Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 4

Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 4
30. júní 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 29.06.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,568 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,44 126,04 195,69 196,65 157,79 158,67 21,225 21,349 20,936 21,060 17,974 18,080 1,5770 1,5862 190,26 191,40 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is BRUSSEL, AP Leiðtogar ríkjanna á Evrusvæðinu hafa komist að sam- komulagi um lausn á vandræðun- um með gjaldmiðilinn. Einnig hafa langtímamarkmið verið sett. Leið- togarnir funduðu í Brussel í gær. Leiðtogar evruríkjanna sautján samþykktu að veita úr björgunar- sjóðum beint til evrópskra banka í vandræðum, í stað þess að lána rík- isstjórnum til að bjarga bönkunum. Björgunarsjóðir verða einnig notaðir til að skapa stöðugleika um evrópsk ríkisskuldabréf. Þau ríki sem tekið hafa til í ríkisrekstri sínum geta fengið fé úr björgun- arsjóðinum án þess að skuldbinda sig mikið. Evrópuríkin samþykktu jafnframt að binda fastari hnúta um fjármál sín, gjaldmiðla og stjórn- völd. Þannig verður hægt að skapa nýtt og stærra efnahagslegt sam- band í framtíðinni. Ávöxtunarkröfur á ríkisskulda- bréf Spánverja og Ítala lækkuðu vegna samkomulagsins í gær. Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð í gær ríkja enn áhyggjur yfir ástandinu í Evrópu. Flest úrræðin sem sam- þykkt voru verða mánuði að taka gildi og 500 milljarða evra innspýt- ingin gæti reynst of lítil. - bþh Samkomulag náðist um lausnir á vandamálum Evruríkja í Brussel í gær: Bankar fá fé beint úr neyðarsjóðum MÁLIN RÆDD Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á tali við Mario Draghi, bankastjóra Evrópubankans, og Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu. NORDICPHOTOS/AFP MÓTMÆLT Ungur drengur tók þátt í mótmælum í Sýrlandi í gær. Hann hafði málað kinnar sínar í litum andspyrnu- hreyfingarinnar. NORDICPHOTOS/AFP SÝRLAND, AP Hersveitir Assads Sýrlandsforseta létu sprengj- um rigna yfir uppreisnarmenn í úthverfum höfuðborgarinnar Damascus í gær. Tólf eru sagðir hafa fallið í sprengjuregninu. Vikan hefur verið sérlega blóðug í Sýrlandi, að sögn and- spyrnumanna. Erfitt er fyrir blaða- og fréttafólk að henda reiður á hversu margir hafa fallið vegna gríðarlegra tak- markana sem stjórnvöld setja á fréttaflutning af átökunum. Tvær andspyrnuhreyfingar sem taka saman upplýsingar um mannfall í átökunum segja að meira en 125 manns hafi fallið síðasta fimmtudag. Uppreisnarmenn eru farnir að sækja í sig veðrið með öflugri vopnum. Þeim beita þeir í öfl- ugri andspyrnu gegn stjórnar- hernum. - bþh Átökin í Sýrlandi blóðug: Sprengjuregn í Damascus EVE Online kominn til Kína Íslenski tölvuleikurinn EVE Online kom út í sérstakri forútgáfu í Kína á fimmtudag. Útgáfan er liður í sam- starfi CCP, sem gefur út tölvuleikinn, og TianCity, eins stærsta framleiðanda og dreifingaraðila tölvuleikja í Kína. Almenn útgáfa kemur út síðar á árinu. VIÐSKIPTI VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 32° 30° 29° 22° 27° 32° 21° 21° 26° 19° 32° 33° 33° 17° 22° 21° 22° Á MORGUN víða hægviðri MÁNUDAGUR víða hægviðri 7 7 6 810 11 11 14 12 10 4 5 3 3 2 610 4 3 5 4 2 14 13 13 11 10 10 11 13 12 10 KJÖRVEÐUR Sum- arblíða V-til á land- inu í dag en svalara A-til og dálítil væta. Hægviðri að mestu alla helgina. Á morgun verða skúrir á V-helmingi landsins en þurrt A-til. Úrkoma á V- og N-landi á mánudag en styttir upp að mestu fram á þriðjudag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður VIÐSKIPTI Modum Energy og sjóð- ir í rekstri Stefnis, sjóðastýringa- fyrirtækis í eigu Arion banka, hafa gert kauptilboð í 66,6 pró- senta hlut Alterra Power, sem hét áður Magma Energy, í HS Orku. Tilboðið er lagt fram í sam- starfi við Arion banka sem verð- ur þó ekki beinn eignaraðili gangi áformin upp. Til stendur að fjölga í hluthafahópnum gangi samningsviðræður vel og stefnt er að því að skrá HS Orku á hluta- bréfamarkað ef af kaup- unum verður. Unnið hefur verið að málinu frá því í janú- ar og búið er að undir- rita viljayfirlýsingu við Alterra um að báðir aðil- ar hafi áhuga á að ganga frá sölunni. Umfang til- boðsins fæst ekki upp- gefið en stefnt er að því að ljúka kaupunum í síð- asta lagi í haust. Miðað við það gengi sem var á síðustu viðskiptum með hluti í HS Orku er virði hlutarins um 28 milljarðar króna. Modum Energy var stofn- að í febrúar síðastliðnum. Fyrir félaginu fara Alexander K. Guð- mundsson og Eldur Ólafsson. Alex- ander var forstjóri Geysis Green Energy, sem var um nokkurt skeið stærsti eigandi HS Orku, þar til í janúar 2012. Að sögn hans hefur verið unnið að hugmyndinni um að kaupa hlut Alterra síðan þá. „Hugmyndin fæðist á Íslandi. Við höfum verið að vinna að þessu nokkuð lengi. Þetta er upphafið að ákveðinni vegferð en það er mikil vinna eftir.“ Kaup Alterra á HS Orku voru á sínum tíma afar umdeild. Meðal annars var sett í gang ferli, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar þáverandi fjármálaráðherra, til að reyna að tryggja að meirihluti fyr- irtækisins héldist í opinberri eigu. Það ferli skilaði þó engri niður- stöðu og Alterra eignað- ist það nánast að fullu. Fyrir rúmu ári var síðan tilkynnt að Jarð- varmi slhf., félag fjór- tán lífeyrissjóða, hefði keypt 25 prósenta hlut í HS Orku af Alterra fyrir 8,1 milljarð króna. Kaup- þing voru gerð á geng- inu 4,63 krónur á hlut, sem var nokkuð undir áætluðu matsvirði HS Orku. Ástæðan var sú að Alterra hafði greitt hluta fjárfestingar sinnar í HS Orku með aflandskrón- um og naut Jarðvarmi þess afsláttar í kaup- unum. Auk þess fékk Jarðvarmi kauprétt á nýjum hlutum á geng- inu 5,35 krónur á hlut. Þann rétt nýtti félagið sér í febrúar síðast- liðnum. Jarðvarmi á nú 33,4 pró- senta hlut og hefur greitt samtals 12,8 milljarða króna fyrir. Miðað við gengið á síðustu viðskiptum með bréf í HS Orku er virði þess hlutar, sem Modus Energy og Stefnir ætla sér að kaupa, því 27,9 milljarðar króna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur stjórn Jarðvarma verið gerð grein fyrir að tilboð- Íslenskur fjárfestahópur vill hlut Alterra í HS Orku Fyrrverandi forstjóri Geysis Green Energy fer fyrir hóp fjárfesta sem vill kaupa 66,6 prósenta hlut Alterra í HS Orku. Miðað við síðustu viðskipti í HS Orku er virði hlutarins um 28 milljarðar. Stefnt er að skráningu. KOMINN AFTUR Geysir Green Energy seldi Alterra, sem þá hét Magma, hlut sinn í HS Orku í maí 2010. Þá var Alexander K. Guðmundsson (annar frá hægri) for- stjóri Geysis. Hann leiðir nú hóp sem vill kaupa meirihluta í fyrirtækinu af Ross Beaty (í miðjunni). FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þegar Jarðvarmi slhf. jók við hlut sinn í HS Orku í febrúar síðastliðnum var það fyrst og síðast gert vegna þess að stjórnendur fyrirtækisins voru vongóðir um að samkomulag myndi nást við Norðurál um orkusölu til álvers í Helguvík, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þá var hlutafé HS orku aukið og var það gert til að búa fyrirtækið undir framkvæmdir sem það þarf að ráðast í vegna Helguvíkur. Norðurál hefur hug á að byggja álver í Helguvík í fjórum áföngum. 150 MW af orku þarf í hvern áfanga og Norðurál hefur lýst því yfir að álverið verði ekki klárað nema búið sé að tryggja orku fyrir tvo áfanga, alls 300 MW. Viðræður milli Jarðvarma og Norðuráls um lendingu í málinu hafa staðið yfir um nokkurt skeið. Álver í Helguvík mun auka virði HS Orku VERSLUN Verð vörukörfu ASÍ hefur hækkað í öllum mældum verslun- um nema Krónunni síðan í mars. Vörukarfan hækkaði mest í Sam- kaup-Strax eða um 4,4 prósent. Karfan hækkaði í öllum versl- unum um 1,4 til 4,4 prósent. Krón- an var eina verslunin þar sem vörukarfan lækkaði í verði, um 0,1 prósent. Meðal lágvöruverðsverslana hækkaði verð körfunnar mest í Bónus eða um 3,2 prósent. Verðið í Nettó hækkaði um 2,2 prósent. - bþh Verðmunur á vörukörfu ASÍ: Bara Krónan hefur lækkað ið hefði verið á leiðinni. Hún er jákvæð gagnvart því. Jarðvarmi hefur ítrekað lýst því yfir að vilji sé til þess hjá eigendum félagsins að skrá HS Orku á markað. Í til- kynningu frá Modus-hópnum sem send var út í gær kom fram sami vilji til að skrá HS Orku „í kaup- höll á næstu misserum og mun almenningi þannig gefast kostur á að eignast hluti í HS Orku“. thordur@frettabladid.is Hugmyndin fæðist á Íslandi. Við höfum verið að vinna að þessu nokkuð lengi. ALEXANDER K. GUÐMUNDSSON FORSVARSMAÐUR MODUM ENERGY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.