Cavalli, Comme des Garcons, Matthew Williamson, Jimmy Choo, Sonia Rykiel, Lanvin og Versace. Vinsældir H&M jukust enn. Viðskiptavinirnir biðu í röðum fyrir utan þær sérvöldu verslanir sem buðu vörurnar til sölu og þær seldust fljótt upp. Fræg tískublöð hafa fjallað um þessa samvinnu og birt myndir af tískuflíkunum. Stórstjörnur hafa klæðst fatnaði frá H&M verslanakeðjunni og á dögunum gekk kvikmyndaleikkonan Michelle Williams eftir rauða dreglinum á Bafta-kvik- myndahátíðinni í kjól frá H&M úr lúxuslínunni Conscious Collection sem er væntanleg á markað í vor. Fatnaðurinn í þessari línu er úr endur- unnum efnum. SAMVINNA VIÐ TÍSKUKÓNGA OPIÐ HÚS á Gigtarmiðstöðinni Ármúla 5 Í dag 18. febrúar milli kl. 13 og 16. Gigtarfélag Íslands býður fólki að koma á OPIÐ HÚS á Gigtarmiðstöðinni að Ármúla 5, í dag 18. febrúar milli kl. 13 og 15. Dagskrá: 1. Ávörp og fyrirlestrar 13:00 Einar S Ingólfsson formaður GÍ opnar húsið. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarpar gesti. 13:15 Fyrirlestur um Gjörhygli „mindfulness“; Bridget Ýr McEvoy verkefnastjóri hjúkrunar við heilsustofnunina í Hveragerði flytur. 13:45 Kynning á Tai Chi - vinnusmiðja; Anna Kristín Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari flytur. 2. Kynning á starfi Gigtarmiðstöðvarinnar, vörukynningar fyrirtækja og kaffi á könnunni. 14:20 Kynnt verður sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, áhugahópar félagsins, hópþjálfun fótaaðgerðir, Gigtarlínan, fræðsla og ráðgjöf. Vörukynningar: Eirberg, Iljaskinn, Lífsorka, Lýsi, Portfarma, Stoð, Varmahlífar Volcano Iceland, Öryggismiðstöðin og Össur. Allir eru velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.