Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 6

Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 6
30. júní 2012 LAUGARDAGUR6 STOFNAÐ 1971 SPEGLALAUS MYNDAVÉL Olympus EPM1DZKIT Speglalaus Pen myndavél með 12.3 milljón punkta upplausn. Tvær M.ZUIKO DIGITAL linsur. 4/3‘’ Live MOS flaga. 3“ LCD skjár. Super Wave Filter rykhreinsi kerfi. Tvíþætt hristivörn. Full HD upptaka með steríó hljóði. Styður SD/SDHC/SDXC kort. HDMI mini og USB tengi. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Hrannarbúðin Grundarfirði. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Verslunin Ranglátur, Tálknafirði. Fjölval, Patreksfirði. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Snerpa Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Valberg, Ólafsfirði. SR Byggingavörur, Siglufirði. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Víkurraf, Húsavík. AUSTURLAND: Tölvulistinn, Egilsstöðum, Kauptún, Vopnafirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuþjónusta Benna, Grindavík. Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík. TILBOÐ 89.990 LÖGREGLUMÁL Réttargæslumaður átján ára stúlku sem kærði Egil Einarsson og unnustu hans fyrir nauðgun í fyrrahaust segir að sú niðurstaða ríkissaksóknara að fella málið niður þýði hvorki að kæra skjólstæðings hans hafi verið röng né að ósekju. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem réttargæslumaðurinn, Guðjón Ólafur Jónsson, sendi frá sér í gær. Í yfirlýsingunni rekur Guðjón Ólafur nokkur atriði sem bendi til þess að stúlkan hafi upplifað sam- skipti sín við Egil þannig að hann hefði brotið gegn henni. Í fyrsta lagi hafi hún horfið í miklum flýti af heimili Egils og skilið þar eftir flíkur, haft sam- band við vinkonur sínar og sagt þeim að sér hefði verið nauðgað. Staðfest sé að hún hafi þá verið hágrátandi. Þá hafi túrtappi verið fjarlægð- ur úr leggöngum hennar á neyð- armóttöku og fundist hafi áverk- ar á kynfærum. Í engu sé vikið að marblettum á handleggjum stúlk- unnar í niðurstöðu ríkissaksókn- ara. Stúlkan kvað þá af völdum Egils. Enn fremur hafi hún verið í meðferð hjá sálfræðingi, sem Réttargæslumaður átján ára stúlku segir hana enga ábyrgð bera á mannorðsmissi Egils Einarssonar: Kæran gegn Agli hvorki röng né að ósekju KÆRÐUR Egill Einarsson var kærður fyrir nauðgun en málið látið niður falla. FLUGVÉL Samskipti við ómannaðar flug- vélar sem notaðar eru í hernaðarskyni eru dulkóðuð en hægt er að ná stjórn á þeim þrátt fyrir það. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Bandarískum tölv- unarfræðingum tókst að hakka sig inn í stjórnkerfi ómannaðrar flugvélar af sömu gerð og banda- ríska leyniþjónustan notar til loftárása og ná þannig stjórn á flugvélinni. Með því tóku vísindamennirnir áskorun bandaríska heimavarn- arráðuneytisins, sem hafði heitið þeim 1.000 bandaríkjadölum sem gæti hakkað sig inn í stýrikerfi ómannaðra flugvéla, að því er segir í frétt BBC. Talið er mögulegt að sams konar tölvuárás hafi grandað ómannaðri flugvél leyniþjónust- unnar yfir Íran á síðasta ári. - bj Hakkarar urðu við áskorun: Náðu stjórn á ómannaðri vél NOREGUR Í Buskerud í Noregi hafa umræður um hvar byggja skuli nýtt sjúkrahús staðið yfir í 20 ár. Nú hafa forstöðumenn sjúkrahúss- ins í Drammen ákveðið að grípa til þeirrar bráðabirgðalausnar að láta reisa tveggja hæða hótel með 24 stofum fyrir sjúklinga, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins. Framkvæmdin vegna hótelbygg- ingarinnar og 70 bílastæða mun kosta 36 milljónir norskra króna, jafngildi um 750 milljóna íslenskra króna. Samkvæmt áætlun á að rífa bygginguna eftir tíu ár. Bílastæðin verða einnig fjarlægð þá. -ibs Deilt um sjúkrahús: Byggja nýtt og rífa eftir tíu ár segi hana bera öll einkenni fórn- arlamba kynferðisbrota. „Þrátt fyrir niðurstöðu ríkis- saksóknara hlýtur það að vera kærða umhugsunarefni hvers vegna 18 ára stúlka kýs að leita beint á Neyðarmóttöku um miðja nótt eftir samskipti sín við hann og kæra hann síðar fyrir kynferðisbrot,“ segir Guðjón Ólafur. Stúlkan geti hins vegar enga ábyrgð borið á mögulegum mannorðsmissi hans. Í þeim efnum verði Egill að líta í eigin barm. - sh VIÐSKIPTI Farice ehf. hyggst næstum þrefalda verð á þeirri þjónustu sem fyrirtækið veitir. Farice rekur tvo af þremur sæstrengjum sem tengja Ísland við umheiminn. Núgildandi samningur fyrirtæksins við Símann og Vodafone rennur út í október. Nái verðhækkun Farice fram að ganga þýðir það umtals- verða hækkun á verðlagningu á internetþjónustu til neytenda á Íslandi. Sævar Freyr Þráinsson, for- stjóri Símans, segir viðræður hafa staðið síðan í janúar. Hann segir þær enn vera í gangi og að niðurstaða muni liggja fyrir í sumar. - bþh Farice hyggst hækka verð: Internetverð mun hækka SVEITARSTJÓRNIR Innri endurskoð- un Reykjavíkurborgar ítrekar athugasemd sína um nauðsyn þess að settur verði á fót vett- vangur til umræðu um siðaregl- ur starfsmanna og borgarfull- trúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari við fyrir- spurn Vinstri grænna og Sjálf- stæðismanna í borgaráði. Fram kemur að innri endur- skoðun telji vert að undirstrika mikilvægi þess að aðilar séu vakandi yfir mögulegum hags- munatengslum í störfum sínum og samskiptum. Í svarinu segir að reglur um skráningu fjárhagslegra hags- muna séu háðar túlkunum. Því megi velta fyrir sér hvort ferð borgarfulltrúa Besta flokksins í jómfrúarferð WOW falli undir þessi ákvæði eða ekki. - bþh Vilja vettvang til umræðu: Siðareglur háð- ar túlkunum SKIPULAGSMÁL Engin bygging verður rifin niður eða færð til við Austurvöll og Ingólfstorg, sam- kvæmt tillögu sem fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um skipu- lag á svæðinu. Niðurstöður sam- keppninnar voru kynntar í gær. Nasa mun áfram standa við Austurvöll, en samkvæmt vinn- ingstillögunni mun húsið verða endurbyggt sem skemmti- og ráð- stefnusalur. „Þetta er tillaga sem miðar að því að byggja markvisst upp í miðbænum, en á forsendum þeirr- ar byggðar sem fyrir er án þess að rífa nokkuð eða færa nokkur hús. Þannig að öll eldri byggð fær að vera og njóta sín. Það sem verður svo byggt nýtt verður annaðhvort í beinu sam- hengi við þau hús sem fyrir eru eða í samhengi við sögu og anda staðarins,“ segir Páll Hjalta- son formaður skipulagsráðs og formaður dómnefndar um nýja skipulagið. Páll segir tillöguna vera mikla verndunartillögu. „Húsin á Vallarstræti fá að halda sér og það verður byggt á milli þeirra. Þar verða skrif- stofubyggingar og þjónusta. Á jarðhæðinni á að vera verslun. Svo er þessi djarfa hugmynd að endurbyggja á lóð gamla Hótels Íslands. Þar stóð áður hótel sem brann árið 1944.“ Páll segir að götumyndin og götuform muni einnig taka veru- legum breytingum og verða í lík- ingu við það sem var í kringum þarsíðustu aldamót. „Um leið er verið að endurvekja gömlu göturnar Vallarstræti og Veltusund. Þessar götur eru í dag endagötur í torgi, en verða aftur að sundum og götum í anda Fischer sunds og Bröttugötu,“ segir Páll. Páll segir að næsta skref sé að eigandi lóðarinnar semji við vinn- ingshafa um framhald og þróun tillögunnar. Hann vonast þó eftir að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. „Ég myndi óska þess að það væri hægt að hefja uppbyggingu á hótelbyggingunni og Vallarstræti tiltölulega fljótt. En skipulagsmál eru seinleg og gerast hægt.“ Alls bárust 68 tillögur í hug- myndasamkeppnina. Fyrstu verð- laun hlutu ASK arkitektar en höf- undar vinningstillögunnar voru arkitektarnir Þorsteinn Helgason og Gunnar Örn Sigurðsson. katrin@frettabladid.is Nasa fær að standa áfram við Austurvöll Niðurstöður hugmyndasamkeppni um uppbyggingu í miðborg Reykjavíkur voru kynntar í gær. Samkvæmt vinningstillögunni verður ekkert hús rifið eða fært. Nasa mun áfram standa við Austurvöll en verður gjörbreytt frá sem var. LANDSÍMAREITURINN Gamla gatnakerfið frá þarsíðustu aldamótum verður endur- vakið með nýja skipulaginu. KJÖRKASSINN Ætlar þú að kjósa í forsetakosn- ingunum á morgun? JÁ 87,1% NEI 12,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér Íslendingar ganga vel um umhverfi sitt? Segðu skoðun þína á Vísir.is Þetta er tillaga sem miðar að því að byggja markvisst upp í mið- bænum. PÁLL HJALTASON FORMAÐUR SKIPULAGSRÁÐS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.