Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 40
3. MAÍ 2012 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● hjólað í vinnuna ●ALLTAF TEKIÐ ÞÁTT Guðni Olgeirsson, starfsmað- ur Mennta- og menningarmála- ráðuneytisins, hefur tekið þátt í átakinu Hjólað í vinnuna frá upp- hafi og hjólar nánast daglega 10 kílómetra leið úr Garðabæ í vinnuna. „Ég flutti úr Hlíðunum fyrir tveimur árum; það var ein- faldlega of stutt að hjóla þaðan þannig að Garðabær varð fyrir valinu,“ segir Guðni og hlær góð- látlega. Undanfarin tuttugu ár hefur hann hjólað í vinnuna sem þótti skrítið hér áður fyrr en frá því að átakið hófst árið 2003 hefur margt breyst. „Fyrsta árið sem Hjólað í vinnuna var haldið voru færri en tíu manns sem tóku þátt frá ráðuneytinu en í dag eru 15-20 hjól fyrir utan ráðu neytið daglega á góðviðrisdegi og þegar átakið byrjar fjölgar þeim veru- lega. Svo hjóla nokkrir allt árið í vinnuna, bæði úr nágrenninu og einnig úr nágrannasveitar fé- lögum.“ Guðni segir átakið skapa góðan móral á vinnustaðnum. „Þegar vorar þá sendum við póst á starfsmenn, stofnum lið og skipum liðsstjóra. Stundum erum við með fundi eða fáum fyrir- lesara til að ræða eitthvað tengt hreyfingu eða hjólreiðum, förum í göngur eða hjólatúra í hádeginu og veitum hvatningarverðlaun til starfsmanna. Í lokin gerum við svo átakið upp og sjáum hvort við höfum bætt okkur milli ára.“ Ýmsir viðburðir verða í tengslum við 10 ára afmæli Hjólað í vinnuna. Hjólað í vinnuna verður ræst form- lega frá Fjölskyldu- og húsdýra- garðinum miðvikudaginn 9. maí klukkan 8.30. Öllum þátttakendum er boðið að hjóla við og fá sér léttan morgunverð ásamt því að hlusta á stutt hvatningarávörp. Ýmsir leikir verða í gangi fyrir lið, liðsstjóra og þátt takendur á meðan á átakinu stendur. Hvatn- inga r leikur Rásar 2 og ÍSÍ hefst 2. maí. Eitt lið veður dregið út á hverjum virkum degi til 29. maí í þættinum Popplandi og hlýtur liðið glæsilega vinninga frá reið- hjólaversluninni Erninum. Einnig verður myndbanda- og mynda- leikur í gangi á heimasíðu og á Face book-síðu verkefnisins þar sem þátttakendur verða dregnir út daglega. Kaffihúsatjöld verða sett upp miðvikudaginn 16. maí á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum stöðum úti á landi í sam- starfi við Landssamtök hjólreiða- manna, Kaffitár og Egils Kristal. Þemadagur verður miðviku- daginn 23. maí þar sem allir eru hvattir til þess að hjóla prúðbúnir til vinnu. Hjólafærni og ÍSÍ bjóða upp á fræðslu um umferðar öryggi og viðhald á hjólum á nokkrum stöðum á landinu. Verðlaunaaf- hending fer svo fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum föstu- daginn 1. júní kl. 12.10. Nánari upp lýsingar er að finna á www. hjolad ivinnuna.is. ● MIKILL ÁHUGI Á HREYF INGU Á HÖFN Ingibjörg Ragnars dóttir ritari í grunn- skólanum á Höfn í Hornafirði hefur tekið þátt í átakinu Hjólað í vinnuna frá upphafi. Hún hefur þó aldrei hjólað heldur kosið að ganga í staðinn. Ingibjörg tekur við skráningum hjá vinnufé- lögum sínum og segir að mikill áhugi sé fyrir verkefninu á Hornafirði. „Það eru mjög margir sem ganga eða hjóla í vinnuna, enda eru vegalengdir ekki miklar hér. Ég geng alltaf í vinnuna og er auk þess í gönguhópi með nokkrum konum. Við göngum tvisvar í viku, klukkutíma í senn og höfum gert það í fimmtán ár. Ég geng mikið þess utan.“ Ingibjörg segir að eftir að hún fór að ganga reglulega hafi hún fundið fyrir aukinni orku og líðanin orðið miklu betri. „Skólinn fékk leyfi til að vera heilsueflandi skóli og áhugi á hreyfingu og hollu mataræði jókst til muna eftir þær breytingar. Mér finnst starfsmenn skólans vera duglegir að hreyfa sig allt árið. Við höfum unnið til verðlauna í þessu átaki fyrir flesta daga. Ingibjörg Ragnarsdóttir Dagskrá Hjólað í vinnuna 2012 HJÓL FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Vnr. 49620201 26“ götureiðhjól, kvenhjól, 6 gíra með brettum og bögglabera. Vnr. 49620204 26“ fjallahjól, 21 gíra. 34.900kr. 29.900kr. Vnr. 41118342 Endurskinsvesti. 490kr. Vnr. 49620039-40 FREERIDE karla eða kvenreiðhjól. Fæst í BYKO Breidd. 27.900kr. Vnr. 49603301 THUNDER 20” reiðhjól. Öl l v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ e ða m yn da br en gl . A lla r v ör ur fá st í BY KO B re id d en m in na fr am bo ð ge tu r v er ið í öð ru m v er sl un um . EX PO · w w w .e xp o. is ÚRVAL AF LIMAR REIÐHJÓLA HJÁLMUM! Vnr. 49620261 24“ reiðhjól, 18 gíra, hvítt. 29.900kr. Vnr. 49620200 28“ götureiðhjól fyrir karla, 6 gíra, með brettum og bögglabera. Vnr. 49620037-8 RALEIGH 26-28” METRO kvenn- reiðhjól. Fæst í BYKO Breidd. 65.900kr. 24.900kr. Vnr. 49602041 SWEET 16” barnareiðhjól. 22.900kr. Vnr. 49602021 PRO THUNDER 12” barnareiðhjól. 29.900kr. 56.900kr. 36.900kr. Vnr. 49602072 BMX REVOLT 20” reiðhjól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.