Fréttablaðið - 30.06.2012, Síða 79

Fréttablaðið - 30.06.2012, Síða 79
30. júní 2012 LAUGARDAGUR36 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Að eiga lítil systkini getur komið sér vel. Þau má kúga til að dýfa fætinum í vatnið áður en maður fer sjálfur ofan í og hóta ofbeldi ef þau taka ekki á sig sökina fyrir að borða síðustu tertusneiðina. Þessar elskur bogna auðveldlega undan valdi sem er beitt í krafti andlegra yfirburða. Þetta lærði ég af biturri reynslu, enda alinn upp í stöðugum ótta við þrjú ógnvænleg og risa- vaxin systkini. LITLU systkinin eru sem sagt neydd til að stökkva á handsprengjuna fyrir þau eldri og þannig notuð sem mannlegir skildir. Svo við höldum áfram með þessa ósmekklegu vísun í stríðsrekstur, þá eru fjölmörg dæmi til um að slíkir skildir séu notaðir í bardögum – þar sem óbreyttum borg- urum er komið fyrir í fremstu víglínu til að veita æðri mönnum skjól. Borgararnir eru oftast neyddir til að taka að sér þetta óeigingjarna hlutverk en tilgang- urinn hefur einnig áróðursgildi þar sem tala látinna óbreyttra borgara vex óhjákvæmilega við aðgerðina. Þannig er höfð- að til samvisku óvinarins og reynt að letja hann í árásum sínum. MANNLEGIR skildir hafa einnig verið nýttir í íslenskum áróðursstríðum með eftirtekt- arverðum árangri. Sjómönnum var att út á vígvöllinn í byrjun júní til að mótmæla meintri tekjuskerðingu á meðan kvótagreifarnir dyttuðu að höllum sínum og keyptu nýjar handa erfingjunum. Í vik- unni settu svo stjórnarmenn Vinnslustöðv- arinnar í Vestmannaeyjum upp mannlegan skjöld til að verjast árásum ríkisstjórnar- innar. 41 starfsmanni var fórnað og gott ef nýjasti dallurinn var ekki settur á sölu- skrá. Stjórnvöld fengu þau skilaboð að aðgerðirnar væru upp á líf og dauða; nauð- synlegar til að halda fyrirtækinu gangandi. ÞEGAR aðgerðirnar voru kynntar láð- ist stjórnendum vinnslustöðvarinnar að nefna að til stendur að greiða eigendum 850 milljónir í arð, sem var samþykkt á fimmtudagskvöld. Það er 350 milljónum meira en í fyrra. Sem sagt, á tveimur árum hefur Vinnslustöðin skilað eigendum sínum 1.350 milljónum króna í arð. Ef við mynd- um skipta arðinum í hundraðkalla myndi staflinn skaga 27 kílómetra til himins. Við þyrftum að stafla 32 Burj Khalifa-turnum, sem er hæsta bygging heims, hverjum ofan á annan til að koma fyrir síðasta hundrað- kallinum. Hallgrímskirkjuturnarnir þyrftu hins vegar að vera 362. GUÐ blessi þessa menn. Fyrir þau sem vita ekki hvað arður er, þá lítur hann út eins og grænu tölurnar í einkabankanum þínum. Í þessu tilviki er þó um að ræða talsvert fleiri núll en þú munt nokkurn tíma sjá. Mannlegir skildir í Eyjum Vertu úti Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins Taktu þátt í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins um útivist. Sendu inn mynd sem tengist útivist með einum eða öðrum hætti og þú getur unnið miða fyrir tvo til Evrópu! Skilafrestur á mynd er til klukkan tólf á hádegi þann 4. júlí. Vinningsmyndin verður á forsíðu helgarblaðsins þann 7. júlí og sigurvegarinn fær að auki tvo flugmiða til einhvers af áfangastöðum WOW Air. Annað og þriðja sæti fá miða fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Sendu inn mynd á ljosmyndakeppni@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. sæti, 6. karlkyn, 8. hvers vegna, 9. rangl, 11. stöðug hreyfing, 12. ofan á brauð, 14. gildra, 16. nudd, 17. viljugur, 18. orga, 20. í röð, 21. and- streymi. LÓÐRÉTT 1. skrifa, 3. eftir hádegi, 4. olnboga- rými, 5. löng, 7. kálsoð, 10. kviksyndi, 13. gifti, 15. hófdýr, 16. nálægt, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. sess, 6. kk, 8. hví, 9. ráf, 11. ið, 12. álegg, 14. snara, 16. nú, 17. fús, 18. æpa, 20. mn, 21. raun. LÓÐRÉTT: 1. skrá, 3. eh, 4. svigrúm, 5. síð, 7. kálsúpa, 10. fen, 13. gaf, 15. asni, 16. nær, 19. au. Við fórum í útilegu í vor! Með fellihýsi! Ok! Við fórum sko á Sel- foss, Hvolsvöll, Vík í Mýrdal, Kirkjubæjar- klaustur, Skaftafell og enduðum á Höfn í Hornafirði! Næs! Svo eftir Höfn tókum við austfirðina eins og þeir leggja sig! Nes- kaupstað, Borgarfjörð eystri, Egilsstaði … Við eigum sko Mözdu! Hversu langt ætli það sé að vatninu? 15-20 metrar? ... Það gæti gengið! Hún er blá! Ég trúi ekki að ég sé að labba nakinn um húsið! Ég er svo villtur! Ég er svo mikill rokkari! Ég er svo búinn að vera. Halló? þetta er ég! Fríða frænka! Einhver heima? Þetta er frábært, en í hreinskilni sagt á ég erfitt með að halda í við þessa nútímatækni. Mamma! Krakkinn er inni í herberginu mínu! Mamma! Krakkinn er að rústa öllu! Mamma! Þaggaðu niður í krakkanum! Af hverju má ég aldrei leika við hana?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.