Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 22
22 31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR
Það er merkilegt að kynna sér hvernig Húsafriðunarnefnd
hefur algerlega skipt um skoðun
á því hvort friða beri Nasa-salinn
– og velta fyrir sér hvað orsakaði
þessi sinnaskipti.
Árið 2008 samþykkti Húsafrið-
unarnefnd að leggja til við ráð-
herra að friða gamla kvennaskól-
ann við Austurvöll (græna húsið
sem er inngangurinn á Nasa) – og
innréttingarnar í Nasa.
Ekki kom á óvart að nefndin
legði þetta til; að varðveita gam-
alt hús með sögu sem stendur
við Austurvöll – og innréttingar
helsta samkomuhúss Reykvíkinga
um áratuga skeið, sem auk þess
eru vönduð og söguleg íslensk
hönnun sem ekki á sinn líka.
Tilefnið var að Pétur Þór Sig-
urðsson, eigandi hússins sem
jafnframt á nærliggjandi hús og
lóðir og hafði í hyggju að setja
upp risahótel milli Austurvallar,
Fógetagarðsins og Ingólfstorgs
og Húsafriðunarnefnd, óttaðist
að gamli Kvennaskólinn og Nasa
salurinn yrðu rifin.
Pétur reis upp til mótmæla
gegn þessum áformum nefndar-
innar og lét bæði arkitektastofu
og lögfræðistofu senda Húsafrið-
unarnefnd bréf til að mótmæla
því að nefndin legði til friðun
innréttinganna í Nasa. Jafnframt
bauð hann nefndinni á sinn fund
til að skoða aðstæður og reyna að
fá hana á sitt band.
En Húsafriðunarnefnd átti eðli-
lega ekki auðvelt með að snúa við
blaðinu jafnvel þótt hún hefði vilj-
að láta undan þrýstingnum. Þá
gerist það, að undirlagi Péturs
Þórs, að borgaryfirvöld kynna
tillögu að nýju deiliskipulagi á
reitnum og nú er gert ráð fyrir að
endurbyggja Nasa-salinn í sömu
mynd inni í nýbyggingunni. Þessi
tillaga dugði Húsafriðunarnefnd
til að þvo hendur sínar af málinu
og haustið 2008 gerir nefndin eft-
irfarandi samþykkt:
„Húsafriðunarnefnd fagnar
þeim skilmálum í deiliskipulags-
tillögunni að salurinn sem nú
hýsir skemmtistaðinn Nasa skuli
endurbyggður í sömu mynd og
hann er nú og að leitast skuli við
að endurnýta sem mest af núver-
andi innréttingum salarins, „til
að móta andrúmsloft núverandi
salar“ eins og segir í skilmál-
um.“ Í framhaldinu samþykkir
Húsafriðunarnefnd að leggja til
við ráðherra friðun Kvennaskóla-
hússins, framhússins – en Nasa-
salurinn sat eftir.
Skipulagstillagan sem Húsa-
friðunarnefnd fagnaði vegna þess
að hún gerði ráð fyrir endurbygg-
ingu Nasa-salarins í sömu mynd
var hins vegar aldrei samþykkt –
en Pétri Þór hafði tekist það ætl-
unarverk sitt að koma í veg fyrir
að Húsafriðunarnefnd friðaði inn-
réttingarnar í Nasa.
Næst tekur Húsafriðunarnefnd
Nasa-salinn til umfjöllunar nú í
sumar þegar fjallað er um til-
löguna sem varð ofan á í sam-
keppni um hönnun hótelsins – og
nú hefur orðið alger viðsnún-
ingur á afstöðu nefndarinnar til
Nasa-salarins því í bókun meiri-
hluta nefndarinnar segir: „Það er
ekki talið að umræddur salur geti
í núverandi mynd talist til þjóð-
minja og því sé ekki tilefni til
þess að gerðar verði tillögur um
friðun hans.“
Hvernig má það vera að Húsa-
friðunarnefnd snúi svo algerlega
við blaðinu að hún telji nú enga
ástæðu til að friða salinn sem hún
vildi að eigin frumkvæði friða
fjórum árum fyrr? Tæplega hafa
hinar faglegu forsendur breyst;
salurinn er eftir sem áður einstak-
ur að hönnun og útliti auk þess
að vera merkilegur frá sögulegu
sjónarmiði.
Hefur þrýstingur lóðahafans
skilað þessum viðsnúningi? Ekki
er annað að sjá. Fyrir utan þann
þrýsting sem hann beitti nefnd-
ina beint og áður er lýst fann
hann upp á því snjallræði að fá
Reykjavíkurborg til þess að fara
með sér í samkeppni um skipulag
á lóðum sínum á svæðinu með það
að markmiði að koma þar fyrir
fyrirhuguðu hóteli.
Pétur Þór kostaði keppnina að
hluta og sat sjálfur í valnefndinni
ásamt fulltrúum borgarinnar.
Klókindin í þessu fyrirkomulagi
eru að í stað þess að borgaryfir-
völd horfi á tillögur lóðahafa út
frá hagsmunum borgarbúa hafa
þau nú sameinast lóðahafanum um
„verðlaunatillöguna“. Að kynna
hana og selja.
Þetta bandalag lóðahafans og
borgaryfirvalda kann að hafa
ráðið úrslitum um að Húsafriðun-
arnefnd kúventi í afstöðu sinni til
Nasa-salarins. „Verðlaunatillag-
an“ sem nefndin útnefndi hafði nú
þá stöðu að vera komin frá póli-
tískum valdhöfum skipulagsmála í
Reykjavík en ekki einstökum lóða-
hafa.
Ekki hefur það spillt fyrir því
að þessi niðurstaða fengist að einn
nefndarmaður af þeim fjórum
sem stóðu að bókuninni er tengdur
skipulagsyfirvöldum hagsmuna-
böndum en hann er undirmaður
skipulagsstjóra Reykjavíkurborg-
ar – sem einmitt kom á umrædd-
an fund Húsafriðunarnefndar til
að kynna tillögurnar fyrir nefnd-
inni! Hæfi annars nefndarmanns
til að fjalla um tillöguna er einn-
ig mjög vafasamt því hann var
ráðgjafi nefndarinnar sem valdi
„verðlaunatillöguna“. Svona ger-
ast kaupin í borginni.
Á móti þessum áformum um
niðurrif Nasa-salarins og bygg-
ingu risahótels í hjarta Reykjavík-
ur stendur almenningur og safnar
undirskriftum á Ekkihotel.is. Ég
hvet ykkur til að skrifa undir nú
þegar til að hindra að Nasa-salur-
inn verði eyðilagður. Húsafriðun-
arnefnd mun ekki leggja þar lið.
Hefur þrýstingur
lóðahafans skilað
þessum viðsnúningi?
Ekki er annað að sjá.
Hvers vegna Húsafriðunarnefnd
hætti við að friða Nasa-salinn
Fyrir skömmu skrifaði ég grein með spurningu um af hverju
það væru efasemdir um fjölgun
greindra tilfella með einhverfu
og hvatti fólk til að horfast í augu
við þá staðreynd að einhverfa er
ekki sjaldgæf. Hún er til staðar í
hamlandi mæli hjá 1,2% íslenskra
barna og væntanlega hjá fullorðn-
um líka. Þessi tala er ekki innflutt
frá Evrópu eða Norður-Ameríku,
heldur afurð íslenskra rannsókna
sem hafa staðið samfellt frá 1995.
En hverfum aðeins aftur í tím-
ann. Í ársbyrjun 1996 kom út
skýrsla sem fjallaði um „framt-
íðarskipulag þjónustu fyrir ein-
hverfa“, og unnin var fyrir tilstilli
Rannveigar Guðmundsdóttur,
þáverandi félagsmálaráðherra. Í
minnisblaði með skýrslunni kom
fram að einungis 57 einstaklingar
með einhverfu, fæddir 1970-1991,
væru á skrá Barna- og unglinga-
geðdeildar LSH (BUGL).
Það skýrir afar lágstemmdar til-
lögur, þar sem gert var ráð fyrir
3-5 manna þverfaglegu teymi
sem yrði annaðhvort staðsett á
Greiningarstöð eða BUGL. Það
varð síðan úr að Greiningarstöð
tók formlega við þjónustu vegna
barna með einhverfu árið 1997
en þá hafði þekking á einhverfu
þróast þar frá stofnun hennar
með góðum stuðningi frá BUGL.
Á sama tíma opnaði Greiningar-
stöð fyrir móttöku tilvísana vegna
barna á grunnskólaaldri.
Ári síðar (1998) var algengi
einhverfu og ódæmigerðrar ein-
hverfu á Íslandi reiknað og reynd-
ist 0,13%. Nokkrum árum síðar, þá
var algengi einhverfu og annarra
einhverfurófsraskana komið í 0,6%
og yfirlitsgreinar helstu erlendra
sérfræðinga á þessu sviði gáfu til
kynna að þaki væri náð. Í lok árs-
ins 2009 hafði algengi hins vegar
tvöfaldast og fór í fyrsta sinn yfir
1%. Á rétt rúmum áratug hefur
algengi einhverfu hér á landi því
nífaldast. Á skrá Greiningarstöðv-
ar eru nú um 1.300 einstaklingar
með einhverfurófsröskun.
Allt kerfið brást hægt við þess-
um breytingum á sama tíma og
enginn hörgull var á skýringartil-
gátum, aðallega í því formi að gera
lítið úr aukningunni. Við á Grein-
ingarstöð vorum einnig full efa-
semda. Til dæmis héldum við að
sú aukning í fjölda tilvísana vegna
barna á grunnskólaaldri sem hófst
árið 2004 væri uppsafnaður vandi,
eins konar alda sem mundi hníga
aftur með tíma. Aukningin í til-
vísunum var fyrst og fremst frá
sérfræðiþjónustu skóla og virtist
eins og á þeim vettvangi væri eins
konar vitundarvakning um ein-
hverfu.
Þrátt fyrir sprengju í fjölda til-
vísana á Greiningarstöð fjölgaði
starfsmönnum hægt og á forsend-
um eldri áætlana. Á meðan byggð-
ust upp biðlistar eftir greiningu
sem enduðu í öngstræti þegar börn
voru farin að bíða lengst í rúmlega
þrjú ár eftir þjónustu. Árið 2007
tók Jóhanna Sigurðardóttir, þáver-
andi félagsmálaráðherra, af skar-
ið og veitti umtalsverðum fjármun-
um í átaksverkefni til tveggja ára.
Því var ætlað að eyða biðlistum og
koma á jafnvægi á ný. Vissulega
var árangur af átaksverkefninu
sem var rekið til hliðar við hefð-
bundna starfsemi Greiningarstöðv-
ar, þar sem 188 manns, aðallega
unglingar, fengu þjónustu. Þegar
börnin sem lengst höfðu beðið
komu til athugunar var til þess
tekið að vandamál margra voru
orðin mun alvarlegri en upphaflega
var lýst við tilvísun. Ýmsar skýr-
ingar geta verið á því en sú líkleg-
asta er að þau hafi ekki fengið við-
eigandi þjónustu á biðtímanum.
Það er áleitin tilgáta að þessi
tímabundna aukafjárveiting til
Greiningarstöðvar hafi í raun ýtt
undir frekari tilvísanir á stofn-
unina. Að minnsta kosti gerðist það
sem engan grunaði, tilvísunum hélt
áfram að fjölga. Mynstrið í tilvís-
unum vegna einhverfurófsrask-
ana breyttist þannig að hlutfalls-
lega fleiri börnum á leikskólaaldri
er nú vísað og fyrr en áður. Það út
af fyrir sig er gleðiefni, þar sem þá
ættu fleiri börn að njóta kennslu og
þjálfunar snemma, sem er almennt
talið vænlegt til árangurs.
En það fylgir böggull skamm-
rifi. Biðin eftir þjónustu lengist á
ný. Þrátt fyrir ýmsar breytingar á
starfsemi Greiningarstöðvar und-
anfarin ár, þá helst með tilfærslu
á mannafla og endurskipulagi, þá
virðumst við vera að færast í sama
horf og var fyrir átaksverkefnið.
Við þessi skilyrði hefur börnum
á grunnskólaaldri með mögulega
einhverfurófsröskun í auknum
mæli verið vísað frá, sérstaklega
ef þau eru ekki með þroskaskerð-
ingu af öðru tagi til viðbótar við
einhverfu. Tilvísendur leita þá
annarra leiða og vísa í auknum
mæli á BUGL sem ræður engan
veginn við fleiri tilvísanir og bið
þar er komin í tvö ár vegna rösk-
unar á einhverfurófi. Þetta ástand
er ótvírætt merki um að uppstokk-
unar og endurskipulags sé þörf á
þessum vettvangi.
Einhverfa á Íslandi
– Hvað gerðist?
Skipulagsmál
Björn B. Björnsson
borgari í Reykjavík
Heilbrigðismál
Dr. Evald
Sæmundsen
sviðsstjóri á einhverfu-
sviði Greiningar- og
ráðgjafarstöðvar ríkisins
Þegar börnin
sem lengst höfðu
beðið komu til athug-
unar var til þess tekið að
vandamál margra voru
orðin mun alvarlegri...
AF NETINU
Lýðræðið á illskeytta
óvini
Lýðræðið á illskeytta óvini. Það
sannast á tilburðum andstæðinga
frumvarps stjórnlagaráðs, sem
sæta færis að gera lítið úr þjóðar-
atkvæðagreiðslunni um frum-
varpið 20. október nk. og sýna
lýðræðinu með því móti maka-
lausa lítilsvirðingu.
Fyrst hrintu þeir hagkerfinu fram
af bjargbrúninni 2008 með
glórulausri óstjórn efnahagsmála
og bankamála. Þeir harðneita
enn að biðjast afsökunar og axla
ábyrgð, þótt níu binda skýrsla
Rannsóknarnefndar Alþingis ræki
ábyrgðina til þeirra, m.a. til þriggja
nafngreindra ráðherra og fjögurra
embættismanna; þar af voru fjórir
sjálfstæðismenn …
Nú reyna þeir að telja kjósendur
af því að neyta atkvæðisréttar síns
fram á kjördag, en kosningin er
þegar hafin.
http://www.dv.is/blogg
Þorvaldur Gylfason
Af hverju, Ögmundur?
Í kvöldfréttum sagði að Ögmundur
Jónasson, innanríkisráðherra og fv.
formaður BSRB, hefði gerst brot-
legur við jafnréttislög við ráðningu
sýslumanns á Húsavík. Hann segir
niðurstöðu sína vera rétta, og að
huglægt mat hafi ráðið för.
Eftir sit ég og hugsa af hverju,
Ögmundur?
Eru konur verri í að skera niður en
karlar? Eru konur síðri í að stjórna
starfsmönnum?
Af hverju?
Hann hlýtur að þurfa að skýra mál
sitt betur.
http://blog.pressan.is
Eygló Harðardóttir
Glæný bók um
Einar Áskel
Bættu henni í safnið!