Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 8

Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 8
30. júní 2012 LAUGARDAGUR8 merkjaraðir í tilefni af nýrri þjónustuleið, B-póstur fyrir 0-50g bréf innanlands. Um er að ræða yfirprentun á frímerkinu „50 ár frá upphafi fyrsta þorskastríðsins“ sem útgefið var 2008 og myndefni hins merkisins er sveppurinn Móhnefla. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: stamps@postur.is Heimasíða: www.stamps.is Safnaðu litlum lis taverkum VEISTU SVARIÐ? FRÉTTASKÝRING Hver er framtíð nýtingar á helstu nytjastofnum sjávar? Að beiðni sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytis hefur Haf- rannsóknastofnunin unnið að mótun nýtingarstefnu og aflareglu fyrir ýsu og liggja nú fyrir tillög- ur sem kynntar hafa verið fyrir ráðuneyti og hagsmunaaðilum. Á alþjóðavettvangi er gert ráð fyrir því að fyrir hendi séu nýt- ingaráætlanir fyrir alla helstu fiskistofna. Þorskaflareglan, lang- tímanýtingarregla fyrir þorsk við strendur Íslands, er dæmi um slíka nýtingaráætlun og fram- kvæmd hennar. Þessi aflaregla í þorski hefur reynst afar vel. Um það er ekki deilt. Nú eru að koma inn í við- miðunarstofninn þrír meðalsterk- ir árgangar sem gætu skilað allt að 250 þúsund tonna þorskveiði svo snemma sem árið 2016. 20% aflareglan tók gildi árið 2009, en þeirri aðgerð er helst þakkaður góður árangur uppbyggingar- starfsins. Aflaregla í þorski kom hins vegar til 1995 og hefur verið breytt í fjórgang í grundvallar- atriðum. Stjórnvöld hafa hins vegar verið sein til að koma á fót aflareglum fyrir aðra mikilvæga nytjastofna okkar Íslendinga. Nú hafa stjórn- völd tekið við sér og haft frum- kvæði að því að taka upp viðræður við atvinnugreinina um að koma á langtímanýtingarstefnu fyrir fleiri fiskistofna. Þar fer fremst ýsan ásamt ufsa og karfa en verið er að vinna að því að koma á afla- reglum fyrir fleiri tegundir. Það eru stjórnvöld sem eiga að hafa forystu um þetta atriði, enda er það á ábyrgð stjórnvalda að nýtingarstigið sé hæfilegt og skynsamlegt og að nýtingin sé sjálfbær. Það er hins vegar Haf- rannsóknastofnunin sem leggur fram tæknilega aðstoð. Nú liggur á borðinu tillaga um aflareglu fyrir ýsuna, þar sem gert er ráð fyrir því að 40% af 45 sentímetra ýsu og stærri séu veidd. Aflaregla er því stærð- arháð, ólíkt því sem er í þorski. Það kemur til af því að sveiflur í árgangastærð í ýsu er miklum mun meiri en í þorski. „Þetta er regla sem er talin standast allar ýtrustu kröfur um sjálfbærni og varúðarsjónarmið. Eins að hún gefi hámarksafrakstur til langs tíma litið,“ sagði Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Hafró, þegar skýrsla um stöðu nytjastofna okkar og aflahorfur var kynnt fyrir skömmu. Í máli Jóhanns kom fram að stofnunin myndi vinna í samræmi við þessa tillögu þangað til hún, eða önnur aflaregla, yrði samþykkt. Framreikningar sýna að ýsu- stofninn mun halda áfram að minnka á komandi árum og líkur á að hann verði nálægt sögulegu lágmarki árin 2014-2015. Komið hafa fram efasemdir um mat fiski- fræðinga á ástandi og horfum í stofninum, og farið hefur verið fram á að stofnunin fari aftur yfir ráðgjöf sína í ýsu enda sé ráðlagð- ur aflasamdráttur ekki í samræmi við núverandi ástand. Á síðustu tveimur árum hefur farið fram greining á hugsanleg- um aflareglum fyrir stjórn ufsa- veiða. Til að ná hámarksafrakstri úr ufsastofninum til lengri tíma litið er mælt með sams konar afla- reglu og notuð er við stjórn þorsk- veiða. svavar@frettabladid.is Vilja setja aflareglur fyrir helstu tegundir Tillögur að nýtingarstefnu og aflareglu fyrir ýsu liggja á borðinu. Unnið er að því að slík nýtingarstefna verði sett fyrir aðra helstu nytjastofna okkar, eins og gert er ráð fyrir á alþjóðavettvangi. Eftir ýsunni koma ufsi, karfi og loðna. GÓÐUR ÞORSKAFLI Aflaregla í sinni einföldustu mynd tengir saman mat á stofnstærð og leyfilegan heildarafla. 20% aflaregla í þorski tók gildi árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE Árekstur í Garðabæ Sjö voru fluttir á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur við Olís í Garðabæ á þriðja tímanum í gær. Hafnarfjarðarvegi var lokað í um klukkustund vegna slyssins. LÖGREGLUMÁL DÓMSMÁL Þrír pólskir menn sem ákærðir eru fyrir að flytja til lands- ins tæp níu kíló af amfetamíni í sápubrúsum í apríl tóku sér í gær frest fram í næstu viku til að taka afstöðu til ákærunnar. Mennirnir hafa sætt gæsluvarð- haldi síðan þeir voru handteknir og voru færðir í járnum fyrir dómara í gær. Í upphafi þinghaldsins var hvorki túlkur né einn einasti verj- andi í dómsalnum. „Þetta er nú dálítið skrýtin uppákoma,“ sagði dómarinn Guðjón Marteinsson, en hann þurfti ekki að bíða lengi því í ljós kom að túlkurinn og verjandinn sem mætti fyrir hönd allra sakborn- inganna höfðu beðið á röngum stað í húsinu. Mennirnir hafa játað sök að hluta til við yfirheyrslur hjá lögreglu – gengist við því að hafa flutt til landsins töskur sem innihéldu eitt- hvað misjafnt, en hafa þó ekki við- urkennt að þeir hafi verið upplýstir nákvæmlega um innihald sápubrús- anna eða að þeir hafi starfað í sam- einingu að innflutningi allra kíló- anna níu. Mennirnir munu mæta fyrir dóm- inn á miðvikudaginn kemur og taka afstöðu til ákærunnar. - sh Dómari þurfti að bíða eftir verjendum og túlki í máli þriggja Pólverja: „Dálítið skrýtin uppákoma“ TÓKU SÉR FREST Mennirnir þrír ákváðu að taka sér frest fram í næstu viku til að lýsa sig annaðhvort seka eða saklausa. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR AKUREYRI Endurvinnslustöðin við Réttarhvamm á Akureyri verður flutt að Furuvöllum 11 á næstu dögum. Móttakan lokaði á mið- vikudag vegna flutninganna og opnar aftur næsta miðvikudag. Þetta þýðir að ekki verður hægt að koma með endurvinnsluúrgang og sorp til starfsstöðvarinnar í fjóra virka daga. Frá því er greint á vef Akur- eyrar vikublaðs að aðstaðan muni batna töluvert við flutningana og mun meðal annars verða mögulegt að flokka þar plast. - sv Lokað í viku vegna flutninga: Endurvinnslan á Akureyri flutt Þetta er regla sem er talin standast allar ítrustu kröfur um sjálfbærni og varúðarsjónarmið. Eins að hún gefi hámarks afrakstur til langs tíma litið. JÓHANN SIGURJÓNSSON FORSTJÓRI HAFRÓ 1 Hver eldar með Holta á ÍNN? 2 Hver er menntun Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur? 3 Hver skoraði bæði mörk Ítala gegn Þjóðverjum í undanúrslitum EM í knattspyrnu? SVÖR FLUG Vélar Icelandair hafa farið um 400 sinnum í loftið á viku undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Icelandair var stund- vísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í langflugi í maí. Flug- félagið var með 91,1 prósents stundvísi og er einnig í efsta sæti þegar fyrstu fimm mánuðir ársins eru skoðaðir, með 89,9 prósent. Framkvæmdastjóri Icelandair segir í tilkynningu að ánægju- legt sé að fá staðfestingu á því að félagið standi eins framarlega á þessu sviði og raun ber vitni. - sv Icelandair mælist í efsta sæti: Stundvísast í allri Evrópu ENGLAND Karlar sem þvo upp og sinna öðrum almennum heim- ilisstörfum eru hamingjusamari en aðrir karlar. Þetta er niður- staða könnunar sem starfsmenn við Cambridge-háskólann í Eng- landi gerði á viðhorfum karla. Rannsakendur áttu von á að konur sem væru í samböndum þar sem verkaskiptingin á heim- ilinu væri jöfn væru talsvert hamingjusamari en aðrar konur. Sú var ekki raunin heldur voru það karlarnir í slíkum sambönd- um sem voru ánægðari en við- miðunarhópur. - ibs Rannsókn Cambridgeháskóla: Uppþvotturinn veitir hamingju 1. Kristján Þór Hlöðversson 2. Hún er lög- fræðingur að mennt 3. Mario Balotelli.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.