Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 24
24 31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR
Það er með ólíkindum, að stjórn-völd í lýðræðisríki komist með
dyggri aðstoð fjármálakerfisins
upp með að innheimta milljarða
króna af lánþegum landsins, án
þess að fyrir því sé ein einasta lög-
eða samningsbundin heimild. Það
er einnig með ólíkindum, að emb-
ætti sem sett er á stofn sem hags-
munavörður lánþega geri fátt, lítið
eða ekkert til að standa vörð um
stjórnarskrárvarin réttindi lán-
þega þegar á reynir.
Fjármálafyrirtækin, samtök
þeirra, stjórnvöld og eftirlits-
stofnanir hafa unnið hörðum hönd-
um að því að fá út úr dómstólum
ákveðnar niðurstöður. Niðurstöð-
ur sem hugsanlega mætti nota til
að gefa vísbendingu um hvernig
breyta megi löglegum ákvæðum
einkaréttarlegra samninga.
Umboðsmaður skuldara hefur
eins og viljalítið verkfæri fylgt
þessum vilja kerfisins, mótstöðu-
laust.
Skýrasta dæmið er svokallað-
ur vaxtadómur, nr. 471/2010. Það
mál var keyrt í gegnum kerfið á
örfáum mánuðum og niðurstaða
dómsins nýtt til að keyra í gegn-
um þingið lagasetningu sem heim-
ilaði afturvirkar vaxtakröfur, þó
hvergi stæði neitt um slíkar heim-
ildir í téðum dómi.
Það hefur því enginn dómur fall-
ið um afturvirkni vaxta, þó sam-
kvæmt ákvörðun þáverandi efna-
hags- og viðskiptaráðherra væru
sett lög sem heimiluðu breytingu á
vaxtaákvæðum með afturvirkum
hætti. Lög nr. 151/2010, eða svo-
kölluð Árna Páls-lög.
Frá því lögin tóku gildi, þá hafa
fjölmargir dómar fallið þar sem
sérstaklega er tilgreint að engin
stoð sé fyrir afturvirkum vaxta-
kröfum. Hæstiréttur hefur jafn-
vel gengið svo langt að segja
berum orðum að slík lagasetning
fari gegn eignarréttarákvæðum
stjórnarskrár Íslands.
Heimildina sem bankar og fjár-
mögnunarfyrirtæki nota til að
krefja lánþega um afturvirka
vexti er því hvergi að finna nema
í lögum sem Hæstiréttur hefur
sagt í andstöðu við sjálfa stjórn-
arskrána.
Það er ekki skrýtið að stjórn-
völd vilji breytingu á stjórnarskrá
sem slíkar hömlur setur á heim-
ildir ríkisins til að berja á þegn-
um sínum.
Krafa lánþega er því ofur einföld:
Fellið tafarlaust úr gildi svokölluð
Árna Páls-lög.
Eftir slíka aðgerð situr að:
1. Gengistryggðir lánasamningar,
sem tilgreindir eru í íslenskum
krónum og greiddir út í íslensk-
um krónum, eru ólöglega geng-
istryggðir, en samningsvextir
löglegir.
2. Öll svokölluð jafnvirðislán sem
greidd eru út í íslenskum krón-
um eru ólöglega gengistryggð,
en samningsvextir löglegir.
3. Gengistryggðir bíla- og kaup-
leigusamningar eru ólöglega
gengistryggðir, en samnings-
vextir löglegir.
4. Gengistryggðir fjármögnunar-
leigusamningar, sem greiddir
eru út í íslenskum krónum og
sannanleg yfirfærsla eignar-
réttar á sér stað við lok samn-
ingstíma, eru ólöglega gengis-
tryggðir en samningsvextir
löglegir.
Vafi mun áfram leika um:
5. Lánasamninga sem greiddir eru
út í íslenskum krónum, en til-
greindir í samningsskilmálum
í erlendri mynt.
6. Gengistryggða fjármögnunar-
leigusamninga þar sem ekki er
sönnuð yfirfærsla eignaréttar
við lok samnings.
7. Lánasamninga sem greiddir eru
út í erlendri mynt.
Með því að fella úr gildi Árna
Páls-lögin er komið til móts við
skýra niðurstöðu dómstóla, skýra
niðurstöðu Evrópudómstóls í sam-
bærilegum málum og skýr ákvæði
grundvallarreglna samninga- og
kröfuréttar.
Yfirgnæfandi hluti lánasamn-
inga til heimila og smærri fyrir-
tækja fellur undir lið 1–4 og því
væri með brottnámi Árna Páls-
laga bundinn endi á óvissu um
skulda- og eignastöðu tugþúsunda
einstaklinga, heimila og fyrir-
tækja.
Óvissan sem stjórnvöld vilja
viðhalda með Árna Páls-lögunum
yrði áfram á þeim óverulega hluta
lánasamninga sem falla undir lið
5–7.
Það er vitlegra að leysa það sem
hægt er að leysa um leið og það er
hægt í stað þess að viðhalda alger-
lega ónauðsynlegri óvissu um
skuldamál heimila og fyrirtækja.
Nóg er efnahagsleg óvissa samt.
Það er einnig
með ólíkindum,
að embætti sem sett er á
stofn sem hagsmunavörð-
ur lánþega geri fátt, lítið
eða ekkert til að standa
vörð um stjórnarskrár-
varin réttindi lánþega …
Óvissa sköpuð
af stjórnvöldum
Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fag-
mennsku í kringum ferðamennsku.
Landið er aðgengilegra og auðvelt
að ferðast um víðáttur þess. Mikil
aukning er í afþreyingu; jeppa-
ferðir, hellaskoðun, „riverrafting“,
hestaferðir og köfun. Talað er um
holskeflu ferðamanna. Innviðir
ferðaþjónustu eru víða mjög bág-
bornir, þörf á úrbótum og nýfjár-
festingum. Ásgeir Jónsson hag-
fræðingur hefur bent á hvernig
viðvera ferðamanna bæti nýt-
ingu fastafjármuna, gististaða og
samgöngumannvirkja og stuðli
að aukinni fjölbreytni í þjónustu
á landsbyggðinni. Þeir skila inn í
landið nokkur hundruð milljörðum
í tekjur á ári.
Páll Skúlason heimspekingur
segir að hverri kynslóð beri sið-
ferðileg skylda til að hámarka
sjálfbæra þróun náttúrunnar án
þess að ganga á möguleika komandi
kynslóða. Umsjónarmenn auðlind-
arinnar sem felst í náttúru Íslands
hafa lítið aðhafst, hún liggur nú
þegar undir skemmdum af völdum
hrossa- og sauðfjárbeitar, ferða-
manna og virkjana á hálendinu.
Það þarf að finna sanngjarna lausn
á því hvernig aðgengi innlendra og
erlendra ferðamanna verði best
tryggt á sama tíma og auðlindinni
verði skilað óskemmdri til komandi
kynslóða.
Undanfarin ár hafa komið fram
ýmsar hugmyndir, meðal annars
á Alþingi, um gjaldtöku af ferða-
mönnum til að standa undir við-
haldi á ferðamannastöðum og nátt-
úruvernd. Þær hugnast ekki öllum,
enda líta margir svo á að náttúran
sé vöggugjöf fólksins og því beri
ekki að greiða aðgangseyri til að fá
að njóta hennar.
Á Norðurlöndum hefur almanna-
rétturinn verið skýr. Í Noregi „fri-
luftsliv“, þ.e. rétturinn til frjáls
aðgangs að útilífi og náttúrunni.
Í Svíþjóð er talað um „allemans-
rätten“, sjálfsögð mannréttindi til
náttúrupplifunar. Í þessum löndum
er hins vegar gerður greinarmun-
ur á almennum ferðamönnum og
fyrirtækjum sem gera út á afþrey-
ingu. Það er ekki endilega sjálf-
sagt að fyrirtæki bjóði afþreyingu
á landi annars aðila án samráðs og
greiðslu. Það er mjög mikilvægt
að aðgengisréttur sé almennur og
án mikilla undantekninga og sömu
reglur gildi um innlenda og erlenda
ferðamenn.
Gjaldtaka í ferðaþjónustu á
Íslandi er ekki ný af nálinni. Áður
var greitt aðstöðugjald til Ferða-
félags Íslands og eigendur í Höfða
við Mývatn innheimtu aðgangseyri.
Síðar hafa bæst við ýmsir skattar
í flugi, sérstakt gistináttagjald og
í byrjun næsta árs á að innheimta
sérstakt gjald fyrir köfun í Silfru.
Þessi þróun er því farin af stað og
verður ekki snúið til baka.
Ljóst er að við verðum að eyða
fjármunum í að efla innviði á ferða-
mannastöðum, annars er voðinn
vís. Rætt hefur verið um skelfi-
legt ástand salernismála á mörg-
um stöðum og skort á grunnrann-
sóknum, sem eru þó forsenda þess
að hægt sé að miðla upplýsingum
til ferðamanna. Huga þarf að vega-
og stígagerð til að tryggja öllum
aðgengi að náttúruperlunum. Upp-
bygging og rekstur mannvirkja
skapar atvinnu í héraði. Það má
stuðla að fastri búsetu í nánd við
náttúruperlur, það skapar aukinn
virðisauka inn á þessi svæði. Stefn-
an á Íslandi hefur verið að ekkert
megi gera, ekki megi hrófla við
neinu. Við getum hins vegar nýtt
okkur reynslu annarra þjóða eins
og í þjóðgörðum í Bandaríkjunum
og á Nýja-Sjálandi við uppbyggingu
á þessum stöðum. Ég tel að mikil-
vægt sé að að sameina undir eitt
auðkenni alla þjóðgarða og vernd-
uð svæði, það getur verið Þjóðgarð-
ar Íslands.
Í Skaftafelli voru 32% aðspurðra
erlendra ferðamanna reiðubúin að
borga aðgangseyri, þegar ekki var
tilgreint hvað ætti að gera við pen-
ingana, en 70% þegar upplýst var
að þeir yrðu notaðir til uppbygg-
ingar og verndunar svæðanna.
Mikill meirihluti svarenda, 83%,
vildi að hugsanlegur aðgangseyrir
rynni í að viðhalda hinu ósnortna
víðerni. Ferðamenn virðast til-
búnir að greiða á bilinu 500–700
kr. í aðgangseyri án þess að það
hafi áhrif á kauphegðun þeirra. Ef
rétt er haldið á þessum málum, þau
vel skilgreind og kynnt, þá virðist í
lagi að taka upp gjaldtöku að nátt-
úruperlum. Reynslan sýnir að huga
þarf að sérstakri gjaldtöku fyrir þá
sem taka þátt í afþreyingu. Mark-
mið gjaldtökunnar er að viðhalda
landsins gæðum fyrir framtíðar-
kynslóðir Íslands og hugsanlega
í einhverjum tilvikum stuðla að
takmörkun aðgangs að ákveðnum
svæðum eða afþreyingu sem taki
mið af þolmörkum svæða.
Án þess að fara út í nákvæma
útlistun, þá eru grunnforsendur í
mínum tillögum eftirfarandi;
Allir greiði aðgangseyri, ekki
gerður munur á Íslendingum og
erlendum ferðamönnum. Grunn-
gjald þjónustu verði 750 kr. á mann.
Afslættir eftir eðli heimsóknar,
innlendir og erlendir skólahópar
þurfa ekki að greiða. Sérstakt gjald
verði tekið af afþreyingu. Erlend-
ir ferðamenn geta greitt í gegnum
ferðapakka eða eftir komu til lands-
ins. Íslendingar kaupi sér kort á
svipaðan hátt og veiðikortið.
Ferðamenn, innlendir og erlend-
ir, eru ekki tilbúnir að greiða gjald
ef ekkert kemur á móti. Til að hægt
sé að réttlæta gjaldtöku verður
að tryggja aðgengi. Tekjurnar
verði í framtíðinni notaðar til að
tryggja innviðina. Til að byrja með
mætti nota þessar auknu tekjur
til að kaupa upp friðuð svæði, til
dæmis Geysi, Gullfoss og svæði
við Mývatn. Síðan hefjist mark-
viss uppbygging sem bætir ímynd
landsins, eykur þekkingu okkar á
þessum stöðum og nýjasta tækni
verður notuð til að miðla þekkingu
til ferðamanna.
Er þörf á stefnubreytingu varð-
andi aðgengi og gjaldtöku?
Fjármál
Guðmundur Andri
Skúlason
talsmaður Samtaka
lánþega
Gjaldtaka í ferðaþjónustu
Miðað við ofangreindar forsendur þá getur niðurstaðan litið út á eftirfarandi hátt.
Ferðagjald
Reykjavík, Akureyri o.s.frv.
Skemmtiferðaskip 190.500.000
Seyðisfjörður
Norræna 106.182.065
Keflavíkurflugvöllur
Bílaleiga 1.129.891.304
Rútur 202.500.000
Annað, dagsferðir 236.250.000
Erlendir ferðamenn 1.865.323.370
Íslendingar 750.000.000
Samtals tekjur hins opinbera 2.615.323.370
Ferðaþjónusta
Úfar Antonsson
framkvæmdastjóri
Ferðamiðlunar ehf.
Markmið gjald-
tökunnar er að
viðhalda landsins gæðum
fyrir framtíðarkynslóðir
Íslands og huganlega
í einhverjum tilvikum
stuðla að takmörkun
aðgangs að ákveðnum
svæðum.