Fréttablaðið - 02.08.2012, Page 66

Fréttablaðið - 02.08.2012, Page 66
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR58 golfogveidi@frettabladid.is hagfræði eða tölvunarfræði,“ segir Haraldur Franklín. Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem mun spila golf fyrir há- skólann í Mississippi því Axel Bóasson, sem sigraði á Íslands- mótinu í höggleik í fyrra, er einnig nemandi þar. Haraldur Franklín hefur síðan hug á því að reyna fyrir sér sem atvinnukylfingur að námi loknu. „Það fer samt allt eftir því hvernig mér gengur. Eins og staðan er núna stefni ég á atvinnumennsku eftir þrjú til fjögur ár en það er mikil sam- keppni og ekki allir sem komast að. Ef ég kemst ekki að geri ég bara eitthvað annað.“ kristjan@frettabladid.is Það er óhætt að segja að Haraldur Franklín Magnús sé besti kylfingur landsins um þessar mundir. Hann tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn í höggleik um síðustu helgi, er Íslands- meistari í holukeppni og ríkjandi klúbbmeistari í Golfklúbbi Reykjavíkur. „Það kom mér mjög á óvart að ég skyldi vinna alla þessa titla á þessu ári. Ég stefndi samt á að vinna höggleikinn enda hefur það verið draumur minn í fjögur ár,“ segir Haraldur Franklín Magnús, nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik. „Ég byrjaði að fikta við golfið þegar ég var tólf ára en eftir að ég hætti í fótboltanum, fimm- tán ára, fór ég hundrað prósent í golfið,“ segir Haraldur Franklín sem nú er 21 árs. Kylfingurinn knái segist hafa verið sæmilega liðtækur í boltanum en hann hafi eytt svo miklum tíma á golf- vellinum í Grafarholti að það hafi farið að bitna á honum. „Ég bý í Vesturbænum en var alltaf uppi á golfvelli. Þegar ég datt svo út úr liðinu ákvað ég að fara beint í golfið.“ Haraldur Franklín er sá eini úr fjölskyldunni sinni sem leggur stund á golfíþróttina. Hann komst fyrst í kynni við íþróttina þegar hann fór í golf- kennslu hjá Magnúsi Birgissyni þegar hann var í sumarbústað hjá afa sínum á Snæfellsnesi. „Það hjálpaði mikið til. Svo var skóla- félagi minn, Ólafur Axel, líka að fikta við það svo það hjálpaði til,“ segir Haraldur Franklín. Fjöl- skylda hans hefur þó stutt vel við bakið á honum og oftar en ekki er karl faðir hans, Kristján Frank- lín Magnús leikari, kylfusveinn fyrir hann. Haraldur náði ekki eingöngu að landa sigri á Íslandsmótinu í höggleik heldur sigraði hann líka í holukeppninni og er klúbb- meistari hjá Golfklúbbi Reykja- víkur. Hann er sem stendur í efsta sæti Eimskipa-mótaraðar- innar, hefur þúsund stiga forystu, en missir því miður af tveimur næstu mótum þar sem hann verður farinn til náms í Miss- issippi í Bandaríkjunum. Hann gæti því misst af þeim titli. „Ég kláraði MR og er búinn með eina önn í verkfræði í Háskólanum í Reykjavík en ætla í eitthvað allt annað nám í Banda- ríkjunum. Núna er ég að pæla í Eins og staðan er núna stefni ég á atvinnumennsku eftir þrjú til fjögur ár en það er mikil samkeppni. HARALDUR FRANKLÍN MAGNÚS ÍSLANDSMEISTARI Í HÖGGLEIK „Haraldur Franklín er drifinn áfram af sigurvilja – hann er sigurvegari út í gegn,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur og aðalþjálfari hins nýkrýnda Íslandsmeistara í höggleik. „Hann er virkilega klókur leikmaður, góður tæknilega og er virkilega gáfaður golfari – ef maður má orða það svo. Hann er alltaf bestur þegar mikið liggur við.“ Brynjar segir að árangur Haralds Franklíns í sumar hafi ekki komið sér á óvart. „Ég átti alveg eins von á þessu. Við erum með nokkra leik- menn í Golfklúbbi Reykjavíkur, sem eru á þessu kaliberi, sem ég er búinn að vera bíða eftir að myndu blómstra. Þetta hefur verið frábært ár hjá Haraldi og hann getur fullkomnað það með því að vinna sveita- keppnina með sinni sveit eftir tvær vikur. Íslenskur kylfingur getur varla gert betur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði þetta á síðasta ári og nú getur hann jafnað hana.“ Brynjar Eldon telur að Haraldur Franklín eigi góða möguleika á að fara út í atvinnumennskuna. „Það er samt svo margt sem spilar inn í. Hann þarf að vera rétt tengdur, með rétta fólkið í kringum sig og þess háttar. En hann hefur klárlega getuna og hausinn í atvinnumennskuna – alveg klárlega,“ segir Brynjar. „En hann er ekki bara skynsamur í golfinu því hann vill klára skólann og síðan taka skrefið. En hann sér það fljótt í háskólagolfinu hvort hann eigi erindi í atvinnugolfið því ef hann vinnur ekki mót úti eða verður ekki meðal þeirra efstu á hann ekkert erindi þangað. Haraldur er þó jarðbundinn og ætlar sér að taka þessi fjögur ár í háskólanum og sjá svo til.“ Fjögurra ára draumur rættist HARALDUR FRANKLÍN MAGNÚS Íslandsmeistarinn í höggleik er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann ætlar í háskólanám í Mississippi og spila í háskólagolfinu. MYND/STEFÁN GARÐARSSON Tiger Woods getur komist í efsta sæti heimslistans í golfi með sigri á Bridgestone Invita- tional mótinu, sem er hluti af heimsmótaröð- inni, sem hefst á Firestone- vellinum í Ohio í dag. Bestu kylf- ingar heims, 75 talsins, eru skráðir til leiks en völlurinn þykir afar erfiður. Verðlauna- féð er heldur ekkert slor, rúmur milljarður íslenskra króna. Tiger hefur ekki verið í topp- sæti heimslistans í ein tvö ár. Hann þykir þó líklegur til afreka á mótinu um helgina en hann hefur unnið sjö sinnum af þeim tólf skiptum sem hann hefur tekið þátt. Heimsmótaröðin í golfi: Tiger getur náð toppsætinu KORPAN Korpúlfsstaðavöllur verður 27 holur á næsta ári og er stefnt að því að leika Íslandsmótið í höggleik á nýja vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Íslandsmótið í höggleik fer fram á Korpúlfsstaðavelli á næsta ári en Golfklúbbur Reykja- víkur mun hafa veg og vanda af mótinu. Síðustu þrjú ár hefur Íslands- mótið verið haldið utan höfuð- borgarsvæðisins. Korpúlfsstaðavöllur mun opna 27 holu golfvöll á næsta ári og er stefnt að því að leika á nýja vellinum á Íslandsmótinu. Mótið átti upphaflega að fara fram á Jaðarsvelli á Akureyri en vegna breytinga á vellinum þurftu þeir að draga sig í hlé. Íslandsmótið í höggleik fór síð- ast fram á höfuðborgar svæðinu í Grafarholtinu. Golfklúbbur Kópavogs- og Garðabæjar held- ur mótið árið 2014 í Leirdalnum. GR með Íslandsmótið 2013: Höggleikurinn næst í Korpunni Haraldur er sigurvegari út í gegn 97 KEPPENDUR voru í gær skráðir til leiks á Íslandsmót eldri kylfinga sem fram fer á Hólmsvelli í Keflavík. Mótið hefst í dag og stendur til 4. ágúst. TIGER WOODS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.