Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 94

Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 94
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR62 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 18. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 15.00 Stórsveit Reykjavíkur fagnar 20 ára afmæli sínu með tónleikum í Kaldalónssal í Hörpu. Séstakir gestir verða Kristjana Stefáns- dóttir og Ragnar Bjarnason. Miða- verð er kr. 2.500, en kr. 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara. ➜ Sýningar 13.30 Í tilefni opnunar sýningarinnar Óróleikinn nær til Íslands mun Guðni Tómasson listsagnfræðingur halda fyrir- lestur í ráðstefnusal Arion banka, Borgar- túni 19. Guðni mun fjalla um umbrot í þjóðlífi og myndlist um miðja 20.öld. Sýnd verða verk úr safneign Arion banka. Allir velkomnir. 15.00 Sýningin Ásjóna verður opnuð í Listasafni Árnesinga. Ný og eldri verk úr safneigninni verða til sýnis og áhersla verður lögð á teikningu og portrait. Aðgangur er ókeypis. ➜ Uppákomur 12.00 Háskóladagurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík (HR og Listahá- skóli Íslands), Norræna húsinu (Háskól- inn á Bifröst), Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólabíói (Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, HÍ, Listaháskóli Íslands, Keilir og norrænir háskólar). Á Háskóladaginn kynna nemendur, kennarar og námsráð- gjafar allra háskóla landsins, auk 13 nor- rænna háskóla, námsframboð skólanna. 14.00 Birna Þórðardóttir býður upp á klukkutíma afmælisgöngu um ljúfa staði miðborgarinnar, í tilefni tíu ára afmælis Menningarfylgdar Birnu ehf. Upphaf göngunnar verður á Skólavörðuholtinu. Gangn verður á sérstökum afmælisaf- slætti og kostar kr. 1.500, frítt fyrir börn. ➜ Umræður 11.30 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson formaður Landsamtaka sauðfjár- bænda verður gestur á laugardags- spjalli Framsóknar í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33, Reykjavík. Sigurgeir mun ræða um stöðu greinarinnar í dag og framtíðarhorfur. Að loknu erindi og umræðum verður boðið upp á kjötsúpu. Allir velkomnir. ➜ Tónlist 21.00 brasilísk tónlistarveisla og partý verður haldið á Faktory í tilefni af kjötkveðjuhátíðinni í Brasilíu. Allir velkomnir. 22.00 Andrea Gylfadóttir túlkar helstu perlur kvikmyndatónlistar við undirleik Bíóbandsins á Græna Hattinum, Akur- eyri. Þar á eftir koma Bítladrengirnir Blíðu fram og flytja hin klassísku lög The Beatles með frumlegum og áhrifa- ríkum hætti. Miðaverð er kr. 2.000. 23.00 Skemmtistaðurinn Spot, Kópa- vogi, stendur fyrir Queen tribute tón- leikum í umsjá Killer Queen hópsins. Strax að tónleikunum loknum hefst svo Norðlendingakvöld þar sem Hvanndals- bræður leika fyrir dansi. Sérstakir gestir þeirra verða Raggi Sót í Skriðjöklum og Kalli Örvars í Suðkompaníinu, auk þeirra Magna ÁMS og Eyþórs Inga í Todmobile. 23.00 Hljómsveitin Homo and the Sapiens heldur tónleika á Ob-La- Dí, Frakkastíg 8. Sérstakur gestur verður Ásgeir Óskarsson trommuleikari. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Sálin hans Jóns míns stígur á stokk á skemmtistaðnum Nasa. Nasa verður fljótlega lokað, svo nú fer hver að verða síðastur að njóta tónleika þar. 20 ára aldurstakmark og miðaverð kr. 2.500. ➜ Leiðsögn 15.00 Hulda Hlín Magnúsdóttir býður upp á leisögn í tengslum við sýningu hennar, Lit-lifun, hjá 7factory Gallerí Fiskislóð 31. Allir velkomnir. ➜ Útivist 10.00 Hjólreiðaferð á vegum LHM verður farin frá Hlemmi. Hjólað verður í 1-2 tíma um borgina. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis. Nánari upplýsingar á vef LHM.is. Sunnudagur 19. febrúar 2012 ➜ Tónleikar 15.15 Gunnhildur Halla Guðmudns- dóttir sellóleikari heldur einleikstónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu. Miðaverð er kr. 2.000, en 1.000 fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur. 20.00 Karlakórinn Þrestir fagna aldarafmæli með stórtónleikum í Eld- borgarsal Hörpu. Þar koma Þrestir fram ásamt dægurstveit og einsöngvurum. ➜ Fundir 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir. 19.00 Bridge, Tvímenningur, verður spilaður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 12.00 Listvinafélag Hallgrímskirkju opnar sýningu með verkum Inga Hrafns Stefánssonar í fokirkju Hallgrímskirkju. ➜ Umræður 15.00 Heimspekikennararnir Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Ólafsson Waage leiða umræðusmiðju sem byggir á sýningu spænska lista- mannsins Santiago Sierra í Hafnarhúsi. Smiðjan er sérstaklega ætluð ungu fólki á aldrinum 16 ára og eldri, en öðrum áhugasömum er einnig velkomið að taka þátt. www.gored.is GoRed – fyrir konur á konudaginn 19. febrúar í Perlunni KLÆÐUMST RAUÐU! Lækkum tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum á Íslandi. Dagskrá: 11:00 Létt ganga um Öskjuhlíðina. 11:30 Húsið opnar Tónlist - Kristján Hrannar Pálsson 12:00 - Fundarstjóri Edda Þórarinsdóttir býður gesti velkomna. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir og formaður GoRed á Íslandi: GoRed - af hverju - fyrir hverja. Jón Steinar Jónsson, heimilislæknir Garðabæ: Hreyfing sem meðferð - af hverju og þá hvernig? Magnús R. Jónasson, endurhæfingarlæknir Reykjalundi: Hjartaendurhæfing - hvers vegna, hvar og hvernig? Ingibjörg Pálmadóttir verndari GoRed á Íslandi flytur lokaorð. Orð og söngur verða flutt á milli atriða Gert er ráð fyrir að formlegri fræðsludagskrá ljúki klukkan 13.15 Frá 13:15 til 15:00 munu eftirtaldir kynna starfsemi sína: Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill, GoRed fyrir konur, Reykjalundur, HL-stöðin Reykjavík, Grensás, Landspítalinn - göngudeild kransæða- og taugalækninga og hjartaendurhæfing, Embætti landlæknis. Til mikils að vinna, því markmið átaksins er að fræða konur og karla um einkenni hjarta- og æðasjúkdóma en sú þekking getur bjargað mannslífi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.