Fréttablaðið - 18.02.2012, Síða 105
LAUGARDAGUR 18. febrúar 2012 73
FÓTBOLTI „Fyrir svona tveimur
vikum höfðu menn frá Start sam-
band. Sögðust muna eftir mér frá
því ég kom til þeirra árið 2009 og
að þeir væru að leita að manni
eins og mér. Þá fóru hjólin í gang
og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti
liðsmaður norska liðsins Start,
Matthías Vilhjálmsson.
FH lánaði Matthías til Start í
gær fram að áramótum en kaup-
ákvæði er í lánssamningnum.
Start getur því keypt Matthías
að ári liðnu ef það hefur áhuga
á. Matthías framlengdi við FH
til ársins 2013 áður en hann var
lánaður. „Þá fær FH líklega eitt-
hvað fyrir mig og mér finnst
félagið eiga það skilið.“
Start féll úr norsku úrvals-
deildinni á síðustu leiktíð og ætlar
sér beint upp aftur.
„Mér líst mjög vel á allt hérna.
Þetta er stór klúbbur sem á að
vera ofar. Ég fæ vonandi mikið að
spila og get þar með sýnt að ég á
vel heima hérna. Það er það eina
sem skiptir mig máli,“ sagði hinn
25 ára gamli Matthías, sem hefur
lengi stefnt á að komast í atvinnu-
mennsku en hann hefur verið einn
af bestu mönnum íslenska boltans.
„Það er ánægjulegt að þetta hafi
gengið. Ég lít á þetta sem mikið
tækifæri fyrir mig. Vonandi mun
þetta skila mér langtímasamningi
í atvinnumennsku, sama hvort það
er hér eða annars staðar,“ sagði
Matthías en hann tapaði aldrei
trúnni á að hann kæmist út.
„Ég get alveg viðurkennt að eftir
því sem árunum fjölgaði var þetta
erfiðara. Þannig er bransinn.“
Matthías fer með íslenska lands-
liðinu til Japans í næstu viku og
þaðan heldur hann beint til La
Manga á æfingar með Start.
- hbg
Matthías Vilhjálmsson lánaður frá FH til norska liðsins Start út þetta ár:
Þetta er mikið tækifæri fyrir mig
DRAUMUR AÐ RÆTAST Matthías hefur loksins náð því markmiði að komast í atvinnu-
mennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÓTBOLTI Íslenski lands liðs-
maðurinn Gylfi Sigurðsson
hefur slegið í gegn með Swansea
í ensku úrvalsdeildinni undan-
farnar vikur. Spyrnutækni Gylfa
hefur vakið verðskuldaða athygli.
Gylfi hefur skorað eitt mark og
lagt upp þrjú mörk í fimm leikjum
með Swansea frá því hann kom til
liðsins sem láns maður frá Hoffen-
heim í Þýskalandi.
Barry Glendenning, aðstoðar-
ritstjóri íþróttafrétta hjá hinu
virta dagblaði The Guardian,
telur að Gylfi taki bestu horn-
spyrnur í heimi. Þetta kemur
fram í umræðu sem spratt upp í
vinsælum podcast-þætti á vegum
The Guardian fyrr í vikunni.
Stjórnandi þáttarins, Max Rus-
hden, bar upp spurninguna hvaða
leikmaður í knattspyrnusögunni
ætti bestu hornspyrnurnar.
Rushden fullyrti að það væri
Andy Hinchcliffe, fyrrum leik-
maður Manchester City og
Everton. Glendenning svaraði
um hæl að Gylfi Sigurðsson tæki
betri hornspyrnur en Hinchcliffe.
- seth
Aðstoðarritstjóri Guardian:
Gylfi tekur
bestu horn í
heimi
GYLFI SIGURÐSSON Hefur slegið í gegn
hjá Swansea. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Það er lítið um góðar
fréttir úr herbúðum Arsenal í
þessari viku og til að bæta gráu
ofan á svart kom í ljós í dag
að þýski varnarmaðurinn Per
Mertesacker verður lengi frá
vegna meiðsla.
Mertesacker meiddist á ökkla
í leiknum gegn Sunderland um
síðustu helgi og er búinn að fara
í aðgerð vegna meiðslanna sem
voru alvarleg.
Arsenal segir að það sé óljóst
hvenær Þjóðverjinn snúi aftur á
völlinn. Hann hefur ekki staðið
undir væntingum síðan hann kom
til liðsins frá Werder Bremen.
Laurent Koscielny er einnig
meiddur þannig að það verður
hausverkur fyrir Wenger stjóra
að stilla upp vörninni í næstu
leikjum.
- hbg
Mertesacker fór í aðgerð:
Verður lengi frá
vegna meiðsla