Fréttablaðið - 18.02.2012, Qupperneq 94
18. febrúar 2012 LAUGARDAGUR62
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 18. febrúar 2012
➜ Tónleikar
15.00 Stórsveit Reykjavíkur
fagnar 20 ára afmæli sínu
með tónleikum í
Kaldalónssal í Hörpu.
Séstakir gestir verða
Kristjana Stefáns-
dóttir og Ragnar
Bjarnason. Miða-
verð er kr. 2.500,
en kr. 2.000 fyrir
nemendur og
eldri borgara.
➜ Sýningar
13.30 Í tilefni opnunar sýningarinnar
Óróleikinn nær til Íslands mun Guðni
Tómasson listsagnfræðingur halda fyrir-
lestur í ráðstefnusal Arion banka, Borgar-
túni 19. Guðni mun fjalla um umbrot
í þjóðlífi og myndlist um miðja 20.öld.
Sýnd verða verk úr safneign Arion banka.
Allir velkomnir.
15.00 Sýningin Ásjóna verður opnuð í
Listasafni Árnesinga. Ný og eldri verk úr
safneigninni verða til sýnis og áhersla
verður lögð á teikningu og portrait.
Aðgangur er ókeypis.
➜ Uppákomur
12.00 Háskóladagurinn er haldinn í
Háskólanum í Reykjavík (HR og Listahá-
skóli Íslands), Norræna húsinu (Háskól-
inn á Bifröst), Háskóla Íslands (HÍ)
og Háskólabíói (Háskólinn á Akureyri,
Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli
Íslands, HÍ, Listaháskóli Íslands, Keilir
og norrænir háskólar). Á Háskóladaginn
kynna nemendur, kennarar og námsráð-
gjafar allra háskóla landsins, auk 13 nor-
rænna háskóla, námsframboð skólanna.
14.00 Birna Þórðardóttir býður upp á
klukkutíma afmælisgöngu um ljúfa staði
miðborgarinnar, í tilefni tíu ára afmælis
Menningarfylgdar Birnu ehf. Upphaf
göngunnar verður á Skólavörðuholtinu.
Gangn verður á sérstökum afmælisaf-
slætti og kostar kr. 1.500, frítt fyrir börn.
➜ Umræður
11.30 Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson
formaður Landsamtaka sauðfjár-
bænda verður gestur á laugardags-
spjalli Framsóknar í Framsóknarhúsinu
að Hverfisgötu 33, Reykjavík. Sigurgeir
mun ræða um stöðu greinarinnar í dag
og framtíðarhorfur. Að loknu erindi og
umræðum verður boðið upp á kjötsúpu.
Allir velkomnir.
➜ Tónlist
21.00 brasilísk tónlistarveisla og
partý verður haldið á Faktory í tilefni
af kjötkveðjuhátíðinni í Brasilíu. Allir
velkomnir.
22.00 Andrea Gylfadóttir túlkar helstu
perlur kvikmyndatónlistar við undirleik
Bíóbandsins á Græna Hattinum, Akur-
eyri. Þar á eftir koma Bítladrengirnir
Blíðu fram og flytja hin klassísku lög
The Beatles með frumlegum og áhrifa-
ríkum hætti. Miðaverð er kr. 2.000.
23.00 Skemmtistaðurinn Spot, Kópa-
vogi, stendur fyrir Queen tribute tón-
leikum í umsjá Killer Queen hópsins.
Strax að tónleikunum loknum hefst svo
Norðlendingakvöld þar sem Hvanndals-
bræður leika fyrir dansi. Sérstakir gestir
þeirra verða Raggi Sót í Skriðjöklum
og Kalli Örvars í Suðkompaníinu, auk
þeirra Magna ÁMS og Eyþórs Inga í
Todmobile.
23.00 Hljómsveitin Homo and the
Sapiens heldur tónleika á Ob-La-
Dí, Frakkastíg 8. Sérstakur gestur
verður Ásgeir Óskarsson trommuleikari.
Aðgangseyrir er kr. 1.000.
23.00 Sálin hans Jóns míns stígur á
stokk á skemmtistaðnum Nasa. Nasa
verður fljótlega lokað, svo nú fer hver
að verða síðastur að njóta tónleika þar.
20 ára aldurstakmark og miðaverð kr.
2.500.
➜ Leiðsögn
15.00 Hulda Hlín Magnúsdóttir býður
upp á leisögn í tengslum við sýningu
hennar, Lit-lifun, hjá 7factory Gallerí
Fiskislóð 31. Allir velkomnir.
➜ Útivist
10.00 Hjólreiðaferð á vegum LHM
verður farin frá Hlemmi. Hjólað verður í
1-2 tíma um borgina. Allir velkomnir og
þátttaka ókeypis. Nánari upplýsingar á
vef LHM.is.
Sunnudagur 19. febrúar 2012
➜ Tónleikar
15.15 Gunnhildur Halla Guðmudns-
dóttir sellóleikari heldur einleikstónleika
í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna
húsinu. Miðaverð er kr. 2.000, en 1.000
fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur.
20.00 Karlakórinn Þrestir fagna
aldarafmæli með stórtónleikum í Eld-
borgarsal Hörpu. Þar koma Þrestir fram
ásamt dægurstveit og einsöngvurum.
➜ Fundir
14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið-
firðingabúð, Faxafeni 14. Allir velkomnir.
19.00 Bridge, Tvímenningur, verður
spilaður í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Allir velkomnir.
➜ Sýningar
12.00 Listvinafélag Hallgrímskirkju
opnar sýningu með verkum Inga Hrafns
Stefánssonar í fokirkju Hallgrímskirkju.
➜ Umræður
15.00 Heimspekikennararnir
Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar
Ólafsson Waage leiða umræðusmiðju
sem byggir á sýningu spænska lista-
mannsins Santiago Sierra í Hafnarhúsi.
Smiðjan er sérstaklega ætluð ungu fólki
á aldrinum 16 ára og eldri, en öðrum
áhugasömum er einnig velkomið að
taka þátt.
www.gored.is
GoRed – fyrir konur á konudaginn
19. febrúar í Perlunni
KLÆÐUMST RAUÐU!
Lækkum tíðni
hjarta- og æðasjúkdóma
hjá konum á Íslandi.
Dagskrá:
11:00 Létt ganga um Öskjuhlíðina.
11:30 Húsið opnar
Tónlist - Kristján Hrannar Pálsson
12:00 - Fundarstjóri Edda
Þórarinsdóttir býður gesti
velkomna.
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir,
hjartalæknir og formaður
GoRed á Íslandi:
GoRed - af hverju - fyrir
hverja.
Jón Steinar Jónsson,
heimilislæknir Garðabæ:
Hreyfing sem meðferð - af
hverju og þá hvernig?
Magnús R. Jónasson,
endurhæfingarlæknir Reykjalundi:
Hjartaendurhæfing - hvers vegna,
hvar og hvernig?
Ingibjörg Pálmadóttir verndari GoRed á Íslandi
flytur lokaorð.
Orð og söngur verða flutt á milli atriða
Gert er ráð fyrir að formlegri fræðsludagskrá ljúki klukkan 13.15
Frá 13:15 til 15:00 munu eftirtaldir kynna starfsemi sína:
Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill, GoRed fyrir konur,
Reykjalundur, HL-stöðin Reykjavík, Grensás, Landspítalinn
- göngudeild kransæða- og taugalækninga og
hjartaendurhæfing, Embætti landlæknis.
Til mikils að vinna, því markmið átaksins er að
fræða konur og karla um einkenni hjarta- og
æðasjúkdóma en sú þekking getur
bjargað mannslífi.