Fréttablaðið - 31.08.2012, Síða 40
6 • LÍFIÐ 31. ÁGÚST 2012
Þú lítur stórkostlega vel út Linda!
Hvað gerðir þú eiginlega? Takk fyrir
það. Ég hef breytt lífsstíl mínum til
muna síðastliðin tvö ár eða svo og
með því fæst betra útlit og líðan. Ég
er dugleg að æfa, sem ég geri 3-5
sinnum í viku, og hef tamið mér holl-
ara mataræði og borða mun meira
af grænni fæðu. Sem dæmi fæ ég
mér flesta morgna grænmetis drykk,
sem mér fannst ægilega vondur til
að byrja með, en hann hefur vanist
mjög vel og nú bíð ég eftir að fá
hann á morgnana. Enda líður mér
svo vel af honum. Ég er sátt og
ánægð með lífið, reyni að hugsa
jákvætt og trúa á það góða og fer
þannig í gegnum daginn. Ætli þetta
hjálpist ekki allt að.
Óhugnanleg upplifun
Þú sagðir á Facebook-síðunni þinni
frá fríinu ykkar mæðgna fyrr á þessu
ári þegar þið mæðgur forðuðuð
ykkur upp á efsta hluta á eyju í Taí-
landi og biðuð átekta eftir að gefin
var út flóðbylgjuviðvörun. Viltu lýsa
fyrir okkur hvernig þessi reynsla var
og hvernig áhrif hún hafði á þig og
þína sýn á lífið og að ekki sé minnst
á fallegu stúlkuna þína? Þetta var
upplifun sem ég óska engum að
ganga í gegnum. Þetta var ógurlega
sérstakt allt saman. Við mæðgur
vorum í fríi í Taílandi síðastliðna
páska og vorum á leið út í bát á
seinasta degi okkar, búnar að pakka
og á leið út á flugvöll þegar okkur
var snúið við og maður skildi bara
að kallað var „tsunami, tsunami!“.
Við hlið okkar voru eldri hjón, bresk,
sem buðu okkur að koma með sér
upp á þeirra herbergi þar sem við
vorum búnar að skila af okkur her-
berginu okkar. Vissulega var ég
mjög hrædd þar sem við biðum
í rafmagnsleysinu við magn-
aða tónlist himinsins, þar sem
þrumur og eldingar létu heldur
betur í sér heyra. Við máttum
alveg eins eiga von á því að vera
að bíða eftir dauðanum og hver
mínúta var heil eilífð. Lítið var
um að skilaboðum væri komið til
okkar sem biðum ótta slegin eftir
því sem verða vildi, en fengum
þó að vita eftir nokkurra klukku-
tíma bið að von væri á 5-6 metra
háum öldum eftir um þrjátíu mín-
útur. Það var óhugnan legur tími.
Við vorum föst þarna og ekki
hægt að komast af staðnum sem
við vorum á nema með bát. Bak
við hótelið voru aðeins háir klett-
ar sem ekki var hægt að klifra upp í.
Mikill dýravinur
Dýravernd er þér hjartans mál. Hvað
leggur þú af mörkum þegar kemur
að því að hjálpa dýrum á Íslandi.
Ég hef alla tíð verið mikill dýravinur
og átt hunda frá því ég var tíu ára
gömul. Í dag eigum við þriggja ára
enska cocker-tík sem heitir Stjarna
og er yndisleg og blíð. Ég hef verið
að starfa með hópi að bættum að-
búnaði dýra á Íslandi, haldið ræðu
á málþingi í Norræna húsinu og
fleira. Það er skelfilegt að vita um
slæman aðbúnað dýra, jafnt á Ís-
landi sem annars staðar og hryllir
mig þá einna helst við svokölluðum
verksmiðjubúskap, þar sem ómann-
Linda Pétursdóttir framkvæmdastjóri hefur í nægu
að snúast þegar kemur að rekstri Baðhússins sam-
hliða því að hugsa um Ísabellu dóttur sína. Linda rifjar
upp hættulega páskaferð þeirra mæðgna ásamt gjör-
breyttum lífsstíl.
LINDA PÉTURSDÓTTIR
Fyrrum ungfrú heimur, móðir og bisnesskona.
STARF? Eigandi og framkvæmdastjóri Baðhússins.
ALDUR? 42.
HJÚSKAPARSTAÐA? Einhleyp.
BÖRN? Ísabella Ása 7 ára.
UPPHAFSSÍÐAN? www.badhusid.is.
TÍMARITIÐ? O-magazine, Canadian House & Home, The New Yorker,
INC.com.
FYRIRMYNDIR ÞÍNAR? Diane Sawyer, Christiane Amanpour, Julia
Morley.
ÁHUGAMÁL? Heilbrigður lífsstíll, dýravernd, ferðalög.
UPPÁHALDSHÖNNUÐUR? Michael Kors, Stella McCartney, Roberto
Cavalli.
UPPÁHALDSMATUR? Humar.
FANN TILGANGINN MEÐ ÍSAB
Framhald á síðu 8
Lokadagur
í Firði á morgun
Laugardag
2 verð
2.000 kr. 1.000 kr.
OUTLET
Mind Xtra
fyrir konur eins og þig
Lokadagur í
Firði á morgun
Laugardag.
1.000 • 2.000 • 3.000
3 VERÐ
Ísabella Ása.
Þessi mynd af okkur Bellu sofandi, va
r
tekin um kvöldið eftir tsunami-viðvör-
unina í Taílandi, þegar við komumst
loks þreyttar upp í rúm.