Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 75

Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 75
30. júní 2012 LAUGARDAGUR32 timamot@frettabladid.is „Þegar ég lít til baka finnst mér ég hafa átt frjóan og fjölbreyttan starfs- feril en í rauninni tengist allt því sem ég byrjaði að læra þegar ég var nítján ára,“ segir Elín Ólafsdóttir sem í gær varð doktor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Elín er fædd 1939 og er því „komin á aldur“ eins og stundum er sagt um elli- lífeyrisþega. Hún hefur ekki látið þann aldur stoppa sig í að kryfja til mergj- ar efni sem hefur átt hug hennar um árabil en það er áhrif efnaskipta- og umhverfisþátta á myndun sykursýki af tegund 2 og breytingar á dánartíðni tengdar sykursýki á tímabilinu frá 1993 til 2004. Í því efni var hún dokt- or í gær. „Rannsókn mín er unnin upp úr gögnum Hjartaverndar sem byrjaði árið 1967 hóprannsókn á einstakling- um fæddum frá 1907 til 1935,“ lýsir Elín. Sem dæmi um atriði sem hún komst að við skoðun gagnanna nefnir hún að þeir sem ólust upp í sveit fengu síður sykursýki á seinni æviárum en þeir sem ólust upp í þéttbýlinu. En hvar skyldu hennar eigin æsku- spor liggja? „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík,“ segir Elín. „Afi og amma í móðurætt voru bændur og ég fór í heimsókn í þeirra sveit. Svo kynnt- ist ég líka menningunni á Akranesi því föðuramma og afi áttu heima þar. Hvorutveggja víkkaði sjóndeildar- hringinn.“ Eftir stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík lá leið Elínar til Skotlands þar sem hún lagði fyrir sig lífefnafræði. Hún tók masterspróf í þeirri grein í Kanada meðan eigin- maðurinn, Leó Kristjánsson, lauk þar doktorsprófi í jarðeðlisfræði. Í Kanada fæddist þeim sonurinn Kristján sem nú er doktor í eðlisverkfræði. Síðar kom dóttirin Margrét til sögunnar, sú lauk doktorsprófi í hjartalyflækningum fyrr á þessu ári og starfar í Svíþjóð. Elín kenndi lífefnafræði við lækna- deild Háskóla Íslands í hálfu starfi í 12 ár og sinnti fleiri verkefnum. Hún ákvað svo að læra læknisfræði með kennslunni og lauk kandídatsprófi í henni 1986. „Læknisfræðin kitlaði og mig langaði alltaf að fá betri innsýn í það sem biði læknanemanna þegar þeir hefðu lokið við lífefnafræðina. Aðstæð- ur buðu upp á að ég fetaði þann veg og ég hélt áfram að kenna bæði lækna- og hjúkrunarnemum þar til á lokaári mínu í læknanáminu,“ lýsir hún. Til að fá lækningaleyfið kveðst Elín hafa unnið á sjúkrahúsum í tiltekinn tíma en sérþekkingin hafi alltaf verið á efnafræðilega kantinum. Henni hafi boðist spennandi staða á rannsóknar- stofu Landspítalans í meinafræði og þaðan fengið leyfi til að bæta við sig klínískri lífefnafræði bæði í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Um tíma starfaði Elín bæði á Land- spítalanum og Hjartavernd og frá 1997- 2008 var hún yfirlæknir á rannsókn- arstofu Hjartaverndar. „Þegar kom að starfslokum var ég rétt að byrja á rannsókn minni um sykursýkina svo ég ákvað að halda áfram með hana í Háskóla Íslands. Þá var nýbúið að stofna þar miðstöð í lýðheilsuvísindum og þessi faraldfræðilega athugun sem ég var að gera smellpassaði inn í verk- efnaramma hennar. Þar er ég búin að vera í tæp fjögur ár og það hefur verið góður tími og ánægjulegur.“ En hvað tekur við hjá þessari atorku- konu þegar doktorsgráðan er í höfn? „Ég er ekki farin að gera nein plön. Nú ætla ég bara að slaka á og hugsa um hvað ég geri næst.“ gun@frettabladid.is ELÍN ÓLAFSDÓTTIR LÍFEFNAFRÆÐINGUR OG LÆKNIR: VARÐI DOKTORSRITGERÐ Lærði læknisfræði með vinnu NÝBAKAÐUR DOKTOR „Nú ætla ég bara að slaka á og hugsa um hvað ég geri næst,“ segir Elín Ólafsdóttir og andar léttar að aflokinni doktorsvörn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta náði Norðurlandameistaratitli í útihandkattleik þennan dag árið 1964. Mótið var háð á Laugardals- vellinum. Íslensku stúlkurnar sigr- uðu alla leiki sína nema gegn dönsku stúlkunum en í honum varð jafntefli. Íslensku stúlkurnar léku við þær norsku í síðasta leik sínum á mótinu og urðu að hafa betur ef þær ætluðu að eiga möguleika á sigri í mótinu. Þær norsku höfðu lengst af yfir- höndina en íslensku stúlkurnar tóku góðan endasprett og skoruðu síðustu fjögur mörkin. Markahæst þeirra var Sigríður Sigurðardóttir, fyrir- liði liðsins. Titillinn var þó ekki í höfn fyrr en að loknum leik norska liðsins og danska, úrslit úr honum urðu norsku stúlkunum í vil og þau tryggðu íslenskan sigur á mótinu. ÞETTA GERÐIST: 30. JÚNÍ 1964 Íslenskir Norðurlandameistarar JÓN HELGASON, prófessor, skáld og fræðimaður (1899-1986), fæddist þennan dag. „Þú færð aldrei sigrað þinn fæðingarhrepp, stjúpmóðurauga hans vakir yfir þér alla stund.“ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, mágkona, amma og langamma, INGIGERÐUR ÞÓRANNA MELSTEÐ BORG hjúkrunarfræðingur, Freyjugötu 42, Reykjavík, sem lést á Dvalar-og hjúkrunarheimilinu Grund 22. júní verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 10. júlí kl. 15:00. Anna Elísabet Borg Rein Norberg Elín Borg Benedikt Hjartarson Óskar Borg Berglind Hilmarsdóttir Páll Borg Ingunn Ingimarsdóttir Anna Borg Eva Dögg, Rakel Björk, Thelma Hrund, Inga, Hildur Emma og Elín Ósk Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, KRISTINN KRISTINSSON vélfræðingur, Dofrabergi 15, Hafnarfirði, lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild LSH í Kópavogi sunnudaginn 24. júní. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, þriðjudaginn 3. júlí kl 13.00. Steinunn Lilja Sigurðardóttir Kristinn Kristinsson Katrín Helga Kristinsdóttir Snæbjörn Sigurðsson Guðrún Harpa Kristinsdóttir Sigurður Erlendsson Tinna Björk Kristinsdóttir Brynjar Rafn Ólafsson barnabörn og systkini. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR (GÓGÓ) Svöluási 1a, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans, deild 11E, fyrir góða umönnun. Díana Margrét Hrafnsdóttir Steinar Hólmsteinsson Harpa Lind Hrafnsdóttir Ketill Árni Ketilsson Ari Hrafn Steinarsson Sindri Örn Steinarsson Ketill Orri Ketilsson Guðrún Embla Ketilsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA JÓHANNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur frá Þórshöfn, verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 3. júlí klukkan 13.00. Haukur S. Magnússon Jónína Eir Hauksdóttir Ingólfur Guðjónsson Magnús Hauksson Ragnheiður Halldórsdóttir Jóhann Hauksson Ingveldur G. Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur ómetanlegan kærleik, stuðning og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR ÓLAFSDÓTTUR fyrrverandi fangavarðar og hannyrðakonu. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki deildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstakan hlýhug og umönnun. Kjartan Kjartansson Jóhanna Björk Hallbergsdóttir Ólöf Ingibjörg Hallbergsdóttir Jóhann Garðarsson Hafþór Kristinn Hallbergsson Victoria Ottósdóttir Kjartan Örn Kjartansson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar og tengdamóður, GUÐNÝJAR BERGRÓSAR JÓNASDÓTTUR fyrrum húsfreyju í Norður- Hvammi í Mýrdal, síðar Smáratún 20, Selfossi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjallatúns í Vík fyrir frábæra umönnun og hlýju öll þau ár sem hún dvaldi þar. Guð blessi ykkur öll. Erla Eyþórsdóttir Brynjólfur Ámundason Gísli Sævar Hermannsson Hólmfríður Sigurðardóttir Sjöfn Hermannsdóttir Jónas Smári Hermannsson Anna Droplaug Erlingsdóttir Hreiðar Hermannsson Ágústa Jónsdóttir Svanhvít Hermannsdóttir Almar Sigurðsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, PÉTURS BRYNJÓLFSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra Hólalax, Bakkahlíð 11, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Búsetudeildar Akureyrarbæjar og Heimahjúkrunar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Sigfríður L. Angantýsdóttir Fríða Pétursdóttir Bragi Hlíðar Kristinsson Pétur Pétursson Vilborg Einarsdóttir Hjörvar Pétursson Árný Guðmundsdóttir og barnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.