Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 03.05.2012, Qupperneq 62
3. maí 2012 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is KR-INGAR eiga von á góðum liðsstyrk því miðvörðurinn Rhys Weston er á leið til landsins og mun skrifa undir tveggja ára samning við Íslandsmeistarana. Weston kemur frá Dundee í Skotlandi. Hann er uppalinn hjá Arsenal og hefur einnig leikið með Cardiff, Viking í Noregi, Port Vale og fleirum. Hörður Magnússon og fótboltasérfræðingar Stöðvar 2 hita upp fyrir frábært fótboltasumar. Allt sem þú þarft að vita um liðin í Pepsi deildinni í sumar ásamt spá íþróttadeildarinnar. PEPSI MÖRKIN UPPHITUN Í OPINNI DAGSKRÁ Í KVÖLD KL. 21.00 Á STÖÐ 2 SPORT PEPSI MÖRKIN VERðA Í OPINNI DAGSKRÁ Á STÖð 2 SPORT Í ALLT SUMAR. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 #BESTASÆTIÐ IE-deild karla: Þór Þorlákshöfn-Grindavík 72-78 Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/4 fráköst, Joseph Henley 17/4 fráköst, Blagoj Janev 10, Baldur Þór Ragnarsson 8, Guðmundur Jónsson 5, Darri Hilmarsson 4, Grétar Ingi Erlendsson 2. Grindavík: J’Nathan Bullock 36/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Giordan Watson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Pettinella 6, Jóhann Árni Ólafsson 4/7 fráköst/6 stoðsend- ingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3. N1-deild kvenna: Valur-Fram 23-28 Valur-kvenna - Mörk (skot): Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 6/2 (8/2), Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir 5 (6), Þorgerður Anna Atladóttir 5 (12), Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Aðalheiður Hreinsdóttir 2 (2), Dagný Skúladóttir 1 (2), Ágústa Edda Björnsdóttir (2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir (4). Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7 (24/2, 29%), Sunneva Einarsdóttir 4 (15/3, 27%), Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla, Þorgerður Anna, Aðalheiður, Dagný ) Fiskuð víti: 2 ( Anna Úrsúla, Þorgerður Anna) Utan vallar: 6 mínútur. Fram-kvenna - Mörk (skot): Stella Sigurðardóttir 12/5 (16/5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 4 (5), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4 (7), Guðrún Þóra Hálf- dánsdóttir 3 (4), Sunna Jónsdóttir 3 (5), Elísabet Gunnarsdóttir 2 (3), Marthe Sördal (1). Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 22 (45/2, 49%), Hraðaupphlaup: 6 (Stella 2, Ásta3, Elísabet ) Fiskuð víti: 5 (Stella, Sigurbjörg 2, Sunna, Elísabet Utan vallar: 8 mínútur. Enska úrvalsdeildin: Chelsea-Newcastle 0-2 0-1 Papiss Cisse (19.), 0-2 Papiss Cisse (90.). Bolton-Tottenham 1-4 0-1 Luka Modric (37.), 1-1 Nigel Reo-Coker (51.), 1-2 Rafael van der Vaart (59.), 1-3 Emmanuel Adebayor (62.), 1-4 Emmanuel Adebayor (68.) STAÐAN: Man. City 36 26 5 5 88-27 83 Man. United 36 26 5 5 86-33 83 Arsenal 36 20 6 10 68-44 66 Tottenham 36 19 8 9 63-40 65 Newcastle 36 19 8 9 55-46 65 Chelsea 36 17 10 9 62-41 61 Everton 36 14 10 12 47-39 52 Liverpool 36 13 10 13 43-38 49 Fulham 36 13 10 13 46-48 49 WBA 36 13 7 16 41-47 46 Sunderland 36 11 12 13 44-43 45 Swansea City 36 11 11 14 43-49 44 Stoke City 36 11 11 14 34-50 44 Norwich City 36 11 10 15 47-63 43 Aston Villa 36 7 16 13 36-50 37 Wigan Athletic 36 9 10 17 38-60 37 QPR 36 9 7 20 40-63 34 Bolton 36 10 4 22 42-73 34 Blackburn 36 8 7 21 47-75 31 Wolves 36 5 9 22 38-79 24 Þýski handboltinn: Hannover-Göppingen 25-23 Hannes Jón Jónsson skoraði níu mörk fyrir Hann- over og Vignir Svavarsson fjögur. Bergischer-Gummersbach 26-29 Rúnar Kárason skoraði fimm mörk fyrir Bergischer. Rhein Neckar Löwen-Füchse Berlin 31-29 Alexander Petersson skoraði þrjú mörk fyrir Berlin en Róbert Gunnarsson lék ekki með Löwen. ÚRSLIT HANDBOLTI Fram vann öruggan fimm marka sigur á Val, 28-23, í fyrsta leik liðanna í úrslitum N1- deildar kvenna í gær. Fram leiddi leikinn frá byrjun og var sigurinn í raun aldrei í hættu. Fram lék frábæra vörn og fyrir aftan hana varði Guðrún Ósk Maríasdóttir vel. Stella Sig- urðardóttir fór svo fyrir liðinu í sókninni en hún skoraði 12 mörk í 16 skotum áður en hún þurfti að yfirgefa völlinn vegna krampa í kálfa. „Við vorum mun grimm- ari í þessum leik. Við mættum ákveðnar til leiks og fannst þetta vera öruggt allan leikinn. Vörnin var góð og markvarslan öflug í kjölfarið,“ sagði Stella eftir leikinn en hún hafði engar áhyggjur af meiðslum sínum og sagðist vera klár þegar liðin mætast öðru sinni á föstudaginn. „Við ætluðum að mæta ákveðnar til leiks því við lentum 6-1 undir gegn þeim síðast. Við vorum ákveðnar í að byrja leikinn vel og það skilaði sér. Það er líka erfitt að vera að elta og því var mikilvægt að byrja svona vel.“ Vinna þarf þrjá leiki til að vera Íslandsmeistari og því var ljóst að Fram þurfti að vinna leik á útivelli til að landa titlinum. „Það er líka mikilvægt fyrir sjálfstraustið að ná fyrsta sigrinum hérna,“ sagði Stella sem fannst Valur aldrei lík- legur til að vinna upp forskotið sem Fram náði strax í upphafi. „Munurinn fór minnst niður í þrjú mörk og það kom aldrei nein hræðsla í liðið. Þetta var alltaf öruggt,“ sagði Stella. - gmi Stefnir í æsispennandi úrslitaeinvígi N1-deildar kvenna eftir nokkuð óvæntan sigur á Val í fyrsta leik: Stella og Guðrún Ósk tryggðu Fram sigur SKAPHEITUR Einar Jónsson, þjálfari Fram, er líflegur og hann tekur hér dans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeistarabikarnum í Þorlákshöfn í gær eftir að hafa unnið 78-72 sigur á Þórsurum í fjórða leik liðanna í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Grind- víkingar unnu þar með einvígið 3-1 en þeir urðu síðast Íslandsmeistar- ar 1996 og standa uppi sem verð- skuldaðir meistarar í ár. Þeir voru einfaldlega besta lið tímabilsins. J‘Nathan Bullock var valinn verðmætasti leikmaður úrslita- keppninnar og skyldi engan undra. Þessi ógnarsterki leikmaður býr yfir miklum hæfileikum og var hreinlega magnaður í leiknum í gær. Hann skoraði 36 stig auk þess að taka átta fráköst. Heimamenn réðu engan veginn við hann. Íþróttahúsið í Þorlákshöfn var verulega þétt setið, hitastigið hátt og spennustigið enn hærra. Leik- urinn hafði þar að auki upp á allt það að bjóða sem úrvals körfubolta- leikur þarf að hafa. Skemmtileg tilþrif, körfur í öllum regn bogans litum og spennu allt til loka. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta fjórð unginn en sveiflurnar áttu eftir að verða miklar og voru heimamenn þremur stigum yfir í hálfleik. Allt annað var að sjá Grindavíkurliðið varnarlega frá síðasta leik og það byrjaði seinni hálfleik á 12-0 kafla. Þórsarar misstu andstæðinga sína aldrei mjög langt fram úr sér og spennan hélt allt til loka. Það trylltist allt í kofanum þegar leik- tíminn rann út og ljóst að bikarinn var á leið í Grindavík. „Þetta er ótrúlega sætt. Þessi bið er loks á enda.“ sagði reynslu- boltinn Páll Axel Vilbergsson eftir leikinn. „Þetta hefur alltaf verið markmiðið ár eftir ár, alltaf á að gera betur á næsta ári og von- brigði aftur og aftur. Svo að ná því loksins einn daginn…“ Páll Axel var mikið á bekknum í úrslitunum og segir hann það hafa tekið á taugarnar. „Það var hrika- legt að horfa á þetta. Það sem er að skila okkur þessu er liðsheild og barátta. Þegar það er ekki til staðar hjá okkur þá erum við ekkert sérstakir. Menn voru fastir fyrir í dag og barátta um lausa bolta,“ sagði Páll. En hvernig á að fagna þessu? „Ætli ég fari ekki bara í Bláa lónið og slaki á! Ég er orðinn svo gamall að ég get ekkert verið að fagna þessu fram eftir. Ég pússa bara golfsettið og fer út á völl.“ Öskubuskuævintýri Þórsara tók þar með enda en þeir hafa komið gríðarlega á óvart í vetur. „Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lé legir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs. „Yfir veturinn reiknaði enginn með neinu frá okkur en um leið og búið var að taka okkur góða og gilda þá var búið að afskrifa okkur eftir það. Ég verð að hrósa mínu liði, þessir strákar hafa skrifað hvern kaflann á fætur öðrum í sögubækurnar og geta farið stoltir út úr þessu tímabili,“ sagði Benedikt Guðmundsson. - egm BIÐIN LANGA LOKSINS Á ENDA Grindvíkingar urðu Íslandsmeistarar í gær. Liðið vann sigur í stórskemmtilegum leik í Þorlákshöfn. Aldur- inn er farinn að segja til sín hjá Páli Axeli Vilbergssyni sem fagnar sigri í Bláa lóninu og á golfvellinum. VINSÆLL OG VEIT AF ÞVÍ Kátur stuðningsmaður Grindavíkur lyftir hér fyrirliðanum Páli Axeli Vilbergssyni á loft í leikslok í gær. Páll Axel og félagar eru vel að Íslandsmeistaratitlinum komnir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.