Fréttablaðið - 31.08.2012, Síða 8
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR8
... og rjómi
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-1
6
7
4
SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli
íslenskra skipa var tæp 1.149
þúsund tonn á síðasta ári. Það er
aukning um 85 þúsund tonn frá
árinu 2010, sem jafngildir átta
prósentum. Þetta kemur fram í
nýjum tölum frá Hagstofunni.
Verðmæti aflans jókst um
15,7% frá 2010 og nam tæpum 154
milljörðum í fyrra. Þá er ótalið
verðmæti aukaafurða sem falla
til við fiskvinnslu, sem var 3,7
milljarðar í fyrra og hafði aukist
um 15,8% frá 2010. Uppsjávarafli
nam um 61,3% af heildaraflanum,
botnfiskafli 35,2%, flatfiskafli
2% og afli skel- og krabbadýra
tæpu einu prósenti. - þj
Fiskveiðar á síðasta ári:
Heildaraflinn
jókst um 8%
Á SJÓ Mesta aukningin á síðasta ári var
í loðnuafla. Þrefalt meira veiddist af
loðnu en árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
NEYTENDUR Mjólkurbúið Kú er
fyrsta vinnslustöðin á Íslandi
sem uppfyllir reglur um fram-
leiðslu á lífrænum ostum.
Vottunar stofan Tún afhenti Kú
vottorðið formlega í gær.
Með vottuninni er staðfest að
innihald og framleiðslan byggi á
lífrænum hráefnum, sem haldið
er aðgreindum frá öðrum hrá-
efnum á öllum stigum. Ólafur
Magnússon framkvæmdastjóri
segir mikilvægt að fyrirtæki
svari sívaxandi eftirspurn eftir
lífrænum afurðum. Kú hóf fram-
leiðslu árið 2010 og framleiðir nú
átta tegundir af mygluostum. - sv
Fær lífræna vottun frá Túni:
Kú framleiðir
nú lífræna osta
DANMÖRK Stríð um tolla er í upp-
siglingu milli Danmerkur og
Noregs, að því er segir á frétta-
vefnum Business.dk.
Norðmenn hækkuðu án viðvör-
unar tolla á blóminu hortensíu
um 72 prósent í júlí sem kemur
sér illa fyrir danska garðyrkju-
bændur.
Viðskiptaráðherra Danmerkur
hótar að fjalla um málið á vett-
vangi Evrópusambandsins á
þeirri forsendu að verndarstefna
Norðmanna sé að aukast þrátt
fyrir loforð um hið gagnstæða.
Ráðherrann, Pia Olsen Dyhr,
hefur rætt við norska ráðherra
án árangurs.
Norskir bændur eru einnig
sagðir hafa reynt að fá settan
sérstakan toll á osta upp á 262
prósent.
- ibs
Verndarstefnan aukin:
Stríð um tolla í
uppsiglingu
1 Hvað á stór hluti leikskólakenn-
ara að hafa lokið háskólaprófi
samkvæmt lögum?
2 Eftir hvern er ljóðabókin Eldhús
ömmu Rún?
3 Hvernig fór leikur FH-ÍBV?
SVÖR
1. 2/3, 2. Sigmund Erni Rúnarsson,
3. 2-0 fyrir FH
VEISTU SVARIÐ?
BYGGÐAMÁL Með því að skilgreina
Akureyri sem borg yrði hlutverk
hennar og ábyrgð skýrari gagnvart
ríkinu og öðrum sveitarfélögum.
Þetta segir Þóroddur Bjarnason,
stjórnarformaður Byggðastofnunar.
Engin ákvæði eru í lögum sem til-
greina hvaða skilyrði bæjarfélag þarf
að uppfylla til að fá borgartitil.
Þóroddur sendi bæjarfulltrúum
Akureyrarbæjar nýverið fyrirspurn
um álit þeirra á þessari mögulegu
breytingu.
„Þetta gæti einfaldað ákveðin mál,
til dæmis innan heilbrigðiskerfisins,“
segir Þóroddur. „Þetta mundi skýra
betur þjónustuhlutverk sjúkra hússins
í samhengi við hvernig heilbrigðis-
kerfi á að byggja upp sem er nógu
stórt fyrir landshlutann.“
Gagnvart ríkinu segir Þóroddur að
borgartitill gæti skýrt hví Akureyri
fær hluti sem önnur bæjarfélög fá
ekki sem og ábyrgðarhlutverk hennar
vegna þess. Engin fordæmi eru fyrir
þessu hér á landi og telur Þóroddur
að nóg sé að bæjaryfirvöld ákveði að
breyta skilgreiningunni. „Ef þau lýsa
því yfir að bærinn verði borg frá ára-
mótum, þá verður það bara þannig.“
Reykjavík var skilgreind sem borg
árið 1962, en þá voru íbúarnir um 75
þúsund. Akureyri er fjórði stærsti
bær landsins, með átján þúsund
íbúa, og sá stærsti utan höfuðborgar-
svæðisins. Íbúafjöldi Kópavogs er
næstmestur á eftir Reykjavík, en
þar búa rúmlega 31 þúsund íbúar. Ný-
verið kom sú hugmynd upp að Kópa-
vogur yrði skilgreindur sem borg í
ljósi íbúafjöldans. Þóroddur segir það
ekki duga til.
„Kópavogur getur verið öflugt og
gott samfélag, en hefur ekki mikið
þjónustuhlutverk út fyrir bæjar-
mörkin,“ segir hann. „Reykjavík er
lítil í alþjóðlegu samhengi, en sinnir
því sem hún á að sinna sem höfuð-
borg. Því verður Kópavogur aldrei
borg, sama hvað hann er stór.“
Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjar-
stjóri á Akureyri, kallar málið orða-
leik. „Mér finnst þetta ekki skipta
neinu máli,“ segir hann. „Vissulega
er eðlilegt að hugmyndin komi upp og
hún rædd, en okkur hefur liðið ágæt-
lega sem bær í 150 ár og líður senni-
lega ágætlega í önnur eins.“
Akureyri vikublað greindi frá því
í gær að Jón Gnarr borgarstjóri,
sem staddur var á Akureyri í tilefni
afmælishátíðar bæjarins, hefði tekið
afar vel í hugmyndina. „Mér finnst
það löngu tímabært að Akureyri
breytist úr bæ í borg og styð það heils
hugar,“ sagði borgarstjórinn.
sunna@frettabladid.is
Akureyrarborg fengi skýrara
hlutverk gagnvart ríkinu
Ef Akureyri yrði skilgreind sem borg yrði hlutverk hennar skýrara gagnvart ríkinu, segir stjórnarformaður
Byggðastofnunar. Ekkert í lögum sem skilgreinir slíkt. Skiptir engu máli, segir bæjarstjóri.
ÚR BÆ Í BORG? Bæjarstjóra Akureyrar finnst ekki skipta nokkru máli hvort
Akureyri er bær eða borg. MYND/RAGNAR HÓLM RAGNARSSON
Akureyrarbær varð 150 ára á miðvikudag og var mikið um dýrðir
í bænum þann dag. Formlegri afmælishátíð lýkur á sunnudag, en
afmælisnefnd bæjarins hefur skipulagt hátíðarhöld í einhverri mynd út
allt árið.
Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisársins, segir ótrúlegt
hversu margir hafi komið að hátíðarhöldunum. „Það er gríðarlegur fjöldi
fólks sem leggur fram mikla sjálfboðavinnu í tilefni afmælisins,“ segir
Sigríður. „Og við erum auðvitað afskaplega ánægð með hvernig þetta
hefur gengið.“
Afmælisnefndin fékk þrjátíu milljónir til umráða fyrir allt árið og segir
Sigríður allt líta út fyrir að kostnaður muni haldast innan þess ramma.
30 milljónir fyrir árslanga afmælisveislu
Ef þau lýsa því yfir að
bærinn verði borg frá
áramótum þá verður það bara
þannig.
ÞÓRODDUR BJARNASON
STJÓRNARFORMAÐUR
BYGGÐASTOFNUNAR