Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 56
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR40
bio@frettabladid.is
Kvikmyndin Coriolanus verður frum-
sýnd í Bíó Paradís annað kvöld. Mynd-
in er frumraun Ralph Fiennes í leik-
stjórastólnum og hefur hann hlotið
einróma lof fyrir.
Coriolanus er fyrsta kvikmyndin sem Ralph
Fiennes leikstýrir og segir frá herforingjanum
Coriolanus sem ákveður að leita hefnda gegn
íbúum Rómar eftir að hafa verið rekinn brott
frá borginni. Til að ná fram hefndum tekur hann
höndum saman við erkióvin sinn, Tullus Aufi-
dius. Myndin er byggð á leik-
verki Williams Shakespeare
en er hér flutt til samtímans.
Auk þess að leikstýra
myndininni fer Fiennes
með hlutverk Coriolanusar
en með önnur hlutverk fara
gæðaleikararnir Gerard
Butler, Vanessa Redgrave
og Brian Cox. Myndin var
að mestu tekin upp í Belgrad
í Serbíu og var fyrst sýnd
á alþjóðlegu kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín í febrúar á
síðasta ári.
Myndin hefur hlotið mikið
lof gagnrýnenda og Fiennes
hlaut BAFTA-verðlaunin í flokknum Out standing
Debut by a British Writer, Director or Producer.
Á vefsíðunni Rotten Tomatoes segir einn gagn-
rýnandi meðal annars að Fiennes hafi tekist að
gera eitt af óþekktari verkum Shakespeares að
frábærri kvikmynd og að hún eigi eftir að falla
í kramið jafnt hjá aðdáendum leikskáldsins og
aðdáendum hasarmynda.
HERFORINGI NÆR HEFNDUM
■ Kvikmyndin er byggð á samnefndu leikriti eftir
William Shakespeare. Verkið er harmleikur og
líklega ritað á milli 1605 og 1608.
■ Leikverkið er byggt á ævi rómverska hershöfð-
ingjans Caius Marcius Coriolanus sem átti að
hafa verið uppi á 5. öld fyrir Krists burð.
■ Fiennes heitir fullu nafni Ralph Nathaniel
Twisleton Wykeham Fiennes og er fjarskyldur
ættingi Karls Bretaprins.
■ Joseph Fiennes, bróðir Ralph, lék sjálfan
William Shakespeare í kvikmyndinni Shake-
speare in Love sem kom út árið 1998.
GAMALL HARMLEIKUR Á HVÍTA TJALDIÐ
HARÐUR GAUR Herforinginn Coriolanus vill hefna sín á íbúum Rómar eftir að hann er hrakinn brott úr borginni.
Handritshöfundurinn og leik-
stjórinn Joss Whedon skrifaði
handritið að myndinni The
Cabin in the Woods sem og stór-
myndinni The Avengers. Í við-
tali við Empireonline.com upp-
lýsti Whedon að hann teldi Hulk
eiga mestu lífslíkurnar skyldu
Marvel- hetjurnar óvart enda í
hryllilegu húsi úti í skógi.
„Ætli það væri ekki The Hulk
því Brenner myndi átta sig á
hlutunum og svo gæti Hulk unnið
sig í gegnum erfiðleikana,“
sagði Whedon þegar blaðamaður
Empire online bar spurninguna
upp.
Hulk lifir af
HELDUR MEÐ HULK Joss Whedon
telur The Hulk líklegastan af Marvel-
hetjunum til að lifa af í hryllingshúsi.
NORDICPHOTOS/GETTY
Tom Cruise hefur
verið orðaður við
hlutverk vampíru-
banans Abrahams
Van Helsing í mynd
er fjallar um ævintýri
kappans. Universal
mun framleiða mynd-
ina og vill fyrirtækið
fá handritshöfundana
Alex Kurtzman og
Roberto Orci til liðs
við sig. Tvíeykið á
meðal annars heiður-
inn að kvikmyndum
á borð við Mission:
Impossible III, Trans-
formers þríleikinn og
Star Trek.
„Alex og Roberto
eru sérstaklega hæfi-
leikaríkir höfundar
sem kunna að byggja
upp spennu. Við erum
spennt fyrir að fá þá
til liðs við okkur,“
sagði Adam Fogel-
son hjá Universal um
væntanlegt samstarf.
Síðast mátti sjá
Cruise í hlutverki
Ethan Hunt í kvik-
myndinni Mission: Impossible – Ghost Protocol. Hann fer einnig
með hlutverk í kvikmyndinni Oblivion, en tökur á henni munu að
einhverju leyti fara fram á Íslandi í sumar.
Tom Cruise í
hlut verk Van Helsing
VAMPÍRUBANI Tom Cruise hefur verið orðaður við
hlutverk Van Helsing í samnefndri mynd.
NORDICPHOTOS/GETTY
Auk myndarinnar Coriolanus, sem er frum-
sýnd í Bíó Paradís um helgina og fjallað
um hér að neðan, eru tvær aðrar myndir
frumsýndar.
Mel Gibson leikur aðalhlutverkið og
er annar handritshöfundur myndarinnar
How I Spent My Summer Vacation sem er
væntan leg í kvikmyndahús á morgun. Gib-
son leikur glæpamann sem er handsamað-
ur og færður í mexíkóskt fangelsi þar sem
aðstæður eru afar hættulegar og fanga-
verðir taka þátt í spillingunni og glæp-
unum. Hann lærir þó fljótt á hnútana
þökk sé níu ára gömlum dreng sem er
þar með móður sinni. Hlutirnir flækjast
þó þegar foringi glæpaklíkunnar hyggst
nota drenginn sem líffæragjafa fyrir
sig og persóna Gibson leggur sig í líma við
að vernda hann á sama tíma og hann skipu-
leggur aðgerðir til að ná til baka ránsfeng
sínum úr höndum spilltra lögreglumanna.
Spennumyndin The Raid er einnig
frumsýnd á morgun. Þar segir frá
áhlaupi sérsveitarliðs lögregunnar á hús í
fá tækra hverfi í Djakarta sem hýsir marga
hættulegustu glæpamenn heims. Til gangur
áhlaupsins er að handsama eiturlyfja-
foringjann sem fer með öll völd í húsinu.
Sérsveitin lendir þó í vanda þegar glæpa-
mennirnir átta sig á innrás þeirra inn í
húsið. Glæpamennirnir ná yfirhöndinni
þegar þeir festa sérsveitina á sjöttu hæð
hússins, slökkva öll ljós og loka öllum
útgöngu leiðum. - trs
Glæpsamleg helgi í bíóhúsum
BERJAST Sérsveit lögreglunnar berst við
hættulegustu glæpamenn heims í bíó-
myndinni The Raid.
★★★★★
THE AVENGERS
„Alvöru árshátíð. Mikið hlegið og allir
í sínu fínasta pússi. Hulk var þó vísað
á dyr fyrir óspektir.“
★★★★★
THE CABIN IN THE WOODS
„Hressandi hrollur sem kemur
áhorfandanum sífellt á óvart.“
★★★★★
21 JUMP STREET
„Mátulegur skammtur af formúlu-
skopi. Allt gott og blessað.“
★★★★★
BATTLESHIP
„Fyndin og fjörug brelluveisla. Og
hávaðinn er ægilegur.“ - hva
KVIKMYNDARÝNI
THE AVENGERS
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Myndin var
upp í Belgrad
í Serbíu og
var fyrst sýnd
á alþjóðlegu
kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín
í febrúar á
síðasta ári.
> MYNDUM LEKIÐ AF LOVELACE
Búið er að leka á netið fyrstu kvikmyndastillunum
úr myndinni Lovelace, sem fjallar um ævi klám-
myndaleikkonunnar Lindu Lovelace. Það
er Amanda Seyfried sem leikur aðalhlut-
verkið en hún þurfti að lita ljósu lokkana
brúna fyrir hlutverkið. Einnig má sjá
James Franco í hlutverki Playboy-
eigandans Hugh Hefner og leikarana
Peter Sarsgaard, Hank Azaria og Wes
Bentley. Lovelace verður frumsýnd
síðar á þessu ári en Rob Epstein og
Jeffrey Friedman sjá um leikstjórn.