Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 18

Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 18
30. júní 2012 LAUGARDAGUR18 Mig langar til að hvetja alla landsmenn til að spyrja sig fyrir alvöru þessarar spurning- ar – því lýðræðið er kjarninn í mínu framboði, hvort sem það er í gegnum málskotsréttinn eða með því að leggja fram meirihlutafrumvarp þjóðarinnar fyrir þjóðþingið. Mér virðist sem fjölmiðlum hafi tekist að sá því fræi í huga fólks að ég sé einungis að kynna málstað eða undir- búa þingframboð. Hvoru tveggja er rangt. Mig langar til að hvetja ykkur til að spyrja ykkur sjálf þegar þið eruð búin að sjá ýmsa aðila stíga fram og segja með beinum orðum að lýðræðislegar hugmyndir séu hættuleg- ar, hvort þeir séu í raun að verja valdakerfið, flokksræðið – eða hvort þeim sé í raun alvara? Í hverju liggur hættan? Stjórnarskrá lýðveldis- ins er skrifuð með þeim snilldarlega hætti að hér getur aldrei orðið einræði – nema þá þingið ákveði það – því ¾ hlutar þings geta farið fram á að forseti víki – en endanleg ákvörðun er í höndum þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Getur verið að stjórnarfar hér verði vand- aðra og lýðræðislegra ef við kjósum okkur full- trúa í embætti forseta sem er tilbúinn að beita sér fyrir meirihlutavilja fólksins ef hann nær ekki fram að ganga í gegnum Alþingi? Getur verið að stjórnvöld á hverjum tíma myndu vanda betur til verka ef það væri manneskja á vaktinni sem væri tilbúin að veita þeim aðhald innan ramma stjórnarskrárinnar? Mig langar að hvetja fólk til að opna hugann og spyrja sjálft sig að því hvort það geti verið hættulegt samfélagssáttmálanum okkar að við látum það viðgangast að ráðherrar sem brjóta lög og sinna ekki skyldum sínum gagnvart almenningi – að tryggja það að stórfellt tjón almennings sé leiðrétt í samræmi við niður- stöður dóma – sitji áfram í skjóli þess að þeir hafi meirihluta á þingi? Þannig að ef kemur til þess að meirihluti á þingi er tilbúinn að brjóta gróflega gegn réttindum og hagsmun- um almennings – að þá er það í lagi af því að meirihluti þings ákveður það? Væri það mögu- lega eðlilegra og heilbrigðara fyrir okkur að veita slíkum ráðherrum lausn? Þá verðum við að huga að því að ráðherrar eru ekki kjörnir til þess að vera ráðherrar – heldur eru þeir kjörn- ir inn á löggjafarþingið. Annað sem hefur komið fram í umræðunni er að það sé beinlínis hættulegt að þjóðkjör- inn fulltrúi stjórnskipunar landsins láti sér detta í hug að leggja fram frumvarp í samráði við meirihluta þjóðarinnar og í samræmi við ákvæði í stjórnarskrá. Í hverju liggur hætt- an? Hvað ef kosningaréttur kvenna hefði ekki náð fram að ganga á Alþingi? Er það mögulega hættulegra fyrir lýðræðið og traust okkar á Alþingi að meirihlutavilji þjóðarinnar nái ekki fram að ganga áratugum saman vegna tregðu þingsins og sterkra tengsla þingmanna við sér- hagsmunaöfl? Nú gengur þjóðin til kosninga og ég vil hvetja alla til að kjósa með hjartanu og sann- færingu sinni. Að hugsa með sér með ígrund- uðum hætti, hvað er það sem við sem samfélag þurfum á að halda núna? Tími er kominn til að kjósa nýjan, sjálfstæðan, lítt umdeildan og traustan forseta. Það er innri þrá sem knýr mig áfram – mig lang- ar að láta gott af mér leiða og þjóna þjóðinni. Nú gengur þjóðin til kosninga og ég vil hvetja alla til að kjósa með hjartanu og sannfæringu sinni. Andrea Jóhanna Ólafsdóttir Ari Trausti Guðmundsson Hannes Bjarnason Er lýðræðið hættulegt? Andrea hvetur kjósendur til að kjósa eftir eigin sannfæringu og í samhengi við það samfélag sem þeir vilja sjá á Íslandi í framtíðinni. Íslendingar eru fámenn þjóð og dugmikil. Þeir sameinast um dýr- mætt tungumál í gjöfulu landi með fallegri náttúru. Líkt og aðrar þjóð- ir þarfnast þeir öflugs þjóðhöfð- ingja sem getur kallað fram sam- kennd og samstöðu. Hvers konar Ísland blasir við ungri kynslóð eftir 5-10 ár? Það gæti verið þjóðfélag þar sem ósætti þrífst vel, fylkingar takast á í hatrömmum deilum og mikil óeining ríkir, jafnvel um embætti þjóðkjörna trúnaðarmannsins, forsetans, sem á að vera samein- ingarafl og ekki deiluefni. Sumir forsetar lýðveldisins hafa haldið trúnaði langflestra landsmanna og teljast farsælir allan sinn feril. Við viljum varla verðlauna hat- rammar deilur og dökkan munn- söfnuð í kosningum sem eiga fyrst og fremst að tryggja traustan og öflugan verndara lýðræðisins í sessi? Í embætti sem Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir gegndu með sóma og héldu sem friðarstóli. Mun svo verða eftir komandi kosningar? Hver eru skilaboðin til æskunnar ef full- orðna fólkið hegðar sér svona? Ef sigurvegarinn verður sá sem getur talað mest og hæst eða sá sem hræðir mest eða sá sem eyðir mestu fé? Erum við þá sátt við þessar kosningar og kjörið sem fylgir? Eða verður sigurinn beisk- ur kaleikur þeim sem vinnur? Svo getur farið að sigurvegar- inn og margir kjósendur hans vakni við vondan draum. Samein- ingartákninu hefur verið fórnað í óvæginni baráttu við að halda HINUM frambjóðandanum frá embættinu. Sumir kjósa af sann- færingu. Það er mjög virðingar- vert. En allt of margir ætla að kjósa á móti en ekki með. Því miður. Meirihluti kjósenda gæti staðið frammi fyrir forsetaemb- ættinu, rúnu trausti, að nokkr- um árum liðnum, spyrjandi sig og aðra: Hvernig gat þetta farið svona? Hvert fór álitið á þessu embætti, líkt og traustið á Alþingi? Auðvitað á að ganga til forseta- kjörs með hag meginþorra þjóð- arinnar að leiðarljósi. Og kjósa samkvæmt sinni hjartans sann- færingu þann sem kjósandinn telur að geti leitt þjóðina saman – ekki bara hluta hennar. Hann á og verður. Hin leiðin minnir á óábyrga afstöðu sem við kynnt- umst svo oft fyrir efnahagshrun- ið. Tími er kominn til að kjósa nýjan, sjálfstæðan, lítt umdeildan og traustan forseta; forseta sem getur jarðtengt embættið og maka hans með mikla hæfni í samskipt- um við fólk. Öll erum við fram- bjóðendurnir sex ólík og mishæf. Sérhverjum kjósanda er falin sú ábyrgð að sýna rétta mynd af raunverulegu fylgi hvers okkar og gefa heim hæfasta umboðið. Allt annað tryggir frambjóðanda embættið á röngum forsendum. Ég hvet alla til að velja af innstu sannfæringu og setja markið á heiðarleika, trygglyndi og sam- stöðu. Nú er lag Ari Trausti segir forsetann eiga að vera sameiningarafl og telur að tími sé kominn á nýjan forseta. Upphaf framboðs míns, eða rétt-ara sagt okkar Charlotte, er sprottið út frá einfaldri og hreinni hugsun. Ósk um það að þjóna landi og þjóð. Vissulega er þetta djörf hugsun og margir hafa dregið í efa ástæðu þess að við ákváðum að fara í framboð. Við höfum heyrt raddir sem vilja meina að fram- boðið sé undanfari þess að fara út í pólitík. Nú eða þá að hér sé á ferð athyglissjúkur einstaklingur. Eða að hér sé kominn maður sem er knúinn svo mikilli framaþrá að hann verði að hafa forsetatitil á ferilsskrá sinni. Ekkert af þessu er rétt. Það er innri þrá sem knýr mig áfram – mig langar að láta gott af mér leiða og þjóna þjóðinni. Flokka- pólitík höfðar lítið til mín, aftur á móti tel ég forsetaembættið góðan grundvöll þess að vinna fyrir þjóðina. Það eru engir bak- þankar hvað framboðið varðar. Ef við náum ekki takmarki okkar þá gerum við ráð fyrir því að hverfa til fyrri starfa og til þess lífs sem við lifðum fyrir kosningar. Vissulega kem ég fram í sviðs- ljósið óþekktur. Vissi að hverju ég gekk hvað varðar bæði aðgengi að fjölmiðum og þar sem andlitið var ekki þekkt þá væri baráttan ennþá strangari. Samt viðurkenni ég fúslega að þetta hefur verið ennþá strangara en við héldum. Það sem hefur komið okkur mest á óvart er að fólk telur sig persónulega þekkja einstaklinga sem það hefur aldrei átt orðastað við, en hefur bara séð til gegnum sjónvarp eða aðra fjölmiðla. Þetta á við um alla þá frambjóðendur sem hafa þekkt andlit úr fjölmiðl- um. Þá hefur það komið okkur á óvart hversu sterk átök hafa verið milli gamalgróinna átakalína (að mínu mati)og hvernig þau birtast í þessum forsetakosningum. Ekki er laust við að við höfum mætt háðsglotti hér og þar á ferð okkar um landið. Sennilega frá þeim sem telja sig betur vita. Þeim sem líklega telja sig vita það að óþekktur maður á enga mögu- leika á því að verða forseti. Þeim sem telja sig vita það að alþýðu- maður af götunni verður aldrei nógu góður í forsetaembætti. Þeim sem telja sig vita það að for- seti á að vera hafinn yfir hinn venjulega borgara. Þeim sem telja sig vita það að forsetaefni þarf að koma úr einhverjum virðulegum stöðum eins og úr pólitík, sjón- varpi eða háskóla. Þeim sem telja sig vita það að alþýðumaður er og verður alltaf alþýðumaður og ekkert annað. Enn og aftur – öllu þessu er ég ósammála. Gjörsamlega ósam- mála. Hver er sú persóna betur til þess kjörin að gegna embætti forseta en einmitt hinn venjulegi borgari? Venjulegur borgari sem sér venjulegt fólk eins og það er? Óháð því hvar það er statt í lífi sínu? Athugið lesendur góðir að ég er ekki hér að hampa framboði sjálfs míns. Sennilega erum við öll sem erum í framboði alþýðu- fólk – kannski bara misjafnlega mikið. Reynslan hingað til … Hannes segist vera venjulegur borgari og segir venjulegt fólk best til þess fallið að sitja á forsetastóli. Lokaorð forsetaframbjóðenda Í dag er gengið til kosninga. Einn frambjóðenda mun standa uppi sem forseti en hinir yfirgefa sviðsljósið. Af þessu tilefni setti Katrín Tinna Gauksdóttir sig í samband við forsetaframbjóðendurna og bað þá um nokkur lokaorð fyrir þá sem enn eiga eftir að gera upp hug sinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.