Fréttablaðið - 30.06.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 30.06.2012, Síða 10
30. júní 2012 LAUGARDAGUR10 EFNAHAGSMÁL „Við gengum í eina sæng með Poptech í þetta skipti sérstaklega til að kynna hugmynd- ina um þrautseigju, sem hefur mikið gildi einmitt um þessar mundir og mun gera áfram á 21. öldinni,“ segir Nancy Kete, fram- kvæmdastjóri Rockefell- er-stofnunarinnar í New York, sem er helsti bak- hjarl Poptech-ráðstefn- unnar sem lauk í Hörpu í gær. John D. Rockefell- er setti Rockefeller- stofnunina á fót fyrir 99 árum til að vinna að góðgerðarmálum. „Við höfum haft sama mark- mið frá upphafi: að stuðla að velferð mann- kyns,“ segir Kete. „Og um þessar mundir erum við einkum að reyna að auka velferð í heimin- um með því að ýta undir þrautseigju og hagvöxt sem allir samfélagshóp- ar njóta.“ Forsvarsmaður Pop- tech vinnur nú að bók um hugtakið þraut- seigju (e. resilience) og því ákváðu Rockefeller-stofnunin og Poptech að vinna saman að ráðstefnum með þrautseigju sem meginþema. En hvers vegna varð Ísland fyrir valinu sem vettvangur þeirrar umræðu? „Fólk getur rætt um þrautseigju í mörgu ólíku samhengi sem hvert og eitt virðist kannski standa sér á báti en á þó þegar betur er að gáð mjög mikið sameiginlegt hvert með öðru. Undanfarin ár höfum við helst fjallað um þrautseigju í samhengi við efnahagsmál – hvort hagkerfi og fjármálastofnanir séu þrautseigar og eigi auðvelt eða erfitt með að mæta óvæntum áföllum. Ísland hefur verið í forgrunni þessarar umræðu og fólk hefur fylgst náið með því hvernig Ísland hefur hafið sig upp úr erfið- leikunum sem fylgdu bankahruninu. Það er ein ástæða,“ segir Kete. „Svo er Ísland líka ein- stætt vistkerfi. Hér er eldvirkni – og það er ekki líkingamál – og hér geta óvæntir atburðir gerst í náttúrunni sem breyta landslaginu til fram- búðar, í bókstaflegri merkingu. Þess vegna er Ísland gott dæmi um land með þrautseigum íbúum sem eru vanir því að þurfa að laga sig að nýjum aðstæðum.“ Kete kom ekki að því að velja ræðumennina á ráðstefnuna en þeir höfðu mjög ólíkan bakgrunn, eins og hefur tíðkast á fyrri ráð- stefnum Poptech. „Bakgrunnur þeirra er ólíkur en málflutningur þeirra á samt margt sameiginlegt. Langflestir tala um þrautseigju, og þá gildir einu um hvers konar kerfi er rætt – manneskju, samtök, fyr- irtæki eða vistkerfi – alltaf snýst þetta um hvort kerfið er fært um að bregðast við álagi eða áfalli og halda samt helstu einkennum sínum og virkni.“ stigur@frettabladid.is Ísland gott dæmi um þrautseigju Þrautseigja var þema Poptech-ráðstefnunnar sem lauk í Hörpu í gær. Framkvæmdastjóri Rockefeller- stofnunarinnar segir hana stórt viðfangsefni á nýrri öld. Íslendingar séu gott dæmi um þrautseiga þjóð. UMHUGAÐ UM VELFERÐ MANNKYNS Nancy Kete stýrir Rockefeller-stofnuninni, góðgerðarstofnun sem hefur það að markmiði að stuðla að velferð mannkyns alls. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HÚSNÆÐISMÁL Biðlisti eftir félagslegum leigu- íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er hlutfalls- lega næststystur í Kópavogi miðað við íbúa- fjölda. Þá er fjöldi íbúða næstmestur þar á hverja þúsund íbúa af öllum sveitarfélögum landsins. Fréttablaðið greindi frá því á fimmtu- dag að biðlisti eftir félagslegum leiguíbúð- um væri hlutfallslega lengstur í Kópavogi af öllum stærstu sveitarfélögum landsins sé fjöldi fólks á lista borinn saman við fjölda íbúða. Alls eru 392 íbúðir og 241 á biðlista, eða 61,5 prósent. Meira en 1.300 manns eru á biðlistum eftir félagslegum leiguíbúðum í stærstu sveitarfélögum landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er misjafnt á milli sveitarfélaga hvaða skil- yrði þarf að uppfylla til að komast á listann, til að mynda varðandi tekjuviðmið og bið- tíma. „Ef Kópavogsbær notaði sömu viðmið og Reykjavík mundi fólki á biðlistum fækka um 114,“ segir Arna Schram, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar. „Það væru þá 170 á biðlistan- um í Kópavogi en ekki 284.“ Til að komast á biðlista í Reykjavík þarf íbúi að hafa búið þar í þrjú ár en einungis í sex mánuði í Kópavogi. Tekjuhámarkið í Reykjavík er ríflega 2,8 milljónir en um 3,7 milljónir í Kópavogi. Miðað við það ætti list- inn í Kópavogsbæ að styttast til muna væru sömu viðmið notuð og í Reykjavík. - sv Fólki á biðlista eftir félagslegum íbúðum í Kópavogi mundi fækka um 114 væru viðmið söm og í Reykjavík: Kópavogur með hærri tekjuviðmið en Reykjavík KÓPAVOGSBÆR Tekjuhámark Kópavogsbæjar vegna umsókna á íbúðum er 3,7 milljónir á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÓLI Sumir nemendanna hafa ekki verið í skóla í 40 til 50 ár, eða síðan þeir hættu í Heyrnleysingjaskólanum. MENNTAMÁL Útskriftarathöfn Döffmenntaskólans fór í gær. Um er að ræða fyrsta námskeið sinn- ar tegundar á landinu og snýr að símenntun fyrir heyrnarlausa á þeirra móðurmáli, táknmáli. Þróunarsjóður framhalds- fræðslu veitti Mími-símenntun styrk til verkefnisins í fyrra til að þróa grunnnám fyrir heyrnar- lausa í samstarfi við fleiri, að því er segir í tilkynningu. - sv Símenntun heyrnarlausra: Fyrsta útskriftin ATVINNULÍF Hátæknifyrirtækið Marel fagnaði því í gær að tutt- ugu ár eru liðin síðan hlutabréf fyrirtækisins voru skráð á hluta- bréfamarkað. Árið 1983, við formlega stofn- un Marels, voru tekjurnar 20 milljónir króna. Árið 2011 voru tekjurnar 105 milljarðar króna og Marel er nú stærsta skráða félagið á Nasdaq OMX Iceland miðað við markaðsvirði. Hluthafar Marels eru í dag um 2.200 talsins en þeir voru 242 í lok árs 1992 eða sama ár og félagið var skráð á markað. Sé litið til veltu fyrirtækisins á þessum árum sést að Marel hefur vaxið meira en 5.600-falt til þessa dags. Það jafngildir 35 prósenta vexti á ári, talið í íslenskum krónum. Hjá Marel starfa nú rúmlega fjögur þúsund manns um allan heim, þar af um 480 á Íslandi. Marel rekur framleiðslueining- ar á sextán stöðum víðs vegar um heiminn og þjónustu- og sölu- skrifstofur á þrjátíu stöðum auk þess að hafa um 100 dreifingar- aðila á sínum snærum. Marel á rætur sínar að rekja til rannsóknarverkefnis í Háskóla Íslands þar sem þróuð var tölvu- vog fyrir íslenskan fiskiðnað. Félagið framleiðir nú hátækni- búnað fyrir marga af stærstu matvælaframleiðendum heims í kjúklinga-, fisk- og kjötiðnaði. - shá Tuttugu ár liðin síðan hlutabréf Marel fóru á markað: Marel hefur vaxið 5.600-falt frá 1983 LENTUR Kínverski geimflugstjórinn Jing Haipeng lenti í Mongólíu eftir að hafa flogið með Shenzhou-9 geimflauginni að fyrirhugaðri geimstöð Kínverja. NORDICPHOTOS/AFP Hér er eld- virkni – og það er ekki líkingamál – og hér geta óvæntir atburðir gerst í náttúrunni sem breyta landslaginu til frambúðar. NANCY PETE FRAMKVÆMDASTJÓRI ROCKEFELLER- STOFNUNARINNAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.