Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 20

Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 20
30. júní 2012 LAUGARDAGUR20 Herdís Þorgeirsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir Þessar forsetakosningar eru mikil-vægar. Atkvæði þitt getur ráðið því hvort við kveðjum Ísland hruns og forheimskunar; Ísland útrásar- víkinga og vitleysu; ástand þar sem sumir urðu vellauðugir í bólu, sem við flest og börnin okkar verðum að greiða dýru verði með sköttum, vöxt- um og verðtryggingu. Við stöndum á tímamótum og það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélag við viljum endur- reisa á rústum hrunsins. Það þarf hugrekki til að segja: Hingað og ekki lengra. Það þarf hugrekki til að standa gegn þeim virkjum sem pen- ingaöflin reisa með ítökum sínum í pólitík og pressu sem síðan hafa jafnvel áhrif á prófessora og ritfæra penna. Skyldi því nokkurn undra að almenningur sé áttavilltur. Ekki vera hrædd. Valdið kann að virðast ógnvekjandi. Valdið byggir á ótta og þöggun. Valdið treystir því að enginn þori að andmæla þeim boðskap sem það lætur út ganga; á vinnustöðum og í fjölmiðlum. Valdið treystir því að allir dásami það einum rómi og í því felst það. Valdið hæðir og spottar þann sem fer gegn því en það þorir ekki að horfast í augu við hann. Valdið er lúmskt og lævíst og það notar aðrar aðferðir en heiðar- leika, heilindi og sannleika þótt það skreyti sig með alls konar merki- miðum þegar á þarf að halda. Verið hugrökk. Hugrekki er kjarni þess að vera frjáls. Tjáningarfrelsið sem er verndað í flestum stjórnarskrám og öllum alþjóðlegum mannrétt- indasamningum er frelsið til að hafa skoðun og tjá hana án ótta um afkomu sína. Valdinu stendur ekki meiri ógn af nokkru en skoðanafrelsi sem jafnvel dregur lögmæti þess í efa. Þá sendir valdið út varðhunda sína og segir urrdan bítt‘ann. Jafnvel kletturinn Pétur brást lærimeistara sínum á ögurstundu af því að hann óttaðist hið veraldlega vald. Hann afneitaði vináttu sinni við Jesú þrisvar þá sömu nótt og Jesú var svikinn. Dæmi um þöggun valdsins. Hugrekkið felst í því að fylgja samvisku sinni og treysta á það réttlæti sem er jafnvel ofar réttlæti þessa heims – en sá sem fylgir sam- visku sinni og sannfæringu, hann er frjáls í hjarta sínu – um hann flæðir vellíðan líkt og endorfín í líkama hlaupara – hann verður andlega sterkur á meðan þýlyndið framkall- ar þunga og slen þess hvers sál er í fjötrum ótta og þöggunar. Viljum við vera frjálsir borgarar sem tjá skoðanir sínar án ótta eða erum við þegnar þýlyndis, þrælar óttans? Því fleiri sem fylla fyrri hópinn því meiri líkur eru á að kraftmiklir borgarar nái tökum á lýðræðinu eins og hlauparar sem skara fram úr því þunglamalega hlassi sem valdið byggir tilvist sína á. Kjósum af sannfæringu. Valdið er í okkar höndum. Verið hugrökk! Herdís segir erfitt að standa gegn valdinu en hvetur kjósendur til að sýna hugrekki. Forsetakosningar eru í senn lýðræðishátíð og þakkar-gjörð til kynslóðanna sem færðu okkur sjálfstæði. Þjóðfundir á Þingvöllum, málþing í byggðum lands- ins, samstaðan sem mótaði helstu áfanga barátt- unnar, allt frá útgáfu Fjölnis og Nýrra félagsrita til stofnunar lýðveldis, báru í sér þá sýn að grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar ætti að vera vilji fólksins. Þjóðin færi með hið æðsta vald; hvorki stofnanir né ráðamenn. Samræðan að undanförnu – á vinnustöðum, heim- ilum og förnum vegi – hefur gert þessa arfleifð að virku afli, leiðarljósi nýrra tíma. Lýðræðið sem lýð- veldið hvílir á býr í vitund og verkum okkar allra. Íslendingar eru nú á vegamótum. Að baki eru erfið ár. Í vændum ákvarðanir um stjórnarskrá og tengsl okkar við önnur ríki í Evrópu. Enn er ólga í efnahags- málum álfunnar og á mörgum sviðum. Því þarf rödd Íslands að hljóma skýrt. Forsetinn er á alþjóðavettvangi málsvari þjóðarinn- ar í sókn og vörn. Hann á einnig að leggja lið í glímu hennar við hin stærstu mál; þau sem í áratugi munu ráða örlögum Íslendinga. Það hefur líka verið okkur hjónum gleðiefni að geta á undanförnum árum tekið þátt í að efla hagsæld og velferð, rétta ungu fólki hjálparhönd og hvetja til nýsköpunar og góðra verka í atvinnulífi, listum, menningu og fræðastarfi. Í aðdraganda kosninganna höfum við notið þess að eiga samræður við þúsundir landsmanna og fá í vega- nesti á hverjum stað góð ráð og heillaóskir. Við þökkum ykkur öllum og hvetjum landsmenn til að halda á kjörstað, bjartsýn og sókndjörf. Bjartsýn og sókndjörf Ólafur segir forsetann málsvara þjóðarinnar á alþjóðavettvangi og segir þjóðina horfa fram á bjartari tíma. Við stöndum á tímamótum og það er í okkar höndum að ákveða hvernig samfélag við viljum endurreisa á rústum hrunsins. Enn er ólga í efnahagsmálum álfunnar og á mörgum sviðum. Því þarf rödd Ís- lands að hljóma skýrt. Í dag eiga Íslendingar þess kost að brjóta blað í sögu þjóðarinnar. Taka saman gömlu spilin og gefa á nýjan leik. Veita ný tækifæri. Hleypa inn ferskum anda. Með reynslu liðinna ára sem dýrkeyptan lærdóm getum við risið upp, rétt úr bakinu og sagt: Látum þennan dag verða upphaf nýrra tíma. Bein völd forseta eru takmörkuð, en áhrifa- máttur hans er mikill. Sem forseti mun ég, nái ég kjöri, leitast við að leiða saman mismun- andi sjónarmið í okkar samfélagi og stuðla að því að menn tali saman, hlusti hver á annan og virði ólíkar skoðanir. Við eigum að geta tekist á og rökrætt án þess að grípa til ókvæðisorða, hvort sem er á þingi eða í bloggheimum. Setjum sjálfsvirðinguna í fyrirrúm. Tölum við aðra eins og við viljum að þeir tali við okkur. Forsetinn byggir brýr. Forsetinn opnar dyr. Embættið er lykill að tækifærum og getur þjónað bæði menningu, íþróttum og atvinnulífi með því að beita sér í þeirra þágu. Það þarf að gera af yfirvegaðri skynsemi og gæta þess að fara ekki út fyrir þann ramma sem embættinu hæfir. Í Rannsóknarskýrslu Alþingis var þeim tilmælum beint til embættis forseta Íslands að það setti sér siðareglur. Ekki hefur orðið af því, en ég tel sjálfsagt að það sé gert og mun sem forseti láta það verða eitt af mínum fyrstu verkum. Innganga Íslands í Evrópusambandið hefur verið mörgum hugleikin í kosningabaráttunni. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að aðildar- samningur að ESB eigi að fara í bindandi þjóð- aratkvæði – ekki ráðgefandi heldur bindandi. Þetta er mál svo mikils háttar að það kemur ekki til greina annað en að þjóðin eigi um það síðasta orðið. Sem forseti get ég tryggt að svo verði. Ef Alþingi og ríkisstjórn skyldu bregðast þeirri skyldu að láta þjóðina skera úr um aðild að ESB, tel ég einboðið að forseti beiti 26. grein stjórnarskrárinnar og framkalli með því þjóð- aratkvæðagreiðslu. Hins vegar tel ég brýnt að gefa í stjórnarskrá þjóðinni sjálfri möguleika á að kalla fram þjóð- aratkvæði. Núverandi skipan með 26. greininni er alls ekki fullnægjandi. Hún fjallar aðeins um synjun laga og er undir vilja og mati einnar manneskju komin. Þessu þarf að breyta. Við höfum fulla ástæðu til að líta björtum augum til framtíðar. Um aldamótin 1900 voru Íslendingar ein fátækasta þjóð Evrópu. Á einni öld hafa orðið ótrúlegar framfarir fyrir til- stuðlan kynslóða tuttugustu aldarinnar. Það var fólk sem átti sér hugsjón og vann að henni hörðum höndum. Ósérhlífið, heiðarlegt og rétt- sýnt. Engan hefði grunað í upphafi 20. aldar að Ísland yrði ein ríkasta þjóð heims við næstu aldamót. Við eigum einstakt land og gnægð auðlinda, ekki aðeins sjávarnytja og orku, heldur líka drykkjarvatns, hreins umhverfis, víðáttu og náttúrufegurðar. Stærsta auðlindin er þó fólgin í þjóðinni sjálfri, menntun hennar og menn- ingu. Það eru forréttindi að vera Íslendingur. Ég vil vinna að því að börnin okkar vilji búa á Íslandi. Vilji eiga Ísland að sínum heimavelli, þótt þau eigi tækifæri um allan heim. Í dag höfum við tækifæri til að breyta. Breyta stefnunni, breyta orðræðunni, breyta andanum sem ríkir. Ef við stöndum saman og virðum hvert annað, þá eru lítilli þjóð allir vegir færir. Hefjum tímabil endurreisnar og uppbyggingar með bros á vör. Leyfum okkur að vera glöð. Ef við kjósum sátt er framtíðin björt. Kjósum sátt Þóra segir tækifæri til að breyta stefnunni, hún vill nýja tíma endurreisnar og uppbyggingar. Ef við stöndum saman og virðum hvort annað, þá eru lítilli þjóð allir vegir færir. Í dag ganga Íslendingar til forsetakosninga um allt land. Mismunandi er hversu lengi kjörfundur stendur yfir á hverjum stað. Upplýsingar um kjörstaði má finna á Kosning.is eða á heimasíðum sveitarfélaga. Vefurinn Kosning.is geymir upplýsingar um hvar hver og einn kjósandi á að greiða atkvæði. Á kjörskrá eru íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá Þjóð- skrár 9. júní 2012 og fæddir eru 30. júní 1994 og fyrr. Kosningavaka hefst í sjónvarpi og útvarpi klukkan 22.00 í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.