Fréttablaðið - 31.08.2012, Blaðsíða 34
KYNNING − AUGLÝSINGGámar & gámaþjónusta FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 20122
Allt frá örófi alda hafa mennirnir þurft að flytja hluti milli staða. Hér
áður voru þessir flutningar fólgnir í því að fólk flutti hlutina á milli
með því að bera eitt og eitt stykki á milli flutningstækja, til dæmis
úr bát og yfir í hestvagn. Það var ekki fyrr en í lok átjándu aldar að
Bretinn Benjamin Outram útbjó fyrstu flutningslestina sem flutti
gáma fyllta af kolum. Um árið 1830 voru lestar notaðar víðs vegar um
heim sem báru minni gáma sem svo var hægt að flytja yfir í annars
konar samgöngutæki. Kassarnir voru til að byrja með opnir og ýmist
úr timbri eða járni. Á nítjándu öld komu svo lokaðir gámar sem hægt
var að flytja eftir lestarteinum og á vegum. Um árið 1950 var byrjað að
framleiða gáma að staðlaðri stærð líkt og gámar eru í dag. Við það varð
gríðarleg þróun í flutningum í heiminum. Þá var hægt að flytja gáma á
milli landa og heimsálfa og öll tæki og tól sem notuð voru til flutning-
anna voru sniðin að staðlaðri stærð gámanna. Stærð fyrstu stöðluðu
gámanna var eftir málum frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Síðar voru þessir staðlar settir inn í ISO-kerfið sem flestir nútíma-
staðlar fara inn í og stór hluti heimsins notar.
Fyrstu gámarnir
Staðlaða gámastærð má rekja til loka átjándu aldar.
Áður höfðu menn flutt hluti á milli handvirkt.
Nýlega fór fólk að búa í húsum sem eru búin til úr gámum. Þessi hugmynd að húsnæði nýtur sívaxandi hylli í vest-
rænum löndum enda ódýr lausn. Það er líka
eitthvað heillandi við formið og hug myndina
um að raða þeim upp og búa til heimili úr
þeim.
Í Amsterdam í Hollandi hefur risið nokkurs
konar þorp þar sem öll húsin eru búin til úr
gámum sem áður hafa verið notaðir
til f lutninga. Þorpið kallast Keet-
woningen sem þýðir einfaldlega
gámaheimili og eru þetta um eitt
þúsund stúdentaíbúðir. Í íbúðunum
er loftræstikerfi og eru þær hitaðar
með gasi. Heita vatnið kemur úr
tönkum og háhraða nettenging
fylgir hverri íbúð.
Hér hefur verið byggður glæsilegur inngangur að
gámahúsi á tveimur hæðum.
Margvíslegur
tilgangur gáma
Gámar hafa verið notaðir í fjölda ára og haft ýmsan tilgang. Þeir
hafa aðallega verið notaðir til þess að geyma hluti í og sem til
dæmis kaffistofur á byggingasvæðum. Undanfarið hefur færst í
vöxt að fólk breyti gámum í heimili.
Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og
tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.
Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt
Br
an
de
nb
ur
g
Við berum út sögur af frægu fólki
Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og
tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.
Birti r treystir okku fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000
Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, s: 512 5411, tp. benediktj@365.is.
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.