Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 62

Fréttablaðið - 30.06.2012, Side 62
KYNNING − AUGLÝSING Sparneytnir bílar30. JÚNÍ 2012 LAUGARDAGUR 95 Framleiðendur Peugeot hafa verið meðvitaðir um þá ógn sem stafar af mengandi út- blæstri í mörg ár. Þeir hafa lagt mikla áherslu á þá þróun að ná út- blæstri og eyðslu bíla niður. „Þetta sést best á því að þeir eru komn- ir með stóra flóru díselbíla sem eru með mjög lágar eyðslutölur. Þetta eru jafnvel stórir fjölskyldubílar sem geta kallast grænir í dag,“ segir Gestur Benediktsson, söluráðgjafi hjá Bernhard, sem selur Peugeot. „Við finnum fyrir miklum áhuga hjá viðskiptavinum okkar á um- hverfisvænum ferðamáta og eyðslu- grönnum bílum. Fólk spáir mikið í þessu þegar það skoðar nýjan bíl og margir hugsa sér að endurnýja gamla bílinn og fá sparneytnari bíl í staðinn. Fólk hugsar sér þá jafnvel að nota sparnaðinn sem af hlýst til að borga bílalán,“ segir hann. Fólk, og þá sérstaklega atvinnu- bílstjórar, er tilbúið að kaupa dýr- ari bíl ef það sér fram á sparnað í eldsneytiskostnaði. „Það er yfirleitt fyrsta spurning þegar fólk kemur til okkar hvað bíllinn eyði miklu. Stóru fjölskyldubílarnir sem eru orðnir grænir eyða 3,5 til 5 lítrum á hundraðið. Fólk er greinilega farið að hugsa mikið um hversu miklu bílarnir eyða og velur þá frekar þá eyðslugrönnu. Eyðslugrönnu Peugeot-bílarnir eru til í öllum stærðum, allt frá litlum fjögurra sæta bílum upp í stóra sjö manna fjölskyldubíla.“ Það er þó ekki aðeins verið að hugsa um sparnað í þessu samhengi heldur líka umhverfið. „Þeim er allt- af að fjölga sem hugsa um umhverf- ið og vilja bara kaupa þá sem kallast grænir bílar. Sumir eru að leita eftir því að fá frítt í stæði hjá Reykjavíkur- borg en bílar sem hafa minna en 120 grömm af koldíoxíði á hundraðið í útblæstri kallast grænir og það þarf ekki að greiða fyrir þá í stæði.“ Peugeot er stöðugt að þróa fram- leiðsluna hjá sér. „Þeir ná að lækka útblásturstölur í hverri tegund fyrir sig um nokkur grömm á hverju ein- asta ári. Þeir eru ekki bara að fram- leiða bíl og hætta svo að þróa hann. Þeir eru alltaf að leita leiða til að bæta bílana sína. Þegar þeir ná út- blæstrinum niður minnkar eyðslan líka að einhverju leyti,“ segir Gestur. Nýr bíll, Peugeot 208, er væntan- legur í haust. Þar með verða allir bílar í þeirri stærð frá Peugeot orðnir grænir. „Þeir verða allir komnir með minna en 120 í útblástur og meira að segja verða þeir flestir komnir undir hundrað. Bílar í þessum stærðar- flokki eru þá með eyðslutölur upp á þrjá til fjóra.“ Einnig eru hybrid- bílar sem nota dísel væntanlegir. Þá er um að ræða stærri bíla með allt upp í 200 hestafla vélar en samt með einungis í kringum hundrað grömm af koldíoxíði í útblæstri og eyðslu í kringum fjóra í blönduðum akstri. Bernhard fagnar fimmtíu ára af- mæli sínu á þessu ári og var að auki kosið Fyrirtæki ársins hjá VR þann- ig að það er mörgu hægt að fagna þar á bæ. „Þetta er fjölskyldufyrir- tæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í öll þessi ár. Við leggjum gríðarlega mikla áherslu á að þjónusta okkar viðskiptavini vel hvort sem það er í sölu nýrra bif- reiða, notaðra bifreiða eða þjónustu í kringum bílana,“ segir Gestur. Stórir „grænir“ fjölskyldubílar Framleiðendur Peugeot eru stöðugt að þróa framleiðslu bíla sinna og eru meðvitaðir um umhverfisvernd og sparneytni. Bílar sem hafa minna en 120 grömm af koldíoxíði á hundraðið í útblæstri kallast grænir. Nýr Peugeot 208 er væntanlegur í haust. Þar með verða allir bílar í þessari stærð frá Peugeot orðnir grænir. Starfsfólk Bernhard finnur fyrir auknum áhuga viðskiptavina á sparneytnum og umhverfisvænum bílum. Fyrirtækið Bernhard, sem selur Peugeot og Honda, fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í ár. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar allan þann tíma. MYND/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.