Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 20
20 31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða. Eins og forstöðumaður stofnunarinnar hefur bent á þá þurfti mann með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Er erfitt að skilja það? Það er ekki þörf á fólki með reynslu á sviði þróunarhjálpar, lýðfræði, lýð- heilsufræði, læknisfræði eða hjúkrun. Það er þörf á fólki með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu í Afríku. Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Fólk ætti að kynna sér söguna. Þetta er ekki eina dæmið um að reynsla úr stjórn- sýslunni komi sér vel og Þróunarstofnun Íslands þurfi á slíku fólki að halda. Sighvat- ur Björgvinsson var ráðinn forstöðumaður stofnunarinnar og hann réð Stefán Jón Haf- stein, báðir með reynslu úr stjórnsýslunni. Hvað getur fólk lært af þessu? Það er mikil þörf í Afríku fyrir fólk með reynslu úr íslenskri stjórnsýslu. Þetta er orðið óþolandi að stjórnmála- menn verði stöðugt fyrir árásum vegna eðlilegra ráðninga. Hvað sagði ekki Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, þegar sonur hans var skipaður í nefnd á vegum ráðuneytis hans og einhverjir voru að gagnrýna það? Ef ég man rétt þá var það á þá lund að hann frábað sér slíkan mál- flutning og sagði einnig að sonur hans væri virtur líffræðingur og ætti því allan rétt á að starfa að málinu. Vill fólk að ráðherra gangi fram hjá besta manninum einungis vegna þess að hann er sonur hans? Hvernig yrði þá land okkar ef vegna tengsla yrði að ganga fram hjá bestu mönnunum? Viljum við að Afríka missi af því að læra um íslenska stjórnsýslu? Hún hefur breyst töluvert frá því að Sighvatur og Stefán voru í henni, orðin mikið sið- væddari, opnari og betri að öllu leyti. Ekki má Afríka missa af þeirri reynslu. Öfundsýki út í yfirburðafólk Ráðningar Bergur Hauksson lög- og viðskipta- fræðingur Hvað er svo flókið við þetta að fólk skilji þetta ekki? Eru Íslendingar almennt ekki vel gefnir? Skjótur frami Skúli Mogensen, eigandi Wow air, hóf feril sinn hjá félaginu sem flugþjónn í einn dag. Nú, þremur mánuðum síðar, er hann orðinn að forstjóra þess. Samhliða því að for- vera hans var hliðrað til fyrir eigandann setti Skúli hálfan milljarð inn í félagið. Fyrir þá sem eru ekki jafn- sigldir í viðskiptum og Skúli mætti ætla að reksturinn hefði ekki gengið sem skyldi og því þurft róttækar aðgerðir. Ofsakláði Það er hins vegar reginmisskilningur, ef marka má það sem Skúli segir í samtali við Viðskiptablaðið. Á honum er það helst að skilja að fyrrverandi forstjóra hafi verið vikið til hliðar af því að hann stóð sig svo vel og að hlutaféð hafi sömuleiðis verið aukið af því að félagið væri í svo góðum málum. „Mig var farið að klæja í fingurna,“ útskýrir Skúli. Það má vera býsna skæður kláði til að það réttlæti að láta hinn frábæra fyrrverandi forstjóra gossa. Úr bæ í borg Upp hefur komið sú hugmynd að breyta Akureyri í borg. Sú breyting mundi reyndar ekki hafa annað í för með sér en að það þyrfti að skipta orðinu „Akureyrarbær“ út fyrir „Akur- eyrarborg“ á alls konar bréfsefni og skiltum og það mundi kosta pening. Vel má vera að það mundi líka slökkva minnimáttarkennd hjá stöku bæjarbúa, en þetta titlatog er auðvitað jafnóþarft fyrir norðan og í Kópavogi þótt Jón Gnarr stingi upp á því. stigur@ frettabladid.is I nnanríkisráðherrann, Ögmundur Jónasson, er annar ráð- herrann í vinstristjórninni sem kærunefnd jafnréttismála úrskurðar að hafi brotið jafnréttislögin með því að ráða karl fremur en konu í opinbert embætti. Héraðsdómur hefur svo staðfest þá niðurstöðu hvað varðar ráðningu Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra á skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu. Kærunefndin telur að kona sem sótti um embætti sýslumanns á Húsavík hafi verið jafnhæf eða hæfari í sjö af átta þáttum sem voru lagðir til grundvallar skipun í embættið en karlinn sem var skipaður í það. Hún hafi því átt að fá starfið, enda séu konur færri en karlmenn í hópi sýslumanna. Þessu er Ögmundur Jónas- son ekki sammála. Hann segir keikur að þættir á borð við starfs- reynslu, menntun, fræðistörf og fleiri skipti ekki öllu máli við svona ráðningu, heldur komi líka til matskenndir þættir, sem hann og ráðuneytið hafi þurft að leggja mat á. Það hafi verið gert fullkomlega málefnalega. Þessari málsvörn hafa menn áður reynt að beita og bent á – með nokkrum rétti – að bæði jafnréttislögin og þau viðmið sem kærunefnd jafnréttismála starfar eftir einskorðist við mat á form- legri og skjalfestri hæfni einstaklinga, en taki ekkert mið af mats- kenndum þáttum. Kærunefndin geti til dæmis ekki tekið umsækj- endur um störf í viðtöl til að meta frammistöðu þeirra. Þessi rök hafa til þessa skipt Ögmund Jónasson, Jóhönnu Sig- urðardóttur og flokkssystkin þeirra beggja litlu. Á grundvelli úrskurða kærunefndarinnar, sem Jóhanna beitti sér síðar fyrir að yrðu bindandi, hafa þau fellt þunga dóma yfir forverum sínum sem stigu í þetta sama spínat. Þannig sagði Ögmundur í þingræðu 15. apríl 2004, rétt eftir að kærunefndin hafði komizt að þeirri niðurstöðu að þáverandi dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög: „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttis lögin. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæst- virtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttis- fræðunum fái sérkennslu.“ Fín tillaga og enn í fullu gildi. Ögmundur hefur líka gagnrýnt að jafnréttisbaráttan sé ekki nógu róttæk. Í þingræðu um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum árið 1998 vakti hann athygli á að kvennahreyfingin hefði áður lagt áherzlu á „mjög róttæk sjónarmið“ eins og „veltum valda stólunum.“ Síðan hefðu áherzlurnar breytzt og kvótakerfið haldið innreið sína í kvennabaráttuna. „Áherslan varð fremur á að tryggja að jafn- margar konur sætu á þessum sömu valdastólum og karlar, sem menn hirtu svo síður um að velta. Þannig gerðist þessi barátta að mínum dómi íhaldssamari,“ sagði Ögmundur. Ekki hefur orðið vart við að Ögmundur hafi reynt að velta neinum valdastólum eftir að hann komst sjálfur í einn slíkan. Og hann hafnar því alveg fjallbrattur að hann hafi átt að framkvæma það kvótakerfi sem felst í jafnréttislögunum. Er hann þá ekki enn íhaldssamari en fólkið sem berst fyrir jafnari kynjahlutföllum í stjórnunarstöðum hjá ríkinu? Um framgöngu ráðherrans má segja það sem hann sagði sjálfur í áðurnefndri þingræðu um jafnréttismál 1998: „Staðreyndin er sú að alltof oft fara ekki saman orð og athafnir og það á svo sannar- lega við í þessum efnum.“ Innanríkisráðherra brýtur jafnréttislög: Tornæmt íhald? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.