Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 16

Fréttablaðið - 31.08.2012, Side 16
31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR16 MYNDASYRPA: Íslandsmeistaramótið í fjallabruni í Skálafelli Á fleygiferð niður fjallshlíð BARA FYRIR OFURHUGA Margir af bestu hjólreiðamönnum Íslands tóku þátt í mótinu. Keppnin er gríðarlega erfið og reynir bæði á snerpu og úthald keppenda. FJALLABRUN Íslandsmeistaramótið í fjallabruni fór fram laugardaginn 25. ágúst. Brunað var niður hlíðar skíðasvæðisins í Skálafelli. Þar er búið að útbúa sérstaka braut sem hentar vel í keppni sem þessa á sumrin þegar skíðin ráða ekki ríkjum í brekkunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FLUG Keppt var bæði í kvenna- og karlaflokki í fjallabruni. Brautin er erfið og verða þeir sem niður hlíðina fara að taka stökkið af stökkpallinum, berjast við erfiða drulluna en umfram allt höndla þann gríðarlega hraða sem hægt er að ná. Ræst er við topp fjallsins en endamarkið er við rætur þess. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTAN BRAUTAR Það getur verið sárt að fara út fyrir brautina og líklegt að sú svaðilför endi einmitt í forinni. Þessi hjólreiðakappi lá vankaður eftir volkið. HRAÐINN ÓUMFLÝJANLEGUR Fjallabrun snýst um að komast eins hratt niður fjallshlíðina eftir fyrirfram ákveðinni braut og mögulegt er. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sjá nánar á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.