Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.06.2012, Qupperneq 69

Fréttablaðið - 30.06.2012, Qupperneq 69
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2012168 Á SLÓÐUM KOBBA KVIÐRISTU Fyrir þá sem hafa áhuga á glæpum og glæpasögum og eru á leið til London er tilvalið að fara í skipulagða ferð á slóðir Kobba kviðristu. Gengið er um þau bakstræti og slóða í austanverðri höfuðborginni þar sem hin hryllilegu morð áttu sér stað. Svæðið hefur að mörgu leyti haldist óbreytt frá því á tímum morðingjans þannig að auðvelt er fyrir fólk að upplifa ískyggilegt andrúmslofið sem sveif yfir vötnum þegar Kobbi hélt íbúum London í heljargreipum ótta og hryllings. Hann myrti að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur, á þremur mánuðum árið 1888. Morðmálin voru aldrei upplýst og eru mönnum mikil ráðgáta enn þann dag í dag. Auðvelt er að finna vefsíður á netinu þar sem hægt er að bóka ferðir um slóðir morð- ingjans. Í mörgum þeirra er boðið upp á leiðsögn frá sérfræðingum um Kobba kviðristu. Sérfræðingarnir hafa margir hverjir helgað líf sitt sögunni um ógnvaldinn Kobba og gefið út bækur og lærðar greinar um hann. HELVÍTI ER Í NOREGI Á netflakki má rekast á margar skemmtilegar staðreyndir. Hér eru nokkrar sem eru tengdar ferðum eða ferðalögum. Það er óvíst hvort himnaríki eða helvíti er til en til er bær í Noregi sem heitir Hell (helvíti á ensku). Fólk fór að nota brimbretti á Hawaii áður en Kólumbus sigldi til Ameríku. Alaska er það ríki Bandaríkjanna þar sem flestir fara fótgangandi til vinnu sinnar. Tíu prósent skatttekna Rúss- lands koma inn vegna sölu á vodka. Dýragarðinum í Tókýó í Japan er lokað í tvo mánuði á ári til að gefa dýrunum frí frá fólki. Hong Kong er sú borg þar sem flestir Rolls Royce-bílar eru á mann. Meira en tíu milljón indónes- ískra manna eru skátar. Fjórðungslíkur eru á því að jólin í New York verði hvít. Fellibyljir eru kallaðir willy-willy í Ástralíu. Fleiri rauðhærðir eru fæddir í Skotlandi en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Í Kína klæðast brúðir rauðu. Grænland er stærsta eyja í heimi. Flórídaríki Bandaríkjanna er stærra en England. Í Bangladess geta börn allt niður í fimmtán ára gömul verið fangelsuð fyrir að svindla á prófi. Það er borg í hverri heimsálfu kölluð Róm. Kínverjar halda einungis upp á afmælið sitt á tíu ára fresti. Það er ekkert eitt orð í japönsku sem þýðir einfaldlega já eða nei. Þjóðsöngur Grikklands er 158 erindi. Í Bandaríkjunum eru til fleiri flamingófuglar úr plasti en þeir raunverulegu. EKKI FARA TIL SNÁKAEYJU Undan ströndum Brasilíu er eyja sem heitir Ilha de Queimada Grande eða Snákaeyja. Eyjan er ósnert af mannahöndum en það er af mjög góðri ástæðu. Vísinda- menn telja að á eynni búi einn til fimm snákar á hverjum fermetra. Ef það er ekki nógu hræðilegt fyrir einhvern þá má bæta því við að snákarnir eru af sérstakri tegund eitraðra snáka. Sú tegund er ábyrg fyrir níutíu prósentum allra dauðs- falla sem orðið hafa af völdum snákabita í Brasilíu. Þeir verða meira en hálfur metri á lengd og eitrið þeirra er sérstaklega fljótvirkt og eyðir húðinni í kringum bitið. Staðurinn er svo hættulegur að leyfis er krafist til að heimsækja hann. NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Alltaf laus sæti. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.