Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 02.08.2012, Blaðsíða 66
2. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR58 golfogveidi@frettabladid.is hagfræði eða tölvunarfræði,“ segir Haraldur Franklín. Hann er þó ekki eini Íslendingurinn sem mun spila golf fyrir há- skólann í Mississippi því Axel Bóasson, sem sigraði á Íslands- mótinu í höggleik í fyrra, er einnig nemandi þar. Haraldur Franklín hefur síðan hug á því að reyna fyrir sér sem atvinnukylfingur að námi loknu. „Það fer samt allt eftir því hvernig mér gengur. Eins og staðan er núna stefni ég á atvinnumennsku eftir þrjú til fjögur ár en það er mikil sam- keppni og ekki allir sem komast að. Ef ég kemst ekki að geri ég bara eitthvað annað.“ kristjan@frettabladid.is Það er óhætt að segja að Haraldur Franklín Magnús sé besti kylfingur landsins um þessar mundir. Hann tryggði sér Íslandsmeist- aratitilinn í höggleik um síðustu helgi, er Íslands- meistari í holukeppni og ríkjandi klúbbmeistari í Golfklúbbi Reykjavíkur. „Það kom mér mjög á óvart að ég skyldi vinna alla þessa titla á þessu ári. Ég stefndi samt á að vinna höggleikinn enda hefur það verið draumur minn í fjögur ár,“ segir Haraldur Franklín Magnús, nýkrýndur Íslandsmeistari í höggleik. „Ég byrjaði að fikta við golfið þegar ég var tólf ára en eftir að ég hætti í fótboltanum, fimm- tán ára, fór ég hundrað prósent í golfið,“ segir Haraldur Franklín sem nú er 21 árs. Kylfingurinn knái segist hafa verið sæmilega liðtækur í boltanum en hann hafi eytt svo miklum tíma á golf- vellinum í Grafarholti að það hafi farið að bitna á honum. „Ég bý í Vesturbænum en var alltaf uppi á golfvelli. Þegar ég datt svo út úr liðinu ákvað ég að fara beint í golfið.“ Haraldur Franklín er sá eini úr fjölskyldunni sinni sem leggur stund á golfíþróttina. Hann komst fyrst í kynni við íþróttina þegar hann fór í golf- kennslu hjá Magnúsi Birgissyni þegar hann var í sumarbústað hjá afa sínum á Snæfellsnesi. „Það hjálpaði mikið til. Svo var skóla- félagi minn, Ólafur Axel, líka að fikta við það svo það hjálpaði til,“ segir Haraldur Franklín. Fjöl- skylda hans hefur þó stutt vel við bakið á honum og oftar en ekki er karl faðir hans, Kristján Frank- lín Magnús leikari, kylfusveinn fyrir hann. Haraldur náði ekki eingöngu að landa sigri á Íslandsmótinu í höggleik heldur sigraði hann líka í holukeppninni og er klúbb- meistari hjá Golfklúbbi Reykja- víkur. Hann er sem stendur í efsta sæti Eimskipa-mótaraðar- innar, hefur þúsund stiga forystu, en missir því miður af tveimur næstu mótum þar sem hann verður farinn til náms í Miss- issippi í Bandaríkjunum. Hann gæti því misst af þeim titli. „Ég kláraði MR og er búinn með eina önn í verkfræði í Háskólanum í Reykjavík en ætla í eitthvað allt annað nám í Banda- ríkjunum. Núna er ég að pæla í Eins og staðan er núna stefni ég á atvinnumennsku eftir þrjú til fjögur ár en það er mikil samkeppni. HARALDUR FRANKLÍN MAGNÚS ÍSLANDSMEISTARI Í HÖGGLEIK „Haraldur Franklín er drifinn áfram af sigurvilja – hann er sigurvegari út í gegn,“ segir Brynjar Eldon Geirsson, íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur og aðalþjálfari hins nýkrýnda Íslandsmeistara í höggleik. „Hann er virkilega klókur leikmaður, góður tæknilega og er virkilega gáfaður golfari – ef maður má orða það svo. Hann er alltaf bestur þegar mikið liggur við.“ Brynjar segir að árangur Haralds Franklíns í sumar hafi ekki komið sér á óvart. „Ég átti alveg eins von á þessu. Við erum með nokkra leik- menn í Golfklúbbi Reykjavíkur, sem eru á þessu kaliberi, sem ég er búinn að vera bíða eftir að myndu blómstra. Þetta hefur verið frábært ár hjá Haraldi og hann getur fullkomnað það með því að vinna sveita- keppnina með sinni sveit eftir tvær vikur. Íslenskur kylfingur getur varla gert betur. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerði þetta á síðasta ári og nú getur hann jafnað hana.“ Brynjar Eldon telur að Haraldur Franklín eigi góða möguleika á að fara út í atvinnumennskuna. „Það er samt svo margt sem spilar inn í. Hann þarf að vera rétt tengdur, með rétta fólkið í kringum sig og þess háttar. En hann hefur klárlega getuna og hausinn í atvinnumennskuna – alveg klárlega,“ segir Brynjar. „En hann er ekki bara skynsamur í golfinu því hann vill klára skólann og síðan taka skrefið. En hann sér það fljótt í háskólagolfinu hvort hann eigi erindi í atvinnugolfið því ef hann vinnur ekki mót úti eða verður ekki meðal þeirra efstu á hann ekkert erindi þangað. Haraldur er þó jarðbundinn og ætlar sér að taka þessi fjögur ár í háskólanum og sjá svo til.“ Fjögurra ára draumur rættist HARALDUR FRANKLÍN MAGNÚS Íslandsmeistarinn í höggleik er á leið til Bandaríkjanna þar sem hann ætlar í háskólanám í Mississippi og spila í háskólagolfinu. MYND/STEFÁN GARÐARSSON Tiger Woods getur komist í efsta sæti heimslistans í golfi með sigri á Bridgestone Invita- tional mótinu, sem er hluti af heimsmótaröð- inni, sem hefst á Firestone- vellinum í Ohio í dag. Bestu kylf- ingar heims, 75 talsins, eru skráðir til leiks en völlurinn þykir afar erfiður. Verðlauna- féð er heldur ekkert slor, rúmur milljarður íslenskra króna. Tiger hefur ekki verið í topp- sæti heimslistans í ein tvö ár. Hann þykir þó líklegur til afreka á mótinu um helgina en hann hefur unnið sjö sinnum af þeim tólf skiptum sem hann hefur tekið þátt. Heimsmótaröðin í golfi: Tiger getur náð toppsætinu KORPAN Korpúlfsstaðavöllur verður 27 holur á næsta ári og er stefnt að því að leika Íslandsmótið í höggleik á nýja vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Íslandsmótið í höggleik fer fram á Korpúlfsstaðavelli á næsta ári en Golfklúbbur Reykja- víkur mun hafa veg og vanda af mótinu. Síðustu þrjú ár hefur Íslands- mótið verið haldið utan höfuð- borgarsvæðisins. Korpúlfsstaðavöllur mun opna 27 holu golfvöll á næsta ári og er stefnt að því að leika á nýja vellinum á Íslandsmótinu. Mótið átti upphaflega að fara fram á Jaðarsvelli á Akureyri en vegna breytinga á vellinum þurftu þeir að draga sig í hlé. Íslandsmótið í höggleik fór síð- ast fram á höfuðborgar svæðinu í Grafarholtinu. Golfklúbbur Kópavogs- og Garðabæjar held- ur mótið árið 2014 í Leirdalnum. GR með Íslandsmótið 2013: Höggleikurinn næst í Korpunni Haraldur er sigurvegari út í gegn 97 KEPPENDUR voru í gær skráðir til leiks á Íslandsmót eldri kylfinga sem fram fer á Hólmsvelli í Keflavík. Mótið hefst í dag og stendur til 4. ágúst. TIGER WOODS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.