Fréttablaðið - 31.08.2012, Qupperneq 26
26 31. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR
Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum,
flest er mælt út frá svonefndri
landsframleiðslu. Það er mæli-
kvarði yfir allt sem framleitt er
í landinu á einu ári. Fyrir Sam-
einuðu þjóðirnar halda AGS og
Alþjóðabankinn sérstaka skrá
um landsframleiðslu allra hundr-
að níutíu og tveggja aðildarlanda
þeirra. Stjórnvöld hvers lands
þurfa að gefa margvíslegar upp-
lýsingar um rekstrarmál hvers
þjóðfélags, sem svo er unnið í
skrá sem framangreindar stofn-
anir sjá um að halda utan um.
Nokkrar útfærslur eru á þess-
ari skrá. Í skránni yfir kaupmátt-
arjöfnuð eru Bandaríkin í 1. sæti.
Kína í 2. sæti, Japan í 3. sæti,
Þjóðverjar í 5. sæti, Bretland í 6.
sæti, Noregur í 42. sæti og Dan-
mörk í 43. sæti. Segja má að öll
lönd sem við berum okkur venju-
lega saman við séu í einhverju af
50 fyrstu sætunum.
Ísland er hins vegar í sæti 137.
Við erum þar á eftir Níger í 134.
sæti, Malí í 129. sæti, Haíti í 126.
sæti. Kúba er mikið ofar eða í 88.
sæti og Kenía í 87. sæti, Angóla
85. sæti, Úganda 76. sæti, Gana
73. sæti, Líbía 67. sæti, Sýrland
64. sæti, Súdan 61. sæti. Hvað
veldur því að Ísland flokkast
meðal þessara landa, sem við
berum okkur aldrei saman við?
Þegar litið er til annarrar sam-
hliða skráningar, mælingar á
landsframleiðslu á mann, reynist
Lúxemborg vera í 1. sæti, Nor-
egur í 2. sæti, Bandaríkin í 3.
sæti. Þar er Ísland í 6. sæti. Hvað
getur valdið því að þjóð sem er
með 6. mestu landsframleiðslu
á mann, skuli vera í 137. sæti í
mælingunni um kaupmáttarjöfn-
uð?
Af mælingunni þar sem Ísland
er í 137. sæti, má nokkuð lesa
út hvernig tekjur þjóðarbúsins
streyma um þjóðfélagið. Hvort
þær dreifast eðlilega um allar
greinar samfélagsins. Hvern-
ig nýting fjármagnsins er, hve
marga hringi þjóðartekjurnar
fara um fjármálaæðakerfi þjóð-
félagsins, áður en þær fara aftur
úr landi sem greiðsla fyrir inn-
flutning eða aðra gjaldeyris-
notkun.
Þegar grannt er skoðað virðast
mörg sömu einkenni vera í þjóð-
félagi okkar, sem einkenna þau
lönd sem eru á svipuðum stað og
við í flokkun Sameinuðu þjóðanna
á kaupmáttarjöfnuði landsfram-
leiðslu. Engin sjáanleg stefna er
hjá stjórnvöldum um að starf-
rækt séu í landinu framleiðslu-
fyrirtæki er sinni sem fjölbreytt-
ustum þörfum þjóðfélagsins.
Afleiðingar þess eru að Ísland er
svo háð innflutningi að yfirleitt
duga gjaldeyristekjur okkar ekki
fyrir öllu sem flutt er inn. Af því
leiðir að engin raunveruleg aukn-
ing verður í landinu á eigin fjár-
magni í umferð, til að auka starf-
semi eða bæta lífsgæði.
Ísland er að vísu með 6. mestu
framleiðslu á mann, en hin lönd-
in í kringum okkur í kaupmátt-
arskránni, eru öll mikið neðar
í mælingu á landsframleiðslu
á mann. Þau ríki eiga það hins
vegar sameiginlegt með Íslandi,
að stéttir stjórnmála- og emb-
ættismanna virðast ekki skilja
mikilvægi þess að láta fjármagn
samfélagsins hríslast sem jafn-
ast um allar greinar þjóðlífs-
ins og gæta þess að tryggja að í
landinu sé ævinlega nægt veltu-
fjármagn til alls reksturs sam-
félagsins. Samnefnari virðist því
í þessum löndum um elítuhegð-
un, spillingu og auðssöfnun yfir-
stéttanna.
Við skerum okkur verulega
frá hinum, með því að taka að
láni erlendis það fjármagn sem
til þarf til að leika þann almenna
lífsstíl þeirra samfélaga sem við
viljum bera okkur saman við.
Eins og að framan sagði, eyðum
við jafnharðan öllum gjaldeyris-
tekjum sem við öflum. Það þýðir
í raun að við stækkum þjóðar-
köku okkar ekkert með sjálfs-
aflafé. Öll stækkun er annað-
hvort tilkomin vegna erlendra
lána eða vegna gengisfellingar
krónunnar. Raunveruleikinn er
sá að sjálfsprottinn varanlegur
hagvöxtur er enginn; einungis
blekkingar til að láta almenning
halda að efnahagsmálum sé vel
stjórnað.
Ég velti oft fyrir mér hvort
enginn hagfræðingur sé í land-
inu sem þori að setja hagsmuni
samfélagsins framar hagsmun-
um peningaaflanna. Áherslur
undanfarinna áratuga á aukna
þenslu útgjalda eru komnar svo
langt út fyrir nýmyndun verð-
mæta að óhjákvæmilegt er að
mikil fjármunagildi tapist nú
og á næstu árum. Engin ný
verðmætamyndun er til, eða í
vændum, sem fjármagnað getur
greiðslu allra þeirra lána sem
þarf að greiða.
Það þarf bæði kjark og þekk-
ingu til að komast heill út úr stór-
viðri, hvort sem er til lands eða
sjávar. Stórviðri á pólitíska vísu
eru ekki betri. Sá sem á að fara
fyrir hópi við slík tækifæri, en
þorir ekki, eða kann ekki, að tak-
ast á við erfiðleikana, hann fórn-
ar ekki bara sjálfum sér, hann
fórnar líka þeim sem hann átti
að gæta. Þjóðin þarf að átta sig á
að framtíðarheill hennar veltur á
því að fólk komi niður úr skýja-
borgunum og horfist í augu við
raunveruleikann. Læri að skilja
hann og vera ánægt með það sem
við höfum, svo ekki verði þörf á
að taka að láni erlenda peninga
til að byggja skýjaborgir.
Ísland meðal þróunarlanda?
Efnahagsmál
Guðbjörn
Jónsson
fv. ráðgjafi
Öll stækkun er annað hvort tilkomin
vegna erlendra lána, eða vegna gengis-
fellingar krónunnar. Raunveruleikinn er
sá að sjálfsprottinn varanlegur hagvöxtur er enginn;
einungis blekkingar til að láta almenning halda að
efnahagsmálum sé vel stjórnað.
Að læsa dyrum
Það er sérkennilegt en um leið sorglegt að fylgjast með enn
einni tilraun andstæðinga aðild-
ar Íslands að Evrópusamband-
inu að stoppa ferli viðræðnanna.
Þegar Alþingi samþykkti á lýð-
ræðislegan hátt að hefja þessa
vegferð þá litu margir á þetta
sem einn möguleika af mörgum
til að koma okkur út úr þeim
vandræðum sem efnahagshrun-
ið haustið 2008 olli okkur. Hvort
það tekst á eftir að koma í ljós
enda ekki búið að klára þessar
viðræður. Síendurteknar full-
yrðingar nei-sinna að ekki sé
um neitt að semja eiga alls ekki
við rök að styðjast enda höfum
við Evrópusinnar margoft bent
á dæmi um sérlausnir í aðildar-
samningum annarra landa.
Hvers vegna má ekki ganga
þennan veg til enda og láta síðan
þjóðina útkljá málið á lýðræðis-
legan hátt? Eru andstæðingar
aðildar ef til vill hræddir um
að eitthvað jákvætt komi út úr
ferlinu?
Tímabundnir efnahagsörð-
ugleikar í nokkrum ríkjum
Evrópusambandsins eru not-
aðir sem röksemd fyrir því
að draga þurfi umsóknina til
baka. Ákveðnir fjölmiðlar reyna
markvisst að draga upp dóms-
dagsmynd af ástandinu í Evr-
ópu og reyna að koma því inn
hjá landsmönnum að Evrópu-
sambandið sé að hruni komið.
Samt geta þessir sömu aðilar
ekki svarað þeirri spurningu
af hverju Evrópusambandið
semur við Landhelgisgæsluna
um eftirlit á Miðjarðarhafi, er
á góðri leið með að skipuleggja
næstu kynslóð rannsóknar- og
menntaáætlana fram til ársins
2020, tekur virkan þátt í aðgerð-
um gegn gróðurhúsalofttegund-
um og er á vissan hátt í fram-
varðasveit þeirra stofnana sem
berjast gegn mansali og alþjóð-
legri hryðjuverkastarfsemi.
Hljómar þetta eins og félags-
skapur sem er að fara að leggja
upp laupana?
Með þessu er ekki verið að
gera lítið úr þeim miklu vand-
ræðum sem nokkur ríki í Evr-
ópu glíma við. En slíkir örðug-
leikar eru ekki einskorðaðir við
ríki Evrópusambandsins. Mörg
ríki innan og utan Evrópu eiga
við mikla efnahagsörðugleika að
etja. Einnig má benda á að ýmis
ríki Bandaríkjanna eru á viss-
an hátt gjaldþrota. Svarið hjá
nánast öllum þessum ríkjum er
ekki að hlaupa hvert í sína átt-
ina heldur reyna þau að leysa
úr sínum vandræðum með sam-
vinnu en ekki sundrung.
Deilum Íslendinga við nokk-
ur nágrannaríki okkar vegna
makrílveiða hefur einnig verið
beitt sem röksemd í þessari
innilokunaráráttu. Vert er þó
að benda á að deilan stendur
einna mest við Noreg og ekki
eru þeir í Evrópusambandinu!
Að vísu eru Írar og svo Danir
fyrir hönd Færeyinga aðilar að
deilunni og þess vegna blandast
ESB í málið. Deilan stendur því
alls ekki við Evrópusambandið í
heild sinni heldur tvö af aðildar-
löndum þess. Samsæriskenning-
ar um að Evrópusambandið sé
á einhvern hátt í heilögu stríði
við Ísland eiga því ekki nokkra
stoð í veruleikanum. Og óháð
aðildarviðræðunum þá þyrftum
við hvort sem er að útkljá þetta
deilumál á ásættanlegan hátt
fyrir alla aðila.
Það hentar hins vegar skamm-
tíma þjóðernisöfgapólitíkusum
að þyrla upp moldviðri í kring-
um þetta mál og blása það upp
sem allsherjarsamsæri ESB
gagnvart Íslandi. Staðreyndin
er hins vegar sú að aðildarvið-
ræður Evrópusambandsins við
umsóknarríki eru sjaldan línu-
legt ferli. Nánast alltaf koma
upp einhver mál sem hægja á
ferlinu og báðir aðilar þurfa
að hugsa upp viðeigandi lausn-
ir. Dæmi um slíkar sérlausnir
eru til dæmis skilgreiningar
á „heimskautalandbúnaði” og
„háfjallalandbúnaði” sem voru
útbúnar þegar Finnar, Svíar og
Austurríkismenn gengu í ESB
árið 1995. Einnig má benda á
landamæradeilur Slóvena og
Króata sem töfðu aðildarvið-
ræðurnar við Króatíu í næstum
því heilt ár.
Í stað þess að reyna að þvæl-
ast fyrir aðildarviðræðunum
og leggja stein í götu samninga-
nefndar Íslands við nánast hvert
einasta skref ættu stjórnmála-
menn og flokkar að sameinast
um að klára þetta mál með sóma.
Allir aðilar eru sammála um að
íslenska þjóðin muni eiga síðasta
orðið í þessu máli. Af hverju að
loka og læsa dyrunum þegar
ekki er ljóst hvort þessi leið geti
aðstoðað okkur til að komast út
úr þeim vandræðum sem hrunið
árið 2008 kom okkur í?
ESB-aðild
Andrés
Pétursson
formaður
Evrópusamtakanna
Í stað þess að reyna að þvælast fyrir að-
ildarviðræðunum og leggja stein í götu
samninganefndar Íslands við nánast
hvert einasta skref ættu stjórnmálamenn og flokkar
að sameinast um að klára þetta mál með sóma.
AF NETINU
Hroki og furðutal útvegsmanns
Guðmundur Kristjánsson í Brimi fer mikinn í viðtali við Útvegsblaðið.
Hann segir tal þeirra sem gagnrýna skipan sjávarútvegsmála byggjast á
öfund, lýðskrumi og fávisku, svo nokkuð sé nefnt. Hann segir sjávarút-
veg vera vel rekinn og farinn að skila hagnaði núna. Því sé fásinna að
breyta nokkru.
Hann nefnir þó ekki að nærri 50% gengisfelling krónunnar frá 2007
til 2009 hafi bætt afkomu útgerðarinnar stórlega. Það er sama gengis-
fellingin og rýrði kaupmátt ráðstöfunartekna heimilanna um 28% að
meðaltali frá 2008 til 2010. Hagnaður útvegsmanna var tap heimilanna.
Vel rekinn sjávarútvegur, sagði hann? Útvegsmenn juku skuldir sjávar-
útvegsfyrirtækja um nálægt 500 milljarða á áratugnum fram að hruni,
en fjárfestu í greininni fyrir rétt um 90 milljarða. Hin gríðarlega aukna
skuldsetning fór sem sagt að mestu í annað en endurnýjun greinarinnar,
t.d. fjárfestingu í öðrum greinum, eignabrask hér og erlendis. Það þýðir
væntanlega að gríðarlegt fé hafi verið dregið út úr greininni en skuldir
skildar eftir. Er það góður rekstur?
http://blog.pressan.is/stefano/
Stefán Ólafsson
TVÆR FLOTTAR
Næturóskin
fjallar um rótlausa nútímakonu sem er
alveg viss um að lífið sem hún lifir geti
ekki orðið betra. En er það rétt?
Flöskuskeyti frá P
er af mörgum talin magnaðasta saga Jussis
Adler-Olsen. Hún hlaut Glerlykilinn sem
besta norræna glæpasagan árið 2010.
2.299,-
KYNNINGAR-
VERÐ
2.699,-
2.299,-
KYNNINGAR-
VERÐ
2.699,-
Gildir til 10. september eða á meðan birgðir endast.