Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 30.06.2012, Qupperneq 16
30. júní 2012 LAUGARDAGUR16 Þ etta er náttúrlega bara ævin- týramennska. Við sáum fram á ódýra búsetu hér í stað þess að leigja fyrir sunnan,“ segir Atli Gunnarsson brosandi um búsetuna að Mánaskál, eina bænum sem búið er á í norðanverðum Lax- árdal í Austur-Húnavatnssýslu. Sambýlis- konan Kolbrún Guðnadóttir tekur undir það. „Við vorum ekki brunnin inni með eitt- hvert húsnæði sem við vorum bundin yfir og þegar maður er ekki að drukkna í húsnæðis- lánum er hægt að leika sér aðeins.“ Atli er frá Kirkjubæjarklaustri og Kol- brún úr Reykjavík. Hún erfði jörðina Mánaskál fyrir nokkrum árum ásamt bróð- ur sínum og keypti hans hlut. „Afi og amma bjuggu hér og ég var alltaf ákveðin í að flytja hingað, hélt bara að það yrði ekki fyrr en ég yrði komin á ellilaun en þegar Atli gat fengið launalaust frí í sinni vinnu í tvö ár stukkum við á tækifærið og fluttum norður.“ Rafstöð við bæjarlækinn Mánaskál stendur uppi á dálitlum bölta spöl- korn frá veginum sem liggur eftir hluta dalsins. Húsið er snoturt. Inn í það er geng- ið af nýlegum palli með útihúsgögnum á en blaðamanni og ljósmyndara er boðið upp á kaffi í hlýlegu eldhúsinu. Dóttirin Þórdís Katla situr ýmist í fangi föður síns eða er að sýsla við sitt dót í stofunni sem er þar inn af. Kolbrún segir endurbætur á húsinu hafa verið hafnar áður en þau fluttu. „Við vorum búin að klæða hluta af húsinu og útbúa íbúð- arhæf herbergi í kjallaranum,“ nefnir hún sem dæmi. „Já, það er ótrúlega drjúgt sem búið er að gera á staðnum þó mikið sé eftir, hér voru til dæmis engar girðingar,“ segir Atli. Nú hefur verið bætt úr þeim málum og búið er að sá í flög á sléttlendinu fram undan bænum. „Okkur langar að stækka aðeins túnið,“ segir Kolbrún og hrósar Atla sem ekki aðeins hefur sinnt þeirra jörð þetta vorið heldur líka unnið upp tún og borið á fyrir aðra bændur. Ein aðalframkvæmdin á svæðinu er þó litla rafstöðin við bæjarlækinn sem Atli á mestan heiðurinn að og náðist að taka í notkun í fyrrahaust. Húsið er hitað upp frá rafstöðinni og þar er dúndurhiti þó allir gluggar séu opnir. „Vatnið kemur úr upp- sprettu þannig að rennslið er nokkuð jafnt en dettur þó aðeins niður á haustin. Nú erum við komin með varmadælu svo við getum aukið nýtnina,“ útskýrir Atli. „Það var raf- stöð hér í gamla daga, áður en ríkisrafmagn- ið kom,“ segir Kolbrún. „Við erum meira að segja með túrbínuna úr henni, einn frændi minn á Skagaströnd fékk hana á sínum tíma og það var fyrir hans varðveislu sem við fengum hana til baka. En annar frændi minn á Skagaströnd smíðaði túrbínuna upp- haflega. Draumurinn er að framleiða meira rafmagn og finna hvað við getum nýtt það í. Svo á að fara að bora eftir heitu vatni í Skrapatungu og ef það finnst látum við kannski leita hjá okkur líka.“ Sjónvarpsskilyrðin slæm Kolbrún starfar hjá Vinnumálastofnun á Skagaströnd. Þar er greiðslustofan sem borgar út atvinnuleysisbætur á öllu land- inu með tuttugu og þrjá starfsmenn. Þórdís Katla er á leikskólanum Barnabóli á Skaga- strönd og þær mæðgur keyra rúmlega 20 kílómetra leið á hverjum morgni í vinnu og leikskóla. Atli er í oftast í heimaverkum en er líka með eigið fyrirtæki sem flytur inn varma- dælur og fleira. „Svo er ég í flugvélaviðhaldi en það er ekki alveg nógu mikið að gera í því hér í Laxárdalnum svo ég fer stundum suður og sinni því,“ segir hann. Ekkert gemsasamband er í Mánaskál og sjónvarpsskilyrðin eru slæm en fjölskyld- an hefur netsamband í gegnum 3G. Malar- vegur liggur að bænum, greiðfær á sumrin en hvernig var að komast um hann í vetur? „Það var óneitanlega erfitt í skammdeg- inu,“ viðurkennir Kolbrún og heldur áfram. „Ég var svo óheppin að vera hér að mestu ein með stelpuna þegar versta færðin var. En ég fékk mokstur þegar ég þurfti á að halda þannig að við urðum ekkert innlyksa í marga daga. Það er hins vegar ekki fært upp að bænum þegar allt fer á kaf, þannig að ég þurfti ansi oft að labba neðan af vegi og það var misgaman með innkaupapokana og barnið í skafrenningi og myrkri. Svo klikk- aði rafstöðin líka þegar við mæðgur vorum hér einar, lækurinn fór upp úr farvegi sínum og það var smá vesen.“ „En er það ekki ástæða þess að Laxárdalur fór í eyði að hann er snjóakista?“ spyr Gunn- ar V. Andrésson ljósmyndari, sem hefur upp- lifað það ævintýri að taka þátt í stóðsmölun í dalnum og reka hundruð hrossa í Skrapa- tungurétt. „Jú, það er rétt,“ svarar Kolbrún. „Pabbi ólst hér upp við harða vetur og hann var búinn að tala um það í mörg ár að hann skyldi fara með mig í Laxárdal að sýna mér alvöru snjó, en svo hafa ekkert verið snjó- þungir vetur undanfarið. Sá síðasti var 1995. En það er oft talsverður munur á snjóalög- um og kulda hér í dalnum annars vegar og á svæðinu í kring hins vegar. Einn morguninn var jeppinn rafmagnslaus og ég treysti mér ekki á fólksbílnum út dalinn vegna snjóa og lélegs skyggnis. Síðar um daginn fór ég samt til Reykjavíkur og sá að það hafði bara snjóað á Laxárdal og Holtavörðuheiði.“ Þó vissir erfiðleikar hafi fylgt vetrinum er litla fjölskyldan ánægð í Laxárdal. „Okkur finnst þetta voða eðlilegt. Það er frekar að aðrir furði sig á veru okkar hér,“ segir Kol- brún og Atli tekur undir það. „Það er frábært að vera svona út af fyrir sig en samt stutt frá annarri byggð. Það eru bara um 15 kílómetr- ar út á Blönduós. Við erum ekkert afskekkt þó við séum aðeins út úr.“ Á litla ljóta traktornum Hlutur í Laxá í Refasveit fylgir Mánaskál og það eru hlunnindi því áin er leigð út og ábú- endurnir fá arðgreiðslur en þeir mega ekk- ert veiða. Spurður í gríni hvort þau geti ekki læðst í ána á nóttunni svarar Atli: „Það er sjálfsagt allt hægt en ég held við förum ekki að láta grípa okkur við þannig iðju. Veiðihús- ið er líka í okkar landi og íbúar þess mundu sjá til okkar.“ Bústofninn er níu hross. „Ég hef lengi verið að skottast í hestum, það var bóndi á Neðri- Mýrum sem sá um þá fyrir mig. Hann hætti að búa á síðasta ári og nýi ábúandinn aðstoð- aði okkur við gjöf í vetur þegar við vorum að heiman,“ segir Kolbrún. Hún kveðst aðeins vera að fikta í ræktun. „Hestamennska er mitt áhugamál og það er ekki hægt að hætta. Atli hefur minna gaman af hrossunum en ég en hann er góður í verklegum framkvæmd- um svo hann lendir í þeim.“ Atli upplýsir að þau séu að velta fyrir sér að fá sér nokkr- ar lífgimbrar í haust ef leyfi fáist og telur að gaman væri að fara út í búskap ef hann borgaði sig. „Hér eru engin útihús þannig að við þyrftum að byggja ef um alvöru búskap yrði að ræða, því er það talsverð ákvörðun,“ útskýrir Kolbrún. „En ég væri alveg til í það og hefði mjög gaman af því.“ Ein gömul Zetor-dráttarvél fylgdi jörðinni að sögn Atla en þau keyptu aðra til að hafa tvær í hey- skapnum. Kolbrún hefur sínar skýringar á því. „Það var nú aðallega af því Atla finnst svo gaman að sjá mig á litla, ljóta Zetornum. Hann gerir í því að láta mig vera á honum bara til að geta hlegið að mér!“ Kolbrún: Ég þurfti ansi oft að labba neðan af vegi og það var misgaman með innkaupapok- ana og barnið í skafrenningi og myrkri. Svo klikkaði rafstöðin líka … Þetta er bara ævintýramennska Aðeins tvö býli eru í byggð af þeim nítján sem merkt eru á kort af Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Mánaskál nefnist það eina í norðanverðum dalnum. Þangað fluttu Kolbrún Ágústa Guðnadóttir og Atli Gunnarsson í fyrrasumar frá Reykjavík ásamt dótturinni Þórdísi Kötlu. Gunnþóra Gunnarsdóttir ákvað að athuga hvernig þau kæmu undan vetri. Í HAGANUM Þórdís Katla, Atli og Kolbrún heilsa upp á litla folaldið sem fæddist nóttina áður og móður þess, Hugsýn frá Stóra-Sandfelli 2. Hinn hreinræktaði íslenski fjárhundur Leiru Þórshamar Týri fylgir með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.