Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.05.2012, Blaðsíða 10
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR10 bundinn launamunur félagsmanna hefur aukist á ný. Árið 2010 var hann, að teknu tilliti til vaxtaálags, 9,9 prósent en hafði aukist í 13,2 prósent árið 2011. Könnun þjóðmálastofnunar stað- festir þetta, líkt og sjá má á með- fylgjandi línuriti. „Þó talsverður árangur hafi náðst í jöfnun launa- kjara milli kynjanna á síðasta ára- tug er þó enn talsvert verk óunn- ið á þeim vettvangi. Mikilvægt er að launastefna vinnumarkaðarins og skatta- og bótastefna stjórn- valda vinni saman að þeim mark- miðum,“ segir í skýrslunni. Opinberir starfsmenn langeygir BSRB vinnur nú að víðtækri könnun fyrir öll aðildarfélög um kynbundinn launamun. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir opinbera starfsmenn langeyga eftir úrbótum í málaflokknum. „Við erum búin að funda með starfsfólki ráðherranna aftur og aftur og mánuðir og ár líða án þess að nokkuð gerist. Við erum orðin mjög grimm yfir því að allt sé að falla í sama farið aftur og við ætlum ekki að læra neitt af hruninu.“ Fulltrúar BSRB áttu fund í for- sætisráðuneytinu í gær um málið. „Það er sárt að sjá að munurinn er að aukast innan stjórnsýslunnar, af öllum stöðum. Ég vil fá aðgerðir í málinu, ekki fleiri fundi.“ Jafnlaunastuðull Í kjarasamningum Alþýðusam- bands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) árið 2008 var skrifað undir samkomulag þess efnis að komið yrði á fót jafnlauna- stuðli fyrir fyrirtæki. Vinna hefur staðið yfir síðan og vonast er til að henni ljúki á þessu ári. Hugmyndin á bak við jafn- launastuðul er sótt í aðra gæða- staðla. Fyrirtæki munu vinna eftir Launamunur kynjanna dróst saman í kreppunni árin 2009 og 2010 en hefur nú aukist á ný. Opinberir starfsmenn eru lang þreyttir á aðgerðarleysi stjórnvalda og vilja aðgerðir en ekki fundahöld um málið. Aðilar vinnumarkaðarins hafa unnið að jafnlaunastaðli síðan 2008. Stefnt er að því að hann taki gildi á þessu ári. Launamunur kynjanna hefur dregist nokkuð saman á síðustu árum. Það breytir því ekki að hann er enn umtalsverður og virðist vera að aukast á ný. Þetta kemur fram í skýrslu Þjóðmálastofnunar um umfang kreppunnar og afkomu tekjuhópa. Þar sýna allir mælikvarðar að munurinn fór minnkandi frá um 30 til 35 prósentum árið 1998 í 13 til 20 prósent árið 2010. Síðan hefur hann aukist á ný. Munurinn minnkar verulega árin 2009 og 2010 og gætir þar sérstaklega minni atvinnutekna karla, en slíkt á sér samsvörun í mörgum Evrópuríkjum. Þá segir í skýrslunni að bæði fyrir og eftir hrun hafi launahækkanir verið meiri hjá konum. Munurinn eykst á ný Launakönnun SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu frá september 2011, sýnir hins vegar að kyn- Launamunur kynjanna eykst á ný Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist deila áhyggjum formanns BSRB af þeim afturkipp sem orðið hefur í kynbundnum launamun. „Okkur miðar ekki nægilega fram á við í að ná fram launa- jafnréttinu. Við höfum verið að fara yfir þetta í ráðherranefnd um jafnréttismál og það er verið að vinna áætlun um leiðir til að ná launajafnrétti fram miklu hraðar. Það hefur dregist mjög verulega að ná fram jafnréttisstaðli sem átti að vinna, en það er á lokasprettinum að ná honum fram og má nú ekki vera seinna, þetta er búið að dragast verulega. Ég viðurkenni það að ég hef miklar áhyggjur af þessu.“ Jóhanna segir að ríkisstjórnin muni gera allt sem í hennar valdi stendur, það sem eftir lifir kjörtímabils, til að ná fram markmiðum sínum um launajafnrétti. „Þegar horft er til launajafnréttis þá þurfum við að gera miklu, miklu betur. Þetta er verkefni sem við verðum að setjast yfir.“ Þetta er áhyggjuefni ELÍN BJÖRG JÓNS- DÓTTIR HANNES G. SIGURÐSSON Laun karla umfram laun kvenna (í %) M un ur í % 40 35 30 25 20 15 10 5 0 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 118 9 0 1 2 3 ■ Regluleg laun ■ Regluleg heildarlaun ■ Heildarlaun Regluleg laun eru greidd laun fyrir um- saminn vinnutíma, dag- vinnu eða vaktavinnu. Allar álags-, bónus- og kostnaðar greiðslur. Regluleg heildarlaun eru regluleg laun að viðbættum yfirvinnu- launum, veikindalaunum og fyrirframgreiðslu vegna uppmælinga. Heildarlaun eru öll laun einstaklingsins. Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Notaðu Nicky þegar þú ert búinn! skýrum leiðbeiningum að jafn- launastefnu og lokaferli slíks starfs er að fá vottun frá viðurkenndum aðila, eins og fyrir ISO staðalinn. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, segir að vinnan hafi gengið hægar en ætlað var. Efni staðalsins sé frágengið, en verið sé að vinna í skýringum á viðaukum og leiðbeiningum. Hann segir um brautryðjendastarf að ræða, slíkir staðlar hafi ekki verið gerðir áður og ekki hægt að sækja í erlendar fyrirmyndir. „Í aðalatriðum snýst þetta um að vera með fyrir fram skilgreind viðmið við launasetningu og að aðferðirnar þar um séu gegnsæjar. Allt ferlið er skráð og skjalað og síðan fer fram vöktun. Þetta snýst um að við það að ákveða laun mis- munandi hópa sé fyrir fram skil- greind og gegnsæ aðferð. Það á að tryggja að ekki sé um kerfis- bundna mismunun að ræða.“ FRÉTTASKÝRING: Kynbundinn launamunur Það er sárt að sjá að munurinn er að aukast innan stjórnsýslunnar, af öllum stöðum. Ég vil fá aðgerðir í málinu, ekki fleiri fundi. ELÍN BJÖRG JÓNSDÓTTIR FORMAÐUR BSRB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.