Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 1
veðrið í dag HÚSNÆÐISMÁL Nýju kerfi húsnæðis- bóta verður komið á þar sem sam- einaðar verða vaxtabætur og húsaleigubætur. Starfshópur vel- ferðarráðherra hefur unnið að til- lögum í málinu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í næstu viku. Heimildir Fréttablaðsins herma að grunnfjárhæð bótanna verði 24 þúsund krónur, en grunnfjárhæð húsaleigubóta í dag er 18 þúsund krónur. Þá verður frítekjumark hækkað, úr 150 þúsund í 203 þús- und krónur, sem miðast við fulla tekjutryggingu almannatrygginga- kerfisins. Efri mörk eru 443 þúsund krónur og skerðast bæturnar að fullu við þá upphæð í mánaðarlaun. Bæturnar miðast við einn ein- stakling í heimili. Ofan á þær leggst margföldunarstuðull eftir því hversu margir eru í heimili, óháð aldri viðkomandi. Einstak- lingur fær því, án tekjuskerðingar, 24 þúsund í bætur, tveir í heimili fá 1,4 sinnum 24 þúsund og stuðullinn breytist eftir því sem fjölgar í heimili upp í sex manns. Sami stuðull reiknast á frítekju markið. Núllmörk bótanna hjá tveimur í heimili verða því 1,4 sinnum 443 þúsund krónur, eða rúmlega 620 þúsund krónur á mánuði. Heimildir Fréttablaðsins herma að kostnaðurinn við þetta kerfi nemi 24,8 milljörðum króna. Kostn- aðurinn við núverandi kerfi er um 19 milljarðar króna en það tekur til vaxtabóta, húsaleigubóta og sér- stakra húsaleigubóta. Tæplega sex milljarða króna vantar því í kerfið, verði þessar tillögur að veruleika. Samkvæmt heimildum blaðsins er pólitískur vilji til að setja aukið fé í málaflokkinn. Rúmlega sex millj- arðar króna hafa verið greiddir í sérstakar vaxtabætur, en sú aðgerð var tímabundin. Verði þessar tillögur að lögum er ljóst að þeir sem eru mjög skuldugir og fá háar vaxtabætur munu missa spón úr aski sínum, þar sem bóta- fjárhæð þeirra lækkar. Rætt hefur verið um að koma á sólarlags- ákvæði, það er að menn vinni sig úr kerfinu. Ein tillaga gerir ráð fyrir að slíkt ákvæði gildi í þrjú ár. Lúðvík Geirsson, formaður starfshópsins, vildi ekki staðfesta efni tillagnanna en sagði að verið væri að leggja lokahönd á þær. Hann gæti þó upplýst að breið og góð samstaða væri um málið og útfærslurnar, sem lægju fyrir í næstu viku. - kóp MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur skoðun 18 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Hjólað í vinnuna 3. maí 2012 103. tölublað 12. árgangur þúsund krónur verður grunn- upphæð vaxta- og húsaleigubótanna. 24 HÓGVÆR „Ég vil hafa svolitla hógværð í kringum þetta og krúttleg-heit. Ég ætla ekkert að sigra heiminn með þ D rífa Skúladóttir hefur lengi saumað á sjálfa sig, vini og vanda-menn. Hún hefur nýlega opnað vinnustofu þar sem hún er farin að selja vörurnar sínar undir merkinu Zolo Design. „Ég byrjaði að pæla í hönnun og saumaskap þegar ég var í menntó og skellti meira að segja í útskriftardressið þegar ég kláraði. Ég er ófaglærð en vann lengi á saumastofunni hjá Ástu Guð-mundsdóttur hönnuði.“ segir Drífa.„Mér finnst skemmtilegast að gera yfirhafnir og djúsí peysur. Ég hef hannað slár í langan tíma og þær seljast alltaf vel. Ég nota mikið ullartvídefni og nota leður með því. Jarðarlitir eru í uppáhaldi hjá mér, brúnn, beislitur, drappaður og ferskjulitur. Svo hef ég verið að útfæra fötin míní barnastærðu Drífa hannar fyrir ólíkan hóp kvenna. Hún hefur gert mikið af kjólum á fermingarstelpur og svo koma líka margar fullorðnar konur til hennar og vilja kaupa yfirhafnir. Hún hannar á alla flóruna en segist þó nánast vera hætt að sauma leggings og annað sem auð- velt er að fá í búðum. „Ég fjöldafram-leiði vörurnar mínar ekki og það á að vera spennandi að kíkja á vinnu stofuna mína og finna sér eitthvað öðruvísi. Fólk á að geta notað fötin frá mér í langan tíma og við allar aðstæður. Þau eru hönnuð út frá íslenskum aðstæðum og þetta eiga alls ekki að vera einhver fín föt sem er bara hægt að fara í einu sinni. Ég vil hafa svolitla hógværð í kringum þ VIÐBURÐUR Í KÖBENCopenhagen Fashion Summit 2012 hefst í Kaupmannahöfn í dag. Mary, krónprinsessa Danmerkur, verður með fyrirlestur á ráðstefnunni ásamt þekktum tískuhönnuðum. Íslensku fata- hönnuðirnir Ásta Creative Clothing og Hanna Felting taka þátt í tískuviðburði þar sem áherslan er á vistvæna efnisnotkun. YFIRHAFNIR Í ÚRVALIDrífu finnst skemmtilegast að hanna yfirhafnir í alls kyns útfærslum, jakka, slár, peysur og fleira. MYND/PJETUR SKELLTI Í ÚTSKRIFTARDRESSIÐ HÖNNUN Drífa Skúladóttir hefur verið að hanna föt síðan hún var í menntaskóla. Hún opnaði nýlega vinnustofu og hannar undir Zolo Design. teg CAITLYN - fer rosalega vel og fæst í DD, E, F, FF, G, GG, H, HH, J, JJ skálum á kr. 8.950,- Mjög haldgóður Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Sundfatnaður- ný sending komin Hjólað í vi nunaFIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Þátttakendur hjá Lýðheilsustöð árið 2005. Hressir þátttakendur árið 2006. Þátttakendur hjá Medcare Flögu árið 2004. Liðið – G-3(r)hjólið frá Landsspítalanum bregður á leik árið 2010 Starfsmenn Kristness á fleygiferð árið 2009. Boðið til Edinborgar Leiksýningunni Ævintýrum Múnkhásens hefur verið boðið á alþjóðlega hátíð í Edinborg. fólk 54 í kvöld Opið til 21 Nýr tilboðsbæklingur í dag Sumartilboð Fosshótela! BÓKAÐU Á FOSSHOTEL.IS EÐA Í SÍMA 562 4000 EX PO • w w w .e xp o. is STJÓRNSÝSLA Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte segir augljóst að meðhöndlun gagna, sem geymd voru í til- teknum skjalaskáp á bæjarskrifstofum Kópavogs, hafi ekki verið ásættaleg. Deloitte fékk það verkefni í fyrra að rannsaka ávísanir, tryggingavíxla og skuldabréf úr skjala- skápnum. Komu meðal annars í ljós gamlar ávísanir sem bærinn hafði aldrei innleyst og skuldabréf sem ekki var innheimt. „Skuldabréfið virðist hafa dagað uppi í skjalaskápnum án frekari innheimtuaðgerða,“ segir um eitt skuldabréfið. Athugunin á skjalaskápnum er upphafspunktur skoðunar á vaxtakjörum sem Guðrún Pálsdóttir, fyrr- verandi bæjarstjóri, naut við lóðakaup í tíð sinni sem fjármálastjóri Kópavogs. Kjörin reyndust sérlega hagstæð. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri segir gögn um vaxtakjör Guðrúnar fyrst núna á sínu borði. „Ég er að sjálfsögðu að kalla eftir frekari skýringum á þeim og met stöðuna þegar þær liggja fyrir.“ Fyrrverandi formaður bæjarráðs segist ekki draga skýringar Guðrúnar í efa „að svo komnu máli“. - gar / sjá síðu 4 Deloitte segir meðhöndlun gagna hjá Kópavogsbæ hafa verið óásættanlega: Skuldir dagaði uppi í læstum skáp Sex milljarðar til viðbótar í nýtt húsnæðisbótakerfi Vaxtabætur og húsaleigubætur verða sameinaðar í húsnæðisbætur og um sex milljörðum bætt í kerfið. Bæturnar verða greiddar út mánaðarlega. Grunnfjárhæð verður 24 þúsund krónur og frítekjumörk hækka. BJART VÍÐA UM lands en að mestu skýjað norðaustanlands fyrri hluta dags. Fremur hægur vindur og hiti á bilinu 2 til 12 stig, mildast suðvestan til. VEÐUR 4 8 4 6 5 9 Lífið er örstutt leiftur Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi fagnar sextugsafmæli í dag. tímamót 28 POPP Hátt í þrjú þúsund manns hafa skráð sig í nýja Fantasy- deild vefsíðunnar Fótbolti.net í tengslum við Pepsi-deildina í sumar. Aðspurður segir ritstjór- inn Magnús Már Einars- son að deildin hafi ekki verið stofnuð til höfuðs vefsíð- unni Fantasy- deildin.net sem fór í loftið fyrir skömmu. „Alls ekki. Við erum búnir að stefna að þessu í marga mánuði,“ segir Magnús Már. Ljóst er að hörð samkeppni verður utan vallar sem innan í íslenska boltanum í sumar því rúmlega þrjú þúsund lið eru skráð til leiks á Fantasy- deildin.net. - fb / sjá síðu 54 Vinsæll sýndarfótbolti: Hart barist á tveimur síðum MAGNÚS MÁR EINARSSON Fram kom á óvart Fram-stúlkur eru komnar í 1-0 í rimmunni gegn Val um Íslandsmeistaratitilinn. sport 46 BÚNIR AÐ BÍÐA LENGI Grindavík varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta karla í fyrsta skipti síðan 1996. Grindavík vann úrslitarimmuna gegn Þór frá Þorlákshöfn, 3-1. Páll Axel Vilbergsson fyrirliði lyftir hér bikarnum í Þorlákshöfn í gær. Sjá síðu 46. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.