Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 2

Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 2
30. júní 2012 LAUGARDAGUR2 SPURNING DAGSINS DÝRALÍF „Það er ódýrt að fara í hvalaskoðun á Patreksfirði skal ég segja þér,“ segir Bríet Arnar- dóttir sem býr á Patreksfirði. Þar geta vegfarendur hæglega séð hnúfubaka frá götum bæjarins. Bríet telur að um fimm skepnur svamli um fjörðinn. Ásthildur Sturludóttir, bæjar- stjóri Vesturbyggðar, segir bæjar- búa og gesti vitanlega hæstánægða með þennan skemmtilega brag sem dýralífið setur á mannlífið þar vestra. „Já, já, það er bara ókeyp- is hvalaskoðun á Patreksfirði. Ég þarf ekki annað en að horfa út um stofugluggann hjá mér til þess að sjá stökkvandi hnúfubak, það er ekki amalegt,“ segir hún. Hún segir að þessu megi þakka að krökkt sé af smásíld í firðinum. Bílddælingar fara heldur ekki varhluta af stórhvelum því þegar blaðamaður var á ferð um Arnar- fjörðinn sá hann tvo hnúfubaka úti á firði. Bríet segir að lengi hafi hnísur sést á sunnanverðum Vestfjörðum en það sé einungis nú hin síðustu ár sem þessir risavöxnu hvalir láti sjá sig. Hún segir að þeir hafi verið tíðir í firðinum síðastlið- ið sumar svo hver veit nema þeir verði árlegir gestir héðan af. Hún lét sér ekki nægja að horfa á ris- ana frá fjöruborðinu en gerði sér nýlega ferð út á fjörð til að líta þá í návígi. „Þeir voru mjög gæfir, stundum vorum við ekki nema tvo metra frá þeim og þeir létu bara vel af því,“ segir hún. Hún segir enn fremur að stundum komi þeir mjög nálægt landi svo landkrabb- arnir fá sín tækifæri líka til að líta risana. jse@frettabladid.is Sér hnúfubakinn út um stofugluggann Fimm hnúfubakar eru á sveimi um firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjar- stjóri Vesturbyggðar fylgist með herlegheitunum út um stofugluggann hjá sér. RISINN Á FIRÐINUM Þarna má sjá einn hvalinn veifa sporði en það fer vel á því að bærinn Hvalsker er í baksýn mitt yfir sporð- inum. MYND/BRÍET ARNARDÓTTIR KOSNINGAR Ástþór Magnússon segir að brotið hafi verið á sér sem frambjóðanda og síðan á kjós- endum og því séu forsetakosning- arnar ólöglegar sem fram fara í dag. Hann hefur sent Hæstarétti Íslands stjórnsýslukæru. Ástþór segist enn fremur vera misrétti beittur þar sem meðmæla- listar annarra frambjóðenda hafi ekki verið rannsakaðir jafnvel þótt bent hafi verið á að meðmælenda- listar Þóru Arnórsdóttur hafi haft svipað yfirbragð og listarnir hans. Þar segir hann að ekki hafi verið lagastoð fyrir því að ógilda forseta- framboð sitt á þeim forsend- um sem innan- ríkisráðuneyt- ið gerði. Engar sannanir liggja fyrir um að meðmælenda- listar hafi verið falsaðir, enginn hafi verið handtek- inn vegna málsins og engar yfir- heyrslur farið fram. „Eftir því sem tíminn líður er að afhjúpast meiri og meiri póli- tískur þefur í kringum þetta mál,“ segir Ástþór. „Vinnubrögð innan- ríkisráðuneytisins og meðferðin á framboði mínu er á skjön við góða stjórnsýsluhætti, meðalhófsreglu og eðlileg vinnubrögð í réttarríki lýðræðisþjóðfélags.“ Framboð Ástþórs Magnússonar var ógilt í byrjun mánaðarins þar sem innanríkisráðuneytið taldi að ekki lægi fyrir lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjör- dæmis. - jse Ástþór Magnússon hefur sent inn stjórnsýslukæru vegna forsetakosninganna: Segir kosningarnar ólöglegar ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Með á nótunum......... „Þrír af hverjum fimm atvinnurekendur auglýsa ekki eftir starfskröftum” Það er í góðu lagi því að hér kemur reynslubolti sem hefur áhuga á þínu fyrirtæki. Það sem ég hef upp á að bjóða er: • Kennsluréttindi „Diplóma“ • Raftæknifræði „Hönnun í AutoCad“ • Meistarabréf „Rafvirkjun“ • Eftirlit með verkþáttum á verkstað • Fyrirbyggjandi eftirlit með tæknibúnaði • Verklýsingar verkþátta <> Kostnaðarreikna verkliði • Reynsla í stjórnun Ég á mjög auðvelt með að umgangast annað fólk, ég er með góða samskiptahæfileika og mikla reynslu að vinna undir álagi. Ég hef ég líka áhuga á að prófa eitthvað alveg nýtt. Ef þú hefur áhuga á manni með alhliða verkþekkingu. Endilega hafðu sambandi við Stefán B. Sigtryggsson Netfang: stefan.birgir@internet.is Síma 615 3010 eða 778 5767 Haraldur, er þá enginn hrossabrestur? „Síður en svo, það er nóg af góðum og flottum hrossum handa öllum Íslendingum sem kunna að ríða.“ Haraldur Þórarinsson, formaður Land- sambands hestamannafélaga á Íslandi, sagði í Fréttablaðinu í gær að það væru of margir hestar á Íslandi miðað við þá sem eru að nota þá. SAMFÉLAGSMÁL Þolendur kyn- ferðisbrota presta um allan heim eru í 95 prósentum tilvika konur. Þetta kemur fram í bókinni When Priests and Pastors Prey sem Heimsráð kirkjunnar og kristileg alþjóðasamtök stúdenta gefa út. Samkvæmt rannsókn sem gerð var við Baylor-háskólann í Texas hafa þrjú prósent allra kvenna sem sækja kirkju í Bandaríkj- unum orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu presta sinna, samkvæmt frétt Kristilega dagblaðsins í Dan- mörku. Með útgáfu bókarinnar er vonast til að þögnin verði rofin þannig að kirkjuyfirvöld fari að taka á vandanum. - ibs Bók um kynferðisbrot presta: Konur oftast þolendurnir BRETLAND Tveir menn hafa verið handteknir grunaðir um að hafa verið að skipuleggja hryðju- verkaárás á leikvang Ólympíu- leikanna í London samkvæmt frétt dagblaðsins Telegraph. Handtökuskipun var gefin út þegar lögreglunni bárust upplýs- ingar um að tveir menn hegðuðu sér grunsamlega nærri leikvang- inum á mánudagskvöld. Mennirn- ir tveir voru handteknir á heimil- um sínum snemma á fimmtudag. Vinur mannanna tengdi hand- tökuna við kanóferð þeirra á ánni Lea sem rennur í gegnum ólymp- íusvæðið. Leikarnir hefjast eftir tæplega mánuð í London. Óttast árás á ólympíuleikvang: Tveir grunaðir um hryðjuverk STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun hefur lokið athugun sinni á því hvernig félagið utan um byggingu Þorláksbúðar í Skálholti hefur ráð- stafað styrkjum sínum. Könnunin gefur ekki tilefni til athugasemda, að því er segir í bréfi Ríkisendur- skoðunar til forseta Alþingis. Illa gekk að fá upplýsingar frá félaginu og fengust þær skýring- ar að lokum að bókhald hefði ekki verið fært vegna fjárskorts. Ríkis- endurskoðun áréttar í niðurstöðu sinni að félagið sé bókhaldsskylt og gagnrýnir að reikningslegt upp- gjör hafi ekki verið tekið saman. „Jafnframt bendir stofnunin á nauðsyn þess að þeir aðilar sem taka ákvörðun um að veita styrki úr ríkissjóði hafi þessa lagaskyldu ávallt í huga, ekki síst þegar veitt- ir eru styrkir öðru sinni til sama aðila,“ segir í niðurstöðunni. Þá telur Ríkisendurskoðun að óvissa ríki um fjárhagsstöðu félagsins, enda eigi það von á reikningum upp á „nokkrar millj- ónir“ að sögn stjórnar þess og skuldi þar að auki eina milljón frá fyrra ári og 400 þúsund króna yfir- drátt. - sh Ríkisendurskoðun telur óvissu ríkja um fjárhagsstöðu félagsins um Þorláksbúð: Engar athugasemdir við Þorláksbúð ÞORLÁKSBÚÐ Alþingismaðurinn Árni Johnsen hefur verið einn helst hvata- maðurinn að byggingu Þorláksbúðar. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VILH ELM BANDARÍKIN, AP Gróðureldar í Colorado Springs í Coloradofylki í Bandaríkjunum hafa kostað að minnsta kosti eitt mannslíf síðan þeir kviknuðu þann 23. júní. Innan við tíu er saknað vegna eldanna, sem hafa eyði- lagt 346 heim- ili í úthverf- um Colorado Springs. Eldarnir eru þeir skæðustu í sögu Colorado, og hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti lýst yfir neyðarástandi í fylkinu. Herflug- vélar og þyrlur hafa hjálpað til við að slökkva eldana ásamt þúsundum slökkviliðsmanna á jörðu niðri. Íbúum á hættusvæðum hefur verið gert að yfirgefa heimili sín. „Í þessum húsum eru munir sem fólk hefur eignast á löngum tíma og nú er það allt horfið,“ sagði tals- maður eins hverfaráðanna í Color- ado Springs. Óvíst er um upptök eldanna. - bþh Gróðureldar í Colorado: Einn hefur týnt lífi í eldinum BARACK OBAMA VIÐSKIPTI BSRB gagnrýnir hug- myndir um að stjórnendum Eim- skips verði gert kleift að kaupa hlut í fyrirtækinu á lægra gengi en fengist á markaði. Stefnt er að því að setja Eim- skip á markað í september. BSRB bendir á að ekki séu margir mán- uðir síðan Eimskip gekk í gegn- um nauðasamninga og samdi um milljarða afskriftir, meðal annars við lífeyrissjóðina. Þess er krafist að hætt verði að láta almennt launafólk standa undir forréttindum hinna fáu. - bþh Yfirmenn Eimskips fá afslátt: BSRB á móti afslætti toppa SVÍÞJÓÐ Flokkarnir í sænsku ríkis- stjórninni hafa komist að sam- komulagi um að flóttamenn sem eru í felum fái niðurgreidda lækn- ishjálp eins og þá sem hælisleit- endur hafa rétt á. Þetta tilkynnti félagsmálaráðherra Svíþjóðar, Göran Hägglund, í gær. Tillagan verður send viðkom- andi stofnunum til umsagnar en markmið stjórnvalda er að umbæt- urnar taki gildi 1. júlí 2013. Sænsk stjórnvöld hafa sætt gagnrýni Sameinuðu þjóðanna fyrir að hafa ekki veitt flóttamönnum í felum rétt til læknishjálpar. - ibs Stjórnvöld í Svíþjóð: Flóttamenn í felum fái hjálp Ríkið nýti samfélagsmiðla Með því að nýta samfélagsmiðla á borð við Facebook til upplýsingagjafar og samskipta geta stjórnvöld náð til stærri hóps en áður. Þetta er mat starfshóps stjórnvalda sem fjallaði um stefnu stjórnvalda um samskipta- miðla. Bent er á að slík samskipti auki á jákvætt viðhorf almennings. STJÓRNSÝSLA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.