Fréttablaðið - 30.06.2012, Síða 35

Fréttablaðið - 30.06.2012, Síða 35
FÓLK|HELGIN „Þetta var ekki eingöngu hagstæðara heldur fannst okkur líka ótrúlega þægi- legt að vera með fjölskylduna inni á venjulegu heimili,“ segir Birna Guðrún Baldursdóttir iðjuþjálfi en hún bjó ásamt fjölskyldu sinni í þrjár vikur í heima- húsi í bænum Olv-Olen í Belgíu síðasta sumar. Belgíska fjölskyldan bjó á meðan í húsinu þeirra á Akureyri. Þrátt fyrir talsverðan undirbúning segir Birna fyrirhöfnina við skiptin vel þess virði. Eftir að hafa reynt íbúðaskipti einu sinni ætla þau örugglega að gera það aftur. HREINGERÐU VEL „Það þarf að undirbúa heimilið, þrífa og tæma nokkrar hillur og skúffur í fata- skápnum. Við fórum reyndar offari í hreingerningunni og skrúbbuðum með tannbursta í hornin. Svo þrifum við svo svakalega húsið þeirra að við brutum klósettburstann,“ segir hún hlæjandi og ætlar ekki að stressa sig eins á þrifunum næst. „Eins þurftum við að útbúa upp- lýsingar um heimilið, hvar rafmagnstafl- an var staðsett og útvega tengilið sem gestirnir geta hringt í ef eitthvað kemur upp á. Sá þarf einnig að hafa auka lykil að húsinu. BÍLLINN Í LAGI Tryggingar á bílnum þurfa að vera í lagi og svo gæti verið sniðugt að setja há- mark á kílómetrafjölda sem keyra má á fjölskyldubílnum,“ bendir Birna á en belgíska fjölskyldan hafði keyrt duglega um landið meðan á dvöl þeirra stóð. „Þau voru líka mjög hrifin af Íslandi,“ segir hún sposk. Birna segir undirbúninginn líka hafa orðið til þess að þau drifu í ýmsum framkvæmdum sem setið höfðu á hak- anum. Til dæmis máluðu þau grindverk- ið og skiptu um eldhússtóla. „Þannig var líka mjög gaman að koma heim aftur. Svo beið okkar skondinn glaðningur í fryst- inum heima en báðar fjölskyldur eiga að skilja eitthvað matarkyns eftir í ís- skápnum. Belgarnir höfðu útbúið gúll- as úr hangikjöti handa okkur, sem var ansi spes.“ GÓÐ SAMSKIPTI Birna segir einnig að skynsamlegt sé að vera í reglulegu tölvupóstsambandi við skiptifjölskylduna áður og kynnast aðeins. Misjafnt sé hversu mikið fólk er til í að koma til móts við óskir. „Við vorum svo heppin að þau voru þaulvön íbúðaskiptum og reyndust okkur frábærlega. Til dæmis redduðu þau reiðhjólum handa okkur öllum og líka barnapíu einn dagspart. Svo höfðu þau fengið nágrannastelpu til að koma í heimsókn með froska til að sýna strákunum. Upplýsingarnar sem þau gáfu okkur um afþreyingu í nágrenn- inu reyndust okkur líka mjög vel og við gerðum ýmislegt sem okkur hefði annars ekki dottið í hug.“ SKEMMTILEGT ÆVINTÝRI „Svona fyrirkomulag getur verið púslu- spil og leit að skiptifjölskyldu sem passar getur leitt mann á aðrar slóðir en maður ætlar í upphafi. Við hefðum til dæmis aldrei farið til Olv-Olen nema vegna þess að þau pössuðu okkur alveg. Fyrir vikið varð ferðalagið bara skemmtilegra og uppfullt af ævintýr- um,“ segir Birna. Birna og Rögnvaldur skráðu sig á síðuna www.intervac.com. þá má einnig benda á www.homeexchange. com og www.homeswapping.com. ■ heida@365.is BRAUT KLÓSETT- BURSTANN ÍBÚÐASKIPTI Hjónin Birna Guðrún Baldursdóttir og Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson segja íbúðaskipti hentugan kost fyrir fjölskyldufólk. Í GARÐINUM „HEIMA“ Birna Guðrún með Styrmi í fanginu og Kormákur gæðir sér á grillsteik. Henni fannst þægilegt að vera með fjölskylduna inni á venju- legu heimili. ALLIR FENGU HJÓL Rögnvaldur með Rökkva, 13 ára, Kormáki, 7 ára, og Styrmi, 3 ára, í hjólaferð. KVEÐJUSKREYTING Strákarnir kreyttu krítar- töflurnar vel á belgíska heimilinu sínu í kveðju- skyni. Kosningadagur er ákveðinn hátíðisdagur í huga margra. Áður fyrr tíðkaðist að fólk klæddi sig upp á þegar það fór að kjósa og svo voru haldin kaffiboð um daginn og jafnvel haldið á kosningavöku um kvöldið. Unnur Arngrímsdóttir segir allt verða miklu virðu- legra ef fólk klæðir sig í betri fötin en að því miður tíðkist það ekki lengur hjá flestum að gera það. „Foreldrar mínir báru alltaf mikla virðingu fyrir kjördegi og fóru vel klædd til að kjósa. Það var alltaf spenna í loftinu því ég veit að þau kusu ekki alltaf það sama,“ segir hún. Unnur sjálf segist alltaf fylgjast vel með kosningamálum. „Mín skoðun er að allir eigi að kjósa og nýta sinn kosningarétt. Hver og einn þarf að vera búinn að kynna sér um hvað málið snýst og mynda sér ákveðna skoðun. Ég hlakka alltaf til að fara á kjörstað, sýna mig og sjá aðra og finna spennuna í loftinu. Þegar ég er komin í betri fötin á annað borð langar mig að ganga um borgina mína í fallegu veðri og njóta þess að vera með kosningarétt.“ ■ lilja.bjork@365.is FER Í SPARIFÖTIN Á KJÖRDAG Áður fyrr mætti fólk prúðbúið á kjörstað en færri halda í þá hefð í dag. Unnur Arngrímsdóttir er ein af þeim sem klæðir sig upp í tilefni kosninga. GLÆSILEG Unnur Arngrímsdóttir er glæsileg kona. Hún heldur í þá hefð að klæða sig upp á á kjördag og spóka sig í borginni af því tilefni. MYND/GVA gríptu með þ ér betra tyggjó ÞREFA LT gríptu með þ ér betra tyggjó ÞREFA LT Nýtt Mentos tyggjó FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.