Fréttablaðið - 03.05.2012, Page 33

Fréttablaðið - 03.05.2012, Page 33
Hjólað í vinnuna FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2012 Heilsu- og hvatningar átakið Hjólað í vinnuna hefst 9. maí en flautað er til leiks í tíunda skipti. Átakið stendur til 29. maí en markmið þess er að vekja at- hygli á hjólreiðum sem heilsu- samlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngukosti. Frá upphafi átaksins hefur þátttakan aukist um 2.000 prósent. Fyrsta árið voru 533 þátttakendur en á síðasta ári voru þeir 11.271. Árið 2003 tóku 45 vinnustaðir þátt en á síðasta ári voru þeir tæplega sjö hundruð. „Við erum alltaf að ná til fleiri og fleiri eru að tileinka sér þennan ferðamáta,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs Íþrótta- og Ólympíu samband Íslands og bendir á að ferðavenjukönnun Vegagerðarinnar sýnir að hlut- fall þeirra ferða sem farnar eru á hjóli er að aukast. „Eins gerðum við könnun á meðal þátttakenda Hjólað í vinnuna í fyrra sem sýndi fram á að helmingur að- spurða sagði að átakið hefði haft áhrif á ferðamátann eftir að þátt- töku lauk.” Jóna Hildur segir göngu- stígakerfið á milli borgarhluta sömuleiðis hafa batnað töluvert og árið 2010 gaf Reykjavíkur- borg út sína fyrstu hjólreiða- áætlun. „Bæjar yfir völd eru því að taka vel við sér en til að fólk velji þennan ferðamáta þurfa að- stæður jú að vera góðar. Víða er búið að sópa stíga og götur mjög vel og ekkert annað eftir að gera fyrir þátttakendur en að huga að hjólunum, smyrja keðjuna, herða bremsurnar og festa bjölluna,” segir Jóna Hildur glöð í bragði. Í tilefni tíu ára afmælisins verður dagskráin með veglegu móti. Átakið hefst í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum klukkan 8:30 og geta þátttakendur hjólað við og fengið sér morgunmat. „Þá verðum við með kaffihúsatjöld á nokkrum stöðum í Reykjavík og úti á landi þann 16. maí auk þess sem boðið verður upp á fyrirlestra og fræðslu um umferðaröryggi í sam- starfi við Hjólafærni. Við verðum einnig með Facebookleik og hvatn- ingarleik inni á heimasíðu Hjólað í vinnuna þar sem eitt lið verður dregið út á hverjum degi.” Jóna Hildur segir að búið sé að opna fyrir skráningu á heimasíðu Hjólað í vinnuna en fyrirtækjum er skipt í sjö flokka og fer það eftir heildarfjölda starfsmanna á vinnustað í hvaða flokk þau raðast. „Sú nýbreytni verður í ár að lið innan vinnustaða geta skráð sig sérstaklega í kílómetrakeppni en síðan keppast vinnustaðir við að ná sem flestum dögum á tíma- bilinu og þá gildir að ná sem flestum starfsmönnum með ein- hverja daga því árangurinn er reiknaður út frá heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum. Nánari upplýsingar er að finna á www. hjoladivinnuna.is. Sífellt fleiri hjóla í vinnuna Heilsu- og hvatningarátakinu Hjólað í vinnuna verður hrundið af stað í tíunda skipti 9. maí næstkomandi á 100 ára afmælisári ÍSÍ. Þátttakan frá upphafi hefur aukist um tvö þúsund prósent og sífellt fleiri tileinka sér hjólreiðar sem samgöngu- og ferðamáta. Þátttakendur hjá Lýðheilsustöð árið 2005. Hressir þátttakendur árið 2006.Þátttakendur hjá Medcare Flögu árið 2004. Liðið – G-3(r)hjólið frá Landsspítalanum bregður á leik árið 2010Starfsmenn Kristness á fleygiferð árið 2009. Þátttakendur hjá Mannviti árið 2009. Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar á góðri stundu árið 2011. Jóna Hildur Bjarnadóttir. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.