Fréttablaðið - 30.06.2012, Page 81
30. júní 2012 LAUGARDAGUR38 38
menning@frettabladid.is
Myndlist ★★★ ★★
Vídeóverk í Reykjavík
Melissa Dubbin, Aaron S. Davids-
son, Wooloo, Sigrún Sigurðardótt-
ir, Kolbeinn Hugi Höskuldsson
Nýlistasafnið, Listasafn ASÍ,
Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi
Í Reykjavík má í dag sjá víd-
eóverk á nokkrum stöðum. Í
Nýlistasafninu er vídeó hluti
af sýningu Melissu Dubbin og
Aarons S. Davidsson; Volumes
for Sound, sem aftur er hluti af
Independent People, myndlistar-
hluta Listahátíðar í Reykjavík. Í
vídeóinu liggur korn ofan á hátal-
ara og hoppar þar og skoppar.
Ekkert sérstaklega frumlegt, en
er ágætur hluti af heildarkonsept-
inu í sýningunni sem hverfist um
hljóð, hljóðskúlptúra og tilrauna-
tónlist.
Í gryfjunni í Listasafni ASÍ
er til sýnis eins konar heimild-
armynd eftir Wooloo-hópinn en
list hans snýst um samfélagsleg-
ar tilraunir, þátttökulist og sam-
vinnu við listsköpun. Í myndinni
er fylgst með þeim reyna að sann-
færa íbúa í Horbelev í Danmörku
um að hætta að horfa á sjónvarp-
ið en sameinast þess í stað um
að búa til risastóran skúlptúr
í bænum úr sjónvarpstækjun-
um. Þetta er skemmtileg mynd
og verkefni, og framsetningin
í safninu er látlaus og þægileg.
Það að listamennirnir hafi fengið
sjónvarp frá safnstjóranum til að
sýna myndina í, bætir samt engu
við þessa sýningu.
Hafnarhúsið hýsir verkefni
Kling og Bang gallerísins The
Demented Diamond of Kling &
Bang´s Confected Video Archive,
sem er einnig hluti af Independ-
ent People. Þar er um að ræða
sífellt stækkandi safn myndbanda
eftir listamenn sem tengjast, og
hafa tengst, Kling og Bang gall-
eríinu á Hverfisgötu með ein-
hverjum hætti í gegnum árin
– eins konar vídeólistasafn. Til
viðbótar býður Kling og Bang upp
á nokkrar stuttar (tveggja vikna
langar) einkasýningar innan sinn-
ar sýningar. Sirra Sigrún Sigurð-
ardóttir reið á vaðið með Tre-
mors þar sem hún endurskapaði
Suðurlandskjálftann árið 2008
með leikurum og litríkum jarð-
skjálftaritamyndum sem mynd-
uðu afar skemmtilegan samleik.
Sirra sækir þarna aðeins til Þor-
valdar Þorsteinssonar (The Most
Real Death o.fl.) og Bill Viola til
dæmis. Fólkið talar um reynslu
sína, leikur og hristist eins og
það sé statt á jarðaskjálftasvæð-
inu á dimmum bakgrunni. Leik-
list og myndlist fer ekki alltaf vel
saman, en Sirra er þarna samt á
áhugaverðum slóðum að tækla
samtíma sinn.
Nú er það Kolbeinn Hugi Hösk-
uldsson sem ræður ríkjum í
„klikkaða demantinum“ og er sýn-
ingin sett upp með sama hætti og
sýning Sirru, en það er greinilega
ætlast til þess að listamennirnir
í þessum stuttu einkasýningum
notfæri sér sömu sviðsmyndina,
þó það henti kannski misvel.
Verk Kolbeins heitir Abstrakt að
handan. Þetta eru fimm vídeó af
mismunandi strendingum/krist-
öllum sem snúast og endurkasta
ljósi sem að þeim er beint. Með
þessu hljómar hljóðmynd með
bjöguðum röddum og strengjum
og minnir um margt á einhvers
konar geimveruraddir eins og við
þekkjum þær úr Aliens-myndun-
um eða Signs og fleiri slíkum, ef
hljóðminnið er ekki að svíkja mig.
Þetta er heillandi hljóðmynd og
kristallarnir eru það líka. Sýning-
in hefði ekki versnað við að fækka
kristöllunum, og líklega hefði inn-
setningin notið sín betur í meiri
myrkvun. Ferningslaga kristall-
inn heillaði mig mest, ásamt auð-
vitað hljóðmyndinni.
Nú er eins og maður sjái
strendinga út um allt – Harpan,
Ólafur Elíasson, Þjóðleikhúsið og
nú síðast verk Ragnars Nikulás-
sonar á Hlemmi. Verk Kolbeins er
þó meiri tilvísun í einhvern hand-
anheim, ofurhetju/geimveruheim
jafnvel, heldur en í Ólaf Elíasson
eða íslenska náttúru, enda spyr
hann í sýningarskrá: Við leitum
svara hjá kristöllunum en hverj-
um leita þeir svara hjá?
Þóroddur Bjarnason
Niðurstaða: Flott hljóðmynd og
blikandi kristallar vekja upp hugsanir
um handanheima.
Vídeókristallar
ABSTRAKT AÐ HANDAN Fimm vídeó af mismunandi strendingum Kolbeins Huga
Höskuldssonar er að sjá í Hafnarhúsi um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Tíu ungir dansarar frumflytja tvö nútíma-
dansverk á tveimur sýningum í Gaflara-
leikhúsinu á miðvikudagskvöld.
Dansflokkurinn Undúla sýnir á miðvikudag tvö
nútímadansverk í Gaflaraleikhúsinu sem Unnur
Elísabet Gunnarsdóttir samdi í samstarfi við flokk-
inn. Hann skipa tíu ungar konur sem allar eiga það
sameiginlegt að hafa mikla ástríðu fyrir dansi og
hafa stundað nám við Listdansskóla Íslands. „Við
erum allar vanar að dansa saman og höfum haft
Unni fyrir kennara í Listdansskólanum,“ segir Þórey
Birgisdóttir, ein dansaranna tíu. Hún segir verkin
tvö gjörólík þeim verkefnum sem þær hafa tekist á
við áður. „Unnur er búin að kynna okkur fyrir mörg-
um nýjum hlutum. Í þessum verkum höfum við allar
okkar eigin karaktera, sem eru nokkurs konar ýktar
útgáfur af okkur sjálfum. Svo erum við ekki bara að
dansa, heldur lærðum við allar að syngja á finnsku
og fleira. Ég vil nú ekki segja mikið meira frá því
svo ég eyðileggi ekki hið óvænta fyrir áhorfendum.“
Verkin sem sýnd verða heita Hringrás og Heim-
sóknartími, en hvort þeirra tekur um 40 mínútur í
flutningi. Hið fyrrnefnda fjallar um tíu konur sem
eru lokaðar inni í húsi einhvers staðar í heiminum
og hvað þær gera til að stytta sér stundir í húsinu.
Hitt verkið fjallar um hvernig allt fer í hringi í líf-
inu, frá því við fæðumst og þar til við deyjum, hring
eftir hring. „Það er mjög skemmtilegt að dansa þessi
verk. Það er létt yfir Heimsóknartíma – okkur finnst
það mjög fyndið – en það er meiri dramatík og alvara
í Hringrás,“ segir Þórey. „En þau eru bæði lífleg og
skemmtileg. Það hefur verið hápunktur dagsins hjá
mér að mæta á æfingar að undanförnu og ég held
það sama gildi um stelpurnar líka.“
Sýningarnar á miðvikudag verða tvær, klukkan
19.30 og 21.30. Miðarnir eru seldir við innganginn og
er verð þeirra 1.000 krónur.
holmfridur@frettabladid.is
Tíu konur lokaðar inni í húsi í ónefndu landi
LIFANDI VERK Dansflokkinn Undúlu skipa tíu ungar konur, þær Anna Kristín Gunnarsdóttir, Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz,
Gunnhildur Eva Guðjohnsen Gunnarsdóttir, Indy Alda Saouda Yansane, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Snæfríður Sól Gunnars-
dóttir, Þórey Birgisdóttir og Þórhildur Jensdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON organisti leikur á tveimur tónleikum í Hall-
grímskirkju um helgina. Annars vegar á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumars á
laugardaginn en einnig á aðaltónleikum vikunnar sem fram fara á sunnudaginn.